Morgunblaðið - 23.12.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992
B 3
sjúkrahúsinu er afar sterk og líður
seint úr minni lesandans. Það er
nánast eins og allur tími stöðvist
og Kristjana ýtir undir það með
frásagnaraðferð sinni. Hún frestar
í sífellu að skýra frá sjálfri ákvörð-
uninni. Frásögnin er fleyguð brot-
um úr fortíðinni sem og líðan og
lífi Kristjönu eftir að faðir hennar
var látinn. Þessi frásagnaraðferð
er raunar einkennandi fyrir alla
bókina og tengist því hversu erfitt
er að færa hina sársaukafullu
reynslu í orð, líf sem ekki lengur
er. Kristjana ræðir þetta sjálf á
einum stað í bókinni og kemst að
þeirri niðurstöðu að í raun geti
hún aldrei sagt þessa sögu föður
síns. Eftir að faðir hennar tók
ákvörðun sína er hver dagur sem
líður áminning þess að nær dregur
endalokunum, „Zero Hour“. Þessa
reynslu fá engin orð fangað.
Það er mikil þögn í þessari bók,
þögn. sem þó æpir á svör við erfið-
um spurningum, mikil einsemd
þrátt fyrir fólksmergð, hlýhug og
gjöfult viðmót. Kristjana er ein í
sorg sinni, hún bregst við föður-
missinum með því að útiloka ann-
að fólk, útiloka allt. Hún vill vera
ein, búa ein í auðri íbúð, lifa nýju
lífi því veröldin sem hún þekkti
er hrunin til grunna. Eini félagi
hennar í einsemdinni er ritvélin
hennar og með því að skrifa þessa
bók um dauðann á miðju blómstr-
andi vori nær hún smám saman
tökum á tilverunni á nýjan leik.
Zero Hour var tilefnd til bók-
menntaverðlauna kanadísku ríkis-
stjórnarinnar árið 1991.
Einsemd
Smásagnasafnið The Guest
House hefur að geyma tíu sögur,
þar af hafa sjö þeirra birst áður,
flestar í kanadískum og amerísk-
um bókmenntatímaritum. Þetta
eru yfirleitt frekar stuttar sögur
sem eiga það sammerkt að í þeim
ræður einsemdin ríkjum. Kristjönu
lætur vel að lýsa tilfmningum per-
sóna sinna, og hún hefur næmt
auga fyrir umhverfinu. í fæstum
tilfellum gerist mikið en þeim mun
sterkara er andrúmsloft sagnanna
og lesandinn fær skýra mynd af
aðstæðum og lífi hverrar persónu.
Kona er í sögumiðju í átta sögum
af tíu og í þessum tveimur sögum
þar sem sjónarhornið er hjá karl-
manni skipta konur miklu máli.
Flestar þessara kvenna eru afar
einmana, ósáttar við líf sitt og
sjálfsmynd þeirra á reiki. Þrátt
fyrir að annað fólk komi við sögu
eru þær oftast einar, fjarri öðru
fólki tilfinningalega. Oftar en ekki
eru þær læstar inni í einhveiju
munstri sem þær eiga erfitt með
að bijóta upp. Ein persónan er
raunar bókstaflega læst inni í
fangelsi, nánar tiltekið kvenna-
fangelsinu á Akureyri. Ein er
bundin skyldum við aldrað fo.reldri
og aðra hittum við fyrir sem bund-
in er átthagafjötrum. Sú er ís-
lensk, alin upp norður á Horn-
ströndum en flutti til Kanada þeg-
ar fólk á íslandi hætti að búa í
sveit og fluttist í borg. Ein persón-
an finnur stundarlífsfyllingu í
óstjórnlegum fatakaupum, lifir
fyrir augnablikið þegar nýr rándýr
kjóll breytir henni úr Öskubusku
í glæsilega prinsessu.
Sterkustu sögurnar eru, að
mínu mati, sú fyrsta og sú síð-
asta: „The Guest House“ og „Chez
Jeanette". Aðal beggja eru sterkar
persónulýsingar og sterk stígandi
sem heldur athygli lesandans
fanginni. Titilsagan; „Gistiheimil-
ið“, gerist yfir jól í Reykjavík.
Danskur maður, sem kennir við
skóla á Austfjörðum, ákveður að
eyða jólunum á gistiheimili við
Snorrabraut án alls tilstands, en
með sjálfum sér og bókunum sín-
um. A sjálfa jólanóttina verður
hann fyrir truflun sem setur allar
áætlanir hans úr skorðum.
Lokasöguna „Hjá Jeanette" er
tæpast hægt annað en að lesa sem
sögu úr eigin lífi höfundarins,
framhald af Zero Hour. „Hjá Jean-
ette“ gerist einnig um jól en í
þetta skiptið á ströndu Oregon-
fylkis við endalaust Kyrrahafið.
Þetta eru fyrstu jól fjölskyldunnar
eftir andlát föðurins og til þess
að söknuðurinn verði ekki of sár
ákveður hún að halda jólin í bú-
stað þeirra við ströndina. Dóttirin
hefur mjög blendnar tilfinningar
til þessarar samveru yfir hátíðirn-
ar en kemur sjálfri sér á óvart
með því að líða vel og frammi
fyrir dimmu hafínu öðlast hún
loksins frið í sálinni og sátt við
föðurmissinn.
Flestar þessara sagna eru
áleitnar á sinn hógværa hátt, þær
boða engar lausnir enda væri það
fjærri stíl og andrúmslofti þeirra.
Hver saga er eins og gluggi inn í
líf og tilfmningar ókunnrar mann-
eskju og Kristjönu tekst býsna vel
að vekja áhuga okkar á þessu
fólki.
Sverrir Páll Erlendsson
migerð á alla lund að hún náði
ekki að verða sannfærandi í mín-
um augum.
Síðan taka við sundurleitar sög-
ur sem flestar byggjast á skopi,
íroníu og ádeilu. 1 fyndnustu sög-
unni í þessum hluta, „J.Þ.Á.P."
má greina nokkuð sterk áhrif frá
Þórarni Eldjárn sem einhveijir
myndu kannski telja fullaugljós
en saga er ekkert verri fyrir vikið.
Síðustu þijár sögur bókarinnar
byggja meira á ljóðrænum stíl og
einkennast af hverfulleika og
dauða. Síðasta sagan, „För“, er
hnitmiðuð og vel skrifuð. í henni
fetar Sverrir Páll slóð sem hann
hefði mátt fylgja í fieiri sögum.
Enda fór svo fyrir þessum les-
anda að þegar hann hafði lesið
sögurnar og byijaði að rýna í þær
ögn nánar fannst honum hann oft
grípa í tómt. Margar kveiktu eng-
an grun; það var eitthvað sem
vantaði. Og þó er ekki hægt að
segja að sögurnar séu illa skrifað-
ar. Sverrir Páll vandar mál sitt
og hann getur brugðið fyrir sig
ólíkum stílbrögðum með ágætum
árangri. Hann er hallur undir húm-
orinn, lætur ágætlega að skrifa
íronískar sögur en á móti kemur
að þegar hann er á þeim buxunum
velur hann sér söguefni af litlum
metnaði. Þeir hlutir sem hér er
hæðst að og deilt á eru nánast
orðnir steinrunnir í íslenskum bók-
menntum, útjaskað viðfangsefni,
klisjur. Má þar nefna snobbkerl-
inguna ásámt karlrembunni
manninum hennar í „Frumsýn-
ingu“. Yfirstéttarfrúna í „Klúbbn-
um“. Atkvæðasmölunina í sögunni
„Sá dagur“. Um þessi efni og
keimlík hefur verið skrifað ótal
sinnum og á nákvæmlega sama
hátt. Ádeilan er þreytuleg og létt-
væg, bætir engu við.
Enn ein íslandsbók
frá Noregi
eftir Óskar
Vistdal
Á Friðriksstöðum í Noregi búa
hjónin Anna Ragnhildur og Atli
Næss. Þau reka bókaforlagið Iðunni
og eins og íslenska forlagið með
sama nafni sérhæfir Iðunn sig m.a.
