Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 B 15
KjörBýli
641400 Nýbýlavegi 14 - Kópavogi
Raðhús - einbýli
er húsið fyrir þær sakir óvenjulegt
útlits. Stærsti gluggi hússins er um
200 fermetrar. Mikið er einnig um
spegla og gler innan dyra, t.d. milli
skrifstofa og handrið við stigaopið
á efri hæð er úr mjög þykku og
samsettu gleri. Þá er og mikið um
bogadregnar línur.
Óvenjulegt alútboð
Stanley Pálsson verkfræðingur
sá um allt eftirlit með hönnun og
byggingu fyrir hönd Vífilfells og
hann og Gunnar Karlsson byggin-
gatæknifræðingur sem hjá honum
starfar eru spurðir hvernig verkinu
hafi verið hagað:
-Hér var eiginlega um að ræða
alútboð sem þó var óvenjulegt að
því leyti að hönnun hússins var svo
til lokið. Hér fór fram lokað útboð
meðal fjögurra verktaka og fengu
þeir það hlutverk að bjóða í loka-
hönnun og byggingu þar sem hug-
mynd og öll hönnun kanadamanns-
ins, Brian Cranfield frá Toronto,
var lögð til grundvallar. Bjóðendur
máttu að vísu koma með aðrar
hugmyndir en vissu þá að óvíst
væri að þeim yrði tekið. Ur varð
að aðeins tveir kepptu í reynd um
verkið, Alftárós og SH-verktakar í
Hafnarfirði og urðu þeir síðar-
nefndu fyrir valinu.
Ég hafði síðan milligöngu um að
koma hugmyndum Brians til verk-
takanna og stundum þurfti að
breyta því sem hann lagði til, segir
Stanley. -Eitt af því var til dæmis
varðandi frágang á glerinu. Hann
vildi að það yrði límt utan á húsið
en vegna vindálags var strax ljóst
að slíkt myndi alls ekki ganga hér-
lendis þótt það sé viðurkennd lausn
víða erlendis.
Sjálft útboðið fór fram í apríl á
síðasta ári og var skilafrestur til
14. júní. Samið var við SH-verktaka
í október 1991 og var verktíminn
ákveðinn 11 mánuðir og segir Stan-
ley útboðið hafa algjörlega staðist
hvað varðar tírria- og fjárhagsáætl-
un.
Ásgeir Margeirsson verkfræð-
ingur hjá SH-verktökum segir sam-
vinnu allra aðila hafa verið góða
allan tímann: -Það komu auðvitað
upp fjölmörg mál sem þurfti að
leysa en ekkert þeirra varð að
vandamáli. Við ræddum saman og
fundum lausnir og þessi samvinna
var bæði náin og góð enda vorum
við að vinna að sameiginlegu mark-
miði.
Þetta hefur verið áhugavert verk-
efni og við höfum allir kynnst ýms-
um nýjungum á þessum tíma. Við
urðum t.d. að setja upp sérstakt
gluggaverkstæði því við fengum
gluggaprófíla frá Hueck í Þýska-
landi sem síðan voru sniðnir niður
hjá okkur og endanlega smíði fór
fram hér. Einnig- var málningin
sérstaklega valin og þannig mætti
telja ýmis stór og smá atriði sem
þurftu mikillar yfirlegu við.
1200 fermetrar glers
Flatarmál glersins utan á húsinu
er um 1.200 fermetrar og gler og
spegilveggir innanhúss um 200 fer-
metrar. Um er að ræða hert örygg-
isgler og er ásýnd hússins að utan
hin sama hvar sem á það er litið
burtséð frá því hvort steinveggur
eða annað er innan við glerið. Gler-
ið er 8 mm þykkt og er bjögun eða
spémyndun í lágmarki þegar horft
er á húsið en hætt hefði verið við
því ef þynnra gler hefði verið not-
að. Leysa þurfti ákveðin vandamál
vegna einangrunar þar sem gler og
steinn mætast og hætta var á raka-
myndun sem leyst var með sam-
blandi af útloftaðri og óútloftaðri
klæðningu. Þak hússins er slétt og
á því er dúkur með malarfargi og
hellum.
