Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 7

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTSR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 B 7 SUND / BIKARKEPPNI SUNDFÉLAGIÐ Ægir varð um helgina bikarmeistari í sundi í fyrsta skipti frá því árið 1987. Ægismenn tóku forystuna í stigakeppninni þegar eftir fyrstu grein mótsins á föstudag og létu hana aldrei af hendi. í lokin munaði 1.431 stigi á Ægi og helstu keppinautunum, Sundfélaginu Suðurnesi. Það voru allir ákveðnir í að gera sitt besta. Við settum stefnuna á að ná góðri forystu eftir langsund- in á föstudaginn og það gekk eftir og ég Eiðsson f sérstaklega skrífar ánægður með frammistöðu þeirra Richards Kristinssonar og Sigur- geirs Hreggviðssonar í langsundinu. Fyrir daginn í dag [sunnudag] gerði ég mér góðar vonir um sigur en ég var ekki öruggur fyrr en ég snerti á bikamum," sagði hinn finnski þjálfari Ægis, Petteri Laine eftir sigur sinna manna en félagið hlaut 27.161 stig. Sundfélagjð SFS hafði bikar að veija á mótinu en Eðvarð Þór Eð- varðsson, sundmaður og þjálfari liðs- ins sagðist engu að síður mjög ánægður með 2. sætið. „Ég held að það hafi aldrei verið spurning um það hvaða félag mundi vinna þetta mót. Okkur var spáð ijórða til fímmta sæti og sú spá byggð á því að fjórir sterkir landsliðsmenn sem voru með okkur í fyrra eru ekki leng- ur í okkar röðum. En félagið er í uppsveiflu. Ljóst er að virk unglinga- starfsemi hjá okkur hefur skilað árangri og margir bættu besta árangur sinn,“ sagði Eðvarð. Bikarkeppnin var þó mun jafnari en í fyrra en UMSK fékk það hlut- skipti að falla niður í 2. deild. KR varð í næst neðsta sæti en þar sem að félagið hlaut fleiri stig en næst efsta lið 2. deildar, Vestri þá heldur Reykjavíkurfélagið sæti sínu. Þrír sundmenn sigruðu í þremur greinum á mótinu. Bryndís Ólafs- dóttir sem fagnaði bikarmeistaratitli með SFS í fyrra en er nú í röðum Ægis sigraði í 100 og 200 m skrið- sundi og 100 m flugsundi og Magn- ús Már Ólafsson sigraði í sömu greinum í karlaflokki. Þá sigraði Ragnheiður Runólfsdóttir í 100 og 200 m bringusundi og 200 m bak- sundi. Rétt er að geta þess að sæta- röðin gefur ekki stig heldur eru tímamir reiknaðir til árangurs. Besta árangur mótsins náði Ragn- heiður í 200 m bringusundi en tími hennar 2.34,63 gaf IA 854 stig. íslandsmetin í fullorðinsflokki stóðust áhlaupin en fimm unglinga- met litu dagsins ljós. Magnús Konr- áðsson, SFS setti tvö piltamet, í 100 m og 200 m bringusundi og Hjalti Guðmundsson SH lék sama leikinn í drengjaflokki. Þá setti Ómar Öm Svævarsson SH sveinamet í 100 m baksundi. ■ Úrslit / BIO FOLK ■ SUNDFÉLAGIÐ Suðumes hefur gengið frá ráðningu aðaiþjálf- ara, Lazlo Szelif frá Ungveija- landi og er hann væntanlegur til félagsins í byijun næsta árs. ■ SZELI hefur fengist við þjálfun bæði í heimalandi sínu og í Þýska- landi og hann var um tíma þjálfari úrvalsliðs Suður-Þýskalands. Ung- veijar eiga marga fremstu sund- menn heims eins og kom í ljós á síðustu Ólympíuleikum og vænta Suðumesjamenn mikils af störfum hans. ■ EÐVARÐ ÞÓR Eðvarðsson er aðalþjálfari félagsins þangað til Ungveijinn kemur. Honum til að- stoðar er Kjartan Másson, sem betur er þekktur sem knattspymu- þjálfari. É SUNDLIÐ ÍA mætti með eigið vatn meðferðis á Bikarkeppnina. Skagamenn mættu með brúsa full- an af vatni sem tekið hafði verið úr Jaðarsbakkalauginni á Akra- nesi. Áður en keppni hófst á föstu- dag helltu þeir úr brúsanum í laug- ina í Sundhöllinni. Þess má geta að þetta bragð er alþekkt á háskóla- mótum í Bandaríkjunum og liður í því sálfræðistríði sem ríkir á milli félaga á mótum sem þessum. U ÆGISMENN mættu til leiks