Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 2
3LÆ MYNDIR IPEYSUM Hallgrímur Helgason sýnir I Nýlistasaf ninu að er á dymar. Amahl fer til dyra og segir móður sinni að úti standi konungur. Hún segir hann skrökva. Hann játar því og segir að fyrir utan dyrnar standi tveir konungar. Hún segir hann skrökva. Amahl segir það rétt, vegna þess að þrír konungar hafi barið á dymar og einn þeirra sé svartur. Móðirin gefst upp, fer sjálf til dyranna og kemst að því að drengurinn er að segja satt. Konungarnir beiðast gistingar. Móðirin segir þeim að hún eigi ekkert til að gefa þeim, en þeim sé velkomið að koma inn. Síðan segist hún ætla að ná í fjárhirðana til að færa konungunum mat og gjafir og skipar Amahl að vera til friðs hjá konunugunum á meðan. En Amahl er forvitinn og vill fá að vita hvað konungurinn Ka- spar er með í skríni sem hann hefur meðferðis. Kaspar sýnir hon- um dýrðina; í fyrstu skúffu skrínis- ins em töfrasteinar, gegn illum öflum og öfund, svefnsteinn, steinn sem græðir sárin, einn sem læknar hitasótt, annar til að finna vatn, einn til að heila augun og einn til að verjast eldingum. I annarri skúffu em alls konar perl- Morgunblaðið/Árni Sæberg „Verður að sætta sig við hversu auðvelt þetta er,“ segir Hallgrímur Helgason myndlistarmaður sem sýnir í Nýlistasafninu. af því að mála. Erfiðast var að sætta sig við hvað þetta er auðvelt." Hallgrímur hefur ekki aðeins stundað málaralistina heldur hefur hann einnig skrifað talsvert, eftir hann liggja ljóð og ein skáldsaga, Hella, og ritstörfín eiga sinn sess í huga hans og störfum. „Eg held að málverkin hljóti að bera þess merki að ég fæst við að skrifa. Þetta eru myndir af persónum, í þeim er svolítið leikhús og um leið er einhver frásögn í gangi. Auðvitað þarf maður að vara sig á því, að verða ekki of „litterer" í málverkinu en þó er það skárra en stunda hrein- an formalisma. Hreinn formalismi fínnst mér leiðinlegasta myndlist sem til er, þar sem formin snúast eingöngu um sjálf sig. Ég er mjög mikið á móti því að myndlistin snú- ist um sjálfa sig eingöngu. Þegar maður sér fólk dást að slíkum mynd- um minnir það einna helst á skurð- goðadýrkun þar sem fólk dáist að því hversu fallega málaðir einhveij- ir fletir eru.“ - Viltu þá að myndlistin feli í sér boðskap, segi eitthvað? „Nei, ég vil ekki að hún flytji móral. En maðurinn er í eðli sínu ófullkominn og það fer honum mjög illa að reyna að gera fullkomna hluti. Myndlistin á að vera óhrein og ófullkomin, eins og maðurinn sjálfur, allt verður að vera með, allt hið mannlega, allt ógeðið, allir gallar mannsins verða að fá að koma fram. Maður verður að opna sig alveg. Marcel Duchamp sagði einhvem tíma að „smekkur hefði ekkert með myndlist að gera“. List- in verður að vera svolítið óhrein, ósmekkleg og standa tæpt. Umfram allt verður að kvikna líf. Og svo húmorinn. Hann er nauðsynlegur.“ HS Blæóandi trjógreinar, Ijón með kvenmannshöfuó, fiskur ó sfærð við bót, með veiðihár og leður blökuvængi og horn eins og geit, hafa engan tilgang, vekja enga gleói, þar sem hún sfendur frammi fyrir því að fara á ver- gang með soninn fatlaða; ger- ast betlari. ur og í þeirri þriðju er lakkrís. Sem er auðvitað það eina sem drengur-. inn hefur áhuga á. Á meðan hann borðar góðgætið, kemur móðirin til baka og ávítar hann fyrir að hafa verið fram- hleypinn. En tíminn er naumur fyrir þras, því nú birtast fjárhirð- amir úr