Þá er ótalið vandamál vegna sól-
arálags, þ.e. að ekki hitni óeðlilega
inni á skrifstofum þegar sól er lágt
á lofti og var valið sérstakt gler til
að minnka sólarálag. Hönnuður
hússins lagði áherslu á gott útsýni
og því voru ofnar felldir ofan í gólf
við alla útveggi og lýsing er með
þeim hætti að kastarar dreifa nokk-
uð jafnri birtu en síðan er gert ráð
fyrir vinnuljósum á skrifborðum.
Þótti mönnum þetta vafasöm lýsing
í byijun og of dauf en á daginn
kemur að hún hentar starfsmönnum
betur en sterk flúrljós í öllum loft-
um.
Sérstakt tölvukerfi stjórnar lýs-
ingu á ákveðnum stöðum og í öllum
herbergjum er lagt fyrir tölvum svo
og hljómflutnings- og sjónvarp-
skerfum þannig að á ýmsan hátt
er hugsað til framtíðar. Enn má
nefna að fyrirtæki í Kanada var
fengið til að útbúa fossinn og hefði
það einhvern tíma þótt saga til
næsta bæjar að íslendingar leituðu.
út fyrir landsteiriaha eftir fossi:
-I þessu sem ýmsu öðru gildir
að kaupa vandaða vöru hjá þeim
sem eru sérhæfðir í að framleiða
hana. Þarna var skipt við fyrirtæki
sem sérhæfir sig í gosbrunnum og
fossum og þurftum við að fá settan
upp sérstakan hljóðdeyfi til þess að
draga úr fossniðinum, segja þeir
félagar að lokum.
Símatími á
laugardaginn kl. 11-14
Opið virka daga
kl. 9-18.00.
2ja herb.
Grettisgata - 2ja
Falleg kjíb. mikið endurn. Gengið
útí garð í suður. Áhv. byggsj. 2,4
millj. Verð 4,3 millj.
Trönuhjalli - 2ja
Falleg, nýl. íb. á jarðhæð í
fjölb. Sérlóð. Áhv. 3,0 millj.
húsbréf.
Ásbraut - 2ja
Björt og snotur íb. á jarðh. íb. fylg-
ir geymsla og hlutd. í góðu þvottah.
Hagst. lán áhv. Verð 4,5 millj.
Álfhólsvegur - 2ja-3ja
80 fm íb. á 1. hæð í tvíbýli. Sér-
inng. Verð 5,7 millj.
Kársnesbraut - 2-3ja
Falleg 70 fm nýl. íb. á 2. hæð í
þríbýli. Parket. Svalir í vestur og
norður. Áhv. byggingasj. 2,8 millj.
Verð 6,5 millj.
3ja-5 herb.
Nýbýlavegur - 3ja + bílsk.
Falleg björt 85 fm íb. á 1. hæð í
litlu fjölb. ásamt 21 fm bílsk. Ný
eldhinnr. Parket. Þvottaherb. í íb.
Verð 8,3 millj.
Hjallabraut Hf. - 3ja
100 fm rúmg. endaíb. á 2. hæð.
Þvottaherb. og búr í íb. Svalir í
uður og vestur. Verð 7,4 millj. Áhv.
byggsj. 4,2 millj.
Furugrund - 3ja
Falleg íb. á 2. hæð í 2ja hæða fjölb.
Parket. Suðursv. Verð 6,9 millj.
Áhv. byggsj. 3,5 millj.
Þinghólsbraut - 3ja
Snotur 100 fm 3ja-4ra herb. jarðh.
í þríb. Sérinng. Rólegur staður.
Suðurgarður. Verð 6,9 millj. Áhv.
byggsj. 2,3 millj.
'Fffuhvammur - 3ja
50 fm risíb. (80 fm gólfflötur) í þríb.
Gott útsýni. Rólegur staður. Verð
4,5 millj.
Hamraborg - 3ja
Falleg 78 fm 3ja herb. íb. á 1.
hæð. íb. snýr í suður. Tvennar stór-
ar suðursv. Stutt í alla þjónustu.
Verð 6,4 millj.
Tunguheiði - 3ja + bílsk.
