Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 40
JMtrgntitttafeto
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATlfBMAmA) imi vc/n im A D
jflpm Bi Tar m ixirBBP/IUwL / ^>//
!S!
Húsvörður
Staða húsvarðar við Kópavogsskóla er laus
til umsóknar.
Umsóknir skulu berast skólaskrifstofu Kópa-
vogs fyrir 18. desember nk.
Upplýsingnar gefur skólastjóri í síma 40475
og skólafulltrúi í síma 41988.
Starfsmannastjóri.
Markaðsstjóri
I II IsiNNAhf.
REKSTRAR- OQ STJÓRNUNARRÁDQJÖF
Bæjarhrauni 12 Slmi 91-653335
220 Hafnarljöröur Talafax 91-651212
Staða markaðsstjóra hjá JÖFRI HF. er laus
til umsóknar.
JÖFUR HF. sem stofnað var 1946 er um-
boðsaðili fyrir bifreiðar og varahluti frá
CHRYSLER, PEUGEOT og SKODA auk hjól-
barða frá ýmsum framleiðendum, eins og
FIRESTONE og COOPER.
Fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækis-
ins er nýlokið og var hlutafé aukið um 100
milljónir króna. Samhliða fjárhagslegri endur-
skipulagningu hefur verið valin ný stjórn í
fyrirtækinu.
Stefna JÖFURS HF. í sölu- og markaðsmál-
um mun framvegis einkennast af framsækni
og mun fyrirtækið jafnframt veita framúrskar-
andi og hagkvæma þjónustu á öllum sviðum
þar sem gæði ráða ferðinni.
Til þess að framfylgja stefnu JÖFURS HF. í
markaðsmálum er leitað að aðila með frjóa
hugsun sem jafnframt er dugmikill, ósérhlíf-
inn og tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu.
Viðkomandi aðili þarf að hafa góða þekkingu
á markaðsrannsóknum, eiga auðvelt með að
tjá sig í rituðu og töluðu máli og hafa frum-
kvæði að nýjum söluaðferðum. Jafnframt
þarf hann að hafa til að bera þjónustulund,
hafa reynslu í stjórnun og geta unnið í nánu
samstarfi við starfsmenn og viðskiptavini
fyrirtækisins. Markaðsstjóri heyrir beint und-
ir framkvæmdastjóra. Leitað er að aðila sem
hefur viðeigandi menntun og a.m.k. 3ja ára
starfsreynslu. Laun eru samningsatriði.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Með
allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum verður svarað. Þeim,
sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að
ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn
fyrir 18. desember nk. til:
PEUCEOT
Vélavörður
óskast á mb. Eyvind Vopna SN-70 sem gerð-
ur er út frá Vopnafirði. Þarf að geta leyst
yfirvélstjóra af.
Upplýsingar í síma 97-31143.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með aðra
uppeldismenntun óskast til starfa á eftir-
talda leikskóla:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860.
Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Fasteignasala
- sölumaður
Fasteignasala óskar eftir sölumanni til starfa.
Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:
„S - 10148“ fyrir 18. des. nk.
Umboðsmenn -
sölumenn
Ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri
leitar eftir umboðs- og sölumönnum um ailt
land, fyrir alhliða viðskiptabúnað.
Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar
Mbl., merktar: „B - 2310“.
£júkrabúsið í Húsovfk s.f.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa frá ára-
mótum.
Upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir í síma
96-41333.
Frá Menntaskólanum
í Kópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða
kennara á vorönn í ferðaþjónustugreinar
m.a. stjórnun í ferðaþjónustu (8 st.) og ferða-
skrifstofufræði (4 st.).
Upplýsingar gefur skólameistari
í síma 43861.
Skólameistari.
Lögfræðingur
sem hefur nýlokið framhaldsnámi erlendis
óskar eftir starfi. Starfsreynsla og þekking
fyrir hendi. Ýmislegt kemur til greina.
Þeir, sem áhuga hafa vinsamlega sendi svar
til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 18. desember
merkt: „L - 8245.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
FSÍ leitar að hjúkrunarfræðingum til starfa á
26 rúma legudeild strax eða eftir nánara
samkomulagi.
Deildin er almenn hand- og lyflæknisdeild í
tengslum við 4 rúma fæðingadeild. Slysa-
móttaka á kvöld-, nætur- og helgarvöktum
er snar þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga.
Hér er því um mjög fjölbreytt og skemmti-
legt starf að ræða.
Spítalinn er í nýju húsnæði þar sem starfsað-
staða og -andi ertil fyrirmyndar. Hann sinnir
allri almennri sjúkrahúsþjónustu á norðan-
verðum Vestfjörðum og er mjög vel búinn
tækjum. Eftir rúmt ár verður tekin í notkun
nýinnréttuð 25 rúma legudeild og mun koma
til kasta hjúkrunarfræðinga spítalans að
vinna við endurskipulagningu hjúkrunarþjón-
ustunnar og deildaskiptingu í húsinu m.t.t.
hennar.
ísafjörður er aðkomufólki þægileg og þrosk-
andi tilbreyting. Þar losna borgarbúar við
umferðarstapp, kapphlaup við tíma og vega-
lengdir og streituna sem því fylgir. Flestir
þeirra nefna Ifka vingjarnlegra umhverfi fyrir
börn sín og auðveldari samskipti og sam-
band við þau í dagsins önn. Verðurlagið á
ísafirði kemur á óvart, sérstaklega lognstill-
urnar frægu.
Stórbrotin náttúran er við bæjardyrnar. Eitt
besta skíðasvæði landsins er í 10 mínútna
aksturs fjarlægð, stutt í útivistarsvæði við
allra hæfi þ. á m. náttúruperlur Hornstranda
og ísafjarðardjúps og þeir sem stunda veiði-
skap hverskonar á sjó og landi verða ekki
fyrir vonbrigðum.
Öll skólastigin upp að háskóla er að finna á
ísafirði. Þar stendur tónlistarmenntun á
gömlum merg og er lista- og menningarlíf
og félagsstarf í blóma.
Nú, ef fólk vil bregða fyrir sig betri fætinum
eru samgöngur tíðar í lofti, á láði og legi.
Við bjóðum húsnæði og aðstoð við búferla-
flutninga fyrir utan lífsreynsluna sjálfa og
hvetjum þig til að hafa samband og afla þér
nánari upplýsinga.
Hörður Högnason, hjúkrunarforstjóri, sími
94-4500 (heimas. 94-4228),
Rannveig Björnsdóttir, dieldarstjóri, sími
94-4500 (heims. 94-4513).