Morgunblaðið - 23.12.1992, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992
Stykkishólmur 1868
Forsaga Stykkishólms
„Listin á að
vera ómenguð“
eftir Sigurjón
Björnsson
Ásgeir Ásgeirsson
Ólafur Ásgeirsson
Saga Stykkishólms I.
Útgefandi Stykkishólmsbær 1992,
429 bls.
Þetta rit er fyrsta bindi af þremur
sem boðuð eru um sögu Stykkis-
hólms. Verkið er samið að tilhlutan
Stykkishólmsbæjar og undir umsjón
sérstakrar þriggja manna sögu-
nefndar. Undirtitill þessa bindis er
„Kauphöfn og verslunarstaður 1596-
1845“. í þessum titli felst að frásögn-
in er nær einvörðungu verslunar-
saga. Geta menn verið sáttir eða
ósáttir við það eftir atvikum. Höfund-
ar hafa skipt þannig með sér verkum
að þeir rita sjálfstæða bókarhluta
undir nafni. Ólafur ritar I. hluta,
„Skip í Grunnasundsnesi. Forsaga
verslunar í Stykkishólmi" (49 bls.)
og II. hluta, „Kauphöfn" (115 bls.).
III. og síðasta hlutann, „Verslunar-
staður" (röskar 200 bls.) ritar svo
Ásgeir. Á öftustu_ titilsíðu kemur
fram að Ólafur Ásgeirsson hefur
haft umsjón með útgáfunni.
Árið 1596 verður Stykkishólmur
fyrst kauphöfn. En áður en að þeim
merkiviðburði kemur þarf höfundur
frá mörgu að segja, því að hann rek-
ur verslunarsögu og sögu siglinga,
einkum hvað Snæfellsnes og Breiða-
íjörð varðar, eins langt aftur og auð-
ið er. Fara í þá frásögn nálægt 100
bls. Afar efnismikil er sú lesning,
þéttpökkuð hvers kyns fróðleik og
ber vitni mikilli sagnfræðilegri þekk-
ingu. Frekar er þetta tormelt lesn-
ing, en vissulega ágætlega vel skrif-
uð og vönduð á alla lund. Síðan kem-
ur að „kauphöfninni". Ekki gekk
átakalaust að koma henni á og síðan
gengur á ýmsu. Þetta er tími versl-
unareinokunar. Konungur seldi
verslunina á leigu einstaklingum eða
verslunarfélögum. Um tíma rak hann
verslunina sjálfur. Alræmdastir voru
hinir svonefndu Hörmangarar um
miðbik 18. aldar. Loks var einokun
aflétt, fyrst með svonefndri „frí-
höndlun" 1788 og ioks fullu verslun-
arfrelsi 1855. Frá fríhöndlunartíma-
bilinu segir í III. og síðasta hluta
bókarinnar. „Fríhöndlun veitti ís-
lenskum athafnamönnum tækifæri,
sem vart hafði verið fyrir hendi öld-
um saman, til að auðgast á verslun-
arrekstri. Nokkrum tókst að safna
auði, margir urðu bjargálna en marg-
ir stóðu að lokum uppi slyppir og
snauðir, bæði Islendingar og Danir.
Verður nú frá þvi sagt hvernig þeim
reiddi af er spreyttu sig á verslunar-
rekstri í Stykkishólmi á fríhöndlunar-
skeiðinu." Þannig segir á bls. 192
og fjalla þær tæpar tvö hundruð blað-
síður bókar sem eftir lifa um þetta
efni. Verður nú frásögnin öllu litrík-
ari og líflegri og maður kynnist bet-
ur einstökum kaupmannspersónum,
umstangi þeirra og örlögum. Fyrstur
kemur Peter nokkur Hölter, sem rek-
ur einstaka hrakfalla- og raunasögu
sína í löngu og „dramatísku" skjali.
