Morgunblaðið - 23.12.1992, Blaðsíða 9
seei HMHMaaaa .es HUDAauaivaiM aiaAJHHUoaoM
Hluti úr mynd eftir Magritte
Hvað er dýrmætast?
eftir Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur
Iðunn Steinsdóttir
Fjársjóðurinn í Útsölum
AB, 1992
Iðunn Steinsdóttir er margverð-
launaður barnabókahöfundur. Hún
hefur hlotið viðurkenningu Skóla-
málaráðs Reykjavíkur og íslensku
barnabókaverðlaunin og á þessu
ári komst bók hennar Gegnum
þymigerðið á heiðurslista IBBY,
Alþjóðlegu bamabókasamtakanna.
Með þessari sögu bætir Iðunn enn
einni stjömu í feril sinn.
í sögunni um Fjársjóðinn í Útsöl-
um segir aðallega frá tveim bömum
sem em ólík og tilheyra tveim mis-
munandi þjóðflokkum sem búa í
sama landi, Útsölum. Björt er há
og ljóshærð eins og ættfólk hennar
allt, Mararnir, -en Huldar er lítili
og dökkur sem eru einkenni Brek-
anna, hins fólksins í Útsölum. Fólk-
ið hefur mismunandi venjur við hús
og heimilishald en býr samt saman
í sátt og samlyndi. Björt og Huldar
em mjög góðir vinir og sinna dag-
legum störfum sem tilheyra sjávar-
útvegi. Þar er breiddur út saltfisk-
ur og flaggað hvítu flaggi þegar
bömin eiga að mæta á reitunum,
rétt eins og börn gerðu á íslandi
hér áður um fyrr. En strax í upp-
hafi fínnur lesandinn að eitthvað
stórfenglegt er í aðsigi og hann er
hrifínn inn í spennandi atburðarás
sem ekki sér fyrir endann á fyrr
Iðunn Steinsdóttir
en á síðustu síðu. Útsælir missa
leiðtoga sinn og togstreita hefst.
Við kynnumst fjölskyldum beggja
bamanna, ekki síst ömmu í hjóla-
stólnum sem á sér mikinn dýrgrip,
Bókina einu. Þetta er eftirlætisbók-
in hennar og geymir alla heimsins
visku, kunni menn aðeins að lesa
hana rétt.
Iðunn sækir efni sagna sinna í
heim sem hún býr til sjálf og gefur
sér allar forsendur leiksins. Þessi
saga er að því leyti lík fyrri bók
Iðunnar, Gegnum þyrnigerðið, að
hún setur söguna á svið þar sem
lesandanum er látið eftir að fínna
henni stað. Hér er Andi hafsins
notaður til að koma til hjálpar, leiða
söguna með véfréttum og gefa tón-
inn en síðan verða söguhetjumar
að ráða í véfréttina og draga sínar
ályktanir. í sögunni laðar höfund-
urinn fram persónurnar svo þær
verði ljóslifandi. Allir em sanngirni
beittir. Þeir hafa sínar góðu og
slæmu hliðar og þess er gætt að
taka ekki afstöðu með eða á móti
því sem gerist. Spennan magnast
jafnt og þétt, fréttimar af atburð-
um í Utsölum gætu verið úr fjöl-
miðlum nútímans.
Það sem gerir þessa sögu svo
heillandi að hana má lesa á margan
hátt. Hún getur verið spennandi
ævintýri þar sem tvö börn í óþekktu
landi em í fjársjóðsleit en vita ekki
alveg að hverju þau eru að leita.
Sagan hefur líka miklu dýpri merk-
ingu. Það má lesa hana sem trúar-
lega dæmisögu um manninn og
vanhæfni hans að fyrirgefa og
horfa fram á veginn í stað þess
að rifja sífellt upp gamlar misgjörð-
ir og leita hefnda. Það má líka lesa
hana sem þjóðfélagsádeilu á þá sem
aldrei geta komið sér saman um
neitt, jafnvel þótt líf og limir séu
í hættu. Höfundur gerir sig aldrei
sekan um að bjóða upp á einfaldar
lausnir á flóknum vandamálum, en
lesandinn er lokkaður áfram þar
til hann kemst að sinni eigin niður-
stöðu. í hveiju er fjársjóður einnar
þjóðar fólginn? Hvað er dýrmætast?
Græna bókin
Það sækir að mér mynd. Ég var
á ferð um Umbríu í hópi góðra vina.
Allt í einu nemur fararstjóri staðar,
segist ætla að sýna okkur undur.
