Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 12
VE)SKIPn/fflVINNUIÍF
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
Framleiðsla
Velgengni þökkuð vöruþróun
Umtalsverð söluaukning hjá Leðuriðjunni.
LEÐURVORUR— Á myndinni eru tveir eigendur Leður-
iðjunnar hf. Edda Hrönn Atladóttir og móðir hennar Margrét
Bjamadóttir. Þriðja eigandinn er Nanna Mjöll Atladóttir sem einn-
ig er framkvæmastjóri fyrirtækisins.
SALA Leðuriðjunnar hf. jókst
um 35% á síðasta ári en þá var
sett á markað ný afurð sem
notið hefur töluverðra vin-
sælda. Um er að ræða dagbók-
arkerfið Dagskinnu sem starfs-
menn Leðuriðjunnar þróuðu í
samstarfi við Iðntæknistofnun
og Iðnlánasjóð í verkefninu
Frumkvæði-Framkvæmd. í ár
hefur samstarfsverkefnið hald-
ið áfram og þróuð hefur veri
ný vörulína í stil við Dagskinn-
una. Vörulínan ber heitið At-
son-Viðskiptalína og saman-
stendur af fundamöppu, nafn-
spjaldamöppu, seðlaveski, kort-
skinnu, pennahylki og lykla-
kippu auk Dagskinnunnar.
Leðuriðjan-Atson var stofnuð
árið 1936 af Atla Ólafssyni sem
rak fyrirtækið þar til hann féli frá
árið 1985. í dag er fyrirtækið
rekið af eiginkonu hans, Margréti
Bjarnadóttur og tveimur dætrum,
Nönnu Mjöll og Eddu Hrönn.
Nanna Mjöll er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, en þar eru 15 fast-
ráðnir starfsmenn.
Að sögn Berglindar Ólafsdótt-
ur, markaðsstjóra Leðuriðjunnar
þakka stjórnendur fyrirtækisins
velgengni í rekstri þess m.a. þeirri
vöruþróun sem þar hefur átt sér
stað. „Árið 1990 markaðssettum
við dagbók sem hlaut nafnið Dag-
skinnuugla og var í stærra broti
en Dagskinnan. Á síðasta ári hóf-
um við síðan samstarf við Iðn-
tæknistofnun og Iðnlánasjóð í
verkefninu Frumkvæði-Fram-
kvæmd,“ sagði Berglind.
Tilgangur þess verkefnis er að
veita iðnfyrirtækjum ráðgjöf við
stefnumótun, íjárhagslega endur-
skipulagningu og fjármálastjóm-
un, vöruþróun og markaðsaðgerð-
ir, framleiðsluskipulagningu og
gæðastjórnun.
„Við leituðum til utanaðkomandi
aðila sem höfðu notað ýmis erlend
dagbókarkerfi og annarra sem
eingöngu notuðu laus blöð og
minnismiða. Með þessum aðilum
voru haldnir nokkrir vöruþróunar-
fundir. Á þeim fundum komu
fram margar gagnlegar hug-
myndir sem síðan voru nýttar við
hönnun og þróun Dagskinnunar.
Dagskinnan er að öllu leyti ís-
lensk, bæði hönnun og fram-
leiðsla," sagði Berglind.
Hugmyndin að Atson-Við-
skiptalínunni kom að sögn Berg-
lindar í framhaldi af samstarfs-
verkefninu sem nú einkennist
meira af markaðssetningu þeirrar
vöru sem þróuð hefur verið til
þessa. Að sögn Berglindar leggja
stjómendur Leðuriðjunnar metn-
að sinn í að vörur í Atson-Við-
skiptalínunni beri eigenda sínum
vitni um góðan smekk og styrki
ímynd hans og þess fyrirtækis
sem hann vinnur fyrir.
Undanfarin tvö ár hefur Leður-
iðjan rekið verslun að Hverfisgötu
52. Verslunin hefur verið lokuð
vegna breytinga, en í dag,
fimmtudaginn 19. nóvember kl.