Ólafur Thorlacíus, sá mikli verslun-
aijöfur og auðmaður, kemur næstur
við sögu. Hans naut þó ekki lengi
við og gerðist þá Bogi Benediktsson,
oftast kenndur við Staðarfell, faktor
Stykkishólmsverslunar fyrir hönd
erfingja Ólafs. Á sama tíma verslaði
Jón Kolbeinsson í Stykkishólmi. Báð-
ir voru miklir auðsafnararar og at-
hafnamenn og gekk á ýmsu í sam-
skiptum þeirra framan af. Síðar tók
Ámi Thorlacíus við föðurleifð sinni,
en auður föður hans þvarr að lokum
í höndum hans, þó að honum tækist
raunar að lifa góðu lífí í norska hús-
inu sínu af búskap og smáverslun.
Kompaníverslunin svonefnda er þrí-
menningarnir Pétur sonur Jóns Kol-
beinssonar og tveir synir Boga Bene-
diktssonar endaði með ósköpum. En
loks náði Hans A. Clausen undirtök-
um og varð um langt skeið einvaldur
í verslunarrekstri þar vestra.
Þegar fram yfír aldamótin 1800
kemur fer að myndast visir að þorpi
í Stykkishólmi. Áð vísu er ekki nema
41 maður skráður á manntali 1801.
Þegar þessari sögu lýkur, 1845 eru
þeir orðnir 111. Um það leyti telja
höfundar að „greina megi nokkur
tímamót í sögu Stykkishólms. Verslun
... kemst að heita öll í hendur eins
manns ... í Stykkishólmi var að verða
til héraðsmiðstöð og að sumu leyti
landshlutamiðstöð ... amtmaður tók
þar upp aðsetur og síðar sýslumaður
Snæfellinga... heilbrigðismiðstöð eftir
að apótek tekur til starfa... og héraðs-
læknir hefur þar aðsetur ... miðstöð
menningarmála eftir að amtsbóka-
safnið er þar stofnað ... þjónustumið-
stöð handverksmanna ...“
í þessum síðasta kafla segir frá
ýmsu fleiru en verslunarmálum bein-
línis. Þáttur er um þilskipaútgerð og
bráðskemmtilegur þáttur sem nefnist
„Höndlunarþjónar, handverksmenn,
jagtamenn og kynlegir kvistir", er
þar einnig. Þar kennir margra góðra
grasa, en einkum verða þó minnis-
stæðar frásagnir af mönnum eins og
Oddi Hjaltalín, Sæmundi Hólm og
Sigurði Breiðfjörð.
I lok bókar eru miklar skýringar
og skrár (auk fjölmargra neðanmáls-
greina inni í bók). Gagnlegur er við-
bætir um „mál, vog og gjaldmiðla,,.
Heimildir eru vendilega tilgreindar á
15 smáleturssíðum og nafnaskrá fýll-
ir 25 bls. Mikill fjöldi ágætra mynda
er í bókinni, sumar litmyndir og
margar prýðilega gerðar skýringar-
myndir, línurit og töflur. Bókin er
prentuð á góðan pappír og allur frá-
gangur til hins mesta sóma.
Þetta upphaf að sögu Stykkis-
hólms er þannig veglegt og vandað
rit sem allir aðstandendur þess geta
verið stoltir af.
eftirJón Stefánsson
Guðbergur Bergsson metsöiubók.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ræðir
við skáldið.
Forlagið, 1992. 227 blaðsíður.
Ævisögur eru á góðri leið með
að verða skammaryrði í munni bók-
menntamanna. Á hveiju ári eru
gefnar út ógrynni ævisagna og flest-
ar eiga það sameiginlegt að vera
óþarfar. Bókmenntalegt gildi þeirra
er ekkert, heimilda gildi ekkert.