Ég sá aðeins víðan völl, söluskála
og fjölda ferðamanna. Fararstjórinn
leiddi okkur að lind. Undrið í hans
augum var að það sæist til botnsins,
vatnið væri svo tært. íslendingamir
störðu á hann, með kjálka studda
við bringu, skildum ekki töfína við
lindina, rukum að söluskálanum til
þess að sleikja ítalskan ís. Fyrr í
þessari för höfðum við ve
á leið til Vínar. Eftirvænt-
ing var í hugum, sungið,
meðal annars. „Dóná
svo blá svo blá“. Ei
við fundum hana
ekki, og er við,
vonsvikin, tróðum
myndavélum í
hulstrin aftur,
stundi skáldið
Gunnlaugur V.
Snævarr:
Héreru
grösug og
gróin tún
og gruggug um
eyramar renn-
ur hún
sem áður var blá,
en það var nú þá,
— því Dóná svo blá
er nú brún! —
í djúpri hryggð starði ég í
„skólpræsið" og hugsaði: Ja, þessir
útlendingar! Upphátt þorði ég ekki
að segja neitt, því vel mátti vera,
að einhver í hópnum hefði séð á skjá,
hvemig komið var fyrir æskustolti
mínu Varmá í Ölfusi. Eitt sinn var
hún í huga mér meðal fegurstu áa.
Bókin kallar þessar myndir í hug
mér, því hún er brennandi spurn:
Hvert stefnum við! Ætlum við virki-
lega að iáta græðgina teyma okkur,
langt fyrir aldur fram, upp í kirkju-
garð? Svo meistaralega er bókin
gerð, að mér þótti óþægilegt að lesa
hana, vonleysið hreinlega steyptist
arprýði,
vöruþungans, upphrópanir.
Þýðing er mjög vel unnin, lipurt,
lifandi mál. Það gladdi mig að sjá,
í lokin skrána um þá íslenzku aðila
sem láta sig náttúmvernd varða, var
dauðhræddur um að aðeins yrði til
erlendra vísað. *
Atriðaorðaskrá fylgir og auðveldar
notkun bókar. Prentun og allur frá-
gangur til mikils sóma.
Hafí útgáfan þökk fyrir bók, sem
allt hugsandi fólk ætti að setja í jóla-
körfuna sína.
eftir Sigurð Ha.uk
Guðjónsson
yfír mig. Þetta er bók fyrir full-
orðna, síðan geta þeir rætt efni henn-
ar við böm. Ég sé fyrir mér Eið
minn Guðnason, og liðið hans, halda
með þessa bók í framhaldsskóla og
koma henni inná námskrá. Lindin
tær yrði þá kannske lengur til á Is-
landi.
í 11 köflum varar höfundur okkur
við á óvæginn, skerandi hátt, en þó
er undirtónninn ætíð vonin að mann-
kyn sjái að sér, og móðir jörð hafí
enn þrótt til þess að má út kám
okkar sem í gullahrúgunni sitjum.
Sumar fullyrðingar höfundar get
ég alls ekki fallizt á, en þar er ekki
við hann að sakast, því að skoðanir
sínar setur hann fram á greinargóð-
an hátt, rökstyður.
Myndimar em listavel gerðar,
hugmyndaauðgin eins og snillingi
sæmir. Þær em því ekki aðeins bók-
Höfundur: Fred Pearce
Myndskreyting: Ian Winton
Þýðendur: Gunnhildur Óskars-
dóttir og Arnþór Þ. Sigfússon
Setning og prentun. Prentsmiðjan
Oddi hf.
Útgefandi: Bjallan hf.
Fáguð frumraun
í bókarlok. Aftanmáls er fjöldi til-
vitnana í heimildir (433), löng skrá
yfir heimildir og loks myndaskrá
og nafnaskrá. Aftast er kort yfir
siglingaleiðir íslenskra kaupskipa
til og frá Bandaríkjunum.
Vilji maður fetta fingur út í eitt-
hvað er það þá helst hversu bókin
er algjörlega fræðileg skrifborðs-
vinna sagnfræðings. Hún ber þess
nokkur merki að höfundur var
ijarri atburðum og ekki sjómaður
sjálfur. Mér þykir líklegt að sá sem
sjóinn hefði þekkt hefði stuðst
meira við viðtöl við hina reyndu
farmenn og líklega gætt ritunina
meira lífi og sjávarseltu. En ekki
verður við öllu séð og vafasamt
að þetta geti talist marktæk gagn-
rýni.
eftir SkaftaÞ.
Halldórsson
Svanur Kristbergsson:
Banatorfur. Ljóð. 55 bls. Horn
1992.
