Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 27
í\ 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 rr~. f?iP*a*t;sT»A:* MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 <T 27 fUínrp Útgefandi utÞIiifeife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Farmgjöld skipafélaganna að var hyggileg ákvörðun hjá skipafélögunum að draga úr boðaðri 6% hækkun farm- gjalda. Allar aðstæður eru þannig í efnahagsmálum og atvinnulífi þjóðarinnar, að hvorki opinberir aðilar né einkafyrirtæki geta hækkað verð á vörum eða þjón- ustu nema brýna nauðsyn beri til. Farmgjaldahækkun skipafé- laganna olli úlfaþyt, enda kom hún einmitt á þeim tíma, þegar aðilar vinnumarkaðarins, ríkis- stjóm og stjómarandstaða áttu í viðræðum um aðgerðir í efna- hagsmálum til að draga úr. halla- rekstri atvinnuveganna og vax- andi atvinnuleysi. Þessar viðræð- ur hafa fyrst og fremst snúist um leiðir til að draga úr kostnaði og álögum á atvinnufyrirtækin í stað gengisfellingar. Hækkanir skipa- félaganna gengu því þvert á þess- ar fyrirætlanir og allt andrúm í þjóðfélaginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, því forustumenn vinnu- markaðarins mótmæltu farm- gjaldahækkunum og jafnframt kom málið til umræðu á Alþingi. Sú staðreynd að skipafélögin til- kynntu svo til samtímis um 6% meðaltalshækkun farmgjalda gaf tilefni til umræðna um, hvort gengið hefði verið gegn ákvæðum laga um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. Forstjóri Eimskipafélags- ins vísaði því algerlega á bug að um samráð hefði verið að ræða. Þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna versnandi afkomu. Fyrstu sex mánuði ársins minnkaði hagnaður Eimskipafélagsins stór- lega og nam aðeins 18 milljónum króna og óljóst er, hvort félagið skilar nokkrum hagnaði í ár. Samskip töpuðu hins vegar 130 milljónum króna fyrstu sex mán- uði ársins. Flutningar skipafélag- anna hafa dregist verulega saman vegna efnahagssamdráttarins, um 10% hjá Eimskip en nokkru minna hjá Samskipum. Þá rétt- lættu forstjórar skipafélaganna 6% farmgjaldahækkunina með því, að veruleg lækkun hafí orðið á farmgjöldum á árinu, eða allt að 9%. Um það er ekki deilt, að rekstr- arumhverfi skipafélaganna hafí versnað á árinu. En þar er allur atvinnurekstur á sama báti, að ekki sé talað um ríki og sveitarfé- lög, sem misst hafa verulegar tekjur í efnahagssamdrættinum. Fyrirtæki geta ekki gert ráð fyrir hagnaði, hvemig sem árar í þjóð- félaginu. Stundum er hagnaður- inn mikill, en stundum minni, og fyrirtæki hljóta að gera ráð fyrir því, að til tapreksturs geti komið. Hvergi í heiminum geta fyrirtæki gengið út frá hagnaði sem vísum, hvemig sem árar. Tap ár eftir ár er hins vegar óviðunandi. Þeg- ar illa árar verða fyrirtækin að mæta minnkandi hagnaði með hagræðingu í rekstri, niðurskurði útgjalda og spamaði. Atvinnulífíð gerir þær kröfur til hins opinbera og verður að sæta því, að sömu kröfur séu gerðar til þess. Verðlagsráð gaf ákvörðun farmgjalda frjálsa 1. apríl sl. og byggði það m.a. á því, að farm- gjöldin hafa farið stöðugt lækk- andi undanfarin ár. Forstjóri Eim- skipafélagsins, Hörður Sigur- gestsson, segir, að farmgjöld fyr- irtækisins hafí lækkað um 35% undanfarin sjö ár. Afnám verð- lagsákvæða á farmgjöldum hlýtur að vera forustumönnum skipafé- laganna mikið