Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 8
8 B n rr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 DUA,I oifíy Að sælg'a vatn en ekki hjálm __________Bækur_______________ Gísli Jónsson Síðla árs 1988 tók sunnudagsút- gáfa þessa blaðs gagngerum breyt- ingum. Eitt var það með öðru, að Matthías Johannessen ritstjóri tók að skrifa sérstaka sunnudagsleið- ara undir heitinu Helgispjall, sem auðvitað er tvírætt eða öllu heldur tví-tvírætt, og hefur átt að vera það. í þessum þáttum fer ritstjórinn fijáls um víðan völl í efnisvali og efnistökum og nýtur þess að vera skáld — svo og auðvitað lesendur. Fyrir tveimur árum kom út á bók hjá Iðunni fyrsti hluti þessara sunnudagsgreina undir aðalfyrir- sögninni Ævisögur hugmynda, en heitinu Helgispjall haldið í undir- titli. Nú er komin út önnur bók með sama undirtitli, en ber með réttu aðalheitið Þjóðfélagið. Þessi nýja bók þykir mér öll skemmtilegri að gerð frá forlagsins hálfu en hin fyrri. Heitið er fullkom- lega við hæfí, enda hafa nokkur þjóðfélög, sem við kunnum meiri eða minni skil á, tekið ærnum breyt- ingum síðustu árin. Höfundur hefur alltaf fundið til í stormum sinna tíða, og þessi bók er mjög pólitísk, hvort heldur litið er út til landa eða skyggnst um hérlendis. Dylst eng- um að höfundurinn er ijölmenntað og víðlesið skáld — og miklu meira en það: Hann var svo víða viðstadd- ur. Því olli blaðamanns- og ritstjóra- starfið. Og Matthías Johannessen hefur aldrei hliðrað sér hjá því sem gera þurfti, hvort sem líklegt mætti þykja að yrði leitt eða ljúft. Hann hefur tekið afstöðu og gengið á hólm, enda hét ein af ljóðabókum æsku hans Hólmgönguljóð. Þessi nýja bók er mikilsverð heimild um fjölda margt sem hefur gerst í samtíð okkar. í henni er svo víða komið við, að vonlaust er að telja slíkt upp í stuttri umsögn. Hér verður hitt heldur gert, að nefna örfá dæmi af því stærsta. Breytingamar í Austur-Evrópu sýnist mér að séu höfundi hvað hugleiknastar. Hann hefur ferðast um álfuna, upplifað hrun kom- múnismans og lýst andrúminu þar fyrir okkur bæði í bundnu máli og lausu. Frá þeim tíma, er kommún- isminn tók til muna að láta undan síga, og það jafnvel þar sem áður voru Sovétríkin sjálf, er þessi minn- isstæði kafli: „Við þurfum að vera á verði, það er rétt. Mættum vel hugsa um ein- vígi Gunnlaugs ormstungu og Hrafns og hvemig því lyktaði vegna þess Gunnlaugur trúði á heilindi hins síðamefnda. En Hrafn gat með engu móti unnt honum Helgu innar fögm ' Þorsteinsdóttur Egilssonar að Borg. í huga hans var hún á líkingamáli sú eftirsóknarverða jörð sem marxistar ætluðu sér einum og kom í stað himnaríkis. Við skul- um ekki trúa þeim fullkomlega fyrr- en þeir hafa sannfært okkur um þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu að lífíð sé eftirsóknarverðara en kenningin. „Þá mælti Gunnlaugur: „Nú ertu óvígur," segir hann, „og vil ég eigi lengur beijast við þig, örkumlaðan mann.“ Hrafn svaraði: „Svo er það,“ segir hann, „að mjög hefur á leikizt minn hluta, en þó myndi mér enn vel duga, ef ég fengi að drekka nokkuð." Gunnlaugur svarar: „Svík mig þá eigi,“ segir hann, „ef ég færi þér vatn í hjálmi mínum.“ Hrafn svarar: „Eigi mun ég svíkja þig,“ segir hann. Síðan gekk Gunnlaugur til lækjar eins og sótti í hjálminum og færði Hrafni; en hann seildist í mót inni vinstri hendinni en hjó í höfuð Gunnlaugi með sverðinu inni hægri hendi og varð það allmikið sár. Þá mælti Gunnlaugur: „Illa sveikstu mig nú, og ódrengi- lega fór þér þarsem ég trúði þér.