Falleg 85 fm suðuríb. á 2. hæð í
fjórb. ásamt 28 fm bílsk. Ról. stað-
ur. Fráb. útsýni. Áhv. byggsj. 2,2
millj. Verð 8,3 millj.
Asparfell - 3ja
Snotur íb. á 3. hæð í lyftuh. Gervi-
hn.loftnet. Húsvörður. Sv. í vestur.
Verð 6,2 millj. Áhv. byggsj. 3 millj.
Arnarhraun - 3ja
Snyrtil. íb. á 3. hæð í 5-býli. Hús
nýuppgert utan. Sér bílastæði. Frá-
bært útsýni. Áhv. byggingasj. 3,1
millj. Verð 7,1 millj.
Kleppsvegur - 3ja-4ra
Falleg nýuppgerð fb. á 2.
hæð. Parket. Laus nú þegar.
Verð 6,5 millj.
Engihjalli - 4ra
Góð 98 fm rúmg. íb. á 6.
hæð. Svalir t suður og vestur.
Mjög gott útsýni tíl suðurs.
Ákv. sala. Verð 7,0 millj.
Fagrabrekka - 4ra-5
116 fm jarðh. m. sérinng. Laus
fljótl. Verð 7,6 millj.
Skjólbraut - 5 herb.
119 fm efri hæð í þríbýli. Þarfnast
endurn. Fallegur garður. Rólegur
staður. Verð: Tilboð.
Sérhæðir
Holtagerði - sérh.
Falleg 115 fm 4ra-5 herb. efri sérh.
(allt sér). Bílskréttur. Gott útsýni.
Góður staður. Verð 9,5 millj.
Hjallabrekka - sérh.
Falleg 130 fm efri sérh. ásamt 34
fm íb. og 34 fm bílsk. Bein sala eða
skipti á 4ra-5 herb. íb. með eða
án bílsk. í Háaleitishverfi eða Foss-
vogsdal.
Borgarholtsbraut - sérh.
113 fm neðri sérh. 3 svefnh. og
stofa ásamt 36 fm bílsk. Fallegur
garöur. Verð: Tilboð.
Skálaheiði - sérh. + bílsk.
112 fm efsta hæð í þríb. ásamt 28
fm bílsk. Endurn. að hluta. Svalir í
suður. Fráb. útsýni. Stutt í skóla.
Verð 9,6 millj.
Hrauntunga - raðh.
Fallegt 214 fm hús á tveimur hæð-
um. 35 fm innb. bílsk. 50 fm suð-
ursv. Mögul. á tveimur íb.
Kársnesbraut - einb.
Glæsil. nýl. 160 fm einbhús á
tveimur hæðum ásamt 33 fm bílsk.
Sérsmíðaðar innr. Parket og flísar
á gólfum. Svalir í vestur og norður.
Skipti mögul.
Melgerði - einb.
170 fm hús ásamt 32 fm skúr.
í smíðum
Lækjarsmári
Höfum fengið í sölu 2ja-4ra herb.
íbúðir á góðum stað. Afh. tilb. u.
trév. frág. utan í júlí ’93.
Álfholt - Hfj.
Til sölu falleg 70 fm endaíbúð á
1. hæð með sérinng. í 2ja hæða
húsi. Einnig 2ja og 3ja, 67-93 fm
íbúðir, í 3ja hæða fjölbýli. Afh. tilb.
u. trév. nú þegar. Ath. búið er að
mála íb. Hagstæð greiðslukjör.
Eyrarholt - Hfj
6 herb. íb. á 3. og 4. hæð í litlu
fjölb. 160 fm. Afh. tilb. u. trév. og
fullfrág. að utan. Frábært útsýni.
Suðurmýri - raðh.
Til sölu 190 fm raðh. á tveimur
hæðum ásamt innb. bílsk. Afh. fokh.
að innan, frág. utan 15. des. nk.
Ekrusmári - raðh.
145 fm endaraðh. á einni hæð á
mjög góðum stað. Vesturendi. Af.
tilb. að utan fokh. að innan. Verð
7,8 millj. Tilb. u. trév. Verð 9,8 millj.
Engjasmári Kóp. - raðh.
