Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 11
FRAMTÍÐIN ER SPENNANDISPURNING Morgunblaðið/Kristinn Nýr geisladiskur með leik Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara er kominn út. anska ástarævintýri hans var sú, að hann dró þá röngu ályktun að enga stéttaskiptingu eða listrænt stigskiptingarkerfi væri þar að fínna. I hans augum voru þeir allir blásnauðir sakleysingjar og með því að setja sig inn í myndsýn þeirra hélt hann að hann gæti fengið per- sónulega hlutdeild í gleði og sorg hins óbrotna manns. Hvað eftir annað bar hann myndir sínar saman við japanskar prentmyndir. Og þeg- ar fram kom sú rómantíska hug- mynd að í landi hinnar rísandi sólar lifðu allir í sátt og bróðerni hljóp hann upp til handa og fóta og spurði vini sína í póst-impressjónistaklík- unni, Gauguin, Bernard, Laval og Angrand, hvort þeir væru ekki til í að skipta við hann á sjálfsmyndum eins og þeir gerðu í Japan. í mynd- inni sem hann fékk í skiptum frá Gauguin, „Hinir aumkunarverðu", eru augun sýnd skáhallandi og sveigjan á nefínu stórlega ýkt til að minna á þá skoðun hans að hann væri af indverskum uppruna. Akademísku málarararnir voru ekki eins ginnkeyptir fyrir opinber- unarmætti japanskra prentmynda, þó að þeir væru langt frá því að vera ósnortnir af þeim. í þeirra huga flokkaðist skreyt- iárátta Japana til þess lágkúruleg- asta sem listin hafði upp á að bjóða, innantómt föndur sem gerði ekki annað en að gleðja hið „heimskulega auga“; það innihélt enga áskapaða eða djúpa merkingu og var af þeim sökum ófært um að koma til skila flóknum hugmyndum eða yfírhöfuð nokkrum sköpuðum hlut. Gagnrýnandinn og kennismiðurinn Albert Aurier varði viðhorf framúrstefnunnar á þeim forsendum, að öll málaralist byggð- ist á notkun lita, forma og lína, sem væru mikilvægustu og augljósustu einkenni hennar og þess vegna væri áhersla á hið óhlutlæga eðli hennar þvert á móti eina rétta að- ferðin til að tjá „einlæg og sönn“ sjónarmið. Hann gekk meira að segja skrefínu lengra og fullyrti að form og litir hefðu ekki einungis að búa yfír sjálfstæðri merkingu, heldur væri hún altæk, óháð menn- ingu, tíma og rúmi. Sú útbreidda skoðun að hægt væri að fanga einhvern altækan sannleika eða lögmál á sama hátt og í vísindunum hafði geysilegt aðdráttarafl fyrir framúrstefnuna. IMargir af fremstu listamönnum síð- ustu aldar, á borð við van Gogh, Gauguin, Paul Sérusier, Paul Signac og Maurice Denis, auk þeirra sem tengdir voru við Art Nouveau-stefnuna, trúðu því stað- fastlega að form- og litamunstur hefðu að geyma hinstu rök tilver- unnar og höfnuðu viðhorfinu að list- in þyrfti endilega að skírskota beint til raunveruleikans. Edouard Duj- ardin lagði línurnar fyrir symbólist- ana árið 1888 þegar hann kom fram með þá skoðun að markmið málara- listarinnar og bókmenntanna væri að lýsa skynáhrifum þessa heims í gegnum þá eiginleika sem tilheyrðu þessum miðlum: „Það sem tjáning- arþörfin á að stefna að er að túlka og skilgreina eðlið, ekki fyrirmynd- ina. Af hveiju þá að endurrekja hinn óendanlega fjölda smámuna sem augað sér? Listamaðurinn á að velja mikilvægasta atriði hlutar- ins; t.d. nægir einföld útlínuteikning til að koma andliti