Morgunblaðið - 23.12.1992, Side 2
'táÖRGUNBOftííí) MÐVrktiDÁGtM*2&. ÖÉSE»ÉBÉk*‘l$92
í %
eftir Guðrúnu Þóru
Gunnarsdóttur
Kristjana Gunnars: Zero Hour.
Minningarbók, 127 bls.
Red Deer College Press,
Kanada 1991.
Kristjana Gunnars: The Guest
House. Smásögur, 145 bls.
Anansi, Kanada 1992.
Kristjana Gunnarsdóttir er ekki
þekkt nafn í hinum íslenska bók-
menntaheimi en þeim mun betur
er hún kynnt meðal kanadískra
bókmenntaunnenda. Síðasta ára-
tuginn hefur sól Kristjönu Gunn-
ars, eins og hún kallar sig þar
vestra, skinið æ sterkar og bækur
hennar verið tilnefndar til merkra
kanadískra bókmenntaverðlauna.
Eftir hana hafa komið út fímm
ljóðabækur, ein skáldsaga, tvö
smásagnasöfn og minningarbók
um föður hennar, prófessor Gunn-
ar Böðvarsson, sem lést árið 1989.
Móðir Kristjönu, Tove, er dönsk
en Kristjana er fædd og uppalin
á íslandi. Þegar Kristjana var
sextán ára gömul flutti fjöl-
skyldan búferlum til Oreg-
on-fylkis á vesturströnd
Bandaríkjanna þar sem
faðir hennar gegndi pró-
fessorstöðu allt til
dauðadags. Undan-
fama áratugi hefur
Kristjana búið og starf-
að í ýmsum fylkjum
Kanada, auk þess sem
hún hefur tvisvar dvalið
um eins árs skeið í senn
á íslandi. Fyrir tveimur
árum fékk Kristjana mjög
eftirsótta prófessorsstöðu í
ensku við Edmonton-háskóla í
Alberta í Kanada en þar kennir
hún enskar bókmenntir og ritlist.
Þessi staða gefur henni auk þess
gott svigrúm til skrifta enda réðu
verk hennar miklu um að hún var
tekin fram yfír tugi annarra um-
sækjenda.
Við íslendingar emm venju-
lega stolt af velgengni okk-
ar fólks á erlendum vett-
vangi og þrátt fyrir að
bækur Kristjönu séu ekki
til í íslenskri þýðingu, ekki enn
í það minnsta, þykir mér tilhlýði-
legt að íslenskt bókmenntaáhuga-
fólk fái smjörþefínn af tveimur
síðustu verkum hennar: Zero Hour
(1990) og The Guest House (1992)
enda era þau bæði tengd Islandi
á marga vegu.
Minningar um föður
Zero Hour er lítil bók um sára
reynslu. Hún fjallar um dauðann,
sorgina og baráttuna við að halda
áfram að lifa eftir að náinn ástvin-
ur hefur fallið frá. Þetta er bók
dóttur sem er að kveðja föður,
Kristjana Gunnars
kveðja það líf
sem þau áttu
saman en verður
aldrei meir. Zero
Hour er líka bók
um skáldskap, hún
sýnir okkur skáld
sem festir sorg sína
í orð til þess að muna
alltaf og syrgja að
eilífu, um leið og mað-
ur gleymir, hættir
maður að syrgja. Það
er skáldskapurinn sem
hjálpar okkur að fylla á ný tóma-
rúmið sem myndast innra með
okkur þegar ástvinur hverfur á
braut. Máttur orðsins.
Sonatorrek Egils Skalla-
grímssonar er áhrifamikið
dæmi um föður og skáld
sem gerir sorg sína ódauð-
lega í óði til látins sonar.
Það var Sonatorrek sem
gaf Agli kraft á ný og ég
hef á tilfinningunni að það
sama eigi við um Kristjönu
og Zero Hour.
Frásögn Kristjönu hnit-
ast um síðustu vikurnar í lífi
föður hennar, um ákvörðun
föður hennar um að deyja
heima með reisn og neita öllum
frekari skurðaðgerðum sem hefðu
einungis orðið til þess að lengja
erfítt og langt dauðastríð. Aftur
kemur tenging við bókmenntaarf-
inn, eftir að
niðurstöður
sjúkrahúsrann-
sókna vora ljósar
leið sólarhringur
þar til faðir henn-
ar mælti orð af
vörum og þá, án
allra málaleng-
inga, skýrði hann
frá vilja sínum.
Þetta var hans
aðferð, segir
Kristjana, að
leggjast undir
feld og eiga þög-
ula glímu við erf-
ið verkefni þar til
að lokum að
lausnin er fundin.
Lýsingin á þess-
um langa og
þögla sólarhring á
h/vflt-?
\
ÍSLENSK
SKÁLÐKONA
ÍKANADA
Ö
Unglmga-
vandamál
eftir Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur
Hrafnhildur Valgarðsdóttir.
í heimavist.
Æskan, 1992.
Sögusviðið er heimavistarskóli.