í útgáfu bamabóka. Annað sérsvið
forlagsins em bækur um ísland,
enda eru Anna Ragnhildur og Atli
hinir mestu íslandsvinir, hafa kom-
ið hingað tvisvar og eru bráðum
væntanleg aftur. Þau hafa nefni-
lega komið sér upp þeirri góðu lífs-
venju að láta ekki ár líða án þess
að heimsækja ísland. í júlí síðast-
liðnum — einmitt á þeim tíma sem
sumarblíðan sá sér fært um að
skreppa hingað norður sem snöggv-
ast — lögðu þau land undir fót og
fór um Vestur- og Norðurland alla
leið til Mývatns og þaðan suður á
bóginn yfir heiðar um Sprengi-
sandsleið. Afrakstur leiðangursins
er sú ágæta bók sem kom út á
dögunum og ber heitið »Islands-
boka«, 60 blaðsíðna kver með
skemmtilegum og sláandi svip-
myndum af landi og þjóð. Bókin
er skreytt teikningum Margrétar
Reykdal listakonu, sem er búsett í
Ósló.
Bókinni er skipt í tíu kafla og
fjallar hún m.a. um eldvirkni, jarð-
hita, sundmenningu, garðyrkju og
hestamennsku. Stiklað er á stóru
um sögu landsins, en aðaláherslan
er lögð á nútímasamfélagið. í köfl-
unum um handritin og bókmennt-
irnar er fjallað sérstaklega um
Snorra Sturluson og Jón Sveinsson
(Nonna), og þátturinn um Óttar
svarta er tekinn með sem sýnishorn
af íslenskri frásagnarlist. Sagt er
frá draugasögum og þjóðtrú, og
auðvitað eru Grýla, Leppalúði og
jólasveinarnir á sínum stað, þó að
höfundar segi frá því að Danakóng-
ur hafi bannað að hræða börnin
með þessum skrímslum þegar árið
1748. íslenskri tungu og nafnvenju
eru einnig gerð góð skil. Það leynir
sér ekki í bókinni að Anna Ragn-
hildur og Atli eru miklir áhugamenn
um grasa- og dýrafræði og fjalla
þau sérstaklega um jurta- og fugla-
tegundir sem eiga sér ekki hliðstæð-
ur annars staðar í Evrópu, eins og
eyrarrósina og straumöndina.
»Islandsboka« kynnir á mjög
skemmtilegan hátt öðruvísi, spenn-
andi og fremur óþekkt land þeim
lesendum sem hún einkum á erindi
við, þ.e.a.s. norskum unglingum.
Annars er óhætt að mæla með henni
sem tilvalinni íslandskyningu fyrir
börn á öllum aldri. A næsta ári
ætla Anna Ragnhildur og Atli að
snúa sér að íslenskum barnabók-
menntum og gefa út »Undan illgr-
esinu« eftir Guðrúnu Helgadóttur í
norskri þýðingu.
Rétt er að bæta við að Atli Næss,
sem fæddist árið 1949 og er að
mennt cand.mag. í norrænum fræð-
um, er einn helsti rithöfundur Nor-
egs í lok 20. aldar. Frá því að hann
kvaddi sér hljóðs 1975 hefur hann
sent frá sér sjö skáldsögur og þijár
barnabækur auk fræðslurits um
skautaíþrótt í Noregi. Á þessu ári
gaf hann einnig út áhugavert
greinasafn um m.a. stöðu norskrar
menningar í breyttri Evrópu. Árið
1987 haslaði Atli sér völl í fremstu
röð í norskum bókmenntum með
skáldsögunni »Sensommer« sem
byggir á hinni frægu ástarsögu
Henriks Ibsens og Emilie Bardach.
Árið 1990 treysti hann stöðu sína
með skáldsögunni »Kraften som
beveger« (Aflið sem hrærir), sem
er talin til helstu skáldverka á
norsku á níunda áratugnum. Uppi-
staða hennar er ævisaga ítalska
skáldsins Dantes Alighieris (1265-
1321) og gerist í Flórens, sem í
bókinni er í senn borgríki á miðöld-
um og nútíma fjölmiðlasamfélag.
