Morgunblaðið - 23.12.1992, Qupperneq 7
6 B
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESBMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992
B 7
Sögur Jóhannesar
Steinssonar
eftir Kristján
Kristjánsson
Jóhannes Steinsson. Sáluhliðs-
menn og veggverjar. Formáli
eftir Jón Óskar. Mynd á kápu:
Hörður Ágústsson. Offsetfjölrit-
un annaðist prentvinnu. Hring-
skuggar, 1992.
Hér er dálítið sérkennileg bók á
ferðinni — bók sem telst kannski
ekki til tíðinda í bókmenntaheim-
inum eða eiga brýnt erindi við les-
endur en hefur samt að geyma
fímm ágætlega skrifaðar sögur —
sögur sem sýna að höfundurinn bjó
ótvírætt yfir skáldskaparhæfileik-
um. Þær tilheyra liðnu skeiði, ver-
öld sem var, og bera vissulega
merki síns tíma, bæði hvað snertir
efni og form. Tvær elstu sögurnar
voru samdar á fjórða áratugnum,
og hin yngsta er frá þeim sjöunda.
Alltaf má velta vöngum yfir því
sem ekki varð, og í þessu tilfelli,
verður sú spurning áleitin hver
afraksturinn hefði orðið ef Jóhann-
es Steinsson hefði alfarið getað
helgað sig ritstörfum. Hugur hans
stóð til skáldskapar en aðstæðum-
ar gerðu honum erfitt fyrir eins
og fram kemur í formála Jóns Ósk-
ars þar sem rakinn er f stuttu
máli æviferill Jóhannesar. Jóhann-
es Steinsson átti samleið með ung-
um og upprennandi höfundum,
hann var meðlimur í félagi sem
stofnað var sumarið 1940 — „fé-
lag, sem í daglegu tali nokkurra
ungra pilta og stúlkna var oftast
nefnt Ungir pennar, en stundum
Félag ungra rithöfunda" (bls. 7).
Jóhannes sat í stjórn þess félags
ásamt Jóni úr Vör og Hannesi Sigf-
ússyni.
Sögur Jóhannesar eru á vönduðu
máli, textinn er þéttur og býr ýmis-
legt undir. Hann beitir gjama háði,
og er ber einna mest á því í fyrstu
sögunni, Sáluhliðsmönnum og
veggveijum, sem er hrein og klár
skemmtisaga, háðsádeila um fyrir-
menn í sjávarþorpinu Selseyri.
Kostulegt vandamál kemur upp
þegar sóknamefndarformaðurinn
og aðaldriffjöður þorpsins, Magnús
útgerðarmaður, styttir sér aldur.
Rúmlega tíu árum áður hafði prest-
urinn í þorpinu, séra Kristján, jarð-
sett almúgamann sem réð sér bana
og sá var ekki borinn til grafar um
sáluhliðið heldur dröslað yfir
kirkjugarðsvegginn. íbúamir bíða
í ofvæni eftir því hvora leiðina sér-
ann muni velja vini sínum og skipa
sér í andstæðar fylkingar. Sagan
er lipurlega skrifuð og þó að per-
sónusköpunin teljist kannski ekki
fmmleg þá er séra Kristján ágæt-
lega úr garði gerður, sérstaklega
lýsingarnar á sálarraunum hans
við að reyna fínna lausn á málinu.
Næsta saga, Skarfakál, segir af
upphafí gróðahyggju í byijun
stríðsins. Aðalpersónan er maður
með ágætt viðskiptavit en einnig
viðkvæma samvisku. Hugmyndin
að baki sögunni er heldur veigalítil
en húmorinn er lunkinn. Hinar sög-
urnar þijár, Heimspeki messa-
drengsins. Flöskuskeytið og Rykið
á paldrinum byggja á góðlátlegu
Jóhannes Steinsson
skopi en einkennast þó frekar af
mannlegri hlýju.
Sagan um messadrenginn sem
hefur næstum gleymt nafninu sínu
fyrir 65 krónur á mánuði, er eins
og Jón Óskar nefnir réttilega í for-
mála sínum, „ ... þannig formuð
að nokkurri furðu sætir, að ungur
maður skyldi skrifa þannig á þeim
tíma, þegar ytri atburðarás var
eini mælikvarðinn á gildi smásagna
hér á íslandi“ (bls. 11). Á yfírborð-
inu gerist fátt, lýst er einum sólar-
hring í lífí messadrengs sem veit
sínu viti en heldur því fyrir sjálfan
sig. Hann á sér draum sem rekst
óþægilega á við veruleikann og
þessar andstæður vefur Jóhannes
inn í textann án þess að þröngva
þeim upp á hann. Næstsíðustu
setningu sögunnar hefði hann þó
að ósekju mátt strika út.
Formáli Jóns Óskarfs er ágætur
en hefði kannski sómt sér betur
sem eftirmáli. Það er svolítið trufl-
andi þegar lesandanum eru lagðar
línumar áður en lesturinn hefst.
Áhrif
hirðingja
M
Djengis Khan. Myndin er talin líkjast honum meir
en aðrar myndir.
eftir Jóhann
Hjálmarsson
Saga mannkyns. Ritröð AB. 5.
bindi. Hirðingjar og hámenning
1000—1300 eftir Knut Helle. Ás-
laug Ragnars og Jóhannes Hall-
dórsson íslenskuðu. Almenna
bókafélagiðl992.
