Morgunblaðið - 06.11.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
23
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Grunnskólanemar í áhaldahúsinu á Flateyri. F.v.: Guðjón Svanur Hermannsson, Birkir Jónas Einars-
son, Þorsteinn Sigurðsson, Önundur Hafsteinn Pálsson, Kristján Torfi Einarsson, Margrét Ósk Jóhanns-
dóttir, Hrefna Sigríður Reynisdóttir og Þórir Traustason, sitjandi.
Bónuðu bíla til fjáröflunar
Flateyri.
SKAPAST hefur hefð fyrir því að nemendur 10. bekhjar Grunn-
skóla Flateyrar fari í árlega menningarreisu til Reykjavíkur. Átta
nemendur lögðu í ferðina mánudaginn 2. nóvember ásamt skólastjór-
anum, Birni Hafberg. Skoðaðar voru ýmsar stofnanir, fyrirtæki og
framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu.
Krakkamir öfluðu sjálf fjár fyrir
ferðinni og voru famar ýmsar leið-
ir. Þeir unnu í frystihúsinu, einnig
buðu þeir bæjarbúum upp á þvott
og bón á bílum sínum fyrir veturinn
og vom margir sem létu þrífa og
bóna bíla sína gegn gjaldi.
Það var mikið um að vera í
áhaldahúsinu á Flateyri eina helg-
ina er fréttaritari leit við hjá krökk-
unum. Aðspurð af hveiju þau völdu
þessa leið til að afla fjár til ferðar-
innar sögðust þau hafa vilja gera
eitthvað fyrir fólkið í þorpinu.
- Magnea,
Oskað rannsóknar á ummælum lögreglufltr.
Saksóknari er með
bréfið til skoðunar
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ekki
tekið afstöðu til bréfs níu fyrrum
starfsmanna fíkniefnadeildar lög-
reglunnar sem óskað hafa eftir
að opinber rannsókn fari fram á
sannleiksgildi ummæla sem höfð
eru eftir Birni Halldórssyni lög-
reglufulltrúa fikniefnadeildar í
tímaritinu Mannlífi þar sem hann
segir að dæmi séu um lögreglu-
menn sem hætt hafi störfum í
deildinni og hafi leikið sér að því
að spilla upplýsingasamböndum
og breiða út óhróður og lygi um
starfsmenn deildarinnar. Hall-
varður Einvarðsson rikissaksókn-
ari sagði .við Morgunblaðið að
bréfið væri til skoðunar hjá emb-
ættinu og kvaðst hann ekki geta
um það sagt hvenær afstaða yrði
tekin til þess.
í bréfi því sem lögreglumennirnir
hafa afhent ríkissaksóknara segir að
óskað sé eftir því að í fyrsta lagi sé
rannsakað hvaða einstaklingar það
séu sem Björn Halldórsson saki um
svo alvarlegt brot og þá hvort þessar
ásakanir eigi við rök að styðjast.
Komi það í ljós er þess farið á leit
að málið fái þá eðlilega opinbera
meðhöndlun þannig að þeir sem um
ræðir verði látnir sæta ábyrgð lögum
samkvæmt. Leiði rannsóknin hins
vegar í ljós að ummælin séu tilhæfu-
laus verði Björn Halldórsson látinn
Mosfellsbær og Hafnarfjörður fá ekki tekjujöfnunarframlög í ár
Bæjarstjóm Mosfellsbæjar hefur
óskað eftir fundi með ráðherra
BÆJARSJÓÐIR Mosfellsbæjar og Hafnarfjarðar fá ekki hátt í 100
miiyóna króna tekjujöfnunarframlög sem reiknað hafði verið með við
gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarstjórnirnar ákváðu að hækka útsvarsprós-
entu m.a. til að geta notið þessarrra framlaga en samkvæmt nýrri
túlkun ráðuneytisins á gildandi reglum á að miða útreikninga um út-
hlutun framlaganna við útsvar af tekjum ársins á undan. Bæjarstjórn
Mosfellsbæjar hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra um
þetta mál. Túlkun reglnanna hefur í för með sér að leiðrétta þarf
úthlutin tekjujöfnunarframlags á síðasta ári þar sem nokkrir sveita-
hreppar hafa þá fengið of mikið greitt.
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- að leggja á 7,5% útsvar á tekjur
stjóri í félagsmálaráðuneytinu sagði
að reglum um úthlutun úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga hafi verið breytt
í ágúst á síðasta ári og framlögum
úthlutað samkvæmt þeim í október
það ár. Nú hefði ágreiningur risið
um framkvæmdina og ráðuneytið því
leitað til lögfræðinga um túlkun á
reglunum. Niðurstaða þeirra væri að
miða ætti við álagt útsvar á tekjur
síðasta árs. Hann sagði að hvorki
Hafnarfjarðarbær né Mosfellsbær
hefðu nýtt tekjustofna sína nægilega
vel á síðasta ári, með því til dæmis
ársins, og virtust því ekki koma til
álita við úthlutun tekjnjöfnunarfram-
lagsins. Húnbogi sagði að þessa dag-
ana væri verið að undirbúa tillögur
um úthlutun úr sjóðnum.