14 verður hún opnuð aftur. Þar
hafa arkitektarnir Guðrún Már-
grét og Oddgeir hannað nýtt útlit
og innréttingar með frumlegu
efnisvali þar sem léttsteypa hefur
m.a. verið valin í hillur o.fl. í versl-
un Leðuriðjunnar er auk Atson-
Viðskiptalínunnar að finna úrval
af Atson seðlaveskjum ásamt
•ýmsum leðurvörum m.a. frá Ítalíu,
Hollandi og Danmörku.
Fólk
Nýir útibúsljórar hjá
Landsbankanum
■Bankaráð Landsbanka íslands
ákvað á fundi sínum þann 12. nóv-
ember að ráða tvo nýja útibústjóra
til starfa við útibú bankans í
Reykjavík.
MHARALDUR Valsteinsson hef-
ur verið ráðinn útibústjóri við
Bankastrætisútibú frá 1. desem-
ber nk. Haraldur er fæddur 27.
nóvember 1934 og
lauk prófi frá
Samvinnuskólan-
um árið 1955.
Hann hóf þá störf
í útibúi Lands-
bankans á Akur-
eyri. Árið 1979
var hann ráðinn
útibústjóri . við
útibú bankans á Haraldur
ísafirði og starfaði þar fram í jan-
úar 1986 er hann var ráðinn aðstoð-
armaður bankastjórnar.
MKRISTÍN Rafnar hefur verið
ráðin útibústjóri við Vesturbæjar-
útibú frá 1. janúar nk. Kristín er
Kristín
fædd 3. janúar
1955. Hún varð
stúdent frá
Menntaskólanum
á Akureyri árið
1975 og viðskipta-
fræðingur frá Há-
skóla Islands
1979. Kristín lauk
MA-prófi í þjóð-
hagfræði frá Ohio
State University árið 1981 með
peninga- og bankafræði sem sér-
svið. Kristín starfaði í útibúi Lands-
bankans á Akureyri í fjögur sum-
ur, eitt sumar í hagdeild og tvö
sumur í hagfræði- og áætlanadeild.
Hún var síðan ráðin sérfræðingur
í hagfræði- og áætlanadeild árið
1983. Hún starfaði þar til ársins
1985 er hún var ráðin forstöðumað-
ur og staðgengill framkvæmda-
stjóra á markaðssviði. Eiginmaður
Kristínar er Gunnar Stefánsson,
tölfræðingur á Hafrannsókna-
stofnun og eiga þau tvo syni.
HUGBUNAÐUR —Samningar á milli P.Samúelsssonar hf.
og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugar hf. um kaup á Concorde XAL
hugbúnaði vegna endurtölvuvæðingar fyrirtækisins voru undirritaðir
i sl. viku. í hinu nýja kerfi verður m.a. gert ráð fyrir pappírslausum
viðskiptum á ýmsum sviðum.
Ný samkeppnislög að fæðast
Góður skriður er nú kominn á
frumvarp til samkeppnislaga á
Alþingi og má búast við að það
verði afgreitt frá efnahags- og
viðskiptanefnd í næstu viku til
annarrar umræðu. Gerðar hafa
verið nokkrar breytingar á frum-
varpinu í meðferð nefndarinnar,
bæði vegna athugasemda við-
skiptaráðuneytisins og álits
ýmissa hagsmunasamtaka og
fyrirtækja. Virðast því líkur á að
frumvarpið geti tekið gildi fyrir
áramót. í því er að finna ákvæði
um samkeppnishömlur, órétt-
mæta viðskiptahætti og eftirlit
með greiðslukortastarfsemi.
Væntanlega munu ákvæðin um
samkeppnishömlur hafa víðtæk-
ust áhrif ef þeim verður framfylgt
af fullum þunga.
í frumvarpinu er megináhersla
lögð á að efla virka samkeppni
en að sama skapi draga úr af-
skiptum ríkisins af verðlagi. Þess
vegna er lagt til að nafni Verð-
lagsstofnunar sé breytt í Sam-
keppnisstofnun og nafni verð-
lagsráðs í samkeppnisráð.
Ákvæði laganna um hvernig
samkeppnisyfirvöld geti komið í
veg fyrir skaðlega samkeppni eru
tvenns konar. Annarsvegar er
um að ræða bannreglur við sam-
keppnishömlum sem taldar eru
mjög skaðlegar en hins vegar
hafa yfirvöld heimildir til að
leggja mat á slíkar hömlur og
banna þær ef ástæða þykir til.