í febrúar nk. er Atli Næss vænt-
anlegur aftur til íslands í boði Nor-
ræna hússins. Þar mun hann kynna
bæði íslandsbókina og fleiri bækur
eftir sjálfan sig og aðra norska rit-
höfunda.
Ljósm. Óskar Vistdal
Hjónin Atli Næss og Anna Ragnhildur í Bláa lóninu.
Sögur úr sveit og borg
eftir Eðvarð
Ingólfsson
Gunnar Gunnarsson: Sterki Böddi
og Breki. Myndir: Ólafur Péturs-
son. Loksins gat hann ekki annað
en hlegið. Myndir: Snorri Sveinn
Friðriksson. Gunnar & Gunnar
1992.
Það er fremur sjaldgæft að menn
sendi frá sér tvær barnabækur sem
gerast, að segja má, í svipuðu um-
hverfí á sama tíma fyrir sama aldurs-
hóp. Það hefur Gunnar Gunnarsson
nú gert.
Fyrri bókin heitir Sterki Böddi og
Breki. Hún fjallar um 10 ára dreng
sem flyst úr sveit til höfuðborgarinn-
ar með foreldrum sínum. Hann er
ekki par hrifinn af því að þurfa að
skilja við sveitina sína og er dálítinn
tíma að sætta sig við borgarlífíð.
Seinni bókin heitir Loksins gat
hann ekki annað en hlegið. Hún seg-
ir hins vegar frá 9 ára borgardreng
sem fer í sumardvöl í sveit. Foreldr-
ar hans eru skildir að skiptum og
mamma hans farin að vera með nýj-
um manni. Aðalpersónan hafði heitið
því að „brosa ekki fyrr en mamma
og pabbi hefðu sæst heilum sáttum“
(bls. 22). Það heit stendur reyndar
ekki nema í sólarhring — þar til
Gunnar Gunnarsson
bóndinn á bænum gefur honum hest!
Gunnar Gunnarsson er mjög góður
stílisti. Sögurnar renna ljúflega
áfram á kjarnyrtu og blæbrigðaríku
máli. Greinilegt er að höfundur þekk-
ir vel til sveitalífsins því að bæði
skepnum og ýmsum störfum þar lýs-
ir hann af mikilli kunnáttu og á fjör-
legan hátt. Umhverfislýsingarnar
eru þó aðeins rammi utan um
ákveðna atburðarás, sálræn átök og
spennu.
Tengsl söguhetjanna við náttúr-
una eru mjög sterk, einkum í fyrri
bókinni. Þar dregur höfundur upp
margar heillandi myndir af því
hvernig aðalsöguhetjan, Böðvar,
skynjar bernskustöðvar sínar. Hann
er nátengdur lífi og störfum foreldra
sinna, jökli, fjöllum og dýrum — og
sjóndeildarhringur hans er þar af
leiðandi víðari en gengur og gerist
hjá borgarbömum.
Söguhetjur beggja bókanna, Böð-
var og Bangsi, eru þroskaðir miðað
við 9 og 10 ára drengi. Helst má að
því finna að málfarið er á stöku stað
dálítið fullorðinslegt. „Menn sem eru
að vaxa þurfa hvíld, mikinn svefn
og hæfilega hreyfíngu," segir Skúli,
jafnaldri og vinur Böðvars, og á við
sjálfan sig (bls. 35). Frekar er ólik-
legt að 10 ára drengur tali svona.
En þó má segja höfundi til varnar
að það er ekki með öllu óþekkt að
börn bregði stundum fyrir sig þrosk-
aðra máli en gengur og gerist.
Hér gefst ekki rúm til að fjalla
nánar um þessar sögur. Það sem
eftir stendur og öllu máli skiptir er
að Gunnari Gunnarssyni hefur tekist
að skrifa áhugaverðar, skemmtilegar
og vandaðar barnabækur. Ástæða
er til þess að hrósa honum fyrir þær
og hvetja hann til þess að halda
áfram á sömu braut.