Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 B 7 Aldamótakonur og íslensk listvakning Bækur Eiríkur Þorláksson Utgefandi: __ Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Prentun: Steindórsprent - Gutenberg hf. Söluumboð: Sögufélagið, Fischersundi 3. Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur nú um þrettán ára skeið gefið út ritsafn um sagn- fræðileg efni, sem ýmist hefur ver- ið skrifað af kennurum við Há- skóla Islands eða nemendum þeirra, og kennir margra grasa í því efni sem þegar hefur komið út. Sú bók sem hér er tekin til umfjöllunar er hin 31. í útgáfuröð- inni og er jafnframt hin fyrsta sem fjallar um efni, sem tengist ís- lenskri listasögu. Segja má að það hafí verið kom- inn tími til að þessi þáttur íslands- sögunnar kæmi fram í útgáfustarf- semi stofnunarinnar, en nemend- um í sagnfræði hefur í nær tvo áratugi verið boðið upp á kennslu í listasögu sem valgrein. Bókin hefur að geyma lokaritgerð höf- undar, Dagnýjar Heiðdal, í sagn- fræði við Háskóla íslands, og var skrifuð á síðasta ári undir hand- leiðslu Björns Th. Björnssonar list- fræðings, en hann hefur allt frá upphafi annast listasögukennsluna við_ Sagnfræðistofnun háskólans. í inngangi minnir höfundur á, að þó óslitin myndlistarhefð hér á landi nái aðeins aftur til 1900, þegar Þórarinn B. Þorláksson hélt sína fýrstu listsýningu í Reykjavík, þá hafi aðrir íslendingar stundað listnám erlendis fyrir þann tíma (a.m.k. Þorsteinn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og Kristín Vídalín, sem varð fýrsta íslenska konan til að fara á Konunglega fagurlistaháskólann í Kaupmanna- höfn) og fleiri höfðu hlotið nokkra tilsögn á þessu sviði hér heima nokkru fyrir aldamótin, meðal þeirra var sá hópur kvenna, sem ritgerðin fjallar um. Helstu ástæður þess að engin af þessum konum lagði myndlist- ina fyrir sig tengjast þeirri þjóðfé- lagsstöðu, sem menntun þeirra og uppeldi miðaðist við. Þær komu almennt úr efstu þrepum hins stéttskipta samfélags og voru dæt- ur embættismanna, stórbænda og kaupmanna; þeim var ætlað að verða eiginkonur og mæður, sem gætu skapað eiginmönnum sínum og bömum fögur og menningarleg heimili. Nokkurt myndlistarnám, líkt og kunnátta í tónlist og tungu- málum, var talið hluti þess sem gæti búið þær sem best undir þetta hlutverk. Höfundur rekur hvaða teikni- kennsla fór fram í Reykjavík fyrir 1900 og þó Sigurður Guðmundsson sé þar nefndur fyrstur var hlutur þeirra Þóru Pétursdóttur Thorodd- sen, Kristínar Vídalín Jacobsen og Torfhildar Hólm þar greinilega mestur. Stúlkur voru stærstur hluti þeirra nemenda, sem getið er, og í ritinu eru nefndar tæplega fjöru- tíu íslenskar konur, sem uppi voru um aldamót og höfðu fengið nokkra tilsögn í teikningu og mál- un. Einnig er athyglisvert að í ljós kemur að Þórarinn B. Þorláksson hefur verið nemandi Þóm Péturs- dóttur, og Einar Jónsson hlaut nokkra tilsögn hjá Torfhildi Hólm. Þessar konur áttu óumdeilan- lega talsverðan hlut í þeirri list- vakningu, sem varð meðal lands- martna upp úr aldamótum. Þó varð engin úr þeirra hópi meðal fyrstu listmálara okkar, þó að sumar hefðu nokkra hæfileika til þess, t.d. Kristín Þorvaldsdóttir, en mynd eftir hana prýðir bókarkápu. Áhugi þeirra á myndlist kom fram á óbeinan hátt á ýmsum sviðum; teiknikennsla í Kvennaskólanum í Reykjavík hófst 1891-92 og um- ræður á Alþingi um styrkveitingar til myndlistar hefjast fyrst 1893. Þar kemur fram að hugtakið land- kynning er ekkert nýtt: — ... fyrstu styrkþegunum var eink- um ætlað að auka hróður Islands meðal útlendinga og vekja athygli manna á þjóðinni og náttúru lands- ins“ (bls. 70). Listvinafélagið naut einnig krafta þessara kvenna þeg- ar það var stofnað 1916 og er Kristín Vídalín Jacobsen sérstak- lega nefnd til í því sambandi. Dagný Heiðdal hefur unnið mik- ið rannsóknarstarf og þakklátt verk með þessari bók. Skiljanlega ber hún merki uppruna síns sem sagnfræðileg ritgerðarsmíð; stíllinn er oft knappur, en vel læsi- legur, og miklu efni er komið til skila. Ymsar áhugaverðar heimild- ir hafa