Þrír vinir úr sjávarþorpi fara þangað
í 10. bekk. í upphafi kynnumst við
þeim á heimaslóð. Gústi á stóra fjöl-
skyldu sem býr utan við þorpið. Fjöi-
skyldulífið er eðlilegt og lítillega
sagt frá því. Þröstur er stór og mik-
ill og sagt er að foreldrar hans reki
matsölustað en ekkert frekar frá
þeim greint. Jónas er þriðji drengur-
inn. Látið er að því liggja að hann
verði fyrir ofbeldi heima fyrir, hafí
verið barinn og lokaður inni langtím-
um saman er föður hans mislíkaði
við hann.
Þegar í skólann kemur lendir
Gústi í herbergi með Sævari sem er
mjög fínn með sig og hefur augsýni-
lega mikil fjárráð. Við sögu koma
einnig Ásta, skólasystir þeirra, og
Rós, draumadís Gústa. Dútli, hús-
vörður skólans, er skemmtilega
dregin persóna sem fær einnig tals-
vert hlutverk í sögunni.
Fljótlega fer að bera á undarlegri
hegðun Jónasar sem annars er mjög
feiminn. Smátt og smátt fer vini
hans að grana að hann sé kominn
í eiturlyf því þeir eiga erfítt með að
gera sér grein fyrir þeim miklu
breytingum sem verða á Jónasi.
Sagan lýsir af innsæi þeim blekk-
ingaleik sem vinimir stunda við að
bera blak af vini sínum gagnvart
yfírvöldum skólans svo og spurning-
unum um hveiju sé um að kenna,
en örlögin verða samt ekki umflúin.
Heimur eiturlyfjanna er því miður
hlutskipti fjölmargra ungmenna.
Höfundi sögunnar tekst vel að lýsa
erfiðleikum aðstandendanna, blekk-
ingum og sjálfsásökun, en kemst
ekki inn í hugskot þess sem ánetj-
ast. Líðan þess sem er undir áhrifum
og þjáningamar þegar eitrið er hætt
að virka eru aðeins sýndar utan frá.
Sá sjúki sést aðeins utan frá eins
og hann kemur vinum sínum fyrir
sjónir.
Því miður er sagan ekki jafn heil
til enda. í einni svipan er allri sorg-
inni og skelfingunni ýtt til hliðar.
Lítillega er minnst á undrun
þorpsbúa á því sem gerst hefur og
látið að því liggja að vinimir séu í
erfiðleikum með að skilja hvað hefur
skeð en þarna skortir á að umfjöllun-
in verði sannfærandi. Árshátíð skól-
ans stendur fyrir dyrum og því um
annað að hugsa. Uppgjörið verður
heldur tilþrifalítið og beinist að því
að gefa út skólablað þar sem flett
er ofan af þeim sem innleiddi eitrið
og koma honum í hendur réttvísinn-
ar. Skelfilegir atburðir eru þurrkaðir
út á augabragði í ástarævintýri og
vel heppnuðum körfuboltaleik.
Misjafnar sögur
eftir Kristján
Kristjánsson
Litlar sögur. Sverrir Páll. 217
bls. Kápumynd eftir Friðrik Ó.
Friðriksson. Skuggsjá 1992.
„Litlar sögur“ Sverris Páls era
frekar ólíkar, bæði hvað snertir
efni og stfl — og æði misjafnar
að gæðum.
Yfirleitt er hér um að ræða
kyrrlátar raunsæissögur og skop-
sögur sem fást við vel þekkt fyrir-
bæri úr íslenskum veruleika, utan
ein, „Jóhanna", sem hann segir
af þýskri stelpu sem verður drottn-
ing útigangsfólks og betlara í stór-
borg. Sú saga verður fyrir vikið
einhvem veginn á skjön við ann-
ars „íslenskt“ yfirbragð þessa
smásagnasafns. Að öðru leyti er
sögunum raðað saman af nokkurri
hugkvæmni svo úr verður bók sem
hefur að geyma lauslegan þráð,
upphaf, óreiðukennda miðju og
endi, líkt og fylgt sé æviskeiði
mannsins.
Mismunandi raddir hljóma í
sögunum, sögumenn eru nokkrir
og á ýmsum aldri en að baki þeim
rís söguhöfundur sem stundum
tranar sér óþarflega framarlega í
textann, verður ágengur og hættir
til að leggja lesandanum línumar.
Fyrsta sagan, „Austur", er
brotakennd frásögn af friðsælli
ökuferð austur yfír Vaðlaheiði,
tvinnuð saman við minningabrot
og dálítið einhæfa lýsingu á mik-
illi hljómkviðu. Þessi saga leynir
reyndar á sér og má greina í henni
ákveðið samræmi þegar betur er
að gáð. Heldur hæpið þótti mér
þó það orðaval í upphafí sögunnar
þegar Sverrir talar um „fótabún-
að“ þess gula!
Þá koma tvær sögur úr
bemskuheimi sem vitund fullorð-
ins manns vakir yfír; sú fyrri seg-
ir af litlum strák í sveit og hin
síðari af strák í síldarþorpi. í þeirri
fjórðu er sögumaðurinn 16 ára
„vandræðaunglingur“, Gunnar,
sem segir frá raunum sínum og
„björgun" á heldur einfeldnings-
legan máta. í stflnum er gerð til-
raun til að líkja eftir hugarheimi
unglings en frásögn hans fannst
mér raunar svo yfírþyrmandi dæ-