til skila. Frum- stæð list og þjóðsögur eru táknræn- ar og svo er einnig japönsk mynd- list. Hvaða lærdóm getum við dreg- ið af þessu? í fyrsta lagi þarf að gera nákvæman greinarmun á hlut- verki litar og línu. Að rugla þessu tvennu saman jafngildir að skilja ekki tjáningareiginleika þessara fyrirbæra; línan gefur til kynna það sem er varanlegt á meðan liturinn tengist hinu hverfula og staðfestir þar með hinn almenna hugblæ verksins." Kenningar Dujardins um mikil- vægi abstrakt skreytis sem form- birtingu hins algilda, og átti sér svo sterka samsvörun í japönskum tré- ristum, féllu ekki í grýttan jarðveg. Áður en að öldin var öll þóttust margir hafa fundið það út að (óbrotnar) útlínur væru í innsta eðli sínu karlkyns („stórhuga", „af- gerandi", „staðfastar"), en liturinn aftur á móti kvenkyns („óframfær- inn“, „undanlátur", „síbreytileg- ur“); og þeir sem lengra voru komn- ir í „rannsóknarstörfunum", að mis- munandi litir stæðu fyrir ákveðnar tilfínningar — sorg, gleði, leiða, þunglyndi o.s.frv. — burtséð frá í hvaða samhengi þá væri að fínna. Japönsk grafík átti því stóran þátt í að losa landfestar vestrænnar myndlistar frá hafnarbryggju hins sýnilega raunveruleika, frá hlut- verki hennar sem „hagnýtum upp- lýsingamiðli", og sjósetja hana út á ólgandi haf óhlutlægra gilda. í kringum aldaíhótin 1900 höfðu tréristurnar misst mest af töfra- mætti sínum hjá Evrópubúum og urðu þess í stað aðeins einn hiuti af mörgum á útsýnisskeifu vestrænnar list- ar. Það var leit- in eftir kjölfestu í ölduróti tækni- framfaranna og vonin um að hægt væri að uppgötva ein- hver óhrekjandi sjónlögmál í ætt við vísindi sem lá að baki þess- um eldáhuga. En þó að sann- leiksþráin hafi þannig á yfir- borðinu leitt menn til fram- andi stranda lá annað og meira að baki; þörfin á að setja sig gegn hefðbundnum smekk til að marka sér sérstöðu innan listarinnar, at- hæfi sem nátengt var heimsveldis- bröltinu og hinum eilífu sannleiks- yfirlýsingum, ásamt tilkallinu til menningarlegra yfirburða, þegar blekkingarvefur sögufölsunarinnar er tekinn til nánari athugunar (haldi menn að á tímum alþjóðlegra lista og minnihluta hópadýrkunar hafí orðið hér breyting til batnaðar ættu þeir að líta sér nær. Það væri verð- ugt verkefni fyrir hvort heldur list- fræðing eða' mannfræðing að „rannsaka" hvaða tilgangi Island, sem land náttúrubarna, sérvitringa, frumstæðra þjóðhátta og annarra klisja í augum útlendinga, hafi þjón- að heimsfrægum listamönnum eins og Richard Serra, Donald Judd, Roni Horn og Richard Long er hing- að hafa sótt við að markaðssetja sig betur erlendis. Þetta listræna samneyti — við höldum að þeir séu bara að aumka sig yfír okkur, primitívu eyjarskeggjana sem eiga ættir að rekja til kollúsugra víkinga og tala óskiljanlega tungu, þó við- skiptin hafi ekki verið þeim síður í hag — kemur reyndar ekki mikið fram í því sem þeir gera. Engu að síður styrkir það ímynd listamann- anna á sjálfum sér og gæðir verk þeirra ósýnilegum hjúp dulúðar og framandleika sem gengur vel ofan í liðið í London og New York, aðal- lega vegna þess að enginn veit neitt um landið). Löngunin eftir því að öðlast „hreinan skilning" og „ómengaðan