“ Hrafn svarar: „Satt er það,“ segir hann, „en það gekk mér til þess, að ég ann þér eigi faðmlagsins Helgu innar fögru.“ Og þá börðust þeir enn í ákafa en svo lauk að lyktum að Gunnlaugur bar af Hrafni og lét Hrafn þar líf sitt. Þá gengu fram leiðtogar jarlsins og bundu höfuðsárið Gunnlaugs ...“ [Hér segir af andláti Gunnlaugs.] Enn er ástæðulaust að trúa kommúnistum fyrir því að sækja þeim vatn í hjálminn þótt Rússum kæmi það vel að svo komnu. Við getum sótt þeim vatn, en ekki í hjálminn.“ Af innlendum vettvangi fjallar M.J. mest um Sjálfstæðisflokkinn — og best. Um það fínnst mér ég geta borið eftir áratuga starf í flokknum. Við Matthías komumst einhvem tímann í samtali að þeirri niðurstöðu, minnir mig, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri tilraun um samkomulag. Hann var það frá upphafí (við sammna íhaldsflokks- ins og Fijálslynda flokksins 1929) og til þessa dags. Þótt oft hafí hann klofnað eða flísast (t.d. 1942,1944, 1953, 1979, 1980, 1987) er hann enn stærsti stjómmálaflokkur með íslendingum enda er hann vissulega tilraun um samkomulag í mörgum skilningi. Þessu lýsir MJ. manna best og hvað eftir annað í hinni nýju bók. Hún verður ómissandi og ómetanleg heimild, þegar saga flokksins verður skráð í heild. Rúm- ið leyfír mér ekki að taka nema eitt dæmi, þar sem minnilega er fjallað um Sjálfstæðisflokkinn: „Gifta Sjálfstæðisflokksins er undir því komin hvort honum tekst að sannfæra fólk um það honum sé betur treystandi til að standa vörð um borgaralega mannúðar- stefnu en öðmm þjóðfélagsöflum; hann sé ábyrgasta stjórnmálaafl landsins á upplausnar- og breyt- ingatímum. Innan þessarar stefnu eiga að blómstra margvísleg sjónar- mið. Andstæðumar kveikja nýjar hugmyndir. Flokkurinn þarfnast nú fremur en nokkm sinni leiðsagnar ólíkra einstaklinga úr öllum stéttum sem eru reiðubúnir að horfast í augu við áskoranir nýs tíma. Það er jafnstómm flokki hættulegt að þrengjast utanum fámenna flokks- forystu, hvortsem er á Suðurlandi eða Vestíjörðum; Reykjanesskaga, Austurlandi; við Eyjafjörð eða ann- arsstaðar. Gifta Sjálfstæðisflokksins er þó ekkisízt komin undir margbreytileik og almennri þátttöku. Hún hefst í raun þarsem skilin em milli flokks- bundinna sjálfstæðismanna og þeirra kjósenda annarra sem hafa löngun til að fylgja flokknum vegna þess honum er betur treystandi fyr- ir borgaralegri arfleifð á upp- lausnartímum en öðmm stjómmála- öflum. Og þá mun það ekkisízt ríða baggamuninn að forystan verði ekki viðskila við samtíðina; að tíminn hlaupi ekki frá henni." Þetta em menn góðfúslega beðn- ir að athuga, nú á þeim tíma er sá háttur er í heimi, að lýðurinn fjar- lægist leiðtoga sína. En lýðurinn ræður, þar sem er lýðræði. Sambúð skáldsins og Morgun- blaðsritstjórans í M.J. hefur verið góð: Skáld og stjómmálamaður hafa oft orðið vel samferða, og er Hannes Hafstein líklegast besta dæmi íslenskt af því tagi. Þegar „menningarlegur" yfír- gangur kommúnista og nytsamra sakleysingja var hvað mestur hér- lendis, var með ýmsu ógeðfelldu móti reynt að gera skáldinu og sjálf- stæðismanninum Matthíasi Johann- essen óleik. Um það hef ég persónu- lega reynslu, en hirði ekki um að telja dæmi þess hér. Viðleitnin bar hvort eð er ekki árangur. Einkum hygg ég það hafi verið vegna þess, að M.J. hafði það tvöfalda siðgæði að krefjast af sjálfum sér meira umburðarlyndis gagnvart andstæð- ingum en af