Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 -- $ r—1 u ; r—i 'j ' ”— •" 1 -- SPENNA OG PINA Paquito Bolino í sínu horni sýningarinnar. Morgunbiaðið/Árni Sæborg Myndasögulistin hefur verið af- rækt á Islandi eins og víða annars staðar. Stafar það ekki síst af erfiðleikunum við að fínna alls- heijar mælistiku fyrir listform sem teygir anga sína til myndlist- ar, bókmennta, kvikmynda og jafnvel til dægurtónlistar en fest- ist aldrei við áhrifavalda sína og losnar því blessunarlega við að draga of mikið dám af þeim. En af þessum völdum umlykur myndasöguna „táknfræðileg óreiða“ sem fælir suma frá henni, meðan aðrir sjá opið ríki mögu- leika. Virkjun þess síðarnefnda er augljós á veggjum Kjarvals- staða um þessar mundir, en þar stendur yfir frönsk-íslensk myndasögusýning er nefnist „Guðdómleg innri spenna og pína“. Er sýningargesti torvelt annað en að hrífast af fjölbreyti- leika myndasögunnar sem þar getur að líta. Hvað er myndasögulist?" er spurt í bók sem gefín er út í tilefni sýningar- innar, og er jafnframt 5. hefti teiknimyndasögublaðsins Gisp!„Strax í upphafi er hægt að gefa einhvers konar bráðabirgða- svar. Árið 1947 kom út bókin„The Comics“ eftir Colton nokkurn Waugh þar sem hann setur fram fyrstu manna skilgreiningu og varð hún víða meðtekin sem grunnur til að byggja á alvarlegar rannsóknir. íjStuttu máli: Myndasagan er tján- ingarform sem þarf að innihalda eftirfarandi frumþætti: Frásögn sem sögð er með samfelldri röð mynda, samhangandi „hlutverk" persóna" frá einni röð til annarrar og samtöl og/eða texta innan myndanna. Því miður gerðu Waugh og læri- sveinar hans sér ekki grein fyrir mikilvægi þessarar uppgötvunar. í stað þess að átta sig á að þeir höfðu í stórum dráttum markað útlínur nýs listforms, sem samkvæmt því kallaði á algjörlega nýja staðla, reyndu þeir að fella það að eldri og ósamrýman- legum formum. Það kemur því ekk- ert á óvart að þetta hugmyndalega „frávik" leiddi höfund sinn út í fag- urfræðilegan glundroða.“ Og síðar segir: „Skilgreiningin hér að ofan felur ekki í sér skilning á innsta eðli myndasagna, ekki frekar en formúlan fyrir „pí“ felur í sér skiln- ing á eðli hringsins. En hana er hægt að nota sem verkfæri sem getur komið að ómetanlegu gagni.“ Þetta verkfæri kemur þó að__ litlu haldi þegar myndútfærsla Paquito Bolino, sem var einn fjögurra gesta sýningarinnar, er skoðuð. Einhver heildarsvipur virðist lifa milli mynda, en torséð frásögn með „samþang- andi „hlutverk" persóna,““ og tal- blaðran víðfræga er fjarri góðu gamni. Myndir Bolinos eru þar að auki eins fjarskyldar þeim nostur- samlegu unnu teikningum, sem ís- lendingar kannast við úr flestum myndasögum sem rekur á okkar strendur, og hugsast getur. Það er frekar sem hann skrái sprengingu á sama tryllingslega andartaki og hún á sér stað. Myndimar eru ofsafengið afsprengi hluta er aldrei átti að leiða saman til sængur. Lýsingin á honum sem birtist í 5. heftinu virðist nærri- lagi:„Paquito Bolino lætur sig litlu varða þægar myndasögur og heldur sig lengst frá þeim af öllum úr hópn- um. Hann er jarðýtan, maðurinn sem talar minna en flestir og framkvæm- ir þeim mun meira." Expressjónískar myndasögur Bolino er frá bænum Aigus-Mort- es við Miðjarðarhaf, en býr nú í París. Hann hefur gert hreyfimynd- ir, plötur, plötuumslög og fjölmargar bækur, ýmist einsamall eða með öðrum. „Ég held að verk mín séu nokkurs konar blanda af teikni- myndasögum og expressjónisma," segir Bolino þegar ofsi mynda hans berst í tal, „en þó í einhveijum tengslum við sama naívismann og fjörgamlir menn iðka í krummaskuð- um. Þegar ég er staddur í S-Frakk- landi reyni ég að heimsækja smábæ- ina og hitt gamla naívista sem hafa aldrei séð eða heyrt getið um mynda- sögur. Sá síðasti sem ég kynntist af þeim toga var 75 ára gamall og skildi teikningar mínar athuga- semdalaust, við reyndumst tala sama tungumálið. Á sama tíma ger- ist það að ég fæ ekki inngengt