með pijónahúfur á höfðinu. Húfum- ar vom bláar og hvítar á litinn og pijónaðar af eiginkonu aðalþjálfar- ans. ■ HÚN kom hingað til lands í haust frá Finnlandi með manni sínum og hóf nám í íslensku við Háskólann. Hún getur þegar beitt fyrir sig íslenskunni en það er meira en hægt er að segja um þjálfarann sem gerir sig skiljanlegan við sund- fólk sitt á ensku. ■ RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sunddrottningin af Skaganum, þreytti fmmraun sína sem aðal- þjálfari ÍA á bikarmótinu. É NOKKUR kæmmál em í gangi um þessar mundir. Meðal annars ætla forsvarsmenn Sundfélagsins Óðins að fá úr því skorið hvort að B-liði Ægis sé heimil þátttaka í 1. deild að ári en liðið sigraði í bikar- keppni 2. deildar fyrir hálfum mán- uði. Telja Óðinsmenn að skv. reglu- gerð sé hveiju félagi ekki heimilt að stilla upp nema einu liði í hverri deild. Ægir með forystuna frá upphafi til enda Ragnheiður Runólfsdóttlr, þjálfari ÍA vann besta afrekið á bikarmótinu. Morgunblaðið/Frosti Missti medvitund Ingibjörg Isaksen úr Ægi fékk astmakast og missti meðvitund eftir að hafa synt 200 m bringusund á laugardeginum. Hún kom ekki til meðvitundar fyrr en á Borgarspítal- anum, um tuttugu mín. síðar. „Ég barðist við að ná andanum eftir sundið en vaknaði svo á spítal- anum,“ sagði Ingibjörg, sem fékk astmakast í fyrsta sinn á ævinni við svipaðar aðstæður fyrir hálfum mán- uði en hafði aldrei að öðru leyti kennt sér meins. Það getur verið erfitt að fá nægjanlegt loft í iungun, eftir mikla áreynslu, sérstaklega við aðstæður sem voru í Sundhöllinni á laugardag. Loftið var þungt. Aðaldyr hússins voru opnar en dyr austanmegin lokað- ar, svo og allir gluggar. Sænski lækn- irinn, Kent Olsson, fyrrverandi þjálf- ari Ægjs var á meðal áhorfenda og hann kom Ingibjörgu til aðstoðar áður en sjúkrabifreið kom á staðinn. Aðspurður hvort ekki hefði verið teflt í tvísýnu að leyfa Ingibjörgu að keppa svo stuttu eftir astmakastið sagði þjálfari Ægis, Petteri Laine að hann vildi lítið ræða um málið. Við vorum heppnir, þetta gat farið mun verr. Að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta. Þetta er á milli mín, Ingibjarg- ar og móður hennar." Ingibjörg sagði sjálf að hún hefði fengið því framgengt með þijósku að fá að keppa, upphaflega hefði ekki átt að leyfa henni það enda er hún enn í rannsókn hjá læknum. MorgunDlaOið/l,'rosti Líðsmenn Ægls fagna sigri í 1. deild bikarkeppninnar. Sundmennimir létu sig ekki muna um að stökkva út í laug í fötunum eftir að sigurinn var í höfn. „ÉG er sannur SH-ingur. EKKI til sölu," var prentað aftan á boli sem sundmenn SH klædd- ust á meðan á bikarkeppninni stóð. Skilaboðin voru ætluð Arnþóri Ragnarssyni og Sund- félagi Suðurness en Arnþór til- kynnti félagaskipti í SFS fyrir hálfum mánuði síðan. að er verið að bjóða peninga í sundmenn en við teljum að félögin hafi ekki efni á að greiða fyrir íþróttamenn eins og gerist í boltaíþróttunum," sagðj Sævar Stefánsson formaður SH. Arnþór fór fram á greiðslu frá okkur en við töldum ekki hægt að verða við því þar sem félagið fær éngar tekj- ur af aðgangseyri," sagði Sævar. Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari SFS var mjög óánægður með skila- boðin frá SH. „Amþór gekk yfír til okkar til að þroska sig sem sund- mann. Hjá SH var hann yfirburðar- maður en hjá okkur æfír hann með mönnum sem geta veitt honum keppni. Ég held að þetta hafi verið vanhugsað og beri vott um lítinn þroska hjá þeim mönnum sem að þessu stóðu. Við borguðum Amþóri ekki krónu fyrir að skipta um félög en fyrir mitt tilstilli fær hann ferða- styrk til að geta stundað æfíngar," sagði Eðvarð sem rétt eins og Am- þór er í íþróttakennarskólanum að Laugarvatni. Félagaskipti í sundi miðast við tveggja mánaða biðtíma. Hins veg- ar tekur það sundmann hálfan mánuð að verða löglegur með nýju félagi ef hann um leið tilkynnir aðseturskipti í annað bæjarfélag. Það var gert í tilfelli Amþórs. Morgunblaðið/Frosti Sannur SH-ingur... Liðsmenn Sundfélags Hafnarfjarðar sendu fyrrum félaga sínum, Arnþóri Ragnarssyni og Sundfélagi Suðumess skilaboð með áletrun aftan á bolum sínum um helgina - vegna félaga- skipta sundmannsins fyrir skömmu. Osætti vegna félaga- skipta Amþórs í SFS MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 KÖRFUKNATTLEIKUR Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu gegn Val GRINDVÍKINGAR fóru illa að ráði sínu á lokamínútunni gegn Val í íþróttahúsinu í Grindavík á sunnudagskvöld. Tæp mínúta var til leiksloka þegar Dan Krebs fékk dæmda á sig ásetningsvillu. Staðan var þá 80:79 Val í vil. Hjálmar Hallgrímsson var mjög ósáttur við dóminn og fékk dæmda á sig tæknivillu og síðan vísað af velli í kjölfarið. Valur fékk því 6 vítaskot í röð ásamt því að halda knettinum. Ragnar Jónsson skoraði úr þremur þeirra og tryggði Val sigur f baráttuleik. Leikurinn var í jámum allan tím- ann og munurinn aldrei veru- legur. Bæði liðin spiluðu vel í vörn og héldu sóknar- Frímann mrntmm ve> niðri °S Ólafsson skotnýting hvorugs skrifar liðsins var góð. Magnús Matthías- son var dijúgur fyrir Val í fyrri hálfleik og skoraði þá öll stig sín utan eitt. Frank Booker var í mjög góðri gæslu þeirra Hjálmars Hall- grímssonar og Helga Guðfinnsson- ar. Valur hafði 8 stiga forskot þeg- ar mínúta var til hlés en heima- menn náðu að minnka það í eitt stig fyrir hálfleik. Sami barningur var á liðunum í seinni hálfleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn og komust yfir 56:52. Vals- menn skoruðu átta stig í röð og komust yfír 60:56. Dan Krebs svar- aði með tveimur þriggja stiga körf- um og körfu að auki og Helgi Guð- fínnsson með víti breyttu stöðunni í 65:60. Þannig sveiflaðist leikurinn milli liðanna og hvorugt gaf eftir. Heimamenn voru síðan yfír þegar rúm mínúta var eftir 79:77. Frank Booker skoraði þriggja stiga körfu, þá fjórðu í leiknum og I darraða- dansinum í lokin voru Valsménn sterkari og stóðu uppi sem sigur- vegarar. Liðin voru bæði nokkuð jöfn og spiluðu góðan vamarleik eins og sést á stigaskorinu. Dan Krebs átti mjög góðan leik í Grindavíkurliðinu, spilaði vel bæði í vöm og sókn. Pálmar spilaði einnig vel og er það gleðiefni fyrir liðið að hann sé að ná sér á strik. Guðmundur var ró- legur í stigaskorun en spilaði mjög vel í vörn eins og allt liðið. Valsliðið spilaði allt vel og erfítt að taka einhvem út. Frank Booker skoraði mikið en notaði mun fleiri skot. Magnús Matthíasson var mjög góður í fyri hálfleik en ekki eins áberandi í þeim seinni. Ragnar Jónsson og Brynjar Harðarson stóðu vel fyrir sínu. H ÞAÐ var mikið um blóm á leik UBK og Hauka á sunnudaginn. Jón Otti Ólafsson var að dæma sinn 1000. leik á um tveggja ára- tuga ferli og fékk blómvendi frá KKÍ, KR og liðunum. ■ DÓMARAR færðu honum einn- ig mynd og blómvönd og Héðinn Gunnarsson, sem var að dæma sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni, fékk eina rós frá dómumm. Þama mættust sem sagt sá leikreyndasti á landinu og nýliði í úrvalsdeildinni. ■ KR-INGAR ætla að halda hóf til heiðurs Jóni Otta um næstu helgi og sagði Einar Bollason, sem lék með Jóni Otta hjá KR á sínum tíma, í stuttu ávarpi fyrir leikinn að þar yrðu honum færðar miklu fleiri gjafír í tilefni þessa merka áfanga. ■ KLUKKAN í Digranesinu er biluð og hefur verið lengi. Það er ómögulegt að sjá hvernig