Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 C 5 Myndskreyting eftir Dalí. máli hvernig ort er. Kannski svarar Þorsteinn þessu best sjálfur með ein- kunnarorðum fyrsta hluta Sæfarans sofandi sem sótt eru til Parmenídes: „Mig gildir einu hvaðan ég legg upp: ég kem þangað aftur.“ Ljóðið Pjölvi, eitt af forvitnileg- ustu og skemmtilegustu ljóðum bók- arinnar, hefur líka sitthvað að leggja til fyrrnefndrar umræðu: í dag er ég að rilja eitthvað upp hérna heima við, í gær sveimaði ég um Suðurland Njálu, í fyrragær kvaddi ég hinztu kveðju aldraðan frænda minn og sveitunga í feðrabyggð; einhvemtíma löngu fyrr skrölti ég gegnum Ukraínu og kvað þá ljóð um krákumar sem sátu hrumar í hríslum uppi yfír mosavöxnum skotgröfum; haust var að því sinni — og vist er að allmiklu fyrr og oftar en hér segir hefur veröldin virzt mjög við aldur. Hér kallast á íslenskur veruleiki og útiönd. Það er kyrrð yfir ljóðinu, varla nokkuð að gerast, að minnsta kosti á yfirborðinu. Að skoða sögu- svið Njálu og fylgja öldruðum sveit- unga til grafar telst ekki til tíðinda. Hvemig Úkraína tengist þessu fá- sinni er aftur á móti erfiðara að koma auga á. Og þó. Krákurnar þar eru orðnar hmmar eins og frændinn hefur líklega verið og skotgrafir eru með sínum hætti grafir. Haustlegt er ljóðið og veröld þess við aldur. Svo má velta því fyrir sér hvort komi til greina að ljóðið fjalli um þjóðfélagsbreytingar í Sovétríkjun- um fyrrnefndu. Jafnframt því sem Þorsteinn frá Hamri horfir inn á við, lítur í eigin barm, er samfélagið og samtíminn aldrei langt undan hjá honum. Sjálfsgagnrýnin er líka ádeila á þá mynd samtímans sem við blasir og gæti falist í eftirfar- andi línu úr ljóðinu Það: „Manninn vantar!" Eitt af því sem Þorsteinn grípur til í því skyni að gera ljóð sín beitt- ari og oft áhrifaríkari er háð og laun- fyndni. í Sögum heyrir skáldið í vél úti fyrir „sem mig grunar að hingað sé komin heit og móð/ til að púa inn um gluggann minn/ nýjustu fróð- leikskornum allra sólna sögu!“ Kald- hæðnin er markviss í lokalínunum: „Nú er á að líta/ hvaða líf mér vit- rast í reyk.“ Sæfarinn sofandi er mjög jöfn bók og ágætlega byggð. Hún einkennist af því sem löngum hefur prýtt skáld- skap Þorsteins frá Hamri: vand- virkni, fágun, fögru málfari. Auk alls þessa er efinn á sínum stað. Ekki er aðeins spurt spurninga um tilvist okkar allra, heldur freistað að komast til botns í því sem setur svip á umhverfí mannsins og gjörð- ir, mótar hann. Nóttin sem skellur á í síðasta ljóð- inu er alvöru nótt, en til eru verri teikn en það myrkur sem hún ber með sér og þau sýnist mér skáldið óttast meir. Með daufri peru eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Ingmar Bergman: Töfralampinn. Sjálfsævisaga Jón Þ. Þór íslenskaði Útg. Fjölvi 1992 Ingmar Bergman er auðvitað heimsfrægur maður, hann hefur ekki síst átt sinn þátt í að koma Svíþjóð á kvikmyndaheimskortið. Framan af ferli hans var hann umdeildari en síðar varð, margar mynda hans þóttu óskiljanlegar í allri sinni dulúð.og fullar af táknum sem vöfðust fyrir mörgum að fá botn í. Smám saman lærðu menn að meta verk