Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 ^1?!1 :1.-i ' ida1 i?i.\■: ‘. i iííioi/^IííIi1.'o.v FINNSK GLERLIST Sápukúlan. Gunnell Nyman 1936. ORÐSTÍR finnskra hönnuða í húsbyggingnm, iðnaði og nytja- list hefur flogið hátt síðustu áratugina. Listfengi í hönnun nytja- og skrautmuna úr gleri og krystal er eitt af aðalsmerkj- um Finna og í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á mun- um 33 helstu hönnuða Finna á þessu sviði. Sýningin var opnuð um síðustu helgi og stendur til 20. desember. Timo Sarpaneva 1952. Yfirlitssýning um glerlist Finnn 1920-1990 í Norræna húsinu að , er fínnska glerlista- safnið í Riikimaki sem sett hefur saman þessa fjölbreyttu sýningu ásamt listiðnaðarsafninu í Helsinki og fleiri aðilum. Glerlistasafnið í Riihimáki var stofnað árið 1961. Þar eru annars vegar settar upp sýningar á því nýjasta sem er að gerast í glerlistinni og hins vegar söguleg sýning um þróun glers og finnskrar glerlistar í gegnum tíðina. Saga glergerðar í Finnlandi nær langt aftur í tímann en það var ekki fyrr en undir miðja þessa öld sem finnsk glerlist markaði sér sess sem frumleg og sérstök; á síðustu öld og fram yfir aldamótin var gler- gerð veigalítill þáttur í fínnskum iðnaði og framleiðslan beindist einkum að gerð heimilisnytjahluta eftir þekktum sænskum og mið-evr- ópskum fyrirmyndum. Þjóðemisvakningin í Finnlandi á 19. öld og um aldamótin sem lýsti sér sterklega í myndlist og bók- menntum á tímabilinu ca. 1880- 1910 sem gjaman er kallað gullöld Finna í listum, kom ekki fram í glergerðinni. Það var ekki fyrr en á 3. og 4. áratug aldarinnar að nöfn ákveðinna hönnuða fóm að tengjast gleriðnáðinum og gler- framleiðendur hófu að efna til nokk- uð reglulegra samkeppna sem nafn- greindir hönnuðir komu fram og hægt er að tala um glerlist, jafn- hliða gleriðnaði. Árið 1932 stóð Karhula glerverk- smiðjan fyrir samkeppni í glerhönn- un. Arkitektinn Aino Aalto (1894- 1949) hlaut 2. verðlaun fyrir press- að gler og matarstellið hennar varð svo vinsælt að það var til á nánast á hverju heimili. Þessi samkeppni er einnig talin marka upphafið að vel heppnuðu og heimsþekktu sam- starfi finnskra glerframleiðenda og fínnskra hönnuða sem stendur enn þann dag í dag í fullum blóma. Þá er ártalið 1932 talið marka inn- göngu „fúnksjónalismans" í fínnska gleriðnaðinn en áður hafði hann skipað sér traustan sess í framsæk- inni fínnskri byggingarlist. Matarstell Aino Aalto er talið dæmigert fyrir hugmyndir fúnk- sjónalismans. Þar sameinast marg- hliða notagildi við stílhreint útlit, og er einnig auðvelt í framleiðslu. Stellið fékk síðan gullverðlaun á þríæringnum í Mílanó 1936. Tvær stærstu glerverksmiðjur Finna, Riihimáki og Karhula, tóku þátt í heimssýningunni í París 1937 og sýndu þar fallegt úrval glerlistmuna. Þar var m.a. hinn þekkti vasi Al- vars Aaltos og aðrir munir á sýnig- unni voru unnir á óhefðbundinn hátt, formið var frjálst og hönnuðir létu hugmyndaflugið ráða. Þama má segja að hin sérstæða fínnska lína hafí verið mótuð. Frumkvöðull þessa nýja forms var Gunnell Ny- man er lést langt fyrir aldur fram aðeins 39 ára gömul árið 1948. Nyman lagði grunninn að þeirri