verið dregnar fram í dags- ljósið, t.d. í Þjóðminjasafni og Landsbókasafni, dagbækur og bréfasöfn sem varpa Ijósi á líf heldri kvenna hér á landi á þessum tíma. Jafnframt því að vera framlag til listasögunnar má segja að höf- undur leggi hér einnig nokkuð til kvennarannsókna. Undanfama tvo áratugi hafa rannsóknir á framlagi kvenna í vestrænni myndlist aukist gífurlega og hafa listfræðingar eins og Linda Nochlin og Ann Sutherland Harris verið brautryðj- endur á því sviði. Þannig hefur verið bent á að nafngreindar lista- konur hafa verið til allt frá miðöld- um og sumar þeirra eru að vinna sér verðugan sess í hinni almennu listasögu; nöfn eins og Artemisia Gentileschi, Judith Leyster, Eliza- Dagný Heiðdal. beth Vigee-Lebmn og Angelica Kauffmann ættu t.d. að vera vel kunn öllum þeirp, sem kynna sér myndlist 17. ogl8. aldar. Myndlistarsaga íslendinga er lítt rannsökuð, þrátt fyrir vaxandi áhuga og því er þessi lokaritgerð Dagnýjar Heiðdal um aldamóta- konur og íslenska listvakningu ánægjuleg viðbót framan við lista- sögu 20. aldar, sem margir ættu að hafa áhuga á að kynna sér. Gítartónleikar í Listhúsinu við Laugardal TÓNLEIKAR framhaldsdeildar gítarnemenda Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar verða sunnudaginn 6. desember. Tón- leikarnir sem hefjast kl. 17 eru haldnir í Listhúsinu í Laugardai og eru allir velkomnir. Frá stofnun skólans hefur gítar- deild Tónskóla Sigursveins verið mjög fjölmenn og fer nemendum íjölgandi frá ári til árs. Á tónleikun- um koma fram átta nemendur og leika þeir annars vegar einleiksverk fyrir gítar og hinsvegar í gítartríó. Nemendur sem koma fram eru: Hannes Guðrúnarson, Kolbeinn Ein- arsson, Halldór Ólafsson, Þröstur Þorbjömsson, Pálmi Erlendsson, Þor- kell Atlason, G. Steingrímur Birgis- son og Guðmundur Pétursson. Leikin verða verk frá ólíkum tíma- bilum, m.a. eftir J.S. Bach, A. Vi- valdi, S.L. Weiss, I. Albeniz, A. Uh) og Hafliða Hallgrímsson. í Listhúsinu í Laugardal er ein- stakur hljómburður fyrir hljóðfæri eins og gítar og ekki má gleyma kaffístofunni sem nýlega var opnuð í anddyri hússins sem er til þess fall- ið að gestir njóti heimsóknarinnar. (Fréttatilkynning;) Ævintýri H.C. Andersen Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Val ævintýranna og mynd- skreyting: Lisbeth Zwerger Þýðingar: Steingrímur Thor- steinsson og Gissur Ó. Erlings- son Setning, umbrot og filmugerð: Prentsmiðja Árna Valdemars- sonar hf. Prentun og bókband: Á Ítalíu Útgefandi: Skjaldborg Undarlegt hvernig list sumra er hafin yfir önnur mannanna verk. Efnið er ekki sótt í huga eins eða sálu þjóðar, heldur í þá vizkulind sem allt mannkyn, er af hnjám hefir risið, fínnur svölun í. Ár og öld setur henni heldur ekki skorð- ur. Æska og elli finnur í henni gleði. Þó skynja listina engir tveir eins, bamið les ævintýr er veitir óheftum huga vængi; öldungurinn vizku svo djúpa, að lífið speglar sig í henni. Ein og sömu orðin, en hægt að skilja á margan veg, eins og þau tendri í sálum manna staf- fengist við að myndskreyta barnabækur í gegnum tíðina." Silja er ekki alveg ókunnug íslensk- um barnabókum því fyrir 11 ámm síðan kom út verk hennar íslenskar barnabækur 1780-1979 þar sem hún fjallaði á bókmenntafræðilegan hátt um íslenskar barna- og unglingabæk- ur. í þeirri bók komu skoðanir Silju skýrt fram á því hvað væm góðar bækur og hvað slæmar, fyrir börn og unglinga og því ekki úr vegi að spytja hvort sú skoðun hennar hafi að einhveiju leyti ráðið ferðinni við valið á efninu í nýju bókina. „Svarið við því er nei. Og ástæðan er einfaldlega sú að í þeirri bók amað- ist ég einkum við unglingabókum, sem birtu falska mynd af veruleikan- um. I Sögustund er valið fyrir mun yngri aldurshóp en auðvitað valdi ég aðeins sögur sem mér finnast skemmtilegar og vel skrifaðar." Silja segir einnig að eitt hlutverk Sögustundar sé að gera ýmsar sögur aðgengilegar á nýjan leik fyrir börn og foreldra. „Fæstar bækurnar sem ég valdi úr eru til á almennum mark- aði. Það er ekkert grín fyrir foreldra að ná í bækur sem þeir héldu upp sem börn. Sögustund getur hjálpað fólki til að sjá hvað það á að biðja um á bókasöfnum ef barnið langar til að heyra meira af tiltekinni sögu eða bók.“ HS Nýjar bækur Skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson GRANDAKAFFI er ný skáldsaga Baldurs Gunnarssonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan gerist að mestu leyti við höfnina og í gamla vesturbænum. Hetjur hafsins sem siglt hafa um heimsins höf og mega muna fífíl sinn fegurri snúa he'im og eiga hvergi höfði sínu að halla eftir skipbrot á SkeijuTn Bakkusar. Þegar ekkert virðist framundan nema bardagi við skipsrottur og deleríum tremens, kemur þjóðhöfðingi í heimsókn og teningnum er kastað. Tveir góðvinir rísa úr öskustó. Annar gerist trúar- leiðtogi en hinn endurheimtir æsku- ástina sína. Skáldsaga Baldurs Gunnarssonar lyktar af þangi og söltum sæ, ólmast i forkostulegu gríni hinna uppflosnuðu róna, og lýk- ur á Kýklópaþætti, svo mögnuðum að allt leikur á reiðiskjálfi í villtum losta elskendanna." Útgefandi er Fjölva-útgáfan. Bókin er 218 bls., prentuð hjá Prentstofu G.Ben. Verð 2.480 kr. Baldur Gunnarsson róf litadýrðarinnar allrar. Þessa list kunni Andersen, furðufuglinn, sem var eftirsóttur skemmtikraftur í fínar veizlur, þar sem sögur hans kitluðu áheyrend- ur, eða skæri hans metnað turtil- dúfna, sem vildu mynd af sér eftir hann á vegg. Hvemig honum leið innan um allt stássið veit ég ekki, þar sem hégómlegur klæðnaður huldi flaustursverk skaparans, þá hann hnoðaði skáldið í mót, en samt læðist að mér grunur, að „Næturgalinn“ lýsi því bezt. Heimsádeila hans var svo bitur og óvægin, að mig furðar, hvernig hann fékk lífi haldið. Það hefír þurft hugrekki til að ganga í hall- ir og skilja við kónga og hrokavizku sem nakta heimsku. Það var smælinginn, hinn fátæki, smáði, sá sem deyr inn í skugg- ann, sem átti virðing hans og sam- úð alla. Fyrir hann var baráttan háð. Kannski þorði hann þetta, því hann vissi, að þjóð hans skildi hann ekki. Það þurfti útlenda vini til að benda á „svaninn", og í dag stend- ur ekki á að landar hans nuddi sér utaní skáldið, telji sitt, þó aðeins hulstrið ljóta hafí verið þeirra. Skáld eignast engin þjóð ein, held- ur mannkyn allt. Orðhaga en ekki skáld. Hér birtast 11 ævintýri, valir. af listakonunni sem myndskreytir bókina. Hún helgaði sijg myndlist fyrir börn, varð fræg, og hlaðin lofí gekk hún til þessa verks. Víst er um það að drátthög er hún, myndir hennar snjallar, einfaldar og fagrar, en að þær standi verkum Andersens á sporði, það er af og frá. Skilji engin orð mín svo, að mér þyki myndirnar ljótar, nei, nei, en íslenzkur sveitastrákur á myndir í huga af öllum þessum ævintýrum, og þeim verður ekki breytt. En barnabörnin mín eiga sjálfsagt auðvelt með að gera þær að sínum. Um þýðingar Steingríms þan engin orð, og Gissur gerir hreint listavel. FYumtextinn er lokaður kassa hjá mér, en ég man setning- una: „ ... og þau buðu himninum og konu hans...“ (26) á annan veg. Kannske er elli um að kenna, enda skiptir engu máli. Hins vegar verður SAT að GAT (84); og ég hefí ekki hugmynd um, hvað síða 82 átti að birta. Bráðfalleg bók, sem mikill feng- ur er að fá í hendur. Vandvirknin; virðingin útgáf- unni til mikils sóma. Innileg þökk. Nýjar bækur Unglingasaga eftir Andrés Indriðason ALLT í besta lagi heitir ný bók eftir Andrés Indriðason. í kynningu útgefanda segir: „Hér er á ferðinni Ijörug, hörkuspenn- andi og raunsæ saga um unglinga í Reykjavík á sjötta áratugnum. Það er alveg ótrúlegt hvað komið getur fyrir blásaklausan sextán ára ungl- ing á einni viku. Lítið atvik hrindir af stað röð óvæntra atburða sem ekki sér fyrir endann á, og ekki er hægt að ræða um, því að það er aldrei neinn til taks þegar á þarf að halda. Rómantíkin setur líka strik í reikninginn. Meitluð frásögn skapar hér óvið- jafnlegt andrúmsloft fyrri ára, þar sem togast á hugrekki og kjark- leysi, ást og öryggi.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ. Verð 1598 krónur. Andrés Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.