Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 52

Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 52
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1866 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Lá við að stórslys yrði í Hróarstungu Fjögurra ára dreng- ur lenti undir bifreið VIÐ stórslysi lá þegar fjögurra ára drengur kastaðist út úr og lenti undir Ford Econoline bíl, sem valt út af veginum á móts við Blöndubakka í Hróarstungu um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um var ökumaður bílsins á ferð með tvö böm sín, tveggja ára stúlku og fjögurra ára dreng, þegar bíllinn rann skyndilega til í hálku á veginum og valt út af. Bíllinn rann talsverða vegalengd á hliðinni og lenti síðan í stórgrýti og á hvolfi á um 50 senti- metra háum steini sem gekk upp í þak bílsins. Ökumaðurinn fann drenginn skorðaðan meðfram stein- inum og tókst að ná honum undan bílnum eftir að hafa tjakkað hann upp. Ökumaðurinn og stúlkan sluppu bæði ómeidd en drengurinn reyndist lítilsháttar marinn og þykir ganga kraftaverki næst að meiðsli hans urðu ekki meiri. Bíllinn er talinn nánast ónýtur eftir óhappið. ---------» ♦ »--- Norðanhret og stormur Búist er við stormi á öllum miðum nema Faxaflóamiðum í dag sam- kvæmt spá Veðurstofunnar. I fyrstu verður austan stinningskaldi með rigningu víða um land en snýst síðan í vaxandi norðlæga átt. Tillaga um þjóðarat- kvæði um EES feild Framkvæmdin hefði Morgunblaðið/Rúnar Þór Varnarliðsmenn bera slasaða sjómanninn úr þyrlunni um borð í Hercules-vélina á Akureyrarflug- velli í gær. Ungur sjómaður sótt- ur 40 mílur á haf út v-...—-50 oi/IUr Tvær þyrlur Vamariiðs- ins og ein Herkúlesvél tóku þátt í aðgerðum til að ná í slasaðan sjó- mann 30 sjómílur í norð- austur af Langanesi kostað 70 milljónir ÞIN GSÁL YKTUN ARTILL AG A stjórnar- andstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði var felld við atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær með 31 atkvæði gegn 28. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með tillögunni og það gerðu einnig Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Al- bertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna en aðrir þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni. Kostnaður hins opinbera af þjóðaratkvæðagreiðslu hefði numið um 70 milljónum króna og við þá upphæð hefði bæst kostnaður af Hugmyndir um aðgerðir í efnahagsmálum ræddar í forystu ASÍí dag Líklegt að þing ASÍ í lok nóv- ember taki endanlega afstöðu GERA má ráð fyrir að það skýrist í dag hvert framhald verður á viðræðum aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir í efnahagsmál- um til styrktar atvinnulífi, en fundað verður um málið í mið- stjórn og með formönnum landssambanda og svæðasambanda Alþýðusambands íslands í dag. Líklegt er talið að það komi síðan til kasta þings ASÍ sem haldið verður á Akureyri síðustu vikuna í nóvember að taka endanlega afstöðu til málsins verði komin niðurstaða í viðræðurnar, sem hægt er að leggja fyrir þingið. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur verið kölluð saman til fundar eftir hádegið til að ræða kjara-, atvinnu-, og efnahagsmál og formenn landssambanda og ^væðasambanda hafa verið boðaðir á fundinn klukkan 15. Farið verður yfír hugmyndir um aðgerðir í efna- hagsmálum sem felast einkum í því að aflétta gjöldum af atvinnurekstr- inum og afla tekna á móti með hækkun skatta. Talað er um afnám aðstöðugjalds og lækkun tiygg- ingagjalds en til að afla tekna á rnóti komi hækkun útsvars og virð- isaukaskatts, hátekjuskattur, skatt- ur á vaxtatekjur og mjög hert skattaeftirlit meðal annars. Menn óttast að ef kostnaði verði ekki létt af atvinnulífínu með einhveijum hætti komi annað tveggja til mikils atvinnuleysis í kjölfar gjaldþrota eða gengisfellinga og tilsvarandi verðbólgu, sem gengur þvert á markmið tveggja síðustu kjara- samninga. Farið var yfír málið á fundi með formönnum lands- og svæðasam- banda ASÍ á fundi fyrr í vikunni og komu þar fram skiptar skoðanir um þær hugmyndir sem þar voru kynntar. Einkum voru það fulltrúar Verkamannasambands íslands sem létu efasemdir í ljósi, en aðrir voru á því að grípa verði til einhverra slíkra aðgerða til að styrkja at- vinnuástand i ljósi þess að aðrir raunhæfír kostir séu ekki fyrir hendi. Unnið hefur verið að frekari úrvinnslu hugmyndanna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, meðal annars í ljósi þeirrar gagn- rýni sem kom fram og verður vænt- aniega farið yfir niðurstöðuna á fundinum í dag. Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins og verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafírði, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafí sínar efasemdir um að það þurfí að að- stoða atvinnurekendur við að minnka kaupmátt launa, meðal annars vegna þess að hann hefði fyrir framan sig bæði uppsagnir á fólki og kjörum þess. Sér sýndist því að þeir væru einfærir um þetta og hann óttaðist að þó svo gengið yrði til samkomulags um einhveijar tillögur myndi verða gengið lengra í kjölfarið af öðrum aðilum og hann hefði ekkert í höndunum um að það yrði ekki gert. Sjá einnig frétt á miðopnu. GHmsstððum, Fjiillum STÓR jeppabifreið sem var að koma austan frá Egilsstöðum ók út af veginum við brúna yfir Vatnsleysu skammt frá Gríms- stöðum um kvöldmatarleytið í gær. Þrjár konur voru í bifreið- inni sem hafnaði úti í ánni, en þær sluppu allar ómeiddar. Bif- reiðin er stórskemmd eftir óhappið en hún fór fram af þriggja metra háum kanti við ána. Mikil hálka var á veginum þar sem bifreiðin ók út af, en skafrenn- upplýsingum um EES samninginn. Ari Edwald aðstoðarmaður dóms- málaráðherra segir að framkvæmd síðustu alþingiskosninga hafí kostað ríkið 35 miHjónir króna en forseta- kosninganna 1988 13,5 milljónir á núvirði. Að auki kosti gerð Iq'örskrár 4,5 milljónir. Við kosningar til Al- þingis og forseta greiðir ríkissjóður kostnað vegna lands- og yfírkjör- stjóma en sveitarfélögin greiða kostnað vegna undirkjörstjóma. Jón G. Tómasson borgarritari segir að þingkosningamar í fyrra hafí kostað borgina 11,7 milljónir og hann sé þá aðeins að tala um framkvæmd- ina. Hann gerir ráð fyrir að kostnað- ur sveitarfélaganna hafí alls verið milli 25 og 30 milljónir. Sjá frásögn á miðopnu og þing- síðu bls. 31. ingur var á þessum slóðum í gær. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í skafli sem er á veginum við brúna, og munaði minnstu að bifreiðin lenti á brúar- stólpanum, en þá hefði stórslys getað hlotist af. Konurnar vom allar í bílbeltum, og var þeim bjargað út um framrúð- una á bifreiðinni skömmu eftir að óhappið varð. Lögreglan á Húsavík kom á staðinn, og stóð til að ná bifreiðinni úr ánni í gærkvöldi. BB Bílslys á Hólsfjöllum í gærkvöldi Jeppi ók út í á ÞYRLA varnarliðsins á Kefa- víkurflugvelli sótti í gær ungan sjómann sem hlotið hafði þungt höfuðhögg um borð í togaran- um Skafta frá Sauðárkróki þar sem hann var staddur við veið- ar tæplega 40 mílur norðaustur af Langanesi. Sjómaðurinn var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavik reyndist hann minna slasaður en óttast var. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá togaranum kl. 13.40 og þar sem þyrla Land- helgisgæslunnar var í hefðbundnu viðhaldi og eftirliti var björgunar- sveit vamarliðsins beðin að sinna málinu. Eitthvað hafði slegist í höfuð piltsins, sem er innan við tvítugt, og hafði hann fengið þungt höfuðhögg. Tvær þyrlur frá vamarliðinu ásamt Hercules-vél fóm að togar- anum og flugu þær með strönd- inni norður þar sem lágskýjað var á hálendinu og slæm flugskilyrði. Nauðsynlegt var talið að koma hinum slasaða undir læknishend- ur á sjúkrahúsi í Reykjavík, og var því flogið með hann til Akur- eyrar, en þar var hann fluttur um borð í Hercules-vélina sem síðan flaug með hann til Reykjavíkur. Lenti flugvélin á Reykjavíkurflug- velli rétt fyrir klukkan 20 í gær- kvöldi. Horn- fláki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.