ánægjuefni. Fijálst verðlag í flutningaþjónustu hlýtur að leiða til hagkvæmari "rekstrar og þar af leiðandi hagstæðari flutningsgjalda, en engin trygg- ing er fyrir því nema um sam- keppni sé að ræða. Það er mikil spuming, hvort samkeppnin sé nægjanleg í íslenzkum sjóflutn- ingum. Það var rétt ákvörðun hjá skipafélögunum, og reyndar óhjá- kvæmileg, að endurskoða farm- gjaldahækkunina. Eimskipafé- lagið ákvað, að gjaldskráin hækki um 4% að meðaltali, en Samskip féll alveg frá sinni hækkun, í bili a.m.k. Forstjórar beggja skipafé- laganna skýra endurskoðun fyrri ákvörðunar með því, að hún hafí verið gerð eftir viðræður við við- skiptavini fyrirtækjanna og aðra hagsmunaaðila. Hörður Sigur- gestsson bætti því við, að þeir pólitísku vindar hafi blásið þessa haustdaga, sem hafí gert það erf- itt að koma farmgjaldahækkun- inni fram, þótt engin efnisleg rök hafi komið fram gegn nauðsyn hennar fyrir skipafélögin. Forstjóri Eimskipafélags ís- lands sagði ennfremur: „Við höfum bent á, að hér rík- ir óraunhæf samkeppni og þá er átt við samkeppni, sem leiðir til taps, sem menn hafa ekki efni á. En ég vek athygli á því, að áfram er samkeppni á þessum markaði, þó menn leitist nú við að ná rekstraijafnvægi á ný. Samkeppni er áfram um verð og gæði.“ Að sjálfsögðu er það rétt, að það þjónar ekki almannahags- munum til lengdar, að samkeppn- in leiði til taprekstrar. Hins vegar verða skipafélögin að taka tillit til þess umhverfís sem þau búa við. Efnahagslegar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir Íeyfa ekki hækkanir á farmgjöld- um fremur en aðrar hækkanir á vörum og þjónustu, hvorki hjá einkaaðilum né opinberum aðil- um. Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæði um EES felld á Alþingi Málið án efa samþykkt í þj óðaratkvæðagr eiðslu - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „SKOÐANAKANNANIR hafa bent til þess að framan af var þjóðin mjðg óráðin en nýjasta skoðanakönnunin bendir til þess að það sé meiri- hluti fyrir samningnum. Ég hef aldrei verið í nokkrum vafa um að ef málið yrði lagt undir þjóðaratkvæði, þar sem menn yrðu að bera ábyrgð á því að hafna samningnum, þá yrði hann samþykktur með miklum meirihluta. Það varðar hina efnislegu niðurstöðu en það er hins vegar óviðkomandi þessari tillögu sem var ekki um bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir at- kvæðagreiðslu á Alþingi um þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði vegna EES-samningsins í gær. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði að ríkissljómin hefði ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hún hefði ekki treyst því að meirihluti þjóðarinnar styddi EES-samninginn. „Stjómarandstaðan «er sem kunn- ugt er klofin í afstöðu sinni til samn- ingsins. Fyrir sumum vakir að skýla sér á bak við tillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þegar málið er skoðað nánar stenst það ekki, vegna þess að þetta var ekki tillaga um þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem úrslit yrðu bindandi. Þetta er þess vegna lítið meira en skoðanakönnun og hefur ekki annað gildi,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði einnig að ef stjórnar- andstaðan hefði viljað flytja tillögu um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu hefði það kallað á allt annarskonar vinnubrögð með tillögu um breytingu á stjómarskránni, sem hefði fengið öðruvísi umfjöllun. Láta ekki þrýstihópa stýra sér . Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði sér hefði ekki komið á óvart að þingmennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson greiddu atkvæði með tillögu stjóm- arandstöðunnar og sagði að Eggert Haukdal, sem sat hjá við atkvæða- greiðsluna, hefði áður verið búinn að tjá sér að hann myndi ekki greiða atkvæði með stjómarandstöðunni. Aðspurður um þær kröfur sem fram hafa komið um þjóðaratkvæða- greiðslu sagði Davíð að þingmenn yrðu að láta samvisku sína ráða. „Þeim ber að gera það þó komi kröf- ur eða þrýstingur. Það er megininntak í stjómmálum að menn láta ekki þrýstihópa stýra sér. Það er hollara fyrir þjóðina að menn séu staðfastir í þeirri trú, vinni sín verk sem stjóm- skipun íslands felur þeim að vinna en feli sig ekki á bak við tílþrif af þessu tagi,“ sagði Davíð. Davíð sagði að ekki væri heil brú í tillöguflutningi manna sem héldu því fram að EES-samningurinn væri brot á stjórnarskránni en vildu jafn- framt vísa málinu til þjóðaratkvæðis. „Hvað ætla slíkir menn að gera ef málið hefði verið samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu eins og skoðanakann- anir benda til. Ætluðu þeir samt að vera á móti málinu af því að það er brot á stjómarskránni eða ætla þeir að vera með málinu þrátt fyrir að það sé brot á stjómarskránni,“ sagði hann. Ekki flokkspólitískt mál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem var fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði að hér hefði ekki verið flokks- pólitískt mál á ferðinni. Skoðana- kannanir sýndu að afstaða fólks til samningsins um EES færi ekki eftir flokkslínum og að meirihluti þeirra sem væru fylgjandi samningnum vildu láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Hún sagðist ekki sjá neina aðra skýringu á því að tillagan var felld en að ríkisstjómin treysti því ekki að meirihluti þjóðarinnar styddi EES- samninginn. Hún sagði ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þessi niður- staða hefði á framhald EES málsins á Alþingi eða hvaða afstöðu þing- menn tækju í ljósi þessarar niður- stöðu. Fulltrúaráðið vaknaði of seint „Þessi niðurstaða kemur ekkert á óvart,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, sem greiddi atkvæði með tillögu stjómarandstöðunnar. Aðspurður af hveiju hann hefði ekki orðið við áskomn stjómar Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík um að endurskoða afstöðu sína og greiða atkvæði gegn tillögunni, sagði hann að Fulltrúaráðið hefði einfaldlega vaknað of seint. „Við vorum búnir að gefa út yfírlýsingar um skoðanir okkar og setja fram nefndarálit þann- ig að það var ekki nokkur leið fyrir okkur að bakka með það.“ -Hefði það komið til greina? „Ég skal ekkert segja um það. Ég á ekki von á því en það er auðvitað eðlilegra að menn ræði saman á fyrri stigum máls en á lokastigi eins og þama var ætlast til,“ sagði hann. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem einn- ig studdi tillöguna sagðist hafa allt eins búist við þessari niðurstöðu og sagðist vona að menn myndu sætta sig við hana þegar frá liði. Aðspurður um áskorun Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna sagði hann að hún hefði að sjálfsögðu ekki haft áhrif á af- stöðu sína til málsins. Morgunblaöið/Kristinn Nafnakall fór fram þegar atkvæði voru greidd á Alþingi í gær. Nefndin sem vann að skýrslunni um sykursýki. 