Flestar hafa þær einungis tvennt að
markmiði; hala inn mikið af pening-
um og vekja athygli á manneskjunni
sem segir frá. Það er synd og skömm
að svo sé komið fyrir þessari bók-
menntagrein, því þegar best lætur
flokkast ævisögur bæði undir fagur-
bókmenntir og sagnfræði. Auðvitað
ætti maður ekkert að vera æsa sig
yfír þessu þarflausa og sjálfsupp-
hafna þusi sem flestar ævisögur eru;
tíminn sér um að varpa þeim í hyl
gleymskunnar. En kemst maður hjá
því að fnæsa reiðilega þegar sjálfs-
ánægð sjónvarpsþula eða hálf-
gleymdur söngvari hamast við að
ná athygli manns síðustu daga fyrir
jól? En inná milli óþarfa ævisagna,
leynist alltaf ein og ein þörf. Ég
þykist að minnsta kosti vita að þeir
séu ófáir sem gleypa Guðberg Bergs-
son metsölubók í sig.
„Þetta getur ekki orðið ævisaga",
er fyrsta setning bókarinnar og í lok
hennar segir skáldið, „Ég sagði það
í fyrstu að þetta væri ekki ævi-
saga ... og þó ... kannski handar-
bak á hendi þar sem línur lófans
skína í gegn — svo aðrir geta lesið
í hann“. Hér er heldur ekki um neina
hefðbundna ævisögu að ræða og ég
held svei mér þá að hugleiðingar
Guðbergs um líf og tilveru, séu fyrir-
ferðameiri en æviminningar. Ég
hafði reyndar á tilfinningunni, þegar
ég las bókina, að skáldið kærði sig
ekki um að hleypa Iesandanum of
nálægt sér. Skrásetjarinn, Þóra
Kristín Ásgeirsdóttir, virðist sam-
stiga Guðbergi í að seilast ekki of
langt inn í líf skáldsins. Frásögnin
er reglulega rofín með spurningum
Þóru og einstaka sinnum beinir
Gubðergur máli sínu beint til henn-
ar. Ég er ekki mjög hrifinn af þess-
ari aðferð, hún ber of sterkan keim
af blaðamennsku til að koma vel út
á bók; hún verður ekki nógu heild-
stæð. Spurningar Þóru minntu sum-
ar hreinlega á prófspurningar. Á
blaðsíðu 108 eru þau að ræða um
SÚM-félagsskapinn og spyr þá Þóra
eins og menntaskólakennari á prófi:
„Hvaða aðferðum beitti SÚM-
félagsskapurinn til að koma hugsun
sinni á framfæri og hver urðu helstu
merkjanlegu áhrif hans á kynslóð
listamanna á eftir?" Ég er ekki frá
því að Þóra hefði mátt vanda betur
til við vinnslu bókarinnar. Það er
eins og hún gleymi því að þetta er
viðtalsbók, ekki blaðaviðtal. Próf-
spurningar eru ekki rétta leiðin til
að nálgast persónu, enda er Guð-
bergur oft og tíðum litlu nær lesand-
anum en í venjulegu blaðaviðtali.
Þessi vankantur bókarinnar kemur
skýrt fram í fyrstu köflunum, þegar
Guðbergur rifjar um bernskuna í
Grindavík. Hann segir stórskemmti-
lega frá týndum krökkum, köldum
kennslustundum og Stellulátum.
Hlutverk Þóru hefði verið að „plata"
fleiri sögur upp úr honum. Mér sýn-
ist sem hún hafi hreinlega verið
óviss hvernig bókin átti að vera og
þess vegna er Guðbergur Bergsson
metsölubók, hræringur af æviminn-
ingum, skoðunum og gagnrýni
skálds. En ég neita því ekki, að vel
bragðast hræringurinn á köflum, og
framlag Þóru er ekki alvont; það
hefði einfaldlega mátt vera betra.
