Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
Markaðsmál
Fyrirtæki í Nova Scotia vilja
auka viðskipti við ísland
Erfíðar flugsamgöngur taldar torvelda aukin samskipti
VIÐSKIPTASENDIIMEFND Viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Nova Seotia efndi til sérstakr-
ar móttöku vegna heimsóknar sendinefndarinnar fyrir íslenska frammámenn í viðskiptalífinu. Á myndinni
eru f.v.: Kristbjörg Ágústsdóttir, viðskiptafulltrúi Kanada á íslandi, Fred Ware, ráðuneytisstjóri viðskipta-
og iðnaðarráðuneytis Nova Scotia, Paul Pettipas, framkvæmdastjóri Heritage Homes Intemational, Roger
Chan, viðskiptaráðunautur kanadíska sendiráðsins í Osló, og Larry J. Cooke, aðalræðismaður íslands í
Halifax.
FJÖLMENN viðskiptasendi-
nefnd frá Nova Scotia í Kanada
hefur dvalið hér á landi undan-
farna daga til að kynna íslensk-
um fyrirtækjum vörur sínar.
Nova Scotia er fylki á austur-
strönd Kanada og hafa viðskipti
við ísland m.a. verið fólgin í
reglubundnum áætlanasigling-
um Eimskips og Jökla til Halifax
en skip beggja félaganna sigla
þangað einu sinni i mánuði. Is-
lendingar kaupa vörur frá fylk-
inu fyrir um 100 milljónir króna
á ári en vonir standa til að þau
viðskipti aukist í kjölfar heim-
sóknar sendinefndarinnar. Þar
er einkum um að ræða pappírs-
vörur, timbur, ávexti, ferskt
grænmeti og hreinlætisvörur.
Hvað varðar útflutning til Nova
Scotia er það m.a. Marel sem
náð hefur árangri á þessum
markaði en fiskveiðar eru einn
aðalatvinnuvegur íbúanna.
Fred Ware, ráðuneytisstjóri í
viðskipta- og iðnaðarráðuneyti
Nova Scotia, var staddur hér á
landi í tilefni af heimsókn sendi-
nefndarinnar. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að tilgangur
ferðarinnar væri að þróa frekar
viðskipti íslendinga við fylkið,
bæði kaup á vörum og þjónustu.
Einnig væri vilji til að auka skipa-
flutninga milli Nova Scotia og ís-
lands og fyrirspumir hafí verið
Utanríkisviðskipti
gerðar til flugfélaganna um hvem-
ig megi bæta flugsamgöngur
þama á milli.
Undirbúningur að ferð sendi-
nefndarinnar hófst í apríl sl. þegar
fulltrúi viðskipta- og iðnaðarráðu-
neytis Nova Scotia kom hingað og
ræddi við forráðamenn íslenskra
fyrirtækja. Kristbjörg Ágústsdótt-
ir, viðskiptafulltrúi Kanada, hér á
landi fór síðan til Nova Scotia í
ágúst. í framhaldi af því voru 15
fyrirtæki valin og bendir Ware á
til marks um áhuga þeirra, að í
flestum tilvikum hafi komið hingað
forstjórar fyrirtækja. Hann segir
fyrirtæki í Nova Scotia hafa vanist
því að eiga viðskipti bæði á stærri
og minni mörkuðum en íbúar fylk-
isins em um 800 þúsund.
Ferðalagið til íslands
tók 29 tíma
Paul Pettipas, framkvæmda-
stjóri Heritage Homes Internation-
al, er einn þeirra sem hafa kynnt
vörur frá sínu fyrirtæki undan-
farna daga. Hann bendir á, að það
Tævan gæti orðið stökk-
pallur fyrir íslensk fyrirtæki
segir C.P. Chang, forstjóri samtakanna EATO, sem hafa það hlutverk að auka viðskipti
Evrópulanda og Tævan
TÆVAN ■— C.P. Chang forstjóri, Euro-Asian Trade Organizati-
on á Tævan fjallaði um efnahagsþróunina í Tævan og stöðu landsins
í efnahagslífi þeimsins á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands
sl. föstudag. Á myndinni sést hann á tali við þá Einar Sveinsson,
formann Verslunarráðs og Herbert Guðmundsson, félagsmálafulltrúa
ráðsins.
ÞRÁTT fyrir að Tævan-búar séu
tiltölulega fámenn þjóð, auðlind-
ir af skornum skammti og land-
rými takmarkað hefur efnahags-
lífið þar í landi einkennst af mikl-
um hagvexti, stöðugu verðlagi
og góðu atvinnuástandi. Á sl. 40
árum hefur árlegur hagvöxtur
að meðaltali verið um 9%. Verð-
bólga hefur verið um 3% ef und-
an er skilið tímabilið eftir olíu-
kreppuna. Þá hefur atvinnuleysi
verið um 2% síðustu tvo áratugi.
Þjóðarframleiðsla á mann á ári
hefur við þessar aðstæður aukist
úr um 100 bandaríkjadollurum
frá lokum síðari heimstyijaldar
í um 8.815 dollara árið 1991 og
búist er við að þessi tala fari
yfir 10 þúsund dollara á þessu
ári.
Þetta kom fram í máli C.P.
Chang forstjóra, Euro-Asian Trade
Organization á Tævan (EATO), á
hádegisverðarfundi með íslenskum
kaupsýslumönnum sl. föstudag.
EATO eru sjálfstæð samtök í við-
skiptalífi Tævan sem hafa það hlut-
verk að vinna að eflingu viðskipta
við Evrópu á sviði iðnaðar, verslun-
ar og fjárfestingar. Chang ræddi
viðskipti Tævan við Evrópulönd og
möguleika á nánari viðskiptum við
íslendinga á fundinum.
Tævan er í hópi mestu útflutn-
ingsríkja heims og ekkert land hef-
ur yfir að ráða jafnmiklum gjaldeyr-
isforða. Um 17% landsmanna starfa
í landbúnaði og 41% í iðnaði.’Iðnað-
ur hefur vaxið ört vegna ódýrs
vinnuafls og fjárfestinga erlendra
aðila, einkum Bandaríkjamanna og
Japana. Ör uppbygging hefur verið
í rafeindaiðnaði sem útflutnings-
grein en jafnframt eru skipasmíðar
miklar.
Viðskipti íslendinga við Tævan
hafa farið vaxandi undanfarin ár.
Chang benti á að þau hefðu einung-
is numið 3,1 milljónum dollara árið
1992 en stefndu í 12,3 milljónir
’ dollara í ár. íslendingar kaupa helst
vélbúnað, fatnað, raftæki, leikföng
og tómstundavörur frá Tævan. Hins
vegar kaupa Tævanbúar héðan fisk,
lýsi og fiskimjöl.
Á undanförnum árum hafa
stjórnvöld í báðum þessum löndum
skipst á heimsóknum. Í júlí 1990
heimsóttu Júlíus Sólnes, umhverfis-
ráðherra og Heimir Hannesson,
fyrrverandi formaður Ferðamála-
ráðs íslands höfuðborg Tævan,
Taipei. Þá kom hingað til lands í
ágúst á sl. ári. sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra Tævan. Stein-
grímur Hermannsson, alþingismað-
ur ferðaðist þangað í júní og Mark-
ús Örn Antonsson, borgarstjóri fór
í marsmánuði. „Ég tel að það séu
góðir möguleikar á nánara sam-
starfi á sviði fiskiðnaðar milli land-
anna í ljósi þess hve íslendingar eru
framarlega á þessu sviði og hversu
mikil neysla er á sjávarafurðum í
Kína og Tævan. Það vekur auknar
vonir í þessu sambandi að Grímur
Valdimarsson, forstjóri Rannsókn-
arstofnunar fiskiðnáðarins heim-
sótti Taipei í boði sjávarútvegsráðu-
neytisins í október. Hann hefur lagt
fram tillögur um samstarf við Tæv-
an varðandi sjálfvirkni í fiskiðnaði,
markaðssetningu á sjávarafurðum
og rannsóknir."
Góðir möguleikar á auknum
viðskiptum við ísland
Chang benti á að íslendingar
yrðu að hafa í huga að hagvöxtur
í Austur-Asíu hefði verið yfir meðal-
talinu fyrir heiminn sl. 25 ár og því
væri spáð að áframhald yrði á þess-
ari þróun um fyrirsjáanlega fram-
tíð. í því sambandi vék hann sér-
staklega að viðskiptum Tævan,
Hong Kong og ákveðinna svæða í
Suður-Kína. Pólitískar hindranir
hafi verið miklum erfiðleikum
bundið að komast hingað til lands
frá Halifax. Þannig hafi hann orð-
ið að fljúga frá Halifax til Tor-
onto, þaðan til London og síðan
til Keflavíkur. „Við lögðum af stað
frá Nova Scotia á fimmtudegi én
komum ekki hingað fyrr en á laug-
ardegi. Við vorum dauðuppgefnir
eftir þessa ferð því hún tók um
29 klukkustundir. Það tæki hins
vegar aðeins tæpar fjórar klukku-
stundir að fljúga beint frá Halifax.