Ein helsta bannreglan kveður á
um bann við samráði milli fyrir-
tækja um verð, afslætti eða
álagningu. Gildir einu hvort um
sé að ræða leiðbeinandi eða
bindandi samninga. í þessu sam-
bandi hefur verið rætt um hvort
rétt sé að banna leiðbeinandi
gjaldskrár. Svo virðist sem með
lögunum sé lagt bann við útgáfu
leiðbeinandi gjaldskráa t.d. lög-
manna og tannlækna. Þessar
stéttir hafa viðhaft samráð um
verðlagningu um árabil með
þessum hætti þrátt fyrir bann-
reglu núgildandi laga þar að lút-
andi.
Önnur bannregla kveður á um
að t.d. heildsölum eða framleið-
endum er bannað að ákveða eða
semja um verð á næsta sölu-
stigi. Bannið nær einnig til ieið-
sagnar um útreikning á verði,
afslætti og álagningu. í frum-
varpinu er síðan gert ráð fyrir að
samkeppnisráð geti gert undan-
þágu frá bannreglum við sérstak-
ar aðstæður t.d. ef ætla má að
áhrif samkeppnishamla séu já-
kvæð.
Auk bannreglnanna hefur
samkeppnisráð mjög víðtækar
heimildir til banna athafnir,
samninga eða skilmála sem hafa
skaðleg áhrif á samkeppni. Er
heimilt að grípa til aðgerða gegn
samningum, skilmálum og at-
höfnum sem talin eru skaða sam-
keppni. Þá getur ráðið ógilt sam-
runa fyrirtækja eða yfirtöku fyrir-
tækis á öðru fyrirtæki ef það tel-
ur hættu á að verulega dragi úr
samkeppni. Einnig kemur til
greina að setja skilyrði fyrir sam-
runa. Líklegt má telja að kaup
Hagkaups á helmingshlut í Bón-
us hefðu verið tekin til athugunar
hjá samkeppnisyfirvöldum ef lög-
in hefðu verið í gildi á sínum tíma.
Gert er ráð fyrir talsvert viða-
miklu stjórnsýslukerfi til að fram-
fylgja lögunum og hefur það hlot-
ið gagnrýni Verslunarráðs ís-
lands. Þannig er gert ráð fyrir
að samkeppnisráð, Samkeppnis-
stofnun og áfrýjunarnefnd sam-
keppnislaga annist daglega
stjórnsýslu á því sviði sem lögin
ná til í umboði viðskiptaráðherra.
Ráðherra skal skipa fimm menn
í samkeppnisráð og jafnmarga
til vara. Skulu þeir hafa sérþekk-
ingu á samkeppnis- og viðskipta-
málum. Ákvörðunum ráðsins og
Samkeppnisstofnunar má áfrýja
til áfrýjunarnefndarinnar en þar
eiga að sitja þrír menn sem skip-
aðir eru af Hæstarétti. Hætt er
við að þetta kerfi reynist þungt
í vöfum við framkvæmd væntan-
legra laga. Þó hefur sú breyting
verið nú verið gerð frá fyrri frum-
varpsdrögum að allir fimm menn
samkeppnisráðs verða skipaðir
af ráðherra í stað þess að tveir
séu skipaðir samkvæmt tilnefn-
ingu Alþýðusambands íslands
og Vinnuveitendasambands ís-
lands og tveir af Hæstarétti.
Það eru vissulega fögur fyrir-
heit í hinu nýja samkeppnislaga-
frumvarpi um að taka eigi þenn-
an málaflokk föstum tökum. Á
það ber þó að líta að núgildandi
lög hafa reynst erfið í fram-
kvæmd þó tekist hafi að sporna
gegn verðsamráði í nokkrum at-
vinnugreinum með því að beita
bannreglu um samráð. Væntan-
lega verður því nokkuð á bratt-
ann að sækja fyrir hina nýju Sam-
keppnisstofnun og samkeppnis-
ráð, a.m.k. fyrst um sinn.
KB