Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 5

Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTl/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 £l Suðurnes Stykkishólmur Tölvuvæðing sf. hefur tölvuinnflutning Hefur einnig stofnsett tölvuskóla Keflavík. TÖLVUVÆÐING sf. er nýstofn- að fyrirtæki í Keflavík sem eins og nafnið gefur til kynna selur tölvur og vörur tengdar tölvum. Fyrirtækið, sem þrír ungir menn, Rúnar Karlsson, Guðmundur Þórðarson og Elvar Gottskálks- son, standa að er hið eina sinnar tegundar á Suðurnesjum og nú hafa þeir þremenningar auk þess sett á stofn tölvuskóla. „Við vorum áður í harðri sam- keppni en ákváðum að hefja sam- starf og sameina fyrirtækin. Síðan hefur okkur gengið mun betur og einnig getum við veitt betri þjón- ustu,“ sagði Rúnar Karlsson, einn þremenninganna, í samtali við Morgunblaðið. Rúnar sagði að þeir flyttu inn sínar tölvur sjálfir miilil- iðalaust og væru því vei samkeppn- isfærir. „Tölvumar sem við flytjum inn heita Gecco og eru bandarísk- ar, framleiddar í Arizona. Enn sem komið er höfum við aðeins getað flutt inn lítið magn í einu en nú hyggjumst við flytja inn meira magn og erum þá með Reykjavík og nágrenni í huga.“ Rúnar sagði að þeir félagar hefðu orðið varir við að fólk hefði skort nokkra kunnáttu á tölvumar sínar og því hefðu þeir ákveðið að setja á stofn skóla. „Þátttakan varð strax miklu meiri en við reiknuðum með og það hefur verið fullt hjá okkur frá bytjun og fullbókað til áramóta. Við höfum gert allt kennsluefnið sjálfir og höfum boðið upp á viku- námskeið sem tekur 12 tíma. Mörg fyrirtæki hér á Suðumesjum voru fljót að notfæra sér þessa þjónustu þar sem þeim þótti heldur mikið að senda starfsmenn sína til Reykjavíkur," sagði Rúnar Karls- son ennfremur. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal TOLVUR — Rúnar Karlsson og Guðmundur Þórðarson í kennslustofunni hjá Tölvuvæðingu sf. í Keflavík, en fullbókað er í skólann hjá þeim félögum til áramóta. [UflKiG18(J](S{D®[2 DDlISUODlS^KlSEíSODGEOKllBG) veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum • Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag- stæðum greiðslukjörum. • Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. • Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur. • Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í upphafi. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARIUPPLÝSINGAR. Lánasjóður Vestur-IMorðurlanda hofur aðsotur i Rauðarárstfg 25, annarrl hsað, pösthólf 5410,125 Raykjavik, afrnl (91) 605400, Talafax: (91) 29044. Tilboð opnuð íhafnargerð Stykkishólmi. NÝLEGA voru opnuð tilboð um áfanga í hafnargerð í Stykkis- hólmi, en eins og áður hefur verið sagt frá er búið að gera stór- virki þar í höfninni til að gera hana sem notadrýgsta og eins fyrir smábáta og ekki síst fyrir aðstöðu fyrir feijuna Baldur. Tilboðin voru opnuð hjá Vita- málaskrifstofunni og kom þá í Ijós að lægsta tilboðið átti Friðgeir Hjaltalíns, Grundarfirði, en hann er áður kunnur fyrir verk sín f höfninni á Stykkishólmi sem þykja með ágætum. Hann bauð 4,4 millj- ónir króna en það er um 35% af kostnaðaráætlun sem var um 13 miiljónir. Þetta tilboð áréttar það sem vitað er að samkeppnin er hörð um öll verk nú til dags. Eftir er að athuga hin 8 tilboðin sem bárust og ákveða hver hlýtur hnossið. Arni (WSeagate Seagate er skrásett vörumerki Seagate Tecnology Inc. Einstakt tækifæri • Núna er tækifæriö til aö eignast haröan disk frá Seagate á ótrúlega hagstæöu verði. • í tilefni árs samstarfs ACO og Seagate bjóðum viö takmarkaö magn á afmælisverði. • ACO hefur selt tölvubúnað í 17 ár, þar sem þjónusta og gæði eru í fyrirrúmi. MKf | ii»a, ipta PC diskar (IDE) Tilboðsverð ST351A/X 43 MB, 32 KB cache 19.900 ST3120A 107 MB, 32 KB cache 29.900 ST3144A 131 MB, 32 KB cache 34.097 ST3283A 245 MB, 128 KB cache 57.365 ST1480A 425 MB, 128 KB cache 84.804 PC og Mac diskar (SCSI) ST3283N 245 MB, 128 KB cache 68.365 ST1480N 425 MB, 128 KBcache 106.575 ST4766N 675 MB, 32 KB cache 119.443 ST41200N 1050 MB, 256 KB cache 165.390 PC diskar (SCSI) ST41650N 1450 MB, 256 KB cache 189.113 ST42400N 2150 MB, 256 KB cache 283.763 ísetning á diskum innifaiin í verði. Traust og örugg þjónusta VEiST ÞÚlvWB UM EfSf Bókin „EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆBHMMeginatrlðl og skýringar eftir Gunnar G. Schram er sú eina sinnar tegundar stluð hinum almenna lesanda sem útskýrir EES-samningin á aðgengilegan og hlutlausan Hvort sem þú ert andvíg(ur) eða fylgjandi honum þá er þessi bók fyrir þig. KYNNING OG SALA VERBUR Á BÓKINNI LAUGAR FYRIR UTAN PENNAN I KRIN6LUNNI MILLI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.