Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 25 Þann 20. ágúst 1967 efndu Strandamenn til veisluhalda á Hólmavík til að þakka Hermanni Jónassyni fyrir þrjátíu og þriggja ára þingmanns- feril. Við það tækifæri var þeim hjónum fært horn að gjöf, skreytt af Ríkharði Jónssyni. Vigdís og Hermann eru hér með hornið góða. á fjármálaráðherra* að svara gagn- rýni vegna þessara tilteknu erfið- leika. Eysteinn sagði í sinn hóp að erfiðleikamir væru skrifaðir á sinn reikning. Hann væri alltaf stimplaður sem óþokkinn, en hinir ráðherramir fengju heiðurinn af því sem vel vært gert. Ólafur taldi að Eysteini væri ljóst, að hann myndi ef til vill þurfa að víkja úr stjóminni, og líklega yrði hann að vera utan stjómar, en Ólaf- ur bætti við að hann ætti kannski hægast með „að vinna með Eysteini af öllum framsóknarmönnum". Og væri Hermann ekki undanskilinn. Um það bil sem fulltrúar Luft- hansa sóttu hvað fastast að ríkis- stjórninni um aðstöðu á Islandi, sem hefði getað haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir íslendinga hefði hún fengist, stóðu yfir samningaviðræður um myndun samsteypustjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Langri stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins var að ljúka. Seinna gerðu sjálfstæðismenn mikið úr því, að það hefði verið Jón- as frá Hriflu, sem hefði haft forystu um þessa stjórnarmyndun. Sú skoð- un þoiir ekki mikla gagnrýni. Þótt Jónas frá Hriflu væri óumdeildur andlegur foringi framsóknarmanna á þessum tíma, hafði orðið merkjan- leg uppstytta á samvinnu hans og þeirra Hermanns og Eysteins eftir stjórnarmyndunina 1937. Eftir það orðuðu ráðherrar flokksins ástandið þannig, það þeir hefðu formann flokksins „í bandi“. Bæði Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson virðast hafa lagt mikla áherslu á, að það hafi verið Jónas sem myndaði stjóm- ina. Vel má vera að ekkert hefði orðið af stjómarmynduninni hefði Jónas lagst gegn henni og aldrei farið að brosa til hægri til Ólafs Thors. En það er allt annað en að mynda ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokkurinn hafði næst- um samfellt setið í stjórnarandstöðu frá árinu 1927. Þegar Ólafur benti Hermanni á, að þeir sjálfstæðismenn ættu ekki gott með að taka upp stjórnarsamstarf við sósíalista eftir þá árekstra sem orðið höfðu á milli flokkanna á liðnum árum, sleppti hann eðlilega að geta þess að varla þöfðu átökin milli framsóknar- og sjálfstæðismanna verið minni. En hvort sem stjórnarandstaða varir skemur eða lengur gerir litla stoð að ætla að fara að rifja upp hinar pólitísku væringar við stjómarmynd- un. Eins og fyrr segir lagði Hermann Jónasson fjóra möguleika fyrir Ólaf Thors á haustdögum 1938. Frá þeim fundi er óhætt að telja að ráðherrar Framsóknar, þeir Hermann og Ey- steinn, hafi haft forystuna um mynd- un þjóðstjórnar. Ólafur Thors lætur sér tíðrætt um traust og einlægni í pólitískum samskiptum við andstæð- inga, sem voru nú að fara í stjóm með honum, og játar að honum líði beinlínis illa í návist sumra manna, einkum Jónasar frá Hriflu. Þessi spurning um einlægni kom við sögu síðar á stjórnarferlinum. A sama tíma og viðræður um myndun stjómar