Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 2
% seer HaaMavovi . MÖRGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR kJIsT FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Það sem nú slldir er aó byg^a á beztu stöðunum Húsid stendur á horai Borg- artúns og Kringlumýrar- brautar, þar sem Klúbbur- inn stóð áður. Það verður fimm hæða og talsvert á fjórða þúsund fermetrar. Húsið verður sett í sölu í vor, þá tilbúið að utan með frágenginni lóð. — segir Olafur 8. Björns- son byggingameistari Á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar er að rísa mikið og veg- iegrt hús, sem á eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Húsið verð- ur flmm hæða og talsvert á fjórða þúsund fermetrar, en framhlið þess mun snúa út að Esjunni og sjónum. Á jarðhæð hússins verða þjónustu- fyrirtæki en skrifstofur á efri hæðunum. Það er Ólafur S. Bjömsson byggingameistari, sem byggir húsið en hönnuður þess er Sigurður Kjartansson arkitekt. r.orftur (»í óorgartúnl) Manmirkjaþing Islenzlcur byggiiigar- Iönaöur á tímamótum MANNVIRKJAÞING verður haldið að Hótel Loftleiðum nk. miðviku- dag. Megintema þingsins að þessu sinni er “íslenzkur byggingariðnað- ur á tímamótum." Ákveðið var að halda þingið á þessum tíma í ár, vegna þess að nú er verið að ræða fjárlög og framkvæmdaáætlanir sveitarfélaga fyrir næsta ár. En er það ekki bjartsýni að byggja svona stórt hús í öllum sam- drsettinum? — Það horfir nokkuð öðru vísi við með hús af þessu tagi en íbúðarhúsnæði, segir Ólafur. — Ég geri fastlega ráð fyrir, að mörg fyrirtæki eigi eftir að fara úr hús- næði á lakari stöðunum í skrifstofu- húsnæði á beztu stöðunum. í dag gildir nefnilega að byggja á beztu stöðunum og ég tel þetta einn bezta fáanlegan staðinn á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Þaðan eru greiðar sam- göngur beint niður í miðbæ Reykja- víkur, í Sundahöfn og einnig suður til Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Húsið verður^ett í sölu í vor, þá tilbúið að utan með frágenginni lóð. — Ég lít svo á, að eftirspum eigi eftir að aukast eftir nýju atvinnuhús- næði áður en hún eykst aftur eftir nýju íbúðarhúsnæði, því að það er atvinnuustarfsemin, sem borgar fólki launin, segir Ólafur. — Ég tel því, að uppsveiflan verði fyrr í atvinnu- húsnaeði en í íbúðarhúsnæði. — Þetta verður vandað hús, held- ur Ólafur áfram. — Það verður með hefðbundinni einangrun að inn- anverðu en hraunað að utan. Reynt verður að hafa það eins viðhaldsfrítt og kostur er, einkum gluggana en í húsinu verða álgluggar, sem hægt verður að snúa við til þess að þrífa þá. Það á þvi ekki að þurfa flokk manna til að þrífa þá hálfsmánaðar- lega á móti norðanáttinni og sjónum eins og sums staðar. Góð bílastæði verða við húsið og akstursbraut upp að því, en aðkoman verður að húsinu norðanverðu og á hún að vera í senn þægileg og falleg að sögn Ólafs. Lóðin er hönnuð af Stanislas Bohic landslagsarkitekti og henni verður skilað fullfrágenginni. Byijað var á framkvæmdum við húsið fyrir rúmum mánuði og ætl- unin er að koma þremur hæðum upp fyrir áramót. Þak hússins verður háreist valmaþak og í þvi verður lit- að stál. Húsið er 16x36 metrar salur hver hæð. Svalir eru á húsinu austan- verðu og vestanverðu og eru þær jafnframt hugsaðar til lýmingar á húsinu, ef bruni verður. Öll sameign verður mjög vönduð. Engar súlur verða í húsinu, þannig að hver hæð verður opið pláss, sem hægt verður að stúka niður eftir vild. — Þetta hús er hannað með nú- tímaþarfir fyrir augum, segir Ólafur S. Bjömsson að lokum. — Nú er allt húsnæði af þessu tagi að breytast og kröfumar orðnar miklu strangari en áður. Það er minna af lokuðum herbergjum en var, en meira rými stúkað niður í bása. Því tel ég, að þetta húsnæði muni henta afar vel fyrir nútíma skrifstofustarfsemi. Það væri t. d. mjög hentugt fyrir trygg- ingafélög og aðra slíka starfsemi. Undanfarin ár hefur Mannvirkja- þing verið einn mikilvægasti vettvangurinn hér á landi til þess að ræða stöðu og framtíðarhorfur ís- lenzks byggingariðnaðar, sagði Gest- ur Ólafsson arkitekt, en hann er einn þeirra, sem skipuleggja þingið. — Nú bendir flest til þess, að á næstu árum muni ísland tengjast aðliggj- andi markaðssvæðum betur og því má búast við aukinni samkeppni og fijálsari markaði hér á landi á þessu sviði eins og mörgum öðrum. Þetta verður sérstaklega rætt á þessu Mannvirkjaþingi. Undanfarin ár hefur orðið mikil og hröð þróun í hvers konar upplýs- ingavinnslu og upplýsingamiðlun í byggingariðnaði. Sagði Gestur, að aðstandendur Mannvirkjaþings hefðu tekið upp samband við alþjóð- leg samtök upplýsingamiðstöðva í byggingariðnaði (Intemational Uni- on of Building Centers) og nú væri unnið að því að koma upp upplýs- ingabanka um íslenzkan byggingar- iðnað, sem yrði samhæfður erlendum upplýsingabönkum. Stefnt er að því, að þessi upplýsingabanki verði starf- hæfur nú í vor. MARKAÐURINN GREIÐSLIMAT Umsækjandi um húsbréfalán þarf að fá svokallað greiðslu- mat áður en hann tekur ákvörðun um íbúðarkaup eða húsbyggingu. Greiðslumat er úttekt á geiðslugetu og jafnframt sam- anburður á henni og greiðslubyrði og segir til um hve dýrri íbúð um- sækjandinn er tal- inn geta fest kaup á_ eða byggt. Greiðslugetan ræðst einkum af eigin fé og launum umsækjandans en greiðslubyrðin af lánum hans. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu mið- ast við að greiðslubyrði umsækj- anda fyrstu árin eftir íbúðarkaup fari að jafnaði ekki yfir 20% af heildarlaunum hans, að teknu tilliti til vaxtabóta. Rík áhersla er lögð á að greiðslumatið segir til um hámarksverð íbúðar, ekki það íbúðarverð sem umsækjandi á að leita að. Tilgangxir Með greiðslumatinu í húsbréfa- kerfínu voru í fyrsta skipti tekin upp þau vinnubrögð við lánveiting- ar til einstaklinga hér á landi, að hafa skipulagða hliðsjón af raun- verulegum aðstæðum viðkomandi. Nokkurs misskilnings hefur hins vegar stundum gætt varðandi til- gang þess. Því hefur verið haldið fram að greiðslumatið sé óþarfa afskipta- semi Húsnæðisstofnunar. Henni komi ekki við hve' dýrar íbúðir umsækjendur kaupa eða byggja, það sé réttur hvers og eins að fá þau húsbréf sem hann vill. Þetta er rangt. Ef það væri undir um- sækjendum sjálfum komið hve dýr-. ar íbúðir þeir kaupa eða byggja mundi hættan á útlánatöpum Hús- næðisstofnunar aukast og kostnað- ur við láveitingar þar með. Það kæmi niður á öllum lántakendum. Nokkuð hefur borið á því að umsækjendur um húsbréfalán telji að þeir verði að festa kaup á eins dýrri íbúð og getið er um í greiðslu- matinu. Þennan hugsunarhátt ber að varast. Greiðslumatið er einung- is leiðbeinandi og segir til um há- marksverð íbúðar sem umsækjandi getur hugsanlega keypt eða byggt. Umsækjendur hafa kvartað yfír því að greiðslumatið gefí til kynna að þeir geti fest kaup á mun dýr- ari íbúð en þeir telja sjálfír og að greiðslumatið sé því allt of hátt. Um þetta er það að segja, að eng- in leið er að gefa út eina ákveðna reglu um greiðslugetu. Hún er mjög mismunandi eftir einstaklingum. Greiðslumatið er hins vegar tilraun til að gefa viðmiðun sem getur gilt fyrir alla, en, eins og áður segir, sem algjört hámark. íbúðarverð íbúðarverð, sem kaupandi eða byggjandi stendur undir, ræðst af eigin fé hans og þeim lánum sem hann á möguleika á og hefur greiðslugetu til að standa skil á. Flestir sem sækja um greiðslumat fá umsögn um íbúðarverð sem byggir á því að viðkomandi taki húsbréfalán til 25 ára og skamm- tímalán til 4 til 5 ára, mismunandi eftir lánastofnunum og einstakling- um. Eins og áður segir er miðað við að greiðslubyrði umsækjanda fari ekki yfir 20% af heildarlaunum hans fyrstu árin, þ.e. fyrstu 4 til 5 árin. Það ræðst af lánstíma þeirra skammtímalána sem umsækjand- inn tekur, Greiðslubyrðin eftir það er í flestum tilvikum lægri. Greiðslumatið fer fram hjá bönk- um og sparisjóðum og öðrum fjár- málastofnunum. Auk þess sem það tryggir skjóta afgreiðslu á það að leiða til þess að í því komi fram sem réttastir lánamöguleikar hvers og eins. Ráðgjöf Þó svo að greiðslumatið í hús- bréfakerfínu segi til um að miða skuli við að greiðslubyrði umsækj- anda fari ekki yfír 20% af heildar- launum, að teknu tilliti til vaxta- bóta, skal enn áréttað að hér er um hámarksviðmiðun að ræða. Ráðgjöf er svo allt annar hlutur. Reynslan bendir til að þessi viðmið- un sé ekki fjarri sanni fyrir þá sem hafa laun upp að meðallaunum, en í hæsta lagi fyrir þá sem hafa laun þar yfir. I fljótu bragði hefði mátt búast við að þessu væri öfugt far- ið. Þetta skýrist hins vegar m.a. af því að skatthlutfall fer hækk- andi með hækkandi tekjum og vaxtabætur og bamabætur vega þyngra hjá þeim sem hafa lægri tekjur. Auk þess ráða Iaun að sjálf- sögðu miklu um þann lífsstíl sem fólk velur sér. Reynslan af greiðslumatinu í húsbréfakerfinu hefur hingað til verið góð. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri eru meðvit- aðri um nauðsyn þess að lánafyrir- greiðsla hvers konar taki mið að aðstæðum, en ekki eingöngu löng- un, vilja eða hvort nægjanlegt veð eða ábyrgðir era fyrir hendi. Vettvangur húsbréfaviðskipta Kaupum og seljum húsbréf. Önnumst vörslu og eftirlit með útdrætti húsbréfa. • . Veitum faglega rágjöf um húsbréfaviðskipti. Onnumst greiðslumat. M LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur meö okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, síml 91*679200, fax 91-678598 ■ LÖggilt verðbréiafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.