Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 4

Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Þráhyggj a eftir Súsönnu Svavarsdóttur Þjófur og hundar. Höfundur: Nagíb Mahfúz. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Útgefandi: Setberg. Sögusviðið er Kaíró; sá hluti borg- arinnar sem geymir uppreisnarmenn, þjófa og bófa og sagan hefst þar sem atvinnuþjófurinn og uppreisnarmað- urinn Saíd Mahran gengur út í frels- ið. Eftir íjögur löng ár í fangelsi getur hann loksins náð fram hefnd- um. Saíd telur sig eiga óuppgérðar sakir við fyrrum undirtyllu sína, Ilj- ish, og fyrrum eiginkonu sína, Nabavíju. Hann telur þau hafa svikið sig, leikið uppljóstrara, til að koma sér í fangelsi. Þau hafa gengið í hjónaband og hafa dóttur Saíds, Sönu. Hefndarþorstinn sem Saíd hefur magnað í þau fjögur ár sem hann hefur dvalist innan fangelsis- múranna er orðinn svo mikill að öll skynsemi hefur vikið. Saíd gengur beint á fund þeirra. Mörg vitni verða að þeim fundi, þar sem hann hittir Iljish og Sönu, dóttur sína, sem þekk- ir hann ekki aftur, en Nabavíju sér hann ekki. Saíd reynir að vera róleg- ur en tekst það illa og öllum viðstödd- um er ljóst hver hugur hans er. Hann ákveður að koma aftur seinna til að drepa þau Iljish og Nabavíju og taka Sönu með sér. Saíd er blindur af reiði, aðeins þessi eina hugsun kemst að í kollin- um á honum og hann gleymir því að með honum er fylgst, þar sem öllum er hefndarhugur hans ljós. Hann gefur sér engan tíma til að hugsa um það hvernig hann ætlar að drepa hjúin, enda var hann þjóf- ur, ekki morðingi. Á umliðnum fjór- um árum hefur hann ryðgað í fagi sínu og er orðinn klaufskur við inn- brotin. Hann brýst ekki lengur inn til að auðgast, heldur tjl að ná fram hefndum. Spor hans eru sýnileg og hringurinn utan um hann þrengist stöðugt. Eina athvarf Saíds er hjá gömlum trúarleiðtoga, sem sér í gegnum hann og reynir að fá Saíd til að hverfa frá áformum sínum með því að slá fram trúarlegum sannleik- skomum — en það verður eins og að hella olíu á eid. Áður en yfir lýkur hefur Saíd myrt tvo menn. Menn sem áttu ekk- ert sökótt við hann og voru fyrir til- viljun á þeim stað sem Saíd hafði ætlað 'að fórnarlömb sín yrðu. Og um það snýst hugur hans hraðar, hring eftir hring. Er það ekki ein- mitt morð, þegar maður drepur án ástæðu, án gildra raka. Honum hefði verið fyrirmunað að líta á drápið á Iljish og Nabavíju sem morð. Þetta er árans vel skrifuð saga, þar sem þráhyggju manns er fylgt mjög nákvæmlega eftir. Hugur glæpamannsins er rækilega skoðað- ur; hvernig siðferðismat hans brotnar niður; hann er þjófur, en lítur á það sem atvinnugrein fremur en glæp- samlegt athæfí. Eftir.að hann myrð- ir fyrsta manninn er honum ekki rótt og hann fer í felur; honum fínnst hann í rauninni hafa drýgt glæp. Þegar Saíd myrðir seinni manninn sveiar hann nánast viðkomandi fyrir að vera fyrir sér. Hann gerir sér mjög óljósa grein fyrir því sem hann hefur gert; fínnst jafnvel heiður að vera forsíðufrétt dagblaða. Hann hefur loksins öðlast frægð og hann leitar Iljish og Nabavíju enn, þótt hann hafi ekki hugmynd um hvert þau hafí flúið. Gleðikonan Núr skýt- ur yfír hann skjólshúsi. Hún elskar hann og ást hennar er fölskvalaus, en Saíd kánn ekki að meta hana. Nagíb Mahfús Lífið er honum einskis virði á meðan Iljish og Nabavíja eru á lífi. En hugs- unarháttur hans verður ruglings- legri, áætlanir óraunhæfari og mögu- leikar hans þverrandi. Þjófur og hundar er spennandi saga og einkar skemmtilega fléttuð. Mahfús veltir fyrir sér ólíku gildis- mati: Gildismati brenglaðs einstakl- ings sem er á skjön við gildismat