þeim gagnvart sér. Matthías Johannessen Allt einræði fellur á endanum vegna skorts á umburðarlyndi. Umburðar- lyndi M-J. hefur hins vegar aldrei verið keypt því verði að bregða trún- aði við grundvallarhugsjónir. En hann gat, eins og Tómas Guð- mundsson, gert pólitískum and- stæðingum stóran persónulegan greiða. Og hann gat skrifað við- talsbækur við kommúnista og opn- að sjálft Morgunblaðið upp á gátt fyrir þeim. (Hitt var kannski meira en margur gæti fyrirgefíð, þegar Ólafur Rágnar Grímsson fékk stóreflis viðtal sér til siðferðilegs stuðnings á sjálfan hvítasunnudag, þegar hann stóð í þeim stórræðum að bijóta rétt á opinberum starfs- mönnum.) Kannski hefur kommún- istum mislíkað það álíka, þegar Silja Aðalsteinsdóttir birti ljóð eftir Matt- hías í Tímariti Máls og menning- ar (með lítt virðulegum hætti þó) árið 1986. Ég hef hins vegar aldrei skynjað það sem vott umburðar- lyndis, heldur enn eina tilraun að villa á sér heimildir, en sú hefur verið árátta manna í þeim herbúð- um, frá að ég var á unglingsaldri. Matthías Johannessen er að vanda opinskár í þessari bók, hrein- skilinn, kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þó að ég hafí lesið greinar hans í Mbl., nýt ég þeirra betur, er þær standa hér saman „á einni skrá“, þótt efnið sé að sumu sundurleitt og sett fram með ýmsu móti. Umfram hið at- hyglisverða efni, hinar sögulegu heimildir, er bókin skáldverk, verk skálds sem ævinlega hefur haft í fyrirrúmi íslénska tungu og þjóð- emi, mannúð og frelsi. En nú er ég víst búinn að bijóta boð bókar- innar, sem ég er að skrifa um, þar sem fjallað er um fjallkóngaeðli og einkunnagjafír. Fjallkóngur hef ég að vísu aldrei verið né viljað vera, þó ég þætti liðtækur smali í æsku. Um einkunnagjöfina vona ég að mér virðist til vorkunnar löng kenn- aravenja, og miklu finnst mér orðið einkunnagjöf mýkra en ritdómur. Lokaorð mín eða niðurstaða er ein- föld. Þetta er afar góð bók og afar Matthíasarleg. Frágangur sýnist mér vel snyrti- legur, og enga prentvillu rakst ég á. Nýjar bækur ■ Ponni og fuglamir nefnist barnabók um lífsbaráttu fugl- anna í íslenskri náttúru. Höfndur er Atli Vigfússon og litateikningar eftir Hólmfríði Bjarmarsdóttur. . í kynningu útgefanda segir m.a.: „Einn fagran vordag geng- ur drengurinn Ponni niður að vatninu og gefur sig á tal við fuglana sem segja honum frá lífi sínu og aðsteðjandi vanda- málum. Útgefandi er Slgaldborg hf. Verð 1.290 krónur. ■ Myrkur í maí er heiti á sögu fyrir unglinga eftir Helga Jónsson. Helgi Jónsson dregur hér upp magnaða mynd af sam- skiptum Rutar og Vals, tveggja unga elskenda í Reykjavík nú- tímans. í bak- grunninum bíður Fribbi, ógn- valdurinn í lífi þeirra. Hann get- ur ekki gleymt Rut og hyggst ná sínu fram.“ Útgefandi er Slg'aldborg hf. Verð 1.590 krónur. ■ Smyglarahellirinn nefnist nýútkomin saga eftir Kristján Jónsson. í kynningu út- gefanda segir m.a.: „Sagan er æsispenn- andi og leikur- inn berst víða um rammís- lenskt um- hverfí þar sem aftakaveður kemur meðal annars við sögu. Aðal söguhetjumar eru Jói Jóns, Pési, Kittý Munda skátaforingi og vinkonur hennar í Tígris- flokknum. Dularfull ljósmerki sjást úti við Sjömannabana." Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 990 krónur. H Stríðnisstelpa heitir bók eftir Heiðdísi Norðfjörð. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Stríðn- isstelpan Kata er fimm ára borgarbarn sem fer í sumarfrí til afa og ömmu í sveitinni er líka Jói frændi. Hann er ágæt- is frændi, en satt að segja líka dálítið stríðinn." Útgefandi er Skjaldborg hf. Jóhann V. Gunnarsson mynd- skreytti bókina. Verð 990 krónur. Töfrar íslands List og hönnun Bragi Asgeirsson Fyrir tveimur árum sló Björn Rú- riksson nafni sínu föstu í hugum þeirra er unna vel teknum myndum af íslenzku landslagi, er út kom Ijós- myndabók hans „Yfír íslandi". Eins og nafnið ber með sér voru myndimar teknar úr lofti og held ég að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ljósmyndabók er gefín út á Islandi, er eingöngu tekur þetta myndefni fyrir á þennan afmarkaða hátt. Bók- in vakti enda mikla athygli. Nú er komin frá Bimi ný bók er ber nafnið „Töfrar íslands" og fjallar eins og segir, um nánasta umhverfí mannsins í náttúm íslands, vatnið, gróðurinn, og birtuna. Einnig em náttúruöflunum og landinu sjálfu gerð nokkur skil. Einn kafli bókar- innar greinir frá myndlist og list- formum sem em víða í umhverfínu, en stundum erfítt að koma auga á. Nær allar myndir bókarinnar 110 að tölu, em teknar á jörðu niðri, og í mörgum þeirra er farið mjög ná- lægt myndefninu. Bjöm er sem sagt kominn niður úr háaloftunum og tekur nú myndir af áhugaverðum fyrirbæmm á jörðu niðri. Og slík fyribæri em óþijótandi á landi hér, enda virðist útgáfa ljós- myndabóka blómlegur atvinnuvegur. Bókin skiptist í 6 kafla og er hveijum fylgt úr hlaði með stuttum, en gagnorðum formála, sem hafa mikið fróðleiksgildi. Aftast í bókinni Björn Rúriksson em svo tæknilegar upplýsingar. Eftir myndunum í bókinni að dæma, er Bjöm engu síðri ljósmynd- ari á jörðu, en í lofti og era margar myndimar afbragðs vel teknar og sumar hreinar perlur. Er ljóst að Björn hefur til að bera næmt auga fyrir sérkennum náttúmnnar, bæði í næsta sjónmáli sem í fjarlægð. Og rétt er það sem hann segir í lokakaflanum er nefnist Formið, að „náttúra íslands er yfírfull af mynd- formum. Ósnortjð landið býr yfir hreinum og tæmm línum og litum, efniviði með ótæmandi möguleikum til myndsköpunar. Þetta er nú einmitt það sem mað- ur hefur verið að reyna að benda á í skrifum sínum um árabil, því að íslenzk náttúra getur miðlað hug- myndum til hinna ólíkustu lista- manna. Útlendir núlistamenn hafa skilið þetta, einkum em þeir hrifnir af hinni sterku og síkvikulu birtu, er gerir formin svo margbreytileg og lætur landslagið eins og vera í mótun allan daginn. Því hefur ekki aðeins verið haldið fram, heldur sannað með dæmum, að t.d. málarinn Picasso vann aldrei undirbúningslaust, né beint út úr sér heldur studdist hann ávallt við ein- hveijar fyrirmyndir. Hann eins og saug til sín áhrif frá verkum ann- arra, en endurskapaði þau og hafði við ríka erfðavenju að styðjast. Við höfum ekki í mikla erfðavenju að sækja, og því er eðlilegast að leita til forma og litbrigða landsins og hins magnþmngna birtuflæðis ef við viljum sýna úrskerandi sjálfstæði í listasölum heimsins? Þetta gera ljósmyndararnir á sinn hátt og geta kennt okkur myndlistar- mönnum sitt lítið af hveiju eins og við kennum þeim ýmislegt um mynd- ræn lögmál. í bókinni er mikið úrval mynda og fjölbreytnin mikil og það leikur enginn vafí á að Bjöm Rúriksson er í beinu sambandi við töfra íslands. Umbrot, hönnun og teiknivinna, er eftir höfundinn, en litgreiningu og skreytingu hefur Litróf annast og Oddi prentaði. Bókin fer vel í hendi og samvinna þessara aðila hefur skilað traustum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.