145 fm endaraðhús á einni hæð á
mjög góðum stað. Austurendi. Afh.
tilb. að utan, fokh. að innan. Verð
7,6 millj.
Hvannarimi - parh.
Húsið er 145 fm + 23 fm bílskúr.
Afh. fullfrág. utan, fokh. innan. Lok-
uð gata, frábær staðsetn. Áhv.
húsbr. 4 millj. Verð: Tilboð.
Kópavogur
Foldasmári - raðh.
Til sölu nokkur 145 fm hús ásamt
24 fm bílsk. Afh. fullfrág. að utan
og fokh. að innan.
Fagrihjalli - parhús
Til sölu á besta stað v/Fagrahjalía
160 fm hús ásamt 28 fm bílsk. og
18 fm sólstofu. Einnig 148 fm hús
á tveimur hæðum. Bílsk. 28 fm.
Ritari Kristjana Jónsdóttir,
Sölustj. Viðar Jónsson,
Rafn H. Skúlason, lögfr.
m§
+OlaM
® 62 55 30
Opið laugardag
kl. 11-13
Einbýlishus
BYGGÐARHOLT - IVIOS.
Vorum að fá i einkasölu á þessum
vinsæla stað rúmg. einbhús, 177 fm.
4 svefnh. ásamt bilsk. Parket. Fal-
legur garður. Áhv. húsbréf 6,3 millj.
Verð 12,7 millj.
DVERGHOLT - MOS.
Glæsilegt einbhús, 282 fm á 2 hæð-
um m. góðrl sér 3ja herb. Ib. á jarðh.
auk tvöf. bllskúrs, 41 fm m. geymslu
undir. Mögul. á skiptum.
LÆKJARTÚN - MOS.
Til sölu einbhús 137 fm ásamt 26
fm bílsk. 4 svefnherb. 1000 fm grð-
In elgnartóð. Áhv. ca 5,5 mlll). Verð
12,3 mlllj.
BUGÐOTANGI - MOS.
Glæsil. einbhus á tveimur hæðum,
320 fm ásamt 40 fm bíisk. Mögul.
á 3ja-4ra herb. íb. á jarðh. Áhuga-
verð eign. Góð staðsetn.
MOSFELLSDALUR
Til sölu 60 fm timburhús ásamt 1,4
ha. Grólð land. Góð staðs. V. 7 m.
Raðhús
ARNARTANGI - MOS.
Fallegt endaraðh. 94 fm ásamt 30
fm bíisk. 3 svefnh. 2 fataherb., stofa,
gufubaö. Parket. Góður sér garður
m. verönd. V. 9,3 m.
f NÁGRENNI
REYKJALUNDAR
Rúmgott raðh. 87 fm, 3ja herb. Park-
et. Sérgarður og inngangur. Mögul.
é sólstofu. Áhv. veðd. 2,5 millj.
MOSFELLSB. - RAÐH.
Til sölu fallegt endaraðh. 94 fm. 4
herb., fataherb. Parket. 30 fm bíl-
skúr. Áhugaverð eign m. sérgarði
og verönd. Verð 9,3 mlllj.
BIRKIGRUND - KÓP.
Vorum að fá í einkasölu gott þríl.
endaraðhus 197 fm ásamt 25 fm
bílsk. 4 svefnherb. Lftll íb. gætl ver-
ið I kj. Góður garður. Ákv. sala.
Eignaskipti möguf.
GRUNDARTANGI - MOS.
Rúmg. endaraðh. 63 fm, 2ja herb.
Parket. Sérinng. Fallegur sérgarður.
Verð 6,2 mltlj.
GRENIBYGGÐ - PARH.
Fallegt nær fullb. nýtt parhús, 110
fm. Sólstofa, 2 svefnherb. Sér suð-
urgarður og inng. Áhv. veðd. 5,1
millj. til 40 ára. Verð 9 mlllj.
I smíðum
BJARTAHLÍÐ - MOS.
Til sölu ný raðhús 125 fm með 24 fm
bílskúrum. Afh. fullfrág. að utan, máluð,
fokh. að innan. Góð staðsetn. Verð frá
6,7 millj.
HLÍÐARÁS - MOS.