0 Staða sykursýkismála á Islandi Getum vel við unað — segir Hrafn V. Friðriksson, for- maður nefndar um sykursýki TÍÐNI sykursýki og fylgikvilla hennar er lægri á íslandi en í nágranna- löndunum samkvæmt skýrslu nefndar um sykursýki. Hrafn V. Friðriks- son, yfirlæknir og formaður nefndarinnar, segir niðurstöðu nefndarinnar afar athyglisverða, ekki síst vegna þess að sykursýki sé mikið heilbrigðis- vandamál I heiminum. Hann segir að með framlagi sínu í formi upplýs- inga um sjúkdóminn geti Islendingar orðið veitendur en ekki þiggjendur á þessu sviði heilbrigðismála. Nefndin, sem skipuð var að Guðmundi Bjarnasyni fyrrum heilbrigðisráðherra, leggur ríka áherslu á að bætt verði úr langvarandi aðstöðuleysi göngudeildar sykursjúkra á Landspít- ala. „í grófum dráttum þá er staða syk- ursýkismála á íslandi þannig að við getum nokkuð vel við unað. Það hefur verið áætlað að á milli 1700 til 2500 manns þjáist af sykursýki og þurfa um 400 af þeim á insúlínsprautumeð- ferð að halda. Um 50 börn undir 16 ára aldri þurfa á slíkri meðferð að halda. Tíðni insúlínóháðrar sykursýki er aftur á móti talin fara vaxandi og þykir það ekki óeðlilegt miðað við að tíðni insúlínóháðrar sykursýki eykst með vaxandi aldri og þjóðin er að eld- ast,“ sagði Hrafn m.a. á blaðamanna- fundi sem efnt var til í tilefni af út- komu skýrslu um niðurstöður sykur- sýkisnefndarinnar. A fundunum kom fram að tíðni Einar Stefánsson, augnlæknir, benti líka á þátt heilsugæslu þegar hann leiddi í ljós að færri blindast af sykur- sýki hér en annars staðar. Tíðni ann- arra fylgikvilla s.s. nýmabilana er líka lægri hér en annars staðar. I máli Reynis Tómasar Geirssonar, læknis á kvennadeild Landspítala, kom ennfremur fram að mjög hefur dregið úr dánartíðni nýfæddra bama hjá sykursjúkum konum á undanföm- um ámm. Frá 1985 hefur enginn burðarmálsdauði verið skráður hjá sykursjúkum konum. Reynir sagði að horfur sykursjúkra kvenna til að eign- ast heilbrigð böm væru jafn góðar og annarra kvenna þó þær þyrftu ef til vill að leggja meira á sig á með- sykursýki á Norðurlöndunum er mest í Finnlandi en minnst á íslandi. Hér er tíðni sykursýki álíka mikil og í Þýskalandi og Bretlandi. Engin einhlít skýring hefur fundist á misjafnri tíðni sykursýki en athuganir hafa einkum beinst að erfða- og umhverfisþáttum. gögnunni. Urdráttur úr skýrslu nefndarinnar verður sendur Alþjóða heilbrigðisstof- uninni en fjallað verður um skýrsluna á sérstakri ráðstefnu um efnið 14. nóvember. Sjávarútvegsráðherra í opinberri heimsókn í Mexíkó Árangnrsríkar viðræður um samstarf sviði sjávarútvegs Mexíkóborg. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞÆR viðræður sem við höfum átt hér hafa verið árangursríkar en engum vafa er undirorpið að þær hafa opnað ýmsa möguleika og í framhaldi af þeim geri ég mér vonir um að tekið verði upp samstarf á tilteknum sviðum. Það er augljóst að ríkisstjórn Mex- íkó hefur sýnt samskiptunum við ísland mjög mikinn áhuga. Sjáv- arútvegsráðherrann hefur látið sig þessi mál miklu skipta og rætt þau við samráðherra sína. Viðræðurnar við Salinas forseta sýndu að hann var nyög vel heima í þeim viðfangsefnum