glerlist sem Finnar eru þekktastir fyrir í dag. Mjúkar línur, loftbólu- fylltur krystall og gler, myndskreyt- ingar sem höfðu sögulegar fyrir- myndir. Hönnun Nyman er gjaman sögð hafa yfír sér rómantískt og stílhreint yfírbragð og í hönnun sinni flutti hún aðferðir og mótíf úr hand- unninni glerlist yfír í fjöldafram- leiðsluna svo fínnskur almenningur gat notið þess og haft á heimilum sinum. Meðan að heimstyijöldin geisaði dró úr glerframleiðslunni í Finnlandi en árið 1946 gekkst Iittala glerverk- smiðjan fyrir hönnunarsamkeppni. Tapio Wirkkala (1911-1985) fékk 1. verðlaun og 2. og 3. verðlaun hlaut Kaj Franck (1911-1989). Wirkkala fékk 1. verðlaun fyrir Kantarell-vasann, sem síðan hefur nánast orðið tákn finnskrar glerlist- ar eftirstríðsáranna. Þessi vasi með mjúkar og ávalar línur varð fyrir- mynd margra í svipuðum stíl hjá öðrum fínnskum hönnuðum fram yfír 1960. Eftir seinni heimstyijöldina kom fram kynslóð hönnuða sem ýtti fúnksjónalismanum til hliðar og lögðu alla áherslu á sjálfstæða form- sköpun, sem byggði á vandlegri þekkingu á eiginleikum efnisins og kunnáttu í meðferð þess. Samstarf fínnskra hönnuða við glerblásarana sjálfa ásamt áhugasömum stuðningi stóru framleiðendanna við frumlega hönnun varð til þess að skapa fínns- kri glerlist þann alþjóðlega sess á 6. áratugnum sem hún situr enn í óhöjgguð. A þríæringnum í Mílanó 1951, 1954 og 1957 hlutu fínnskir gler- listamenn og hönnuðir fleiri verð- laun en aðrar þjóðir og vöktu verð- skuldaða athygli. Glerhönnuðunum var fagnað í Finnlandi sem íþrótta- hetjum og hampað á flesta lund, en fljótlega fóru að heyrast raddir sem spurðu hvort finnsk glerlist hefði ekki upp á eitthvað gagnlegra að bjóða, en útlitsfallega gagnslausa hluti. Hönnuðir eins og Kaj Franck og Saara Hopea héldu þó sínu striki og lögðu mesta áherslu á hönnun nytjahluta. Á sjöunda áratugnum áttu miklar þjóðfélagsbreytingar sér stað í Finn- landi sem og víða annars staðar. Glerhönnunin mátti sæta gagnrýni heima fyrir og lítill áhugi var í Finn- landi fyrir þeim tveimur glasaseríum sem þekktastar urðu alþjóðlega; Finnlandia sem Timo Sarpaneva hannaði og Ultima Thule sem Tapio Wirkkala hannaði. Á áttunda ára- tugnum gengu glerverksmiðjumar í gegnum miklar breytingar í fram- leiðsluháttum; tvær ólíkar leiðir voru farnar, annars vegar urðu stærri verksmiðjumar sjálfvirkari og mannshöndin kom sífellt minna við sögu, hins vegar reis upp bylgja þar sem hinu gamla handverki var hampað og viðskiptavinum gefínn kostur á að koma á verkstæðin og fylgjast með framleiðslu glersins frá upphafí til enda. I sem stystu máli má segja að framleiðendur glermuna í Finnlandi í dag fylgi þeirri stefnu að framleiða listræna muni sem hafa sterkt nota- gildi; þeir em þó hugsaðir til notkun- ar við hátíðleg tækifæri en ekki eins og fyrr á árum þar sem gert var ráð fyrir daglegri almennri notkun. HS tók saman Morgunblaðið/Sverrir Frásögu, hugrenningaslitur, bréf, dagbókabrot og ýmis önnur epísk meðul notar Ólafur Gunnarsson til að fylla bruggið og gera það áfengt. Þeir horfust í augu. (BIs. 150.) Frásögn, hugrenningaslitur, bréf, dagbókabrot og ýmis önnur epísk meðul notar