Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 12

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 12
Jordan meiddist og Chicago tapaði JULIE Parisien frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á heimavelli á sunnudaginn er hún náði besta tímanum í svigi kvenna í Park City í Utha. Austurríska stúlkan Ulrika Maier byrjaði áttunda keppnis- tímabilið með glæsibrag og sigrað í stórsvigi á laugardag. Pern- illa Wiberg, sem kom til íslands sl. vor, stendur best að vígi eftir mót helgarinnar og vann sér inn tæplega tvær milljónir ÍSK. Pemilla Wiberg var með lang- besta tímann í fyrri umferð svigsins, en í síðari umferð gerði hún mistök rétt áður en hún kom í mark- ið og það kostaði hana sigurinn. Julie Parisien, sem hafði næst besta tímann eftir fyrri umferð, fagnaði þriðja heimsbikarsigrinum og var aðeins 0,03 sek. á undan Wiberg. Annelise Coberger frá Nýja-Sjálandi varð þriðja. Vreni Schneider'' frá Sviss náði langbesta tímanum í síð- ari umferð og vann sig upp úr 25. sæti í það fjórða. Önnur sænsk stúlka, Kristina Andersson, og Karin Buder frá Austurríki deildu með sér fimmta sætinu. Fyrsti sigur Maiers Ulrika Maier bytjaði áttunda keppn- istímabilið í heimsbikarnum með því að vinna í fyrsta sinn - stórsvig á laugardaginn. Carole Merle frá Frakklandi varð önnur, Vreni Schneider frá Sviss í þriðja og Ólympíumeistarinn í stórsvigi, Pern- illa Wiberg, í fjórða sæti. Brautin í fyrri umferð var létt og lögð á flata. Skíðafærið í brautinni lagaðist er á leið og hraðinn jókst eftir því sem feiri fóru niður og sem dæmi um það var Heidi Zeller frá Sviss með besta tímann í fyrri um- ferð, en hún hafði rásnúmer 60. Sænski þjálfarinn lagði síðari braut- ina sem var öllu erfiðari og þar náði Wiberg næst besta tímanum og Schneider besta og lyfta sér upp úr 14. sæti í það þriðja. Zeller féll úr því fyrsta niður í sjöunda í síðari umferð. Petra Kronberger, heims- bikarhafi frá í fyrra, náði sér ekki á strik um helgina, hafnaði í 25. sæti í stórsviginu og 7. sæti í sviginu. Wiberg fékk samtals 28 þúsund dollara eða 1,8 milljónir ÍSK fyrir árangur sinn um helgina, sem er hæstu verðlaun í heimsbikarnum til þessa. Parisien vann 27 þúsund doll- ara, Ulrika Maier fékk 15 þúsund og Verni Schneider hafði 14 þúsund dollara upp úr krafsinu. Tescari héK uppi heiðri ítala Norðmaðurinn Kjetil-Andre Aamodt hafði betur en Alberto Tomba Frá Gunnari Valgeirssyni PORTLAND tapaði öðru sinni á keppnistímabilinu um helgina, fyrir Los Angles Lakers 90:98. Meistarar Chicago töpuðu fyrir New York en Boston er að ná sér á strik eftir erfiða byrjun. Aðalleikur Vesturdeildar var við- ureign Los Angeles Lakers og Portland á föstudag í Portland. La- kers var yfír allan tímann og hafði 15 stiga' forskot þegar iBandaríkjunum rúmar fímm mínútur voru til leikloka. Portland gerði þá 10 stig í röð en Lakers náði að halda það út og vann sjötta leik sinn af tíu. James Worthy var stigahæstur í liði gestanna með 19 stig. Cliff Robinson var stighæst- ur heimamann eð 22 stig og Clyde Drexler gerði 19 stig. Leikur New York og Chicago var stórleikur Austurdeildar. Partrick Ewing og félagar hans í New York gerðu sér lítið fyrir og unnu Chicago með ótrúlegum yfirburðum, 112:75 