samfélagsins. Og hvað er ást? Saíd elskar Nabavíju sem hefur svikið hann, en sér ekki Núr sem vill allt fyrir hann gera. Og vináttan. Gamli trúrarleiðtoginn er sannur vinur, en Saíd leiðist hann og leitar í hóp sinna líka, sem hafa einungis eigin hags- muni í heiðri og munu svíkja hann af minnsta tilefni. Og vegna þess að Saíd leitar í fólk sem er á skjön við öll samfélagsgildi hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að menn séu hundar. Hann gerir sér enga grein fyrir því að í honum sjálfum er dýr- seðlið ríkast. Það vakna upp ótal spumingar við lestur þessarar vel skrifuðu bókar sem fjallar um ástina og vináttuna, traust, svik, sekt, sakleysi, glæpinn og refsinguna. Málfar á þýðingunni er prýðilegt, ruglingslegur og óra- kenndur hugarheimur Saíds kemst vel til skila, svo og það heita og þurra andrúmsloft sem yfir sögunni svífur. Gildir einu hvaðan lagt er upp eftir Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn frá Hamri: Sæfarinn sofandi. Iðunn 1992. „Mér er í mun að setja heiminn saman“, yrkir Þorsteinn frá Hamri í nýrri ljóðabók sinni, Sæfaranum sofandi. Skáldið veit að þetta „lukkast" ekki oft, en það má reyna. Meðal þess sem augun skoða er það „sem ' bezt ég hugði samið og sagt“. Eftir að brýr og himnar hafa verið byggð- ir sér skáldið sig standa í sporum minningasafnara, grunsmiðs skelf- inga og vonarsonar. Hér er vikið að hlutverki eða öllu fremur aðstæðum skálds. Þorsteinn frá Hamri yrkir um tilvist okkar í öfugsnúnum ' og tíðum ógnandi heimi. Um leið brúar hann bilið milli hins liðna og samtímans, teflir fram gömlum verðmætum í því skyni að herða okkur. í þessu öllu er fólgin von þótt dimmt sé og æ myrkara gerist í ljóð- heimi skáldsins sem er umhverfi bemsku og fullorðinsára. Sæfarinn sofandi er búinn ýmsum bestu kostum Þorsteins sem skálds og þótt hann komi ekki á óvart með bókinni vinnur hann hægt og hægt Þorsteinn frá Hamri á, færir út landamæri og stækkar sviðið. Ég hef verið spurður að því af erlendu bókmenntafólki hvers vegna Þorsteinn frá Hamri yrki svo mikið um sveitina, landið frekar en borg- ina. Þorsteinn verður naumast kall- aður borgarskáld þótt hann hafi ort um borgir og vissulega skiptir mestu Draumur verður martröð Tröllakirkja eftir Inga Boga Bogason Ólafur Gunnarsson: Tröllakirkja. (279 bls.) Forlagið 1992. Ritferill Olafs Gunnarssonar spannar nú orðið 22 ár, bækurnar orðnar 12, flestar skáldsögur. Á áttunda áratuginum var það algengt að höfundar hæfu feril sinn með ljóðabókum, síðan fylgdu skáldsögur. Ferill Ólafs er sam- kvæmt þessu; árið 1970 kom út fyrsta verk hans; Ljðð, og sex árum síðar kom út ljóðabókin Upprísan. Árið 1977 hóf Ólafur svo feril sinn sem sagnaskáld með Hrognkelsunum. Ári síðar birtist stærsta og mikilvægasta verk hans fram til þessa, Milljón pró- sent menn, sem fjallar um heim fjármála og skrautlegs mannlífs. ILjóstolli (1980), sem er eitt besta verk Ólafs, er höfundi töluvert niðri fyrir. Lýsingar á sjúklegu sálarlífí og ótrúlegum ofbeldis- athöfnum eru þræddar í næma þroskasögu drengs og verða fyrir vikið óhuggnanlegri en ella. Næstu sögur Ólafs, Gaga (1984), Heilagvr andi og englar vítis (1986) og Sögur úr Skuggahverf- inu (1990), eru gjarnan ofnar furðum og vísindaskáldskap; landamæri raunveruleika og ímyndunar — hins mögulega og ómögulega — týnd í þokunni. Tröllakirkja er saga um drauma sem ekki rætast. Hún gerist í Reykjavík árin 1953 til 1955 og fylgir að mestu Sigurbirni og fjöl- skyldu. Sigurbjöm hefur lært arki- tektúr í Danmörku, rekur eigin arkitektastofu og hafði náð svo langt að vinna á skrifstofu sjálfs húsameistara ríkisins. Draumak- astalamir