Evrópubúar koma til íslands vegna
þess hversu auðvelt það er en við
verðum að leggja mikið á okkur
til komast hingað." Pettipas telur
ísland hins vegar mjög áhugavert
ferðamannaland vegna nátt-
úrufegurðar auk þess sem fólkið
sé vingjarnlegt.
Forystumenn sendinefndaririnar
áttu fundi með stjórnendum Flug-
leiða þar sem möguleikar á flugi
milli Halifax og íslands voru rædd-
ir. Enginn loftferðasamningur er í
gildi milli íslands og Kanada sem
er forsenda fyrir því að félagið
gæti hafið áætlanaflug á þessari
leið. Að sögn Kristbjargar Ágústs-
dóttur er áhugi í Halifax á því að
komið verði á beinu flugi til ís-
lands en þannig gæti Keflavíkur-
flugvöllur jafnframt orðið tengi-
flugvöllur vegna flugs frá austur-
strönd Kanada til Norðurlandanna.
Aðspurð um þann árangur sem
náðst hefur í ferð viðskiptasendi-
nefndarinnar segir Kristbjörg að
fyrirtækjunum hafi þegar tekist
að afla nýrra viðskiptasambanda
og í sumum tilvikum séu viðskipti
þegar frágengin. Það sé mjög
óvenjulegt að svo vel takist til hjá
viðskiptasendinefnd og greinilegt
að góður undirbúningur heimsókn-
arinnar hafi skilað sér. Þær vörur
sem íslendingar hafa sýnt áhuga
á að kaupa frá Nova Scotia eru
m.a. líkkistur, málning, efnavörur,
timbur og grænmeti.
hafa lengst af takmarkað viðskipti
milli þessara svæða en með opnun
Kína hefur þetta smám saman ver-
ið að breytast. Þannig hefur verið
að myndast efnahagssvæði á þessT
um slóðum með um 120 milljónum
íbúa og 320 milljarða dollara lands-
framleiðslu. Chang spáði því að
nánari tengsl ríkjanna á þessu
svæði myndi gera þau að mikilvægu
efnahagsvæði í Asíu þannig að þau
gegndu stóru hlutverki í efnahags-
lífi heimsins. „Lykillinn að þessum
árangri er tækniþekking og fram-
leiðslugeta Tævan, styrkur Hong
Kong á markaði og þjónustusviðinu
ásamt ódýru landrými og vinnuafli
í Kína,“ sagði hann. Chang kvaðst
telja góða möguleika á að auka við-
skipti íslands og Tævan og koma
mætti á samstarfsverkefnum og
tæknilegri samvinnu. „Samgöngu-
og fjármálakerfi Tævan og þekking
okkar á mörkuðum í Austur-Asíu
gæti einnig verið mjög þýðingar-
mikil fyrir íslensk fyrirtæki sem
vilja auka umsvif sín í Asíu. Mark-
aðurinn í Tævan gæti orðið góður
stökkpallur inn á hina gríðarstóru
og arðvænlegu markaði í Asíu.“
Fólkið er helsta auðlindin
En hver skyldi vera lykillinn að
þeim mikla árangri sem Tævan-
búar hafa náð í efnahagsmálum?
„Dugnaður fólksins,“ sagði Chang
í samtali við Morgunblaðið. „Önnur
mikilvæg ástæða er stjórnmála-
ástandið í landinu. Tævan hefur
verið einangrað frá umheiminum,
sérstaklega eftir að landið hætti
þátttöku í Sameinuðu þjóðunum.
Við vorum útskúfaðir vegna stefnu
Kínveija. Þau ríki sem tóku upp
samskipti við Kína urðu að viður-
kenna að Tævan væri nýlenda Kín-
veija. Hins vegar viðurkenndu
20-30 ríki í heiminum landið sem
sjálfstætt ríki. Af þessum ástæðum
urðum við að leggja harðar að okk-
ur en aðrar þjóðir til að lifa af
bæði stjórnmálalega og efnahags-
lega,“ sagði Chang.