Bækur af þessu tagi, mynd-
skreytt sagnfræði, eru ákaflega
vinsælar um þessar mundir. Saga
mannkyns hefur verið að koma út
mörg undanfarin ár og hefur orðið
mörgum til glöggvunar á fortíð og
samtíð.
Hámiðaldir eru þeir tími þegar
sérkenni miðalda koma skýrast
fram í Evrópu, segir í inngangi
bókar. Eitt megineinkenni þróun-
arinnar er spenna milli hirðingja
og hámenningar, stendur einnig
þar. Sagnfræðingurinn Ibn Khald-
un (1332—1406) birti mörg fræði
um hirðingja, sigra þeirra og ósigra.
Innganginn endar höfundurinn á
þessum orðum:
„Hvað sem öðru leið stuðluðu
áhrif hirðingjanna á siðmenningar-
samfélögin, sókn þeirra og andstað-
an sem þeir vöktu, harla mikið að
því að möta þróun samfélags og
siðmenningar í gamla heiminum á
hámiðöldum. Það er haft hugfast
við samningu þessarar bókar.“
Djengis Khan hefur bæði fyrr
og síðar verið viðfangsefni sagn-
fræðinga og rithöfunda. Sókn hans
sem byijaði með því að hann lagði
undir sig Mongólíu og eftir það fleiri
ríki hófst í lok tólftu aldar. Strax
í bernsku var hann í senn kænn
og grimmur, reiðubúinn að beita
öllum ráðum til að fá að stjórna.
Þess er til dæmis getið að á
bernskuskeiði hafí hann ásamt
bróður sínum myrt hálfbróður
þeirra sem gerði sig sekan um að
hirða físk sem Djengis veiddi.
Sigurvegararnir miklu hafa eftir
lýsingum að dæma verið ófrýnilegir
og lítt snyrtir, að hætti hirðingja,
en þeir áttu sér ákveðin lög og
strangar reglur sem fara varð eft-
ir. í Iran og Kína stjómuðu þeir
af meiri grimmd en dæmi voru um.
Það átti fyrir stórveldi Mongóla
að liggja að tapa og liðast sundur
eins og fleiri stórveldi. Ríki Mong-
óla stóð í þijá aldarfjórðunga.
Ekki eru hirðingjar þeir einu sem
fræðast má um í þessum hluta
Sögu mannkyns. Það er til dæmis
ómaksins vert að kynna sér sögu
nágranna þeirra auk þess að huga
að persneskum skáldskap og áhrif-
um íslams og kristni á menningu
okkar.
Kaflár eins og Kristindómurinn
auðgar listir og mennt eru
skemmtilegir aflestrar. Um trú,
menningu og stjórnmálaþróun í
Evrópu er ij'allað ítarlega í bókinni.
Þar rísa ýmsir þeir varðar sem enn
standa. Hvarvetna «r þess gætt,
eins og í fyrri bindum, að skemmta
lesendum með ýmsu smálegu sem
varpar ljósi á heildina og vekur til
umhugsunar.
Fjölbreytilegt myndaval dregur
ekki úr ánægju við lestur Hirðingja
og hámenningar. Þýðingin er læsi-
leg.
STIKLUR
UMSKÁLD
eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur
Lífsmyndir skálds. Æviferill
Halldórs Laxness í myndum og
máli. Ólafur Ragnarsson og
Valgerður Benediktsdóttir
tóku saman. Útg. Vaka-Helga-
fell 1992
Bókin er gefín út í tilefni níræð-
isafmælis Halldórs Laxness í apríl
sl. Hún skiptist í sex meginkafla
og síðan hver í marga örstutta
og eru margir þeirra byggðir á
stuttum tilvitnunum í texta Hall-
dórs Laxness.
Fyrstu hlutamir tveir Uppvaxt-
ar- og æskuár 1902—1919 og
Mótunar- og þroskaár 1919—
1929 em öllu meira samdir af rit-
stjórum bókarinnar og bmgðið
upp skýrum og fróðlegum lýsing-
um á því samfélagi sem var og
hafði að kalla verið „í sömu skorð-
um í þúsund ár er landsmenn tóku
að vakna til vitundar um framtíð-
armöguleika sína og þjóðkenndin
að eflast á síðari hluta 19. aldar,“
eins og stendur í upphafí Órædds
draums. Smám saman er farið
fljótar og hraðar yfír sögu og
seinni kaflar — ef ekki er vitnað
í texta skáldsins — em oft býsna
snubbóttir og svo stuttir að þeir
bera nokkurri fljótaskrift merki.
Sjálfsagt og rétt ér að taka fram
að tilvitnanir í texta Halldórs eru
oft valdir af smekkvísi og glóir
þar oft á gull.
Meginstyrkur þessarar bókar
liggur í myndunum í henni sem
munu vera alls á fimmta hundrað
og hefur án efa verið æði mikið
verk að safna þeim saman. Aðdá-
endur Halldórs Laxness munu
áreiðanlega kunna að meta að sjá
lífshlaup hans rakið í þessum
myndum því umfram allt er þetta
myndabók — textinn er of stutt-
aralegur til að bera bókina uