Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
YIGDÍSAR
VEGFARENDUR forðast að glápa á Guðrúnu á götu til að
ljóstra ekki upp um viðbjóð sinn. Þeir sjá aðeins borðið sem
veit út og er þó reynt að hylja, því hér gildir hið forn-
kveðna; ekki er öll fegurð í andliti fólgin. Guðrún Magnús-
dóttir, olnbogabarn í raunheimi vegna andlitslýta, dæmd á
forsjá stofnana því enginn vill ráða greppitrýni í vinnu,
geymir auðmjúkt hjarta og fagra hugarkima. Kima sem
veggfóðraðir eru tilvitnunum í bækur sem hún hefur fundið
á förnum vegi og í sorpi náungans, því Guðrún er safnari
og „sólgin í hamingju sína“. Persónan og bókin sem hún býr
í er öðrum þræði lofgjörð til bóka sem afdreps, sem laugar
er endurnýjar hugró lesenda í sálarþrengingum. Guðrún á
að vísu tvö hæli, hitt er alltumlykjandi skógur sem hún hef-
ur ræktað í ímyndun sinni og skrýtt fossum og fuglum.
Guðrún er Stúlkan í skóginum.
(Bls 40.)
Morgunblaðið/Einar Falur
Vigdís Grímsdóttir, uppeldismóðir Guðrúnar og skógarvörður, læðir
stundum dagsetningum inn í frásögnina, eins og til að storka hálf-
sagða tímaleysinu sem skáldskapur fóstrar.
Og í vitund hennar er skóg-
urinn „spegill óska
minna“. En griðlendi
skógarins er ekki eins
óhult fyrir umheiminum og Guðrún
hélt, það skilur hún 16. ágúst 1991.
Svo nákvæmlega má staðsetja ógnina
því Vigdís Grímsdóttir, uppeldismóðir
Guðrúnar og skógarvörður, læðir
stundum dagsetningum inn í frásögn-
ina, eins og til að storka hálfsagða
tímaleysinu sem skáldskapur fóstrar.
Daginn þann er henni boðið í fyrsta
kaffíboð ævinnar - og hið síðasta -
hjá konu sem bruggar fleira en suður-
ameríska baunadrykki. Gestgjafinn
er andstæða hennar, fagur útlits en
innviðir feysknir. Samt er hann einnig
safnari, brúðusafnari ... eða hvað?
„Ég starði í augu eirtnar þeirra og
sá mér til mikillar undrunar að það
hreyfðist eitthvað í þeim fram og aft-
ur með háttbundnum hreyfíngum og
ég heyrði kunnuglegt tif Og þá sá
ég að í augum brúðunnar voru faldir
klukkuvísar. Augun voru þá Ifka
klukkur. Ég hætti að stara, leit af
brúðunni stundarkorn og þegar ég
horfði í augu hennar aftur voru vís-
arnir horfnir. Þessi brúða var þá
tíminn sjálfur. Ég varð ringluð, beygði
höfuðið í kjöltuna nokkrum sinnum,
leit svo upp og skoðaði hana betur.
Hún var í gammosíum, ullaríeistum,
rauðum kjól með fléttur í dökku hári,
breitt freknótt nef, bústnar kinnar og
breiðar varir. Þetta var lítil stúlka."
Vigdís rekur ævintýri í anda
Grimms-bræðra á öld sem tengir orð-
ið ævintýri við mannskæðar og hrað-
skreiðar kvikmyndahetjur er glíma við
valdasýki vitfírringa. Meðhöndlunin
og túlkunin er skiljanlega ítarlegri en
gengur og gerist í ævintýrum og yfir-
bragði persóna er umtumað (noms-
lega konan er engin nom), en fm-
meigindir textans em hinar sömu:
Bamslega hreinu sakleysi teflt gegn
kolmyrkum andstæðing sem telur allt
leyfilegt í þágu markmiða sinna, að-
stæður em trúverðugar en umhverfíð
tilheyrir annarri heimssýn en við eig-
um að venjast. Ljóðrænni heimssýn
er dylur skelfingu. Inn í þetta laumar
hún tilbrigði við Fást-minnið, þar sem
egnt er fyrir sálir af demónískri læ-
vísi þess er trúir aðeins á staðreynd-
ir. Guðrún skilur alvöm ástandsins
að lokum en reynist ófær um að breyta
því, vanmáttug í líkama sem er eins
og refsipg. Aðeins bækumar viðhalda
nauðsynlegu jafnvægi, tungumálið
gerir henni kleift - eins og okkur
hinum - að bera höfuðið hátt stundar-
kom og skynja sig sem manneskju.