sem við höfum verið að tala um og hann lagði á það áherslu að aðilar í atvinnulífinu fengu tækifæri til að halda þessu viðræðum áfram,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morg- unblaðið eftir fund hans með Ueguillerro Jinines Morales sjávarút- vegsráðherra Mexikó sem lauk á miðvikudag. „Sama viðhorf kom einnig fram á fundi með viðskiptaráðherranum sem ræddi einnig nokkkuð ítarlega um nýjan fríverslunarsamning Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada. Ég lýsti þar áhuga á því að fylgj- ast með þessari þróun og kanna með hvaða hætti væri __ hægt að bæta viðskiptasamband íslands og þessara nýju fríverslunarríkja í Norður-Ameríku. Ráðherra sýndi því áhuga að það yrði kannað frek- ar“. sagði Þorsteinn. „Þessar viðræður hafa fyrst og fremst snúist um samstarf á sviði sjávarútvegs. Þar' kom fram að hálfu sjávarútvegsráðherrans á fundi okkar að þeir hafa ákveðið að greiða fyrir þessum samskiptum með því að fela einum aðila í ráðu- neytinu að fara með samskipti við önnur stjórnvöld sem koma að þess- um málum. Þeir íslendingar sem vilja taka upp samskipti geta þá leitað til þessa eina aðila sem aftur greiðir fyrir samskiptum við önnur stjórnvöld sem þurfa að koma að slíkum málum. Ég met það mikils að þetta skref skuli hafa verið stigið því það sýn- ir áhuga mexíkönsku ríkisstjóm- arinnar að greiða fyrir þessum sam- skiptum. Það sem helst hefur kom- ið til umræðu milli forystumanna í sjávarútvegi á íslandi og í Mexíkó er gagnkvæmt samstarf um til- raunaveiðar og hugsanleg sala á þekkingu okkar í gæðastjómun og í framhaldi af því könnun á mögu- leikum á samstarfi í markaðsmál- um. Fulltrúar þeirra sem era að smíða smábáta hafa einnig verið hér í viðræðum við hugsanlega samstarfsaðila og það sýnast góðir möguleikar á raunhæfu samstarfi. Ég tel mjög mikilvægt að stjórn- völd haldi þannig á málum bæði á íslandi og í Mexíkó að þau greiði fyrir þessum samskiptum. Það er líka mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það gerist ekkert í þessum efnum í einni svipan. Þetta era samskipti sem verður að þróa. Menn planta ekki fullvöxnu tré samskipta þessara þjóða. Menn _verða að sá og uppskera í samræmi við það hvemig þeir huga að gróðr- inum. Mér sýnist að þetta starf sé komið á góðan rekspöl." Sjávarútvegsráðherra sagðist líka hafa átt áhugaverðar viðræður við bankastjóra íjárfestingabanka sem hefur það meginhlutverk að greiða fyrir utanríkisviðskiptum, útflutningi og erlendri fjárfestingu. * „Það er greinilegt að af þeirra hálfu er lögð mikil áhersla á að samstarf af þessu tagi takist. Þess- ar viðræður sýndu að þeir hafa lagt í þessa hlið málsins töluverða hugs- un. Þeir era ekki með neina beina styrki en þessi banki vinnur hvort- tveggja með öðram viðskiptabönk- um og í einhveijum tilvikum með beinum lánum til samstarfsaðila. Þá vinna þeir gjaman með aðilum við hagkvæmniathuganir og þróun verkefna. Ég tel að nú sé kominn raunhæfur jarðvegur fyrir sam- starfsverkefni íslendinga og Mex- íkóa en legg á það áherslu að menn fari varlega. En eftir þessa heim- sókn telja þeir möguleika sem helst hafa verið ræddir hafí verið opnað- ir og aðilar í sjávarútvegi hafí núna tækifæri til að vinna þessi mál áfram.