Ung skáld kveða sér hljóðs á
ólíkan hátt og með misjöfnum
árangri. Sum hafa hátt og vilja
láta að sér kveða. Önnur fara
hljóðlega um. Rödd þeirra er íhug-
ul og tilfínninganæm, ljóð þeirra
alvarleg. Svanur Kristbergsson
nefnist ungt ljóðskáld sem sendir
frá sér sína fyrstu bók og nefnir
hana Banatorfur. Þessi frumraun
hans er á ýmsan hátt frambærileg-
ur skáldskapur. Það er ástæða til
að taka skáldið alvarlega. Þótt
fínna megi hnökra á bókinni er
skáldið markvisst og íhugult í
glímu sinni við viðfangsefnin og
ljóðformið.
Bókinni skiptir Svanur í tvo
hluta. í fyrri hlutanum eru stutt
ljóð en síðari hlutinn er flokkun
smáljóða. Blær ljóðanna er fremur
ljóðrænn og angurvær en þó ekki
togstreitulaus. Sum þeirra eru
draumkennd með táknum og allt
að því súrrealískum myndum. Eigi
að síður eru heildaráhrifín einfald-
leiki, þannig að bókin virkar heild-
stæð og fáguð. Útlit hennar undir-
strikar þetta. Bókarkápa er
smekkleg og táknræn, pappírinn
í bókinni gljáandi og dálítið elligul-
ur og upphafsstafir Ijóðaheitanna
með skrautskrift.
Viðfangsefni Svans eru einnig
mjög einsleit. Ljóð hans eru frem-
ur sjálfhverf og snúast flest um
glímu ljóðmælanda við sjálfan sig
og eigin firringu enda þótt hann
ávarpi oft aðra persónu. Fjallað
er um klofning sjálfsins. í kvæðinu
Frá sér er vikið að þessari firr-
ingu: „búinn/að fara frá sér//
gengur frá/sér“ og í kvæðinu í
ijarska er fjallað um þessa gjá á
áhrifamikinn hátt:
gjá
milli okkar
þú öskrar
á sjálfan þig
hendur um hálsinn
á fugli
með annarri
glerbrot í hinni
hvar ertu
hefurðu yfírgefið mig
hvert get ég snúið mér
hefurðu aldrei verið
hjá mér?
Af slíkri fírringu sprettur ein-
semd sem er annað mikilvægt
yrkisefni en einnig lífsflótti. í
kvæðinu Lífið er vikið að honum:
„lífið stendur á öndinni/ ég stend
bara og stari/ breyti mér í héra/
og hleyp í burtu“. Vitaskuld eru
einsemd og flótti engin lausn á
klofningi sjálfs og veru. Vegna
þessa sambandsleysis er söknuður
og sorg í mörgum kvæðunum. í
ljóðinu Ágúst er ort um mann sem
„óskar/ að hann gæti/ elskað“ og
í kvæðinu Vegamót er kuldi ein-
semdarinnar túlkaður. „kaldur lík-
ami/ steyptir steinar/ frost/
gaddavír/ helvítis gaddavír".
Svanur notar sem fyrr getur
mikið tákn í ljóðum sínum. Al-
gengustu táknin eru hjarta, blóð,
tár og fuglar. Stundum tekst hon-
um að búa til sterkar ljóðmyndir
í kringum þessi tákn. Ljóðið Þá
túlkar höfnun á óvenjulegan og
frumlegan hátt:
þá rétti ég þér
hjarta mitt
og þú baðst mig
um að höggva
af þér hendumar
Svanur byggir þó of mörg kvæði
á sömu táknum og svipuðum hug-
myndum þannig að kvæðin veita
okkur ekki alltaf nýja vídd eða
nýja sýn, heldur miklu fremur
endurtekningu. Hér hefði betur
farið að fækka ljóðum, einkum þar
sem táknin hjarta og blóð koma
fram.
Svanur kann margt fyrir sér í
myndbyggingu. Hann er myndvís
og athyglisverð er notkun hans á
þverstæðum (paradox) sem ein-
kennast af skarpri staðhæfingu í
Svanur Kristbergsson
gervi mótsagnar svo að hún virð-
ist fjarstæða. "Ég læt nægja að
nefna hér nokkur dæmi:
ég þekki ekkert
banvænna en lífið sjálft (11)
sorgin er aðeins sönn
þegar við syrgjum
þá sem lifa (43)
lífið lepur dauðann
úr skel (49)
Banatorfur er fáguð frumraun
ungs skálds. Hún ber vott um
þroska og metnað til að takast á
við alvarleg og erfíð viðfangsefni
firringar og einsemdar í nútíma-
samfélagi.