Morgunblaðið - 06.11.1992, Síða 50

Morgunblaðið - 06.11.1992, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR Sigurður var í aðalhlut- verki hjá Grosswallstadt Stjómaði liðinu af röggsemi til sigurs gegn toppliði TUSEM Essen SlgurAur Bjarnason stjórnaði liði sínu af mikilli röggsemi er Grosswall- stadt sigraði toppliðið, TUSEM Essen, í þýsku deildinni. SIGURÐUR Bjarnason átti besta leik sinn með Grosswall- stadt, þegar liðið vann Essen, sem er á toppnum, 26:22 í fyrrakvöld. Þetta var fimmti heimaleikur Sigurðar og sam- herja í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur liðið sigrað í þeim öllum, en það er í 3. til 6. sæti með 11 stig eftir 9 leiki. Essen er með 13 stig úr 9 leikj- um og Hameln með 12 stig eftir 8 leiki. Sigurður hefur leikið sem leik- stjómandi hjá Grosswallstadt og tókst vel upp í því hlutverki gegn Essen. „Þetta er miklu erfiðari staða en að vera í skyttuhlutverki. Nú þarf maður að stjóma sjálfum sér og öðmm. En ég er að koma til í þessu nýja hlutverki og þetta var fyrsti leikurinn, þar sem nánast allt gekk upp. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að stjóma leiknum, ákveð- ið kerfin og átt línusendingar, sem gáfu mörk, en mörkin, sem ég geri, skipt minna máli,“ sagði Sigurður og bætti við að hann hefði bætt vamarleik sinn mikið, sem væri ekki síður ánægjulegt. „Ég er miklu ákveðnari í vöminni og kannski stundum of ákafur, því ég er frekar ofarlega á brottrekstrarlistanum!" Hann var með sex mörk að þessu sinni og er markahæstur í liðinu — hefur gert 37 mörk í níu leikjum. „Þó ég kunni betur við skyttuhlut- verkið er ég leikstjómandi og það er mín staða. Mörkin dreifast mikið á leikmenn liðsins og ég hef lítið skorað að undanfömu, en ég hugsa ekki um að skora heldur að stjóma og sigra.“ Grosswallstadt átti í erfíðleikum gegn Essen til að byija með, en var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10. Essen náði að minnka mun- inn í 21:20, en Essen náði aftur þriggja marka forystu, 24:21, og sigraði með ijögurra marka mun. „Við vomm betri og áttum skilið að sigra með meiri mun, en fjar- vera Tutschkins hjá Essen setti strik í reikninginn," sagði Sigurður. „Allur undirbúningurinn miðaðist við að hafa góðar gætur á honum og við ætluðum að spila 3-2-1 vörn framarlega. Við byijuðum þannig, en urðum að bakka og það setti okkur svolítið útaf laginu.“ Stefan Hecker markvörður lék heldur ekki með Essen. Hann hefur misst af nokkmm leikjum, en það hefur ekki komið í veg fyrir gott gengi liðsins. Sigurður lék allan leikinn, nema hvað hann bað um að hvíla sig, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Ég varð að fara útaf, því ég var alveg búinn, en hvíldin var samt ekki nema tvær mínútur." Þrátt fyrir góðan árangur er Sig- urður ekki ánægður með gengi liðs- ins í vetur. „Deildin er jöfn og ekk- ert má útaf bregða, en ég er aðal- legá svekktur vegna þess að við höfum verið að missa leiki niður í jafntefli eða tapa á síðustu mínút- unum. Annars er þetta betri árang- ur en menn bjuggust við fyrir mót- ið og ef við höldum áfram að spila vel heima og sækjum punkta úti verðum við í toppbaráttunni." Grosswallstadt mætir Gum- mersbach á útivelli um helgina, en Gummersbach gerði 18:18 jafntefli við Dormagen á útivelli í síðustu umferð. HéAinn stendur sig vel Héðinn Gilsson og félagar hans hjá Diisseldorf töpuðu fyrir Hameln á útivelli, 19:18 um síðustu helgi. Héðinn gerði sex mörk og er nú í fjórða sæti yfir markahæstu leik- menn deildarinnar með 46 mörk. Dússeldorf er í 15. sæti af 18 með 6 stig. Schutterwald (5 stig), Eitra (4 stig) og Rostock (3 stig) eru fyrir neðan. HANDKNATTLEIKUR Sigurensamt . . . VÍKINGS-stúlkum voru ákaf- lega mislagðar hendur, þegar Vestmannaeyingar sóttu þær heim f Víkina í gærkvöldi, en tókst þó að vinna sæmilega öruggan sigur, 19:15. Víkingar voru ótrúlega klaufa- legir í byijun og klúðruðu níu sóknum áður en þeim tókst að skora sitt fyrsta mark og ekkert nema góð markvarsla Maiju kom í veg í fyrir að Eyja-stúlkur kæmust í gott forskot en eftir 10 mínútna leik var staðan aðeins 1:1. Vestmannaeyingar lásu lítt ógn- andi sóknarleik heimamanna létti- lega og tókst með harðfylgi að halda í við íslandsmeistarana fram- an af. „Þetta var mjög lélegt, ég veit ekki ástæðuna en þetta gengur vel á æfíngum," sagði Theódór Guð- fínnsson þjálfari Víkinga. Maija