hans og varð hann aðgengilegri í seinni myndum sín- um. Og á endanum komst hann svo í tísku og sjálfsagt hefur hann haft áhrif á ótal unga kvikmyndagerðar- menn bæði með vinnulagi og túlk- un. í myndum sínum notar hann óspart atburði úr eigin lífí, svo sem Fanny og Alexander sem var sýnd hér á jólum fyrir allmörgum árum, konum sem á vegi hans urðu í einkalífinu skaut upp í myndum hans og einkabréf honum 'skrifuð birtast í myndum hans í hans eigin túlkun og útleggingu, náttúrlega. Maðurir.n hefur þótt að mörgu leyti ráðgáta þrátt fyrir allar sínar af- hjúpanir um sjálfan sig og því mætti ætla að sjálfsævisaga hans sé forvitnilegur lestur. Og það er hún á margan hátt. Þó ekki væri nema vegna þess að hann telur sig hafa átt miklu skemmtilegri bernsku og æsku en má draga ályktanir af myndum sem vísa til þessa tíma í lífi hans. For- eldrar hans, einkum faðir, eru svo sem ekki strangari en gerðist og Ingmar Bergman gekk hjá siðavöndum embættis- mannafjölskyldum á uppvaxtarár- um hans. Og það er alltof mikið sagt á kápu að hann hafi hatað foreldra sína. Altjent las ég það ekki út úr sögunni. Ég las heldur ekki út úr sögunni þessa gríðarlegu heift sem þar segir að hann hafí borið til bróður síns og enn er það rangt að bróðir hans hafi framið sjálfsmorð. Hann mun hafa gert tilraun til þess en ekki tókst hún og þessi sami bróðir heimsækir Ingmar kominn nærri sjötugu, aft- arlega í bókinni. Það síðastnefnda, þ.e. sjálfsmorð bróður hans, eru furðuleg mistök hjá útgefanda og ekki til sóma. Ingmar Bergman segir ekki ævi- sögu sína í neinni skipulagðri tíma- röð, hann hverfur þegar minnst varir aftur til fortíðar eða fram í tímann, sagan minnir um sumt á kvikmynd, sem er klippt fram og tilbaka og er oft jákvæt en stundum misheppnast klippingin og ruglar lesanda í ríminu. Margt er fýsilegt aflestrar og maðurinn sjálfur kemur oft á óvart. Það kemur m.a. á óvart hversu skattamálaþras við sænsk yfírvöld í nokkur ár, fékk á hann, hversu uppnæmur hann er, þessi frægi maður, fyrir því að hitta sér enn frægara fólk eins og Chaplin og Gretu Garbo. Samt kom mér óþyrmilegast á óvart að bók lesinni að mér fannst ég vita tiltölulega lítið meira um manninn eftir hana, hann heldur íjarlægð sem er ekki gott að skil- greina, hleypir ekki að sér þó svo að manni fínnist hann hreinskilinn og einlægur. Og hvað maður verður almennt litlu nær um kvikmynda- gerð hans. Síðast en ekki síst að manni er eiginlega alveg sama. Þýðingin er afleit, notkun eignar- fornafna heilu síðurnar er hvimleið eins og „hár hennar stuttklippt ... munnur hennar var langur.. augu hennar voru ljósblá, axlir hennar ... kjóll hennar hafði upphaflega verið blár ...