Guðbergur á það til að vera
skemmtilegur maður og getur sagt
vel frá; Franco lifnar við og deyr
aftur á síðum bókarinnar; maður
finnur lyktina af misheppnaðri bylt-
ingarnótt í Portúgal; sér Guðberg
fyrir sér sem sextán ára eldhúsdreng
hjá bandaríska hernum. Og svo er
Ríkislax
eftir Stefán
Friðbjarnarson
Halldór Halldórsson:
Laxaveizlan mikla
Útgefandi: Fjölvaútgáfan,
Reykjavík
Káputeikning: Jean Posocco
Filmuvinna og prentun:
G. Ben. prentstofa hf.
Við tölum stundum um okkur,
íslendingar, sem skorpuþjóð. Það
vinnulag á að vera eitt af sérkenn-
um okkar. Við segjumst vinna í
skorpum, leggja jafnvel nótt við
dag til að koma frá ákveðnum verk-
efnum. Og satt er það að við þurft-
um oft og tíðum að vinna sjávar-
afla, stundum mikinn afla, á
skömmum tíma, svo hann skemmd-
ist ekki. Afla heyfengs handa bú-
smala í dyntóttri og hraðfleygri
þurrkatíð. Bjarga búsmala á ör-
skotsstundu undan óveðri eða upp
úr árklaka. Við vórum einatt í tví-
sýnni keppni við tímann um lífs-
björg okkar.
Við eigum okkur orðtak og segj-
um það sem við tökum okkur fyrir
hendur að ýmist sé vaðið í ökkla
eða eyra. Og þótt kapp sé bezt
með forsjá hendir það okkur, oftar
en ekki, að vera nær eyranu en
ökklanum, bæði í orði og verki.
Máski á þetta við um fískeldisævin-
týrið, sem kostaði marga milljarða
króna, samkvæmt því er Laxaveizl-
an mikla greinir? Máski á þetta
einnig við um bókina sem hér er
til umfjöllunar?
Höfundur bókarinnar, Halldór
Halldórsson, segir m.a. í inngangi
að bók sinni:
„Blaðamennskan er mjög lifandi
starf, sem gerir kröfur um hraða.
En krafan um snör vinnubrögð
kann stundum að koma niður á
gæðunum. Við ritun bókar blaða-
mannsins hefur kannski heldur
ekki gefizt æskilegt ráðrúm til
skoða nánar ýmsar heimildir og
ólíkar hliðar á málum. Fræðimað-
urinn hefur hins vegar oftast næg-
an tíma. í því liggur munurinn."
Þessi fyrirvari, sem lesendur fá
í veganesti við upphaf lestrar, fylg-
ir þeim lesleiðina á enda.
Víkjum þá að kynningu bókar-
innar á kápu hennar. Þar segir:
„Á hálfum áratug var sóað úr
opinberum sjóðum yfír tíu millljörð-
um króna í laxeldisævintýrið. Þetta
sjóðasukk á stóran þátt í efnahags-
erfiðleikum þjóðarinnar. Uppbygg-
ingar- og jöfnunarsjóðir tæmdir,
bankar og fjárfestingarsjóðir á
barmi gjaldþrots. Þjóðin má borga
brúsann af glannaskap og féglæfr-
um „ábyrgðarlausra“ stjómmála-
manna. Hér er sagan öll rakin ...“.
Fiskeldi hófst hér á landi um eða
upp úr árinu 1970. Þar fóru fyrir
ýmsir framtaks- og hugsjónamenn.
„Æðið“, sem rannsóknarblaðamað-
Halldór Halldórsson
urinn nefnir svo, hefst áratug síðar:
„Þá sáu menn allt í einu gull í físk-
eldinu og í stað örfárra stöðva á
skrá vóru þær orðnar 125 árið 1988,
þar af 20-30 með mikil umsvif."
Hvað brást í þessari „dýrustu
tilraun íslenzkrar atvinnusögu"?
Þannig spyr höfundur og svarar
sér sjálfur í Laxaveizlunni miklu.
Svar hans kristallast máski, þegar
grannt er gáð, í einu orði, ríkis-
Iaxi, sem spanna á pólitíska ofan-
hríð í atvinnugreinina, þ.e. opinbera
forsjá og meinta pólitíska lánsfjár-
stýringu til hennar.
Höfundur viðurkennir að „verð-
fall á laxi á erlendum mörkuðum
hafi vissulega haft mikið að segja,
þegar rekstrarerfíðleikar fóru að
segja til sín.“ Meginástæða ófar-
anna, að hans dómi, er þó ónógur
undirbúningur, of skammur þró-
unarferill, eða með öðrum orðum
of hraður akstur á heildina litið,
miðað við akstursskilyrði, einkum
að því er varðar fjárfestingu.