staðan er i leikjum þarna vegna þess að það vantar einhver ljós í töfluna. Morgunblaðið/RAX Villa á leikmann númer fimm! Jón Otti gefur ritara merki um leikvillu í 1000. leiknum sem hann dæmdi. Villumar sem Jón Otti hefur dæmt em orðnar margar enda hefur hann varið að í tvo áratugi. Haukar höfðu það í blómaleik Jóns Otta HAUKUM hefur gengið erfiðlega fleikjum gegn Breiðabliki og á sunnudaginn varð engin breyting þar á. Hafnfirðingarnir höfðu þó betur, sigruðu 86:79, en tæpt var það að þessu sinni eins og oft áður. Leikurinn var sérlega merkilegur fyrir þær sakir að Jón Otti Ólafsson KR-ingur, dæmdi þarna þúsunda leik sinn, og var hlaðinn blómum áður en hann flautaði til leiks. Svo skemmtilega vildi til að með honum dæmdi Héðinn Gunnarsson, og var þetta fyrsti leikur hans sem dómara. að virðist henta Haukum illa að leika gegn hávöxnu liði sem leikur sterka svæðisvöm. Þegar liðin mættust í Hafn- Skúli Unnar arflrði fyrr >' vetur Sveinsson unnu Haukar með skrífar einu stigi. „Það er alltaf erfitt að leika gegn Blikum. Það telja allir að við eigum að vinna þá auðveldlega en það er alls ekki sjálfgefíð að fá tvö stig gegn þeim. Við fengum áminn- ingu í fyrri hálfleik og í þeim síðari fóru strákarnir að hreyfa sig í vöm- inni og þetta voru tvö góð stig,“ sagði Ingvar Jónsson þjálfari Hauka. Blikar léku af mikilli skynsemi. Þeir náðu að stjórna hraða leiksins lengst af, nýttu tímann vel i sókn- inni og vörnin var sterk. Þeir höfðu forystu fram í miðjan síðari hálfleik, þó aldrei væri hún mikil. Haukar tóku aðeins við sér í síðari hálfleik og fóm að leika þokkalega vörn, lengstum pressuvörn, en þeir léku mjög slaka vöm í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir, leikmenn hittu frekar illa og hraðinn var ekki mikill, minnti frekar á rólegan hand- boltaleik en leik í úrvalsdeildinni í körfu. Leikurinn var samt spennandi því munurinn var aldrei mikill. Það munaði miklu fyrir Blika að missa Pétur útaf með fimm villur þegar átta mínútur voru eftir og Björn Sigtryggsson, sem lék vel, fékk sína fimmtu villu þegar stund- arfjórðungur var eftir. Blikamir vom fremur jafnir að þessu sinni og það vantar ekki mik- ið í liðið til að það gæti spjarað sig betur í deildinni. Flestir léku ágæt- lega í vörninni en í sókninni vantaði eitthvað, einna helst einhvern sem gat stjórnað leikkerfunum gegn pressuvöminni. Hjá Haukum átti Bragi góðan leik, skilaði hlutverki sínu í sókninni sérlega vel. Aðrir léku ekki eins vel og þeir eiga að geta, en það dugði engu að síður. Öruggur Snæfeils-sigur Það var ljóst strax á fyrstu mín- útum leiks Snæfells og Skalla- gríms í Hólminum á sunnudaginn að bæði lið ætluðu Maria sér sigur og ekkert Guðnadóttir annað. Mikil hraði skrifar og barátta einkenndi leikinn, en heimamenn höfðu sigur, 92:86. Heimamenn höfðu ávallt undir- tökin í fyrri hálfleik en leikmenn Skallagríms voru ávallt skammt undan. ívar Ásgrímsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ánægður með sigurinn. „Við sigruðum í leikn- um með góðri baráttu og munum nú taka einn leik í einu,“ sagði hann. í byijun seinni hálfleiks náðu Skallagrímsmenn að jafna leikinn og komast yfir. Þá tóku heimamenn við sér, náðu mjög góðum leikkafla og komust ellefu stigum yfir, 70:59. Eftir það var sigur Snæfells aldrei f hættu. Bestur í jöfnu liði Snæfells var Rúnar Guðjónsson og þá sérstaklega í vöminni, þar sem Birgir Mikaelsson komst lítið áleiðis. Ermolínskíj og Henning Henningsson voru bestu menn Skallagríms, sérstaklega sá fyrrnefndi, sem var dijúgur undir körfunni, skoraði grimmt og hirti fjöldann af fráköstum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.