Þangað sækir hún tii að „öðlast hlut-
deild í heimi sem var mér framandi
en þó svo nálægur að ég gat handleik-
ið hann á örskotsstund og munað
hann æ síðan". Varmi þeirra gæti þó
reynst skammgóður, því gestgjafi
hennar, Hildur, vflar ekkert fyrir sér
í ásókn sinni og skrumskælingu.
Henni er ekkert heilagt:
„- Lánaðu mér peysuna þína, Guð-
rún, sagði hún og glápti.
Ég rétti henni peysuna og hún vöðl-
aði henni saman, byijaði að stijúka
hana, lék sér að henni og umlaði á
meðan. Og svo hætti hún að gæla við
peysuna og skellti henni yfír herðar
sínar. Mér létti þegar hún stóð á fæt-
ur, teygði fram álkuna, dró bijóstin
undir sig svo að kryppa myndaðist
milli herðarblaðanna, nuggaði saman
lærunum einsog hana klæjaði, skældi
sig í framan, beygði sig í hnjánum
og rak út úr sér tunguna. Léttirinn
hvarf þegar hún skakklappaðist fyrir
framan mig, gaf frá sér urgkennt
smjatthljóð og ég sá að hún stakk við
fæti.
Hvemig fínnst þér mér takast upp,
sagði hún, staðnæmdist fyrir framan
mig, rak andlitið að mínu og ég leit
undan þegar slefa lak niður höku
hennar og út á viðbeinið.“ (Bls. 172.)
Innan umgjarðar ævintýris vakna
einnig vangaveltur um ábyrgð þess
„listamanns" sem upphefur sig sem
ofurmenni gagnvart þeim er lifa í nið-
urlægingu en eru ekki niðurlægðir.
Gæsalappimar em tilkomnar af
tveimur meginástæðum sem setja má
fram í einni: Brúðugerð Hildar er
runnin af trénaðri rót löngunar til að
smækka umhverfið í hentuga stærð
til að stjóma af fyrirlitningu - og sú
löngun líkist fremur eðli niðurrifs-
gagnrýnanda en sköpunar. En Guð-
rún, sem fn'viljug og hógvær ber byrði
skáldskapar og hrærist í einfaldri en
ástúðlegri staðleysu, verður alltaf
Hún gengur ú meðal
okkar hinna og með
úst sinni og alúð mun
hún varðveita það sem
skiptir menningu okkar
mestu, skúldskapinn
og um leið lífið í þjód-
inni:
gestur í ríki tómleikans. Þá er sú
spurning nærtæk, hvort táknmynd
sögunnar endurspegli ekki átök skáld-
skapar og sálarvana ofríkis stað-
reynda? Hins draumlynda og þess
draumlausa?
„Kannski veitist mér erfitt að svara
þessari spumingu af því að stúlkan í
skóginum og trú hennar á hið einlæga
og einfalda á ennþá sterk ítök í hugs-
un minni,“ svarar Vigdís Grímsdóttir.
„Guðrún Magnúsdóttir, draumlyndur
heimur hennar og trú á eilífðina og
skáldskapinn er mér efst í huga. En
einnig sú vissa hennar að við verðum
að rækta manninn í sjálfum okkur til
að nálgast þá hamingju sem óskyld-
ust er græðgi, hraða, ofdrambi, stæri-
læti og yfirborðsmennsku. Þetta er
auðvitað meira en að segja það, leiðin
til auðmýktar er grýtt og við emm
engir guðir, hvorki yfir sjálfum okkur
né heiminum. Átök Guðrúnar og Hild-
ar em á milli persóna með ólík lífsvið-
horf og ólíka lífssýn - en um leið eru
þau átök minnar eigin sálar. Ég held
að allir menn þekki þessa baráttu í
einni eða annarri mynd. Við emm öll
full af andstæðum, draumiynd og
draumlaus, og í hverri einustu hugs-
andi manneskju býr mikill skáldskap-
ur sem sjaldnast lítur dagsins ljós.
Erindi stúlkunnar í skóginum við okk-
ur samtíðarmenn er brýnt og við þurf-
um öll að taka afstöðu til þess og við
þurfum að gera það fljótt, hvort sem
við lesum bókina um hana eða ekki.
Hún gengur á meðal okkar hinna og
með ást sinni og alúð mun hún varð-
veita það sem skiptir menningu okkar
mestu, skáldskapinn og um leið lífið
í þjóðinni. Okkur ber að koma auga
á stúlkuna og huga að hvert við stefn-
um, raunverulegum verðmætum okk-
ar og gildismati, og velta því fyrir
okkur hvort breytinga er þörf. Þetta
er væn stúlka og hún þarfnast sam-
ferðarmanna strax! Táknmynd sög-
unnar er því lífið sjálft, eins margbrot-
ið og það er og þó svo einfalt, svo
ævintýralegt og þó svo raunsætt, svo
brotið en þó svo heilt."