og Halla María stóðu uppúr en það þurfti ekki mikið til þess. Eyja-stúlkur voru sterkar og héldu baráttu nærri allan leikinn. Judit Esztergal, Andrea Atladóttir og Sara Guðjónsdóttir voru bestar. Valdlmar Grímsson Valdimar í Evrópu- úrvalið VALDIMAR Grímsson, horna- maður úr Val, hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu sem mætir austuríska landsliðinu sunnu- aginn 3. janúar á næsta ári. Leikurinn verður í tengslum við að Handknattleikssamband Evrópu (EHF) er að opna aðalskrif- stofu sína í Vín. Það var Janusz Czerwinski sem valdi úrvalsliðið en Javier Cuesta þjálfari Spánveija stjómar liðinu. Hér á eftir fer listi með nöfnum þeirra sem boðaðir hafa verið í leik- inn. Þjóðemi þeirra er tíundað og einnig félagslið viðkomandi. Markverðir: AndreiLavrov...Rússlandi/Kaiserlautern Lorenzo Diaz........Spáni/Barcelona Tomas Svensson......Sviþjóð/Bidasoa Aðrir leikmenn: Per Carlen...........Sviþjóð/Ystad ValdimarGrímsson....„...Íslandi/Val Mikhail Iakimovitsj.Rússlandi/TEKA Talant Douichabaev...Rússlandi/TEKA Magnus Wislander......Svíþjóð/Kiel Ioan Licu Robert....Rúmeniu/Craiova Bogdan Wenta.......Póllandi/Bidasoa E. Vaje Rasmussen ..Danmörku/Winterthur Philippe Gardent..Frakklandi/Vitrolles Mihaly Ivancsik....Ungverjalandi/Graz Alaine Portes......Frakklandi/Nimes Jochen Fraatz.Þýskalandi/Tusem Essen Czerwinski hefur einnig valið tíu leikmenn til vara og í þeim hópi eru tveir íslendingar, þeir Guðmundur Hrafnkelsson markvörður úr Val og Geir Sveinsson línumaður úr Val. Það eru því þrír Valsmenn í 25 manna hópi Czerwinskis. íkvöld KÖRFUKNATTLEIUKUR Úrvalsdeildin: Digranes: UBK - Skallagrímur.20 Njarðvík: UMFN-KR...........20 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - ÍS.........18 Bikarkeppni karla: Akranes: IA - Þrymur.....20.30 Höllin Akureyri: Þór - UMFB....20.30 HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Keflavík: HKN - Fylkir......20 Strandgata: ÍH - KR.........20 BADMINTON Afmælismót Badmintonsambandsins — haldið í tilefni 25 ára afmælis sambandsins — hefst í kvöld kl. 19 í TBR-húsinu og verður fram haldið á morgun kl. 13. Keppt verður ( meistaraflokki, A-flokki og æðsta flokki, í tvíðliða- og tvenndarleik. EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Carien og félagar gegn FH FH-ingar mæta sænsku meistur- unum Ystad í Evrópukeppni --^neistaraliða tvívegis um helgina. Báðir leikimir verða í Kaplakrika, sá fyrri á morgun laugardag kl. 17 og sá síðari á sunnudaginn ki. 20.30. Lið Ystad er sterkt þó svo það hafí misst sína aðalskyttu frá því í fyrra, en Robert Anderson leikur nú í Þýskalandi. Það eru þó frægir kappar sem leika með liðinu og fer þar fremstur í flokki Per Carlen sem af mörgum er talinn besti línumaður í heimi um þessar mundir. Carlen hefur leiki 227 landsleiki fyrir Sví- þjóð og hann er fyrirliði landsliðsins. Hann var kjörinn besti leikmaður í sænsku deildinni á síðasta ári en hann lék um nokkurra ára skeið á Spáni áður en hann snéri á ný til Ystad. Markvörður liðsins, Patrik Lilje- strand, hefur verið þriðji markvörður sænska landsliðsins að undanfömu á eftir þeim Mats Olsson og Tomas Svensson. Liljestrand er mjög sterk- ur markvörður og er fljótur að koma knettinum í leik enda eru hraðaupp- hlaup Ystad, eins og sænska lands- liðsins, þeirra aðall ásamt sterkum varnarleik og markvörslu. Fleiri góðir leikmenn em í liðinu. Tony Hedin leikur vinstra megin fyrir utan og gerir að jafnaði mörg mörk og á miðjunni stjórnar Per Káll leik liðsins og hefur einstakt lag á að koma knettinum inná línuna þar sem Per Carlen ræður ríkjum. GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS 45- Leikirnir eru nú allir úr ensku deildinni, niu úr úrvalsdeild og íjórir úr fyrstu deild. Tippað er á 144 raða opinseðil, sem kostar 1.440 vika Vjr 1 X 2 Arsenal - Coventry 1 Aston Villa - Man. Utd. 1 X 2 Blackburn - Tottenham 1 X 2 Chelsa - C. Palace 2 krónur. Tveir leikir eru Ipswiph - Southampton 1 þritryggðir, fjórir Liverpool - Middlesbro 1 X tvítryggðir og sjö þar af Man. City -Leeds X 2 leiðandi fastir - með einu merki.Leikur Aston Villa og Manchester United, verður sýndur beint í Nott. Forest - Everton 1 X Wimbledon - QPR 1 2 Bnentford - Charlton 1 Bristol C. - Birmingham X ríkissjónvarpinu í dag. Derby - Millwall 1 Leicester - Tranmere 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.