Húnbogi sagði að komið hefði í
ljós að 4-5 sveitahreppar hefðu feng-
ið tekjujöfnunarframlög á síðasta ári
án þess að hafa fullnægt öllum skil-
yrðum. Bjóst hann við að það yrði
leiðrétt við úthlutunina nú.
Róbert Agnarsson bæjarstjóri í
Mosfellsbæ sagði að ráðuneytið hefði
breytt túlkun sinni á úthlutunarregl-
unum frá því í fyrra. Bæjarstjómin
væri ekki sátt við nýju reglumar og
hefði óskað eftir fundi með félags-
málaráðherra um málið. Sagðist
hann vonast til að hægt yrði að hitta
ráðherra í dag.
Róbert sagði að Mosfellsbær væri
tekjulægsti kaupstaður landsins, um
20% undir meðaltali kaupstaðanna.
Sagði Róbert að fullt og óskert telq'u-
jöfnunarframlag hefði fært Mos-
fellsbæ 80 milljónir kr. og eftir þeim
reglum sem unnið var í fyrra hefði
Mosfellsbær átt að fá 40 milljónir í
sinn hlut. Með þeirri fjárhæð hafí
verið reiknað við gerð íjárhagsáætl-
unar. Ef túlkunin breyttist eins og
nú væri verið að tala um yrði sveitar-
félagið alveg af þessum tekjum.
Guðmundur Ámi Stefánsson bæj-
arstjóri í Hafnarfirði sagði áð eftir
hækkun útsvars sem ákveðin var
fyrr á þessu ári hafi Hafnarfjörður
fullnægt þeim skilyrðum sem sett
voru fyrir greiðslu tekjujöfnunar-
Rannsóknir á nýtingri birkis til landgræðslu
Birkíplöntur njóta góðs
af nálægðinni við víði
RANNSÓKNIR á endumýjun birkis af fræi hafa meðal annars leitt í
ljós að birkiplöntur sem vaxa upp af fræi sem fellur nálægt víðirótum
njóta góðs af nálægðinni við víðinn og verða miklu stærri og kröft-
ugri en birkiplöntur sem ekki vaxa í nálægð víðis. Greint er frá þess-
um niðurstöðum í grein eftir þá Sigurð H. Magnússon og Borgþór
Magnússon í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, en þegar eru hafnar
tilraunir á því hvort nýta megi þessar niðurstöður við landgræðslu.
Borgþór Magnússon sagði í sam- birkiplöntur hreinlega smitist af
tali við Morgunblaðið að þau tengsl
sem virtust vera milli birkis og víðis
samkvæmt athugunum þeirra Sig-
urðar gætu haft verulega þýðingu í
landgræðslu. Reynslan væri sú að
birkisáningar við uppgræðslu gengju
stundum erfíðlega, en ef víðir væri
til staðar í því landi sem sáð væri í
mætti búast við því að árangurinn
yrði mun betri.
„Okkur grunar að þarna sé um
svepprótartengsl milli þessara teg-
unda að ræða. Annaðhvort að ungar
svepprótinni sem víðirinn hefur og
myndi fyrr eigin svepprót, eða þá
að birkið myndi tengsl við víðirótina
og geti á einhvem hátt nýtt sér hana.
Þetta eru okkar tilgátur, en maður
sér það ekki á öðmm plöntum að
þær hafi það neitt betra við víðinn,
hvorki grastegundir eða annar gróð-
ur,“ sagði hann.
Borgþór sagði þegar vera hafnar
tilraunir með að nýta þessar niður-
stöður og í sumar hefði verið sáð
birki í gömul uppgræðslusvæði fyrir
norðan Gunnarsholt þar sem víði-
plöntur hefðu fundist á stijálingi.
Hann sagði árangur af þessari sán-
ingu væntanlega koma í ljós strax
næsta sumar.
„Þetta er einnig svolítið spennandi
við almenna gróðurfarsfræði og
gróðurframvindu. Það er vitað mál
að eftir ísöld þegar jöklarnir hörfuðu
færðist skógurinn norðar á norðlæg-
um slóðum, og það er spurning hvort
víðirinn sem hefur meiri útbreiðslu-
hæfni en birkið hafi plægt jarðveginn
fyrir birkið að því leyti að hann hafi
verið kominn fyrr á svæðin. Þetta
em vangaveltur sem eru spennandi
í þessum fræðum, en við höfum ekki
vitneskju um að að áður hafi verið
bent á tengsl þarna á milli þótt sýnt
ahfi verið fram á svipuð tengsl hjá
öðmm tegundum,“ sagði Borgþór.
Loqeriœrfi
iynr
vönibretfí
Ávallt tyrirliggjandi.
Leitið uppiýsinga.
UMBODS- OG HEItOVERSLUN
BÍLDSHÓFÐA 16 SIMI 6724 44
sæta ábyrgð lögum samkvæmt.
Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra, sagði aðspurður í
samtali við Morgunblaðið að sér virt-
ist að þær ásakanir sem fram komi
í ummælum Bjöms í tímaritinu væm
þess eðlis að sér virðist sem opinber
rannsókn sé besti farvegurinn til að
skera úr um sannleiksgildi þeirra.
Hann sagði hins vegar aðspurður að
ráðuneytið hefði engin afskipti haft
af málinu.
-----» ♦ «----
Héraðsdómur Keykjavíkur
Meðferð máln-
ingarmálsins
að hefjast
MÁL ákæruvaldsins gegn tveimur
mönnum sem gefið er að sök að
hafa staðið fyrir innflutningi á um
65 kg. af hassi til landsins á árun-
um 1985-1987 var þingfest í hér-
aðsdómi Reykjavíkur á mánudag.
Sverrir Einarsson héraðsdómari
hefur mál mannanna til meðferðar.
Aðalmeðferð málsins hefst 19. þessa
mánaðar með yfirheyrslum yfir hin-
um ákærðu.
framlags. Hann sagðist ekki gera
athugasemd við nýja túlkun regln-
anna. Aðalatriðið væri að sömu lög
og reglur giltu um Hafnarfjörð eins
og önnur sveitarfélög,- en á tímabili
hefðu verið umræður um annað.
Guðmundur Ámi sagði að sér
sýndist að Hafnarfjörður hefði fengið
75 milljóna kr. tekjujöfnunarframlag
ef fyrri túlkun reglnanna hefði gilt.
Hann sagði að við gerð fjárhagsáætl-
unar hafi verið farið varlega og gert
ráð fyrir 50 milljóna kr. framlagi.
Hann sagði að það setti vissulega
strik í reikninginn hjá bæjarsjóði að
þessar telqur skiluðu sér ekki fyrr
en á næsta ári. Sagði hann að verið
væri að endurskoða fjárhagsáætlun
bæjarins, sérstaklega vegna þess að
farið hefði verið hraðar í ýmsar fram-
kvæmdir til að auka atvinnu í bæn-
um. Á móti sagði hann að kæmi
spamaður vegna hagræðingar og til-
færsla frá verkefnum sem hægar
hefði verið farið í. Hins vegar væri
Ijóst að til einhverrar lántöku þyrfti
að koma vegna atvinnuframkvæmd-
anna.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. 1 Kopavogi, sími 671800
Opið sunnudaga kl. 2-6
Toyota Corolla GTI 16v ’88, svartur, 5
g., ek. 69 þ., sóllúga, rafm. í öllu. V. 750
þús. stgr.
Nissan Sunny 1300 ’89, 5 dyra, rauður,
5 g.f ek. 38 þ. V. 630 þús., sk. á ód.
Jaguar XJ6 ’81, blásans, ek. 160 þ.,
sjálfsk., m/öllu, 2 eigendur. Hefur fengið
mjög gott viðhald. V. 970 þús.
Honda Accord EX ’88, blásans, sjálfsk.,
ek. 64 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Toppein-
tak. V. 890 þús., sk. á ód.
M. Benz 190 ’87, rauður, 5 g., ek. 53 þ.
Dekurbíll. V. 1280 þús. stgr.
GMC Jimmy S-10 ’85, sjálfsk., m/öllu, ek.
80 þ. mílur. V. 980 þús., sk. á ód.
Cherokee Laredo 4.0L '87, brúnsans, 5
dyra, sjálfsk., ek. 77 þ., ýmsir aukahlutir.
V. 1490 þús., sk. á ód.
Toyota Carlna II GLI '92, sjólfsk., ek. 11
þ. V. 1360 þús., sk. á ód.
Peugout 505 GR '87, sjálfsk., ek. 90 þ.
Gott eintak. V. 690 þús. Vantar diesel
fólksbíl.
Saab 900I ’88, sjálfsk., ek. 64 þ., 4 dyra.
Vandaður bíll. V. 1280 þús.
MMC L-300 4x4 8 manna ’88, 5 g., ek.
68 þ., sportf. o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód.
Plymouth Laser RS Twln Cam 16v '90,
5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Sport-
bíll í sórflokki. V. 1690 þús., sk. á góðum
jeppa (ód).
MMC Colt turbo '87, svartur, sóllúga,
rafm. í öllu, álfelgur o.fl. ek. 104 þ. Falleg-
ur sportbíll. V. 490 þús.
Cherokee Laredo '91, einn m/öllu, ek.
16 þ. V. 2350 þús.
Daihatsu Charade CX 5 dyra, '89, ek. 75
þ. V. 450 þús.
Mazda 323 GLX Fastback ’92, 5 g., ek.
30 þ. Sem nýr. V. 1090 þús.
MMC L-300 8 manna ’89, 5 g., ek. 113
þ. „Vsk-bíll". V. 850 þús.
MMC Lancer GLX station 4x4 '90,
g., ek. 38 þ. V. 980 þús. stgr.
VANTAR GOÐA BILA
Á STAÐINN