“ Þorsteinn sagði að íslendingar gætu ekki gert sér vonir um að þegar í stað verði um umfangsmik- il samskipti að ræða milli þjóðanna. „Ég hygg að það sé betra að fara hægt og þróa samskiptin. Það er greinilegt að bæði heimsókn sjávar- útvegsráðherra Mexíkó til íslands í sumar og svo þeir fundir sem nú hafa verið haldnir hér í Mexíkó hafa ekki aðeins aukið skilning heldur hafa þeir líka skapað traust milli aðila, bæði innan stjórnkerfis- ins og ekki síður á meðal forystu- manna í sjávarútvegi hér í Mexíkó og íslendinga. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að skapa þenn- an trúnað og traust sem verður að vera undirstaða allrar frekari sam- vinnu og ég tel að sá árangur hafi náðst í þessari heimsókn." Að sögn Þorsteins ræddu sjáv- arútvegsráðherramir á einkafundi frekari samvinnu þjóðanna á sviði alþjóðamála, einkum hvað varðar réttindi strandríkja til að nýta auð- lindir innnan sinnar eigin lögsögu. „Ég átti mjög gott samstarf við Mexíkó á hafréttarráðstefnunni og á ráðstefnum til undirbúnings um- hverfísráðstefnunni í Ríó. Við ræddum áframhaldandi sam- starf á ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðimar undirbúa í Kanada um ábyrgar fískveiðar. Mexíkóar eiga við svipaðan vanda að etja og við vegna hvalveiðanna, þar sem er dauði höfranga við túnfískveiðar. Vegna þess hafa Bandaríkin sett viðskiptabann á túnfísk frá Mexíkó sem kemur landinu afar illa. Við urðum því ásáttir um að auka sam- vinnu okkar í hafréttarmálum á alþjóðasviði í framtíðinni. Við eram í raun og vera að stíga fyrstu skref- in í þá átt að breikka starfsemi sjávarútvegsins þannig að hún nái til samstarfsverkefna meðal ann- arra þjóða. Slík skref hafa verið stigin t.d. í Chile, og hér erum við á hinn bóginn að opna nýja mögu- leika, þá tel ég vera þá raunhæf- ustu eins og sakir standa,“ sagði sagði Þorsteinn Pálsson. Fischer vann auð- veldan lokasigur ___________Skák Margeir Pétursson EINVÍGINU umtalaða sem hófst 2. september er nú lokið. Bobby Fischer vann Boris Spasski í tíunda skiptið í gær- kvöldi og tryggði sér sigur- launin, u.þ.b. 200 milljónir ísl. króna, en Spasskí fær jafnvirði 87 milljóna í sinn hlut. Spasski hafði hvítt I 30. einvígisskák- inni í Belgrad í gær. Hann lagði snemma út í sóknarað- gerðir gegn kóngi Fischers en þær reyndust illa ígrundaðar og Fischer náði undirtökunum. Það fór að hrikta í stöðu Spasskís og í 18. leik reyndi hann mannsfórn í örvæntingu. Vamir Fischers héldu og hann vann auðveldan sigur í aðeins 27 leikjum. Á verðlaunaaf- hendingunni lýsti Lothar Schmidt, yfirdómari, því yfir að Fischer hefði varið heims- meistaratitilinn og hann var krýndur lárviðarsveig. Taflmennskan í einvíginu var afar misjöfn og skákin í gær var ein sú slakasta af hálfu Spasskís. Lokatölumar urðu 10-5 Fischer í vil, en 15 skákum lauk með jafntefli. Ef þau era talin með fór einvígið 17*/2— 12‘/2. Þetta era furðulega líkar tölur og í Reykja- vík 1972. Þá vora tefldar 20 skákir auk þess sem Spasskí var dæmdur sigur í annarri skákinni þegar Fischer mætti ekki til leiks. Úrslit í tefldum skákum urðu 12*/2—7‘/2 fyrir Fischer. Styrk- leikamunur þeirra á millum virð- ist því ekki hafa breyst þrátt fyr- ir 20 ára fjarvera Fischers frá keppni. Fischer sýndi á köflum gamal- kunnug snilldartilþrif en var stundum fjarri sínu besta. Spasskí var einnig mistækur, rétt eins og 1972 urðu honum stund- um á hálfgerð