SFr
LESTU FYRIR MIG
HVAÐ Á að lesa fyrir börnin? Það er spurning sem margir
foreldrar velta örugglega fyrir sér þegar beðið er um lest-
ur fyrir svefninn. Valið getur verið af ýmsum toga, en þó
er líklegt að eitthvað af eftirtöldu verði fyrir valinu; þjóð-
saga, ævintýri, uppáhaldsbók úr eigin bernsku eða nýlegri
barnabók, kvæði, þula, hugsanlega eitthvað sem flokkast til
alvarlegri bókmennta, en fyrst og síðast saga sem gæti orð-
ið til þess að fræða og skemmta, um leið og svæfa.
Sflja Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur hefur tek-
ið saman bók sem ber titilinn
Sögustund. Þar er að finna
366 sögur, ljóð, ævintýri, kafla úr
lengri bókum o.fl. o.fl. sem hugsaðir
eru sem kvöldlesning fyrir börn á
aldrinum 3-8 ára. Ekki er samt að
efa að eldri böm hafa gaman af, að
ekki sé minnst á foreldrana sjálfa.
þarna er að finna úrval úr íslenskum
bamabókmenntum eftir 62 höfunda
en að auki eru ótal þjóðsögur, ævin-
týri, þulur og jafnvel kaflar úr þrem-
ur Islendingasögum og einn úr Fom-
aldarsögum Norðurlanda.
í bókinni er að fínna sögur eftir
vinsæla höfunda úr fortíðinni, t.d.
Sigurbjörn Sveinsson, Nonna, Hend-
rik Ottóson o. fl. Af nútímahöfundum
má nefna Guðrúnu Helgadóttur,
Magneu frá Kleifum og Ármann Kr.
Einarsson. Og svo em sögur eftir
höfunda sem ekki hafa orðið þekkt-
astir fyrir barnasögur s.s. Steinn
Steinarr, Gunnar Gunnarsson og Ólaf
Jóhann Sigurðsson.
Sögustund er þannig upp byggð
að þar er ein saga eða sögukafli fyr-
ir hvem dag ársins (hlaupaár líka)
og Silja segir að best fari á því að
láta lesturinn og árstíðimar fylgjast
að, „byija á fyrstu sögunni 1. janúar
og lesa svo áfram á hveiju kvöldi til
næstu áramóta.“
Einkunnarorð bókarinnar eru tekin
„Ýmsar ófáanlegar sögur verða aftur aðgengilegar
í Sögustund,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir.
Rætt við
Silju Aðal-
steinsdóttur
um Sögu-
stund, nýút-
komið úrval
366 leskafla
úr íslenskum
barnabókum
úr bók Þórbergs Þórðarsonar, Sálmin-
um um blómið, þar sem segir: „Það
var sem sé hjátrú Sobbeggi afa, að
engin saga væri alveg góð nema hún
hefði þrjár náttúrur. Hún varð að
vera fræðandi, göfgandi og örvandi.
Það er að segja: Hún varð að tala
við höfuðið og hjartað og hendurn-
ar...“ Silja segir það sína bjargföstu
sannfæringu að það sé fátt betra
hægt að gera fyrir barn en Iesa fyrir
það. „Lestur fyrir lítið barn bætir
orðaforða þess og eykur við reynslu
og skilning, auk þess sem sögur bjóða
upp á alls kyns umræðuefni við börn-
in.“
Silja segir það stórkostlegt tæki-
færi fyrir bókelska manneskju að fá
að gera sitt eigið úrval. „Ég var beð-
in um að velja 365 sögur og kafla í
svona kvöldlestrabók af útgefandan-
um, en ég ákvað síðan sjálf að velja
efnið þannig að þetta yrði um leið
eins konar sýnisbók íslenskra barna-
bókmennta. Ég var í rauninni ekki
heft af neinu nema því að ég þurfti
að taka tillit til aldurs væntanlegra
hlustenda svo þarna eru ekki kaflar
úr unglingabókum, og svo hinu að
ég gat ekki valið sögur úr myndabók-
um þar sem litmyndir eru hluti af
sögunni. Þetta er textabók fyrst og
fremst þó hún sé vissulega skreytt
ótal myndum og teikningum eftir all-
flesta listamenn íslenska sem hafa