Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 1
MARKAÐSMAL: Fyrirtæki í Nova Scotia vilja auka viöskipin /4 ORKUMÁL: Togast á um sæstreng /6-7 VIDSKIPn AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. NOVEMBER 1992 BLAÐ c Fyrirtæki 50.954 Z Afkonm Flugleiða í járnum á þessu árí Gengishækkun dollars að undanförnu bætir afkomu félagsins Islenski verðbréfamarkaðurinn Staðan í lok september 1991 og 1992 43.331 millj. kf. AFKOMA Flugleiða verður í járnum á þessu ári samkvæmt nýj- ustu rekstraráætlunum félagsins en áður hafði verið gert ráð fyr- ir nokkru tapi á árinu. Þetta má fyrst og fremst rekja til gengis- hækkunar dollars að undanförnu sem er félaginu hagstæð þar sem eignir I dollurum eru meiri en skuldir. Hagnaður fyrstu átta mánuði ársins nam alls 187 milljónum króna samanborið við 460 miiljónir á sama tímabili í fyrra. Lakari afkoma skýrist af því að tekjur félagsins voru 6,4% minni að raungildi en í fyrra meðan gjöld hafa lækkað um 2,7%. Ennfremur var gengi dollars mjög lágt í lok ágúst sem rýrði enn frekar afkomu félagsins. „Afkoman var svipuð í ágúst og á sama tíma í fyrra,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða í samtali við Morgunblaðið. „Okkur sýnist að afkoman sé í samræmi við áætlun í september og heldur betri í október. Farþega- og leiguflugstekjur eru meiri í október en við gerðum ráð fyrir. Það stefndi í tap í sumar á þessu ári en vegna hagstæðrar gengis- þróunar og enn frekara sparnaðar sýnist okkur að afkoman verði í jámum ef reksturinn í nóvember og desember verður samkvæmt áætlun." Farþegar Flugleiða voru 5,3% fleiri fyrstu 9 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur orðið í sölu hér á landi þar sem íslendingum sem ferðuðust með félaginu á tímabilinu fjölgaði um 15,2%. Á móti hefur meðalfar- gjaldið lækkað og var um 12,8% lægra fyrstu 9 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. í september er fargjaldið 9,5% lægra en á sama tíma í fyrra. „Við eram að sjá þá þróun að fólk er að taka áætlana- flugið fram yfir leiguflugið þar sem munur á fargjöldum þarna á milli hefur að mestu leyti horfið," sagði Sigurður. Sætanýting hefur verið betri á þessu ári en í fyrra. í Evrópuflugi er nýtingin 3,7 prósentustigum Hreyfing spariskírteina frá áramótum Samtais: 1991: 161.983 millj. kr. 1992: 187.207 millj. kr. betri en í fýrra en 1,2 prósentu- stigum lakari í NA-fluginu. Sam- tals hefur því nýtingin hækkað úr 68,2% í 69,6%. Undirbúningur að 500 milljóna sparnaðarátaki hjá Flugleiðum er kominn vel á veg og er reiknað með því að endanlegar tillögur liggi fyrir um áramótin. Kostnaður félagsins hefur þegar verið skil- greindur en um þessar mundir er verið að fara yfir möguleikana á lækkun kostnaðar. „Það stefnir allt í það að við náum þessu markmiði. Samhliða því er verið að vinna að rekstraráætlun fyrir næsta ár,“ sagði Sigurður. Hluti af spamaðinum hefur þeg- ar komið til framkvæmda t.d. með útboðum á ýmsum verkþáttum. Afgreiðsla á eldsneyti á Kefla- víkurflugvelli hefur verið boðin út. Einnig er lokið útboði á fraktflutn- ingum milli Reykjavíkur og Kefla- víkur jafnframt því sem verið er að endurnýja samninga um elds: neytisgeymslu og flutninga. í þessum liðum hefur náðst umtals- verður sparnaður. Flugleiðir hafa boðið út allar tryggingar hér inn- anlands í fyrsta sinn en hingað til hefur félagið samið við eitt trygg- ingafélag. Endurnýjun á öllum flugvélatryggingum erlendis stendur yfir en búist er við að ið- gjöld hækki lítillega. Afkoma í innanlandsflugi verð- ur slök á þessu ári og stefnir í að tapið nemi um 150 milljónum. HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ERGÆTT. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga /^I A rP Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Þeir sew reiknct dcvmid til enclci veljct c/lllctj Scigct Bi/siuess Clctss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi E3QBI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.