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49:32. Michael Jordan meiddist á ökkla í fyrsta leikhluta en kom aftur inná síðar í leiknum til að freista það að laga stöðuna en náði sér ekki á strik. Hitti ekki úr 16 af 20 skotum sínum og gerði ekki nema 17 stig í leiknum. Ewing var enn einu sinni- stigahæstur heimamanna með 26 stig. Þetta var fyrsti sigur New York á Chicago í 12 leikjum, ef frá er talin úrslitakepppni NBA. Boston er að ná sér á strik eftir slaka byijun og vann þriðja leikinn í röð um helgina, gegn Philadelphiu á útivelli, 109:117. Orlando er það lið sem hefur komið mest á óvart í Austurdeildinni, unnið 8 af 11 leikj- um sínum. Reuter Pernilla Wiberg varð önnur í sviginu og fjórða í stórsviginu. Hún getur verði ánægð með árangurinn fyrstu keppnishelgina í heimsbikarnum því hún ' vann sér inn 1,8 milljónir ÍSK. KJETIL-Andre Aamodt frá Nor- egi eyðilagði sigurgleði ítala er hann sigraði Alberto Tomba í fyrsta móti heimsbikarsins í Sestriere á ítalfu á laugardag. ítalir tóku gleði sína á ný er Fabrizio Tescari sigraði óvænt í sviginu á sunnudag eftir að átrúnaðargoðið, Tomba, hafði fallið úr keppni í sfðari umferð. Aamodt, sem er ólympíumeistari í risasvigi, vann Alberto Tomba með tæplega hálfri sekúndu í stórsvignu á laugardaginn. Þetta var annar heimsbikarsigur Norð- mannsins á ferlinum. „Það er alltaf gaman að etja kappi við Tomba á Italu þar sem skíðaáhuginn er mik- ill. Ég naut þess verulega að vinna hann,“ sagði Aamodt. Tomba var ekki ósáttur við annað sætið þrátt fyrir allt og sagði: „Ég er ánægður með að vera á meðal þriggja efstu þar sem ég tel mig ekki vera kominn í toppæfingu í stórsvigi enn.“ Keppnin var hörð milli þeirra Aamodt og Tomba og aðeins 0,01 sekúnda sem skildi þá af eftir fyrri umferð. Tomba gerði lítilsháttar mi- stök í síðari umferðinni en Norðmað- urinn sýndi mikinn styrk og náði besta tímanum. Brautirnar voru stuttar og hraðar. „Þær voru of stutt- ar og hraðar fyrir mig. Ég nýt mín betur í kröppum beygjum og löngum brautum," sagði Tomba. Svíinn, Johan Wallner, náði þriðja sæti og Tobias Bamerssoi frá Þýska- landi náði besta árangri sínum með því að hafna í fjórða sæti. Heimsbik- arhafinn, Paul Accola frá Sviss, náði aðeins sjöunda sæti og Girardelli í 19. sæti og var næstum þremur sek- úndum á efir Aamodt. Óþekktur ítali stal senunni ítalinn Fabrizio Tescari stal sen- Reuter Alberto Tomba (t.v.) óskar hér landa sínum, Fabrizio Tescari, til hamingju unni í svigkeppninni á sunnudaginn eftir að Alberto Tomba féll úr keppni í síðari umferð eftir að hafa haft besta tímann í þeirri fyrri. Tescari hafði áður náð best 15. sæti í heims- bikamum. „Mér þykir þetta miður fyrir Tomba. Hann átti að sigra og ég mun biðjast afsökunar þegar ég hitti hann næst,“ sagði Tescari eftir sigurinn. Austurríkismaðurinn Mic- hale Tritscher varð annar og landi hans, Hubert Strolz, og Armin Bittn- er frá Þýskalandi deildu þriðja sæt- inu. Tomba var ekki ánægður með sjálfan sig. „Ég hagaði mér eins og asni og tók óþarfa áhættu. Ég hefði getað keyrt niður af öryggi til að sigra. En ég er ángæður að það var ítali sem vann.“ Sigur í sviginu hefði fært Tomba 60 þúsund dollara (3,8 milljónir ÍSK). Wiberg missti naumlega af gullinu SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.