tjáningarkraft“ hélt áfram hjá fauv- istunum, Der Blaue Reiter-hópnum, Klee, Picasso, frönsku púristunum og ffeiri grúppum, þar á meðal dada og súrrealistunum, nema hvað í þetta sinn sóttu listamennirnir andagift sína í „ferskan prímití- visma“ Afríku. Japanisminn var þess vegna ekki einungis skammsæ tískubóla, heldur mikilvægur trúar- þáttur í frumstæðislofsöng nútíma- listarinnar, sem og menningarpóli- tík Vesturlanda. Höfundur er listfræðingur og starfnríNew York ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari tyllti niður fæti hér á landi í síðustu viku og hélt tón- leika í íslensku óperunni ásamt Love Derwinger píanóleikara. Áshildur hefur undanfarin miss- eri verið búsett í París hvaðan hún fer víða og heldur tónleika. r Ashildur hefur á síðustu árum vakið mikla at- hygli fyrir flautuleik sinn, persónulega túlkun og heillandi sviðsframkomu á tón- leikum. Fyrir tveimur vikum kom út annar geisladiskur hennar á veg- um Intim Musik í Svíþjóð þar sem hún leikur verk fyrir flautu og píanó eftir fímm 19. aldar tónskáld, ásamt sænska píanóleikaranum Love Derwinger. í febrúar er svo annar diskur væntanlegur þar sem Áshildur leik- ur ásamt kammerhljómsveitinni í Norrköping, barokktónlist eftir Franticek Benda og C.P.E. Bach. „Þessi tónlist liggur á mörkum bar- okks og klassíska tímans og er eins konar framúrstefnutónlist síns tíma,“ segir Áshildur. Hún segist ekki hafa komið fram á einleikstónleikum hér heima í a.m.k. tvö ár, en hún er greinilega ekki ein af þeim sem leggur slíkt vándlega á minnið, ,jú, ég spilaði flautukonsert Mozarts með Sinfón- íuhljómsveit íslands". Það mun hafa verið 1990. Aðspurð um það helsta sem hún hafi verið að gera undanfarið svar- ar hún: „Ég spilaði á tónleikum í London á mánudaginn, 23. nóvem- ber, á norrænu listahátíðinni og svo lék ég fyrir nokkrum vikum flautu- konsert með The London Region Symphony Orchestra. Ég hef líka verið á tónleikaferðalagi um Svíþjóð ásamt Love Derwinger píanóleik- ara. Ferill Áshildar til þessa er glæsi- legur. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík að- eins 17 ára gömul og hélt þá til Bandaríkjanna þar sem hún stund- aði nám við New England Cons- ervatory of Music en síðan við hinn „Þetta er safn 26 íslenskra sönglaga sem við Jónas Ingi- mundarson tókum upp fyrir rúmu ári síðan heima á Islandi,“ segir Gunnar Guðbjörnsson te- nórsöngvari um nýútkomna geislaplötu þeirra félaga. Fyrir ári síðan kom út geislaplata þar sem þeir Jónas og Gunnar fluttu söngljóðaflokkinn Malarastúlk- una fögru eftir Schubert svo þetta er önnur geislaplatan sem þeir hljóðrita saman. að var ákveðið að á þess- ari plötu yrðu eingöngu íslensk sönglög og jafn- framt að láta þau gefa yfírsýn yfír dálítið tímabil í íslensku tónlistarsögunni. þarna eru því sön- glög eftir 2-3 kynslóðir tónskálda, frá Sigfúsi Einarssyni og Sigvalda Kaldalóns, til Atla Heimis og Þor- kels,“ segir Gunnar. „Mörg laganna eru vel þekkt, eins og t.d. Draumalandið, Lindin og Þú eina hjartans yndið mitt, en önnur eru sjaldheyrðari og hafa jafnvel eki verið hljóðrituð áður,“ segir Gunnar. Gunnar er sem kunnugt er fast- ráðinn við Ríkisóperuna í Wiesbad- en í Þýskalandi og hefur