voru á lokastigi varð ekki dregið að flytja frumvarp um gengið. Leita varð afbrigða frá þingsköpum til að flýta afgreiðslu frumvarpsins. Greidd voru atkvæði um afbrigðin með nafnakalli hinn 3. apríl. A móti því að málið yrði tekið til umræðu þegar í stað voru m.a. þeir Einar Olgeirsson og Héðinn Valdimarsson. Þrír þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sátu hjá, þeir Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson og Sig- urður E. Hlíðar. í viðræðunum við Ólaf andaði heldur köldu frá Her- manni í garð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Voru þar nefndir sérstaklega þeir Gísli Sveins- son og Garðar Þorsteinsson. Þeir hafa eflaust ekki verið fylgjendur þess, að sjálfstæðismenn steyptu sér nú saman við erkifjendur við myndun þjóðstjórnar og hafa ekki verið einir um það. í atkvæðagreiðslu í þinginu um frumvarp um gengisskráningu hinn 4. apríl greiddu átta af seytján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn því. Það voru því fleiri en Garðar, Gísli og Sigurður erfiðir Ólafi Thors á þessum tíma, eða fjórt- án dögum áður en þjóðstjórnin sett- ist að völdum. Næstu daga eftir afgreiðslu geng- isfrumvarpsins stóð í þófi um stjóm- armyndunina, mest út af ágreiningi í Sjálfstæðisflokknum. í viðræðunum um myndum þjóðstjórnar krafðist Sjálfstæðisflokkurinn þess, að því yrði lýst yfir að stefna bæri að ftjálsri verslun og innflutningur á nauð- synjavörum yrði gefinn fijáls eftir því sem hægt væri. Þá vildi flokkur- inn fá í sínar hendur stjóm verslunar og gjaldeyrismála. En Framsókn sat föst við sinn keip og svaraði því til að innflutningshöft væru nauðsynleg eins og nú væri ástatt. Aftur á móti væri rétt að aflétta hömlum jafnóð- um og viðskiptaástand og fjárhagur leyfði. í svarinu voru jafnframt tald- ir upp nokkrir vöruflokkar, sem hægt væri að létta innflutningshöftum af þá þegar. Þá var því hafnað að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi stjóm við- skiptamála. Og við það sat. Loks var svo komið í þessu þófi þann 18. apríl, að Hermann Jónasson gat tilkynnt þinginu, að samkomulag hefði náðst um myndun ríkisstjórnar þriggja flokka. Sú breyting var á orðin, að í stað þriggja ráðherra áður hafði þeim verið fjölgað í fimm. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins í stjóminni voru Ólafur Thors, sem fór með at- vinnumál og samgöngumál, og Jakob Möller, sem varð fjármálaráðherra. Hafði hann þó á Varðarfundi skömmu áður gert sig líklegan til að vera á móti hugmyndinni um þjóð- stjórn. Stefán Jóhann Stefánsson var fulltrúi Alþýðuflokksins og fór með félagsmál og utanríkismál. í ræðu sem hann flutti á þinginu við þetta tækifæri lét hann þess getið, að sam- starf það, sem nú væri að hefjast um stjóm landsins, væri nokkuð með nýjum hætti. Við blöstu erfiðleikar í atvinnuháttum innanlands, en er- lendis væru blikur ófriðar og óvissu á lofti. Þá hefðu einræðisöflin skotið upp kollinum hér á landi eins og annars staðar. Alþýðuflokknum þætti því rétt að gera tilraun til að sameina lýðræðisöflin í landinu. Við sama tækifæri sagði Ólafur Thors, að flokkur hans hefði lagt mesta áherslu á að draga úr innflutnings- höftunum og að fá yfirráð innflutn- ings og gjaldeyrisverslunarinnar í sínar hendur. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson vom fulltrúar Framsóknar- flokksins. Hermann var forsætisráð- herra og fór einnig með dómsmál og landbúnaðarmál. Eysteinn var viðskiptamálaráðherra og fór auk þess með gjaldeyris- og bankamál. í einskonar stefnuræðu, sem Hermann flutti þegar hann skýrði þinginu frá myndun stjórnarinnar, taldi hann upp helstu verkefnin í fjórum liðum. Þau voru: Að efla framleiðslustarf- semina. Að búa þjóðina undir að geta lifað sem mest af gæðum lands- ins, og gera ráðstafanir þjóðinni til sjálfsbjargar ef til ófriðar kæmi. Að sameina lýðræðisöflin í landinu til verndar og eflingar lýðræðinu. Að sameina þjóðina um þann undirbún- ing, sem gera þyrfti í sambandi við framtíðarákvarðanir í sjálfstæðis- málinu. Hét hann á þjóðina að standa saman á erfiðleikatímum innanlands og annars staðar, þegar stöðugt syrti í álinn í alþjóðamálum, „og stríðs- hættan virðist vaxa ört með hveijum degi“. HEIMSKLUBBUR INGÓLFS KYNNIR: CJ PCJ og býbur þér hlutdeild I gæbum heimsins: GULLMA STPÖMDIM OG SILLURHÖFM Puerto Plata á draumaeynni Dómeníku á áöur óþekktu veröi: 1. fl. gisting 4 ****hótel í Edensgaröi viö pálmum skrýdda hitabeltisströnd og ailt innifaliö: Fullt fæöi, íþróttir, skemmtanir, vín, bjór og allir drykkir ómældir. Ótrúlegar vibtökur! Helmingur sœta seldist á 2 dögum. Hvergi færöu annað eins fyrir peningana: 9 dagar (8 nætur) — abeins kr. 88.900 (Frá kr. 75.000.- án fæbis) í tvíb. og allt innifalið: Allar máltíðir, allir drykkir áfengir og óáfengir, íþróttir, skemmtun, sælkeralíf í paradís viö pálmum skrýdda hitabeltisströnd. ; Viöbótarvika: I Aöeins kr. 27.500 — allt innif. nema flugvallask. «■■■■■■ ■BHWWBWBHMHBWMWl Á eyjum Karíbahafs ríkir eilíft vor og sumar. í þeirri sumarparadís rætist feröadraumurinn sem flestir þrá. DÓMINÍKA er heillandi heimur, nú kynnt íslendingum í fyrsta sinn. Sögufrægust er hún af eyjum Karíbahafs og flestum fegurri. Verölag þar er samt miklu lægra en annars staöar og meö samningum Heimsklúbbsins aöeins um þriöjungur þess sem algengt er í Vestur Indíum. Óskaveöur: Lofthiti 23—27° C, sjávarhiti 24—25°C. Frábær golfvöllur, úrval veitingastaöa, diskótek, nætur- klúbbur, kynnisferðir um fagurt land og til höfuðborgar- innar Santo Domingo, þar sem saga Nýja heimsins hófst. Feröatilhögun: Flug til New York, gisting. Flug til Puerto Plata og dvöl þar í 1, 2 eöa 3 vikur. Heimflug um New York. . Gamla veröiö (fyrir gengisfellingu) Gildir til 15. desember Janúor 2. -uppselt Janúar 9.-4 sæti laus Janúar 16.-2 sætilaus Janúar 23. - laus sæti Jonúar 30. - 5 sæti laus Febrúar 6.-8 sæti laus Febrúar 13. -uppselt Febrúar 20. - 4 sæti laus Febrúar 27. - 7 sæti laus Nlars 6. - laus sæti Mars 13. - uppselt Mars 20. - 5 sæti laus Mars 27. - 4 sæti laus Apríl 3. - 6 sæti laus Aprfl 10. - fúein sæti Aprfl 17. - Inus sæti Aprfl 24. - Inus sæti HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSTURSTRÆTI17,4. hæð 101 REYKJAVÍMSÍMI 620400»FAX 626S64 TÖFRAR OC LITIR HITABELTIS Á SPÁNARVERÐI og 12 breiddargrábum sunnar en Kanaríeyjar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.