em margir en einn þeirra, Vöruhús Reykjavíkur á Vitatorgi, ætlar hann að reisa í samvinnu við vin sinn og félaga, Guðbrand snikkara. Hátt flug fylgir stómm draumum svo að fallið verður mikið þegar kaldur og hrár vemleikinn blasir við; eng- inn vill kaupa húsið. Sigurbjörn er óvenjulegur maður. Tröllslegir draumarnir teyma hann að mörk- um hins sjúklega, og reyndar út fyrir þau. Sinnisveikin tekur að hijá hann, jarðsamband hans verður lausara eftir því sem líður á söguna. Synir Sigurbjamar, Þórarinn og Helgi, eru andstæður. Þórarinn, sem er eins konar kolbítur, er á margan hátt vanmáttug persóna eins og faðir hans. Örlögin reyn- ast honum andsnúinn, hann verður t.d. fyrir fólskulegu ofbeldi. Helgi er hins vegar víkingur 20. aldar- innar, fer til útlanda og verður frægur atvinnumaður í knatt- spyrnu. Tröllakirkja er harmsaga ein- staklinga og fjölskyldu. Hún er saga um brostnar vonir og drauma sem ekki rættust. Stíll sögunnar er hægur og margorður (þótt ann- að sé sagt á bókarkápu), oft laun- fyndinn. Þótt frásögnin sé hæg er hún fjarri því að ofskýra at- burði og persónur. Fremur er látið að ýmsu liggja og eitt og annað gefíð í skyn. Segja má að í þessu Ólafur Gunnarsson sé bæði fólginn styrkleiki og veik- leiki; úrdrátturinn byggir upp spennu og eftirvæntingu sem orð- flæðið dregur síðan aftur úr. Þeg- ar dramatískir atburðir eiga sér stað á frásögnin það til að vera sposk, jafnvel háðsk. Sigurbjörn lýgur sig inn á heimili Ketils — þess sem misþyrmdi Þórarni — sem fulltrúi slökkviliðsins. Hér takast á í frásögninni hið drama- tíska og hið kímilega. Sigurbjörn er ekki viss um á þessari stundu hvort hann er kominn til þess að drepa Ketil eða að frelsa sálu hans: Sigurbjörn sagði með myndug- leika: [...] Vindstaðan gæti breyst, eldhafið er óskaplegt og mönnum er enn í fersku minni þegar mið- bær Reykjavíkur brann í apríl 1915. Ástandið er ekki ólíkt því og þá var. Öngþveiti! — Hér á allt að vera í besta lagi, sagði Ketill og setti upp for- vitið og feginsamlegt fas yfír fréttinni. — Já, hleyptu mér inn maður minn, ef þú vilt vera svo vænn. Við þess götu eru fleirí hús, ég hef í ýmsu að snúast. Ketill opnaði dyrnar og hleypti Sigurbirni framhjá sér. Sigurbjörn var meðvitaður um líkama Ketils þegar hann klofaði hjá og varð hugsað til Þóraríns. Heiftin reið yfir hann eins og hávaðarok. í Tröllakirkju má heyra ýmsa tóna úr fyrri verkum Ólafs. Stór- kostlegum karakterum svipar til þeirra í Milljón prósent mönnum, hér eiga sér stað frámunalega sorg- legir atburðir svipað og í Ljóstolli og geðveikislegt andrúmsloftið í Gaga og í Sögum úr Skuggahverf- inu svífur yfir. Sé haldið áfram með samanburðinn má halda því fram að hér sé á ferðinni ekki síð- ur metnaðarfullt verk en Milljón prósent menn og Ljóstollur — þó með stórri undantekningu. Frásögnin í Tröllakirkju er víða dramatísk enda fjallað um mann- líf sem á skýlaust erindi í bók. Stíllinn er sterkur og sérstakur. Samt hefur þessi saga áberandi galla sem mér sýnist fyrst og fremst felast í byggingu hennar. Margt gerist á milli spjaldanna án þess að slíkt sé undirstrikað með nægilega frumlegri fléttu eða þannig að lesandanum komi at- burðirnir beinlínis á óvart — eða við. Framvindan er of eintóna; söguhraðinn of jafn og frásögnin of átakalítil (þótt söguefnið sé fullt af átökum). Stundum les maður ákveðinn kafla eingöngu til þess að sjá hvort ekki það gerð; ist sem einmitt hlaut að gerast. í hreinskilni sagt skortir að læða þeím þáttum í bygginguna sem vekja spennu, áhuga, samkennd og forða því að maður leggi bók- ina frá sér. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.