byijandamistök. Eftir þetta einvígi er ekki auð- velt að átta sig á því hve miklu af styrkleika sínum Bobby Fisc- her hefur glatað síðan 1972. Hann ætti þó a.m.k. að vera í hópi 20-30 sterkustu skákmanna heims og skáklega séð hefur hann komist þokkalega frá þessari frumraun sinni. Nú vaknar hins vegar sú stóra spurning hvort og hvenær Fisc- her tefli næst. Janosz Kubat, sem skipulagði einvígið fyrir serbn- eska fjármálamanninn Vasiljevic, hefur staðfest að samningavið- ræður séu í gangi um einvígi Fischers við ungversku stúlkuna Júdit Polgar, sem er aðeins 16 ára. Hún er stigahæsta skákkona heims og jafnframt yngsti stór- meistari í heimi. Verði af því ein- vígi verður það væntanlega háð á hollensku eyjunni Araba við norðurströnd S-Ameríku. Hol- lenskur milljónamæringur hefur boðist til að Qármagna einvígið með hundruðum milljóna króna, en hann hefur áður staðið fyrir skákmótum á Araba með þátt- töku Júditar. í fyrra tefldi hún þar einvígi við rússneska stór- meistarann Lev Polugajevskí. 30. einvígisskákin: Hvítt: Boris Spasskí Svart: Bobby Fischer Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 — d6 5. f3 — 0-% 6. Be3 — Rc6 7. Rge2 — a6 8. h4 — h5 9. Rcl - Rd7! í 12. skákinni svaraði Fischer með 9. — e5 10. d5 — Re7 og tapaði illa, en í þeirri 28. á sunnu- daginn lék hann hér 10. — Rd4 og náði um síðir að jafna taflið. Nú undirbýr hann atlöguna á miðborðið á framlegan hátt og Spasskí bregst ekki rétt við. 10. Rb3 - a5!? 11. a4?! Spasskí lætur framlega tafl- mennsku Fischers ragla sig í rím- inu. Hann er að reyna að gera það sama og í 12. skákinni, loka drottningarvæng og miðborði og einbeita sér að sókn á kóngs- ífc. væng. En hér era engin skilyrði fyrir slíka áætlun. Þetta er vara- söm veiking, til greina kom 11. d5 eða 11. Ra4!? II. - Rb4 12. Be2 - b6 13. g4 — hxg4 14. fxg4 — c5 15. h5? Ef hvítur hefði lokað miðborð- inu með 15. d5 hefði hann enn átt að geta haldið í horfínu. Sautj- ándi leikur Spasskís er einnig mjög gáleysislegur. 15. - cxd4 16. Rxd4 - Rc5 17. Rd5?! - Bb7 ■ bcdat o h Hvíta staðan er að hrynja og hann getur ekki komið drottningu sinni nægilega fljótt í kóngssókn- ina. Fischer hótar 17. — e6 og að vinna peðið á e4. Spasskí gríp- ur til örþrifaráða. 18. Rf5?! - gxf5 19. gxf5 - Bxd5 20. exd5 Millileiknum 20. Hgl er ein- faldast að svara með 20. — Kh8 20. - Bxb2! Þetta óforskammaða peðsrán sýnir best hversu máttlaus sókn Spasskís er. 21. Kfl - Dd7 22. Dbl - Bxal 23. Hgl+ - Kh8 Spasskí gat lifað í voninni um 23. — Kh7?? 24. f6+, en nú er öll von úti. 24. Dxal+ - f6 25. Dbl - Hg8 26. Hg6 - Hxg6 27. hxg6 - Kg7 og með heilan hrók undir og ekki snefíl af sóknarfærum gafst Spasskí upp. Þörungaverksmiðjan dregur saman seglin Miðhúsum, Reykhólahreppi. NÚNA ERU að hætta 8 manns bjá Þörungaverksmiðjunni, en 5 verða starfandi í vetur. Þeir sem hætta eru flestir búnir að fá vinnu og ætlunin er að byrja aftur í Þörungaverksmiðjunni í febrúar eða mars. Skiptar skoðanir hafa verið hér árum saman hvort verksmiðjan eigi að vera í gangi yfír háveturinn vegna þess að þá er dýrast að reka verksmiðjuna vegna óhagstæðs orkuverðs. Samkvæmt viðtali við Pál Ágúst Ásgeirsson forstjóra, þá var þessi ákvörðun tekin fyrir löngu og er hún að koma til framkvæmda nú. — Sveinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.