Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 2
E 2 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGÚR 1. DESEMBER 1992 Danmörk, 3. des. 19! Seattle Þýskaland Frakkland, 18.febrúar 1993 Handboltalandsliði undir stjórn Þorbergs Aðalsteinssonar, í\ frá júlí 1990 /A Noreguf, 23. jan.b993 Mot Æfingaferðir Mót framundan FOLX ■ NOKKRIR áhangendur enska knattspymuliðsins Torquay ferð- uðust rúma 480 kílómetra, á leik við Halifax í 3. deild með mat í farteskinu ... handa ketti! ■ JOHN McGrath, stjóri Halifax hafði lýst því yfir að fjárhagsstaðan væri svo slæm að félagið hefði ekki efni á því að gefa félags-kettinum að éta. Þess vegna mættu áhang- endurnir með nokkrar dósir af kattamat. ■ ÞAÐ er ekki í mörgum íþrótta- húsum sem stór kross hangir uppi á vegg. í Digranesi er þó stór kross við hliðina á ljósatöflunni. ■ „VIÐ vorum með messu hér þegar HK fékk húsið afhent og krossinn er síðan þá. Hann er okkur til heilla og ég ætla ekki að taka hann niður á meðan við fáum að hafa hann. Ætli þetta sé ekki hjátrú hjá mér vegna nýja starfsins," sagði Gunnlaugur Hjálmarsson sem er nýtekinn við starfi umsjónarmanns íþróttahússins. ^ ■ JÓN Otti Ólafsson körfuknatt- leiksdómari, sem dæmdi 1000. leik- inn á sunnudaginn, er prentari að mennt. Hann hefur unnið hjá Borg- arprenti frá því hann byrjaði að vinna sem 18 ára unglingur árið 1959, eða í 33 ár. ■ JÓN Otti sagði að þúsundasti leikurinn hefði verið mjög svipaður hinum 999! ■ WIMBLEDON hefur ekki geng- ið vel í vetur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Framheijinn John Fashanu segist vera með skýringu á því á reiðum höndum; vamarmenn liðsins séu of laglegir. ■ „ VIÐ erum að leita að stómm, sterkum og ljótum varnarmanni," segir Fashanu, og bætir við að ef félagið fengi Neil Ruddock (leik- mann Tottenham) í leikmannahóp- inn kæmust hlutirnir í lag. Ekki hafa borist fregnir af viðbrögðum Ruddocks! ■ „ÞAÐ var einhverju sinni," seg- ir í nýjasta hefti biaðsins ÍSÍ-fréttir, að þeir voru í bíltúr saman Sveinn Jónsson, fyrrverandi formaður KR og Halli í Andra. Er þeir óku um Árbæjarhverfið segir Halli við Svenna, „Ja, ekki búið þið svo vel í vesturbænum að eiga götu sem er kennd við félagið eins og hérna. Því hér eiga þeir Fylkisveg." „Svo þú heldur það,“ segir Svenni. „Við eigum nú Meistaravelli.““ ■ RUDI VöIIer, þýski framheijinn hjá Marseille í Frakklandi, fór úr axlarliði gegn Caen um helgina og missir af Evrópuleiknum gegn Club Brugge í næstu viku. ■ HRISTO Stoichkov, búlgarski miðheijinn hjá Barcelona verður ekki með gegn ísrael í HM-leik á morgun. Hann mætti á æfingu heima í Búlgaríu fyrir helgi en flaug til Spánar til að spila í deild- inni gegn Espanol, í trássi við landsliðsþjálfarann. ■ STOICHKOV sagði við blaða- menn eftir 5:0 sigurinn á Espanol að hann hygðist fara með einkaþotu til Israel í gær vegna leiksins á morgun, en búlgarski þjálfarinn vildi ekkert með hann hafa. STÓRHUGUR Knattspymusamband íslands var rekið með liðlega átta milljón króná halla á síðasta starfsári samkvæmt rekstrar- reikningi, sem var lagður fram og samþykktur án umræðu á ársþingi sambandsins um helg- ina. Fram komu _____________ vonbrigði með BMWW árangur a-landsliðs- ins í riðlakeppni heimsmeistaramóts- ins og líst var yfir áhyggjum vegna minnkandi aðsóknar að leikjum hérlend- is. Vandamálunum var ekki ýtt til hliðar, en í stað barlóms og bölmóðs var blásið til nýrrar sóknar. Samkvæmt starfs- og kennsluskýrslum aðila innan íþróttasambands íslands eru lið- lega 100.000 þátttakendur í keppni og starfi innan ÍSÍ og þar er knattspyman lang vin- sælust sem fyrr með um 25% félagsmanna. Landslið hverrar íþróttagreinar er andlit hennar í alþjóða keppni og því hefur árangur þess mikið að segja í annarri uppbyggingu, eifknatt- spymuþingið hafði að leiðarljósi að keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn og tók á málinu í heild sinni. Athyglisverðasta samþykkt þingsins var um fastmótaðar reglur fyrir knattspymuvelli á íslandi, sem mannvirkjanefnd KSÍ hefur unnið að allt árið eft- ir að starfsreglur um nefndina höfðu verið settar á síðasta árs- þingi. í máli flutningsmanns kom fram að hægt væri að mæla eflingu knattspymunnar með því að líta á íjölda iðkenda, knattspyrnulega getu, fjölda áhorfenda og umíjöllun í frjöl- miðlum. Hins vegar hefðu ná- grannaþjóðirnar komist að þeirri niðurstöðu að mikilvægur þáttur til að ná hámarksárangri væri fólginn í bættum mannvirkjum jafnt fyrir keppendur sem áhorf- endur. Framsagan'var