Ólafur til að fylla brugg- ið og gera það áfengt. Höfundurinn er sínálægur þótt hann þykist stund- um bregða sér út fyrir persónur og texta, eða færir sjónarhornið til eft- ir atvikum. Atvikin bjóða upp á að frásögninni sé hnikað til innan hinn- ar stóru fjölskyldu Sigurbjörns og Sunnevu, og þá jafnvel til látins bróðurs í gegnum minningar og bréfaskriftir, eða utan venslmanna til samverkamanns í byggingunni, Guðbrands smiðs: Svo sagði Guðbandur dimmradd- aður: - Horfðu til Esjunnar kam- merat. Veistu hvað mig hefur alltaf dreymt um? Að reisa röð skýjakljúfa fram með endilöngu fjallinu og hafa alla forhliðina úrgleri. Nokkurs kon- ar íslenska New York. Heldurðu að blossaði ekki birtan við Reykjavik þegar skyndilega drægi frá sólu?Það yrði líkt og sjóðandi reiði drottins Brandsi. Þá vantaði ekki annað í bæinn en sjálfan spámanninn Jerem- ía. Guðbrandur hló hlátri Sigurbjarn- ar: - Ho, ho. (Bls. 89.) Á rithöfundaferli sínum hefur Ólafur meðal annars ort til geimsins í Gaga, fjallað um furður og stór- merki í Heilögum anda og englum vítis, tekist á loft með börnum í Fallega flughvalnum og tekið þátt í strákapörum í Sögum' úr skugga- hverfi. Hann vakti fyrst athygli fyr- ir Ljóstoll, þar sem ung andhetja stritaði í byggingarvinnu ásamt því að takast á við heiminn í kringum sig, og kannski má greina einhvern skyldleika milli þessara tveggja bóka sem einskorðast ekki við sameigin- lega höfund. Nálgast hann upphaf hringsins á ferlinum með raunsærri efnismeðhöndlun Tröllakirkju, er flughvalurinn lentur? „Bæði og,“ segir Ólafur og tekur undir vensl við Ljóstoll, „en aðallega er ég að reyna að hefja nýjan hring. Öðrum þræði má greina endurhvarf til raun- sæis og löngunar til að skrifa það sem Hemingway kallaði „straight" texta eða bugðulausan, en einnig er ég með annað augað á gömlu hefð- unum fyrir formbyltingu skáldsög- unnar. Eg fínn einfaldlega fyrir þörf til að breyta um tóntegund og stefna að stærri verkum, bæði þar sem ég reyni að líta um öxl til eldri verka og fram á vit vonandi þroskaðri verka. Ég held að þetta sé eitt helsta markmið höfunda, eftir að þeir slíta barnsskónum milli tvítugs og þrítugs og ef þeir lifa af baráttuna næstu ár á eftir um að sanna hvað í þeim býr eða þagna fyrir fullt og allt.“ - Hvað ertu að segja? spurði há- vaxna konan hranalega. - Ég heyri tæpast til þín. Þórarni brá. - Ég vil fá að tala við kaupmanninn, kallaði hann upp- burðarlítill. Konan lét þetta gott heita og hvarf inn fyrir. Hjarta Þór- arins tölti fullrösklega. Sú eldri var að strjúka yfír gólfíð, hún studdi sig við skrúbbinn með klút í hárinu, reisti góminn oghorfði á hann forvit- in. Sú Ijóshærða kom aftur ogspurði: - Hvaða erindi áttu við kaupmann- inn? - Þið voruð að auglýsa eftir sendi- sveini. - Og hver ert þú? - Ég heiti Þórarinn. Pabbi minn heitir Sigurbjörn Helgason. Hann er á tólfta ári. Hann rekur teikni- stofu en vann hjá húsameistara rík- isins. Eitthvað meira en lítið hlaut að vera bogið við þessa ræðu. Stóra konan þurfti að styðja sig við búðar- borðið og sú minni leit til hans bros- andi. Þórarinn horfði á gólfíð. SFr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.