Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 46
KORFUKNATTLEIKUR / NOREGUR
SAGA LANDSMOTA UMFI
Betri körfubolti á
íslandi en í Noregi
- segirJón Sigurðsson, sem þjálfar Gimie frá Bergen
JÓN Sigurðsson, fyrrverandi
ieikmaður KR og íslenska iands-
liðsins íkörfuknattleik, hefur
náð athyglisverðum árangri
sem þjálfari norska félagsins
Gimle frá Bergen. Liðið er efst
í úrvalsdeildinni að loknum
þrettán leikjum, með 20 stig,
en Bærums Verk er í öðru sæti
með jafn mörg stig. Liðið lék
þrjá leiki í Osló á dögunum, sigr-
aði Ullern og Asker en beið
lægri hlut fyrir Bærums Verk.
Morgunblaðið ræddi við Jón og
spurði hann fyrst hvers vegna
hann hefði farið til Noregs.
Eg kom upphaflega til Noregs
vegna þess að konan mín fór
í framhaldsnám til Bergen og þá
ákvað ég að fara í
tölvunarfræði í há-
skólanum þar. Ég
þekkti til Gimle og
hafði fljótlega sam-
band við forráða-
menn liðsins eftir að við komum út.
Ég tók síðan formlega við liðinu í
vor en hafði verið til aðstoðar hjá
því í fyrravetur.
Það er mjög skemmtilegt og gef-
Erlingur
Jóhannsson
skrífar frá
Noregi
andi að starfa með þessu félagi og
mikill áhugi er fyrir körfunni í Berg-
en. Félagið er rótgróið og sterkt og
á meðal annars sitt eigið íþróttahús.
Það er einstök stemming í félaginu,
bæði meðal leikmanna og allra sem
eru í kringum liðið. Þetta er eins og
stór ' fjölskylda. Mjög gott yngri
flokka starf er unnið hjá því og
mikið kapp er lagt á að hafa góða
þjálfara hjá unglingunum. Þetta er
allt annað en tíðkast hjá fiestum
öðrum félögum hér í Noregi,“ sagði
Jón.
Ungt lið
Þegar Jón var spurður hver væri
aðal ástæðan fyrir velgengni liðsins
í vetur svaraði hann: „Við erum með
mjög ungt lið og meðalaldurinn er
aðeins um 20 ár og flestir þessir
strákar hafa leikið saman alla yngri
flokkana en þrátt fyrir ungan aldur
hafa þeir leikið nokkur ár í úrvals-
deildinni. Flestir leikmannanna hafa
mjög marga unglingalandsleiki að
baki, en margir þeirra spiiuðu gegn
íslenska unglingalandsliðinu þegar
ég var þjálfari þess fyrir nokkrum
árum. Við erum einnig með mjög
góðan erlendan leikmann, Ainars
Bagatski frá Lettlandi, sem hefur
leikið fjöldann allan af landsleikjum
fyrir heimaland sitt. Hann er 25 ára
og fellur vel inní þetta unga lið.“
Hver er helsti munurinn á körf-
unni í Noregi og heima?
„Körfuboltinn sem er spilaður hér
er mun hægari og meiri harka er
leyfð hér en heima. Að mínu áliti
er körfuboltinn kominn tölvert
lengra á íslandi. Mun betri dómarar
eru í körfunni heima, uppbyggingin
hjá félögunum þar er mun markviss-
ari og öll skipulagning í félögunum
er betri heima. Karfan er líka mun
vinsælli á íslandi, bæði fær hún
mikla umfjöllun í fjölmiðlum og
margir áhorfendur eru á leikjum."
Fylgist þú með körfunni heima á
íslandi?
„Já, ég fylgist vel með körfunni
heima og einnig því sem er að ger-
ast annars staðar í heiminum. Það
er ýmislegt spennandi að gerast í
körfunni í Evrópu og má í því sam-
bandi nefna að myndast hafa deildir
sem samanstanda af liðum frá fleiri
þjóðum. Þetta á eflaust eftir að
styrkja körfuna í framtíðinni."
Eruð þið á leiðinni heim?
„Við höfum ekki enn ákveðið hvað
við gerum í vor þegar konan er búin
í náminu."
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAG.UK 13. DESEMBER 1992
Jón Sigurðsson fyrrum
landsliðsmaður: „Öll
sklpulagnfng í félögun-
um er betri heima"
„Hún var þama
innan um
eldri stúlkur,
sumarvom
að sunnan og
áttu gaddaskó"
ÚT er komin bókin Saga Landsmóta UMFÍ1909-1990. Bókin er
544 síður í stóru broti með hátt í 700 Ijósmyndum. Höfundar
eru Viðar Hreinsson, Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson. í
formála segir meðal annars um bókina: „Meginmarkmið með r
ituninni eru tvö: Annarsvegar að koma til skila öllum tiltækum
fróðleik um framkvæmd landsmótanna, úrslit og breytingar og
hins vegar að reyna að miðla hinum einstæða anda landsmót-
anna. Þetta tvennt er kryddað með margvíslegum fróðleik um
það íþróttafólk sem í gegnum tíðina hefur tekið þátt í landsmót-
unum. Vonandi verður ritið um leið til þess að glæða áhuga al-
mennings á landsmótunum, styrkja þau í sessi og treysta hug-
sjónir ungmennafélagshreyfingarinnar meðal ungra sem ald-
inna.“ Útgefendur eru Jóhann Sigurðsson frá Lækjamóti og Sig-
urður Viðar Sigmundsson frá Laugum.