Þegar höfundur tíundar „nokkr-
ar meginástæður" þess, hvers
vegna fór sem fór um fiskeldið,
notar hann orð eins og „léleg
heimavinna, skortur á rannsókn-
um, léleg gæði, lítið markaðsstarf,
tilviljanakend lán og styrkir úr
áhættusjóðum, póitísk afskipti og
þrýstingur á sjóðina, sjúkdómar,
allar viðvaranir hunzaðar" o.fl.
hliðstæð.
Ekki eru allir smiðir lélegir smið-
ir þótt fáeinir kunni að hafa fimm
þumalputta á hendi. Ekki er heldur
hægt að setja alla, sem komu við
sögu fiskeldis, undir einn og sama
hatt meints æviritýris, sem endaði
í margra milljarða bagga á samfé-
laginu. Slík alhæfing stenzt ekki.
Hún er heldur ekki ekki kjarni þess-
arar bókar.
Höfundur gerir hins vegar mikið
mál úr meintri pólitískri stýringu
lánsfjár til fiskeldisfyrirtækja. Orð-
rétt: „Raunar enduðu stóru fyrir-
tækin flest ævina í „fyrirtækinu"
RÍKISLAXI, sem starfsmaður
Lánasýslu ríkisins/Framkvæmda-
sjóð, og starfsmenn Byggðasjóðs
hafa umsjón með“. Ljótt er ef satt
er, stendur einhvers staðar. Og
fyrirgreiðslupólitík er svo sem ekki
óþekkt fyrirbæri á Fróni, hvort sem
menn hafa nú vaðið hana í ökkla
eða eyra hjá fyrirbærinu Ríkislaxi,
sem höfundur kýs að nefna svo.
En jafnvel þó að við gefum okk-
ur þá niðurstöðu, sem að sjálfsögðu
er skot út í loft ævintýrisins, að
helftin af þeim dæmum, sem höf-
undur rekur um opinbera/pólitíska
lánsfjárstýringu, sé á sandi byggð,
nægir það sem eftir stendur til að
rökstyðja þá kenninguna, að við-
skiptabankar, fjárfestingarsjóðir
og aðrar meðferðarstofnanir
áhættufjármagns og sparifjár
fólksins í landinu eigi ekki að vera
í opinberri/pólitískri umsjá, heldur
einkareknar og lúta lögmálum arð-
semi og markaðar.
í bókarkynningu á Laxaveizlunni
miklu er höfundur kynntur sem
„naskur rannsóknarblaðamaður,"
sem sjálfsagt er rétt mat. Bókin
er þar með flokkuð undir það vinnu-
lag, sem „rannsóknarblaða-
mennska" stendur fyrir í hugum
fólks. Það, ásamt fyrirvara höfund-
ar, sem fyrr getur, fær lesendur
trúlega til að gariga með hægð og
varúð um „laxeldisævintýrið", eins
og það er sviðsett í bókinni. Fisk-
eldi er og engan veginn úr atvinnu-
sögu þjóðarinnar, þrátt fyrir ýmis
víti, sem stöku skorpumaður óð í
eyru, og til varnaðar þurfa að verða
í framtíðinni.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara er
bókin bæði forvitnileg og fróðleg
lesning. Hún kemur víða við og
skilur eftir spurningar og umhugs-
unarefni, sem ekki er hægt að
hunza í samfélagi, er verður að
taka sjálfu sér tak, ef það ætlar
að standast harðnandi lífskjaras-
amkeppni við umheiminn. Og þar
gildir fyrst og síðast að virða lög-
mál markaðarins. Ríkislaxinn og
áætlunarbúskapurinn hafa nefni-
lega hvarvetna, þar sem þessi fyr-
irbæri koma að einhveiju ráði við
sögu þjóðanna, leitt til efnahags-
legs hruns og almennrar fátæktar.