grenndinni og hafa með sér alls kyns góðgæti og gjafir til handa konungunum. Síðan eru hljóðfæri tekin upp og fólkið dans- ar og syngur fyrir þá fram undir morgun. Konungarnir benda á að orðum hans og síðar í samtali okkar kemur fram hversu mikilvægur hú- mor er honum. „Húmor er nauðsyn- legur. Lífshúmor, sjáðu til, ekki brandari sagður á gamlárskvöld, heldur sá húmor sem fylgir manni allt árið um kring, allan sólarhring- inn, allt fram í dauðann." Húmor sem gerir Hallgrími ókleift að taka sjálfan sig of hátíðlega þó hann taki list sína alvarlega. Það er mun- ur á því. - En hvaða fígúrur eru þetta sem þú málar? Eru raunverulegar fyrirmyndir að þeim? „Nei, þetta eru bara fígúrur sem eru sprottnar úr undirmeðvitund- inni. Hugmyndir úr hægri öxl.“ - Þær minna mig dálítið á teiknimyndafígúrur, er það fjarri lagi? „Nei, það hefur oft verið sagt að þær beri keim af skopmyndum. Ég get alveg sætt mig við þá samlík- ingu en ég vona samt að það felist eitthvað meira í þeim en bara það.“ Upp úr þessu svari sprettur síðan umhugsun um hvers vegna ekki sé hægt að mála fagrar og mjúkar fíg- úrur; „það er ekki hægt að mála klassískar fígúrur í dag, reyndar er mjög erfítt að mála yfirhöfuð. Það er búið að mála svo mikið og það er erfitt að losna frá klisjunum.“ - Er þá ekki hægt að treysta á einlægni hjartans? „Nei, því þó hjartað sé einlægt getur hugurinn verið fullur af klisj- um. Það er fyrst núna sem ég er að ná því að mála án þess að vita fyrirfram hvemig myndin verður. Eg er loks orðinn afslappaður. Nokkuð sem var mjög erfítt að ná. Maður er að koma út úr þriggja ára krísu; það er eins og maður verði að fara krísuvíkurleiðina í myndlist- inni til að komast aftur á sporið. Þetta er í raun fyrsta einkasýningin mín í 4 ár - ég var með eins konar yfírlitssýningu á Kjarvalsstöðum í fyrra - og ég er mjög ánægður með hana.“ - Hveiju skilaði krísuvíkur- leiðin þér? „Að myndlistin er leikur. Að maður verður að leyfa sér að leika sér. Og hafa gam- an í EFRI sölum Nýlistasafns- ins hefur Hallgrímur Helgason sett upp sýningu á málverkum sínum, port- rettmyndum, sumar málað- ar í olíulitum, aðrar eru peysur og bolir strengdar á ramma. Portrett engu að síður. Kæruleysislegt yfir- bragð sýningarinnar er með vilja gert, „upphafinn hátíðleiki gengur ekki á okkar tímum,“ segir Hall- grímur. Hvers vegna kallarðu peysur og boli strengda yfír tré- ramma portrett? Portrett af hveiju eða hveijum? „Þessar peysur eru keyptar not- aðar á útimarkaði í París. Þær bera því keim af eigendum sínum þó ég hafí ekki hugmynd hveijir það voru. Annars er ég að leika mér svolítið með hugtök eins og hlutbundna myndlist og óhlut- bundna. Abstrakt og fígúratívt málverk. Mig hefur alltaf Iangað til að mála abstrakt málverk en aldrei getað það. Peysurnar og bolimir era það sem ég hef komist næst því. Eins og við vitum öll þá er abstrakt mynd bara málverk í fötum," segir Hallgrímur. „Þessi verk hjálpa einnig til að skapa rétta andann á sýningunni, þær gefa henni ákveðinn tón. Þetta era hversdagslegar flíkur komnar úr „lúsabing" á gólfínu í vinnustofu minni og málverkin era sprottin úr einskonar „lúserabing" í sjálfum mér. Svo er það líka hvemig ég mála, ég maka litnum á strigann eins og kremi í andlit, mála konum- ar eins og þær myndu mála sig.“ Hallgrímur er grafalvarlegur en það leynist einhver sposkur tónn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.