hjá sýningarsölum því þeir segja; þetta er ekki myndlist, þetta eru mynda- sögur. Og þegar ég fer til útgefenda myndasagna segja þeir; þetta eru ekki myndasögur, þetta er myndlist. Ég er því í úlfakreppu." Bolino lærði í virtum skóla á sínu sviði í Frakk- landi, École des Beaux Arts í sveita- borginni Angouléme, er hefur verið kölluð myndasöguborgin. Þar er ár- lega haldin myndasöguhátíð mikil Myndir Bolinos eru eins f jorskyldor þeim nostursomlegu unnu teikningum, sem ís- lendingor konnost við úr f lestum myndosög- um sem rekur ó okkor strendur, og hugsost getur. Þnð er frekar sem honn skrói sprengingu sem dregur til sín flesta þá er bendl- aðir eru við miðilinn í Frakklandi og viðar, og nefnist Salon Intemat- ional de la Bande Dessinée d’Ango- uléme. Bolino og fleiri myndasögu- listamenn í svipaðri aðstöðu hafa sýnt verk sín í borginni meðfram hátíðinni í von um að vekja áhuga valdhafa í greininni. „Við höfum haldið margar sýningar í krám og verslunum, en forkólfar í mynda- söguiðnaðinum létu ekki sjá sig. í upphafi 9. áratugsins naut mynda- sögulistin mikils fylgis og fyrirtæki og menningarstofnanir stóðu fyrir kynningum á henni og sýningum, áformuðu hreyfimyndagerð og tíma- rit og blöð birtu myndasögur. En afleiðingar átaksins urðu aðrar en ætlað var. Frá 1985 selja aðeins fáeinar stjörnur verk sín og það háu verði, þeir geyma nýju verkin sín og selja hin gömlu fyrir fáranlegar fjárhæðir. Þetta biýtur gegn eðli myndasögulistarinnar eins og ég skil hana. Ég lít á myndasöguformið sem list fyrir fjöldann vegna þess hversu aðgengileg hún er, auðvelt að fjölfalda og vegna þess að hana má nálgast í næstu bókabúð. Ég get tekið dæmi af mínum heimaslóðum, þar sem hvorki voru söfn né sýning- arsalir, en bókaverslanirnar seldu bækur sem komu mér í kynni við flest allar liststefnur og listamenn. En þegar afurðir myndasögulistar- innar eru verðlagðar á sambærilegan hátt og hefðbundnar listir, er listin fyrir fólkið einungis aðgengileg fá- einum útvöldum sem eiga fjármuni. Nokkrir teiknarar beygja sig undir ástandið, herma einungis eftir eldri mönnunum og reyna ekki að brydda upp á nýjungum. Möguleikinn á að koma annars konar verkum á fram- færi er enginn." Úrræði Bolinos er vitnisburður um þann hluta frönsku myndasögunnar sem nærist neðan- jarðar; hann gefur bækur sínar út í sjálfur í u.þ.b. 200 eintökum og sel- ur í annarri af tveimur bókabúðum Parísarborgar sem láta hillupláss undir slíka iðju, eða í einkasölu með aðstoð frönsku póstþjónustunnar. „Ég vil auðvitað fá náð fyrir augum almennings en ástandið er hvarvetna eins í franska listheiminum; hann byggist upp á þekktum nöfnum sem peningamenn eru óhræddir við að veðja á og flagga í sífellu - fólk kynnist því engu nýju. Listgráða mín er gagnslaus því ég get ekki notfært mér hana við markaðssetn- ingu á verkum mínum, eða til að krækja í sambönd við listaklíkurnar sem ráða lögum og lofum.“ Hann segir að sýningu eins og nú standi yfir á Kjarvalsstöðum væri ekki hægt að sjá í Frakklandi. „Sýning sem blandar fordómalaust saman verkum óþekktra og þekktra mynda- sögulistamanna er óhugsandi fyrir- brigði í Frakkalandi dagsins í dag. Þetta er því lærdómsríkt og jákvætt framtak fyrir alla hlutaðeigendur. Meðlimir Gisp! njóta þeirra forrétt- inda að vera fyrstir á litlum mark- aði og geta leyft sér tilraunir. Heima í Frakklandi þyrftu þeir að kljást við svipaðar kringumstæður og við og fengju ekki útgáfu. Þeir þurfa hins vegar að opna tímaritið fyrir alls kyns list, jafnt neðanjarðar- straumum og opberri list, því bijóta þarf múra þarna á milli svo að fólk meti alla list á sama grundvelli.“ SFr Morgunblaðið/Kristinn Fordyri sýningarinnar „Guðdómleg innri spenna og pína“ skreytt fyrir opnun, f.v. Þórarinn B. Leifsson og Halldór Baldursson kijúpa, en uppréttir eru Bjarni Hinriksson, Þorri Hringsson og Jóhann L. Torfason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.