“ og svo framvegis. Sögnin að „staðsetja" í ýmsum myndum ríður húsum og orðfæri þýðanda er of fátæklegt, t.d. er einlægt ver- ið að rétta mönnum eyrnafíkju í bókinni. Það hefði verið kjörið að reka því kinnhest eða slá það utan undir líka, svona til tilbreytingar. Þýðingarbragðið er of sterkt alla söguna og skemmir áreiðanlega mikið fýrir texta sem ég hugsa hafí verið langtum safaríkari á sænskunni. V íravirki líkinganna eftir Erlend Jónsson Baldur Gunnarsson: GRANDA CAFÉ. 218 bls. Fjölv- aútgáfa. Reykjavík, 1992. Bók þessa má vel færa í já- kvæða dálkinn. Þó með ýmsum fyrirvara. Höfundur er hugmynda- ríkur, vafalaust vel lesinn í bók- menntum, notar alla þá breidd málsins sem hægt er að koma við í sögu af þessu tagi og setur verk sitt saman af þónokkru hugviti. Granda café er bók sem byggð er upp af talsverðri kunnáttu og sam- svarandi metnaði. Stíllinn er víða tilþrifamikill. Á hinn bóginn má svo segja að höfundurinn sjáist ekki alltaf fyrir í kappi sínu. Lík- ingar hans, sem eru miklu fleiri en þúsund og ein, eru sumar snjall- ar, aðrar orka tvímælis og enn aðrar mega teljast verulega hæpn- ar. Höfundur leggur sýnilega mik- ið upp úr frumleika; forðast eins og heitan eldinn að feta í spor annarra. Þess vegna lætur hann mann ekki fremja svo hversdags- legt athæfi sem að ganga heldur »leggur hann gangstéttarhellur undir hælinn«. Og það skilst að sönnu vel. Hitt er miður auðskilið hvað átt sé við með súrsuðu glotti. Sem dæmi um margslunginn stfl höfundar má taka þessar setning- ar: »Hvað hún er mjóslegin og þunn á vangann með sín uppmjóu hall- andi möstur og fjölgreind stög einsog hörpustrengi, þilförin ljóma frostlega, borðstokkarnir slúta fagurlega milli stafna, seglin slaknaðir náttfiðrildavængir, létti- bátar umkringja lyftinguna einsog belti úr skeljum.« Efni sögunnar má kalla að tek- ið sé upp úr hráu hversdagslífinu: slæpingur, drykkjuskapur, partí, mannleg náttúra og svo framveg- is. Að hætti margra nútímahöf- unda lýsir Baldur tómleikanum sem einkennir svo mjog lífshætti mannsins í samtímanum. »Líf mitt líður hjá, hugsar hann, líf mitt líð- ur hjá og ég tek ekki þátt í því.« En þetta gamla og viðurkennda: persónusköpun og söguþráður? Það sýnist ekki vera þarna neitt aðalatriði, eða svo sýndist að minnsta kosti þeim sem þetta rit- ar. Maður er alltaf að nema staðar Baldur Gunnarsson í lestrinum og spekúlera í málfar- inu, líkingunum, nýstárlegri sam- setningu orða, hrynjandinni og þar fram eftir götunum. Má ekki kalla það að sjá ekki skóginn fyrir tiján- um? Slangurmál, slitur úr öðrun, bókmenntum, myndmál úr dag- lega lífinu, klassísk orðasambönd - allt notar höfundur þetta í sitt fjölþætta víravirki. Sumt hlýtur að teljast léttvægt. Annað felur í sér gnmnmúraða speki, t.d. þessi neyðarlega en um leið bráðsanna lýsing á skapgerð íslendinga: »það er hin þjóðlega list að smyija mont sitt hógværð og miklast af henni á laun.« Ekki er lengur í tísku að spá fyrir ungum höfundum eins og sjálfsagt þótti á árum áður. Þess verður ekki heldur freistað hér og nú. Því Granda café getur vísað til svo margra átta. Höfundurinn er kraftmikill og hugkvæmur en ótaminn. Þessi »ævintýri úr Vest- urhöfninni« mega skoðast sem_ dæmigert byijandaverk. Sýnt er að Baldur Gunnarsson hyggst fremur höfða til áhrifamikilla gagnrýnenda en fyöldans sem les sér til afþreyingar. Ekki er hann einn um það. En hveijar svo sem viðtökurnar verða hefði hann gott af að reyna að enginn verður óbar- inn biskup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.