1550 fm lóð á útsýnisstað f. parhús. Samþ.
teikn. Hagst. verð.
Sérhæðir
GARÐHUS - 4RA
Rúmg. 4ra herb.lb. 117 fm á 2. hæð
ásamt 21 fm bílsk. Parket. Áhv. 5,2
millj. veðdeild. Verð 10,9 mlllj.
BARMAHLÍÐ - 5 HERB.
Efri sérhæð uro 115 fm, 5 herb.,
ésamt 21 fm bilsk. Laus strax. Verft
9,4 mltlj.
2ja herb. ibúðir
GAUKSHÓLAR - 2JA
Góð 2js herb. ib. 55 fm á 1. hæð.
Nýstandsett blokk. Áhv. 3,4 millj.
Verft 6,2 mlll).
SELJENDUR - VANTAR EIGNIR
Vantar: 3ja herb. íb. i Suðurhliðum Kóp. Góðar greiðslur.
Vantar: 4ra herb. íb. í Fossvogi.
Vantar: 3ja herb. (b. I Hraunbæ.
Vantar: 4ra herb. íb. f Reýkjavfk eða Kóp. Ca 7-9 millj. f skiptum fyrtr 165 fm
etnbhús t Mosfellsbæ.
Vantar: 3ja, 4ra tb. eða raðh. ca 7-8 mtllj. í skiptum fyrir 180 fm einbh. í Mos.
Góö staðs.
Vantar: Einbhús, ca 200 fm, 17 millj. i Hamrahverfi i sktptum fyrir sérh. m. bilsk.
( Háaleitishverfl.
Vantar: 3ja herb. fb. f Sefjahverfi.
HLfÐAR - 2JA
Til sölu 2ja herb. ib. 55 fm í risi á
3. hæð. Laus strax. Ver* 4,4 mlllj.
ASPARFELL - 2JA
Til sölu 2ja herb. tb. í nýstandsettri
lyftublokk. Miklð útsýni. Laus strax.
3ja—5 herb.
BUGÐUTANGI - 3JA
Til sölu rúmg. 3ja herb. ib„ 87 fm.
2 svefnherb. Parket. Sér inng. og
garður. Áhv. veðd. 3,4 mlllj. Verft
6,9 millj.
KRUMMAHÓLAR - 3JA
Góð 3ja herb. íb. í lyftubl. ásamt 30
fm bilskýfi. Laus strax. V. 6,5 m.
ÞVERHOLT - MOS.
Rúmg. og björt 118 fm ib. i nýf. litlu
fjölbh. Stórar suðursv. Áhv. veftd.
4,6 millj. Verft 8,5 millj.
^ OKKUR VAIVITAR EIGNIR A SKRA
HÁALEITISBR. - 6 HERB.
Til sölu 6 herb. íb. 122 fm á 2. hæft
ásamt 25 fm bilsk. og hlutdeíld I
lagerhúsnæðl undir bílsklengju.
Verð 9,8 mlll).
HÁAGERÐI - 4RA
Ný endum. góð 4ra herb. endaib. á
1. hæö. Góð staðsetn. Silskréttur.
Áhv. 3 millj. húsbréf. Verft 7,6 mlllj.
BLÖNDUBAKKI - 4RA
Vorum aö fá i einkasölu rúmg. 4ra
herb. ib. 115 fm á 2. hæð ásamt
12 fm herb. á jarðh. Suðursv. Park-
et. Laus strax. Verð 7,8 mitlj.
Ymislegt
ÞRASTARSKÖGUR
Af sérstökum ástæðum er til sölu fallegur
timbursumarbústaður í skógivöxnu landi.
Steyptir sökklar. Stór verönd. Rafmagn
og kalt vatn. Stór eignarlóð.
IÐNAÐARHÚSN. - MOS.
Til sölu iðnhúsn. 100 fm. Góðar innkdyr.
Áhv. 2,0 milij.
STÓRHÖFÐI
380 fm gott atvhúsn. með skrifstherb.
Stórar innkdyr. Góð áhv. lán.
Sæberg Þórðarson,
jám löggiltur fasteigna- og skipasali,
II Skúlatúni 6, hs. 666157.