skýr og skorinorð, enginn hreyfði and- mælum og tillagan var sam- þykkt samhljóða. Formaður KSÍ greindi frá samþykkt stjómar, sem miðar að því að þróa og efla bestu efnin í íslenskri knattspyrnu Framsýni í framtíðar- stefnu knattspymufor- ystu íslands með heimsmeistarakeppnina 1998 í huga. Sérstaklega á að beina augum að 50 bestu og efnilegustu knattspymumönn- unum og undirbúa þá sem best með fyrmefnda keppni í huga. Forráðamenn 1. deildarfélaga vom á einu máli um að lengja þyrfti keppnistímabilið og sam- þykkt var að fjölga verkefnum fyrir yngri flokkana. Öll þessi mál eiga það sam- merkt að í þeim felst vilji til að bæta knattspyrnuna og auka enn vinsældir hennar. Forystan er stórhuga, en eitt er að sam- þykkja og annað að fram- kvæma. Ekki er sjálfgefíð að koma mannvirkjum í það horf, sem vilji stendur til, nema til komi öflugur stuðningur við- komandi sveitarfélaga og al- mennur skilningur á því að framtíð íslenskrar knattspymu á mikið undir bættum aðbúnaði komið. Æ erfíðara verður fyrir íslenska afreksmenn í knatt- spyrnu að komast að hjá erlend- um atvinnumannaliðum og því skiptir aðbúnaður heima fyrir miklu varðandi landslið framtíð- arinnar. 60 manna úrvalshópi verður ekki haldið við efnið nema með velvilja fjársterkra aðila. Á brattann er að sækja, en orð eru til alls fyrst. Steinþór Guðbjartsson Geturyeriðað SIGRÚIMCORABARKER leikiruðningmeðDallasCowboys? Bíð og vona ÞAÐ kannast margir við nafnið; Sigrún Cora Barker. Ef ekki þá skal það upplýst að hún lék yfir 100 leiki í knattspyrnu með Val og körfuknattleik með KR. Hún hefur auk þess leikið lands- leiki bæði í körfubolta og knattspyrnu. Sigrún Cora, sem er 28 ára, hefur dvalið f Dallas f Bandaríkjunum sfðan 1989 — vinnur þar við hjúkrun. Morgunblaðinu bárust myndir af henni þar sem hún er í búningi ruðningsliðsins Dallas Cowbys og það lá þvf beinast við að slá á þráðinn til hennar f Bandarfkjun- um. Eftir ValB. Jónatansson Sigrún Cora, ertu farin að stunda ruðning með Dallas Cowboys? „Nei, ekki get ég nú _________ sagt það. Annars er saga að segja frá því hvemig það kom til að ég hit- aði upp með Cowboys liðinu. Ég fór með vin- konu minni á bílasölu hjá Oldsmo- bil hér í Dallas til að skoða bfl. Þar var hægt að setja nafn sitt í pott þar sem bifreið var í vinnig. Ég skrifaði nafnið mitt og setti í pottinn og var síðan búin að gleyma þessu þegar hringt var í mig og mér tjáð að ég hafí verið dregin út. Þetta er þannig að fyrir hvern heimaleik hjá Dallas Cowboys fram að jólum er dregið út eitt nafn, alls átta nöfn. Þessir átta verða að taka þátt í einum heima- leik Cowboys til að fá að vera í hattinum er dregið verður um Oldsmobil bílinn að verðmæti 20 þúsund dollara [andvirði 1,2 millj- ónir ÍSK]. Við mætum öll 27. desember á völlinn og þar munum við draga um það í hálfleik hver okkar hlýtur bílinn. Möguleikar mínir á að vinna eru því einn á móti átta. Mér datt ekki í huga að þetta ætti að vera svona þegar ég setti nafnið mitt í þennan pott. Ég gerði það meira af rælni að skrá mig. En það var virkilega gaman að taka þátt í þessari uppákomu fyrir framan sextíu þúsund áhorf- endur. Leikmennirnir eru algjör tröll að burðum og ég hreinlega týndist innan um þá enda er ég ekki há í loftinu. Nú er að bíða Slgrún Cora Barker er vígaleg í búningi Dallas Cowboys. og vona að ég detti í lukkupottinn 27. desember. Annars er aðalatrið- ið að hafa fengið að vera með í þessu. Ég fékk allavega búning með nafninu mínu á!“ Nú stundaðir þú bæði knatt- spymu og körfubolta með góðum árangri á íslandi áður en þú fórst út, hefurþú ekkert stundað íþrótt- ir í Bandaríkjunum? „Ég lék með Texas Challenge, sem hefur níu sinnum hampað bandaríska meistaratitlinum í kvennaknattspymu, þijú keppnis- tímabil. Ég var bandarískur meist- ari með liðinu 1989 og 1991. í janúar fór ég í uppskurð vegna hnémeiðsla og hef ekki æft knatt- spymu síðan. Ætli ég sé ekki end- anlega hætt í alvöru fótbolta. Ég gæti vel hugsað mér að leika í neðri deildum hér svona meira til að leika mér.“ Nú hefur þú dvalið í Dallas í rúm þijú ár. Fylgist þú með íþrótt- unum hér á Islandi? „Nei, ekki mjög mikið. Fjöl- skyldan mín er ekki nógu dugleg að senda mér upplýsingar að heim- an. Ég fylgdist vel með fyrir Ólympíuleikana og ætlaði að fylgj- ast með handboltalandsliðinu þar og keypti mér aðgang að tveimur aukarásum í sjónvarpinu. En þeir sýndu ekki eina einustu mínútu frá handboltakeppninm og ég var mjög svekkt yfir því.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.