nýlega endurnýjað samning sinn þar til - segir Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari þekkta Julliard School of Music og lauk þaðan námi 1988. Hún hefur síðan haldið áfram námi undir handleiðslu Thomas Nyfengar og Alain Marion við TónlistarháskóL ann í París (Paris Conservatoire). Hún lýkur þaðan prófgráðu nú í desember. Áshildur hefur marg- sinnis unnið til verðlauna í keppni flautuleikara og haldið einleikstón- leika í Bandaríkjunum, Mexíkó, Frakklandi, Svíþjóð, Englandi og víðar, að íslandi ógleymdu. Tvö þekktustu verkin á Undine, geisladiskinum nýútkomna, eru Trockne Blumen tilbrigðin fyrir flautu og píanó eftir Schubert og „Undine" Sónatan op. 167 eftir Reinecke. Þá er þar einnig að fínna Suite de Trios Morceaux eftir God- Gunnar Guóbjörnsson tenórsöngvari ó geislaplötu Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari. tveggja ára. „Það er gott að vera hérna og eftir því sem ég er hér lengur gefst meira svigrúm til að ard og Romnance eftir Saint- Saéns.„„Ég valdi þessi verk að mestu leyti sjálf, en þetta eru helstu stóru flautuverkin frá þessu tíma- bili,“ segir Áshildur um efnisvalið á diskinum. Aðspurð um hvað sé framundan þá svarar Áshildur því til að þegar séu ákveðnir tónleikar í Frankfurt ) í Þýskalandi, síðan nokkrir tónleik- ar í Svíþjóð ásamt Kammersveit Norrköping í tengslum við útgáfu geisladisksins í febrúar, „það er Iíka búið að bóka tónleika í París í apríl og næsta vor í London og kannski eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu," segir hún. Áshildur segist ekki eiga von á því að miklar breytingar fylgi í kjöl- far námslokanna nú í desember, enda hefur hún þegar skipað sér sess sem framúrskarandi einleik- ari.„Ég held bara mínu striki og framtíðin er alltaf stórt, spennandi spurningarmerki." taka að sér verkefni annars staðar; ég hef haft nokkur tækifæri tií þess í_vetur og er bjartsýnn á að slíkum tækifærum fjölgi," segir hann. í nóvember hélt Gunnar tvenna tónleika í London, hinir fyrri voru hátíðartónleikar í Wigmore Hall tónleikahöllinni, til að fagna end- uropnun hússins eftir endurbætur og breytingar sem staðið hafa yfír í 18 mánuði. „Það var mjög gaman að vera boðið að taka þátt í þessum , tónleikum. Þarna komu fram 16 söngvarar sem flestir eru vel þekkt- ir, t.d. Margret Price og Sarah Walker, og tónleikunum var útvarp- að beint af BBC ríkisútvarpinu. Við Jónas héldum síðan tónleika þann 27. nóvember í Wigmore Hall og okkur var mjög vel tekið og ekki annað að fínna en áhorfendum lík- aði vel. Gunnar er þessa dagana önnum kafínn við söng í Wiesbaden og segist núna vera að æfa hlutverk í óperettunni Vogelhándler eftir Zell- er sem frumsýnd verður þann 19. | desember. „Eftir áramótin verð ég með óperettutónleika og ljóðasöng- kvöld og bind einnig vonir við að syngja hlutverk Taminos í Töfra- flautunni hér í Wiesbaden,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngv- ari. Evrópskir mólarar, sem héldu að þeir væru að I é lónaðar hugmyndir fró „ómengaðri" jap- anskri sjónhefð, gerðu því stundum ekki onn- að en að herma eftir sinni eigin listrænu spegilmynd. ÍSLENSK EINSÖNGSLÖG *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.