Morgunblaðið birtir hér nokkra
kafla úr bókinni.
Konunglegur hirðljósmyndari
Síðasta greinin var 10.000 m
hlaup. Menn voru nokkuð spenntir
fyrir þeirri grein, en aðeins tveir
keppendur höfðu gefið sig fram til
keppni og annar þeirra var veikur
og gat ekki keppt. Hinn keppand-
inn, Ketill Þórðarson að nafni, var
mættur en ófært þótti að láta hann
hlaupa einan. Hins vegar fannst
enginn sem var fús til að keppa við
hann. Varð að ráði að margir skyldu
hlaupa _með honum til skiptis og
skyldi Ólafur Magnússon, konung-
legur hirðljósmyndari, byija. Ólafur
var gamall míluhlaupari en hafði
ekki æft hlaup í mörg ár. Hann var
að sögn Kára í Visi fæddur hlaup-
ari en hafði mest stundað knatt-
spymu, auk þess sem hann að þessu
sinni var þreyttur eftir boðhlaupið.
Attu svo aðrir að leysa hann af
hólmi síðar. Dró skjótt sundur með
þeim hlaupamönnum og varð Ólafur
fyrri. En er þeir höfðu runnið eigi
allskammt fékk Ketill hlaupasting
og varð nauðugur viljugur að gef-
ast upp. En Ólafur hélt þá áfrám,
þótt hlaupamóður væri áður og
hætti ekki fyrr en hann hafði runn-
ið 10 rastimar, og var aðeins 42
mín og 7 sek. á leiðinni. Geri aðrir
betur.
Ahorfendur fögnuðu honum vel
að lokum og báru hann burtu á
höndum sér.
Mynd Hallgrímur Einarsson/Eigandi Minjasafnið á Akureyri
Lárus Rlst stjómar fimleikaflokki sínum í Samkomuhúsinu á Akureyri árið 1909, en þá fór fyrsta landsmót UMFl fram.
Að sögn „Kára“ hljóp Ólafur
hring eftir hring með appelsínu í
hendinni og bað um músík og mann
til að herða á sér og fékk hann
hvorttveggja.
Reykjavík, 1914.
Konur keppa í f rjálsum
Keppnin í frjálsum íþróttum var
einnig söguleg. Nú kepptu konur
sem fyrr segir í fyrsta sinn í frjáls-
um íþróttum, þó aðeins væri það
ein grein, 80 m hlaup. Meðal kepp-
enda var hin 13 ára gamla hnáta
frá Húsabakka, Þuríður Ingólfs-
dóttir. Hún var varla af barnsaldri
og var vönust því að hlaupa í kapp
við kálfana heima hjá sér. Nú var
hún allt í einu komin á eitt fjölmenn-
asta og myndarlegasta mannamót
sem haldið hafði verið á íslandi um
árabil. Fyrir keppnina tók varla
nokkur maður eftir þessari lág-
vöxnu, fríðu stúlku, því glaðlyndi
hennar hafði orðið eftir heima á
Húsabakka. Þegar á hólminn kom
var hún svo feimin að hún þorði
varla að líta upp á nokkurn mann.
Hún var þarna innan um eldri stúlk-
ur, sumar voru að sunnan og áttu
gaddaskó. Aðrar voru á strigaskóm
en Þuríður var sú eina sem var
berfætt. Þrátt fyrir feimnina hafði
hún þó það bein í nefinu að ákveða
sjálf þann fótabúnað sem henni
þótti þægilegastur.
Þegar gengið var að rásmarkinu
í undanrásunum þótti Þuríði þetta
allt vera svo óraunverulegt, að
svona stelpupeð skyldi vera að
keppa á svo stóru móti. Henni tókst
þó að einbeita ser að keppninni.
Hún kunni nú eiginlega ekki að
starta og var lang seinust upp. Hún
sá því aftan í keppinautana, en sá
líka að þær voru ekki eins fótfráar
og kálfarnir á Húsabakka. Hún
gleymdi feimninni og fann fyrir
kitlandi kraftinum í fótunum, náði
hinum stúlkunum fljótt og var kom-
in vel framúr þeim þegar hún kom
í mark. Hlaupið var áhorfendum
ógleymanlegt, þegar þetta íétta
náttúrubarn sveif framúr keppnaut-
um sínum. Þegar tímaverðirnir litu
á klukkur sínar blikkuðu þeir aug-
unum nokkrum sinnum og nudduðu
þau. Klukkurnar sýndu 11 sekúnd-
ur sléttar, sem var nýtt íslandsmet.
Ekki rauk feimnin af stelpunni,
enda þyrptist að henni ókunnugt
fólk að óska henni til hamingju með
árangurinn. Innra með sér fann hún
þó sjálfstraustið aukast, en samt
átti hún erfitt með að trúa þessu.
Daginn eftir var úrslitahlaupið, þar
reið líka á að standa sig. Kominn
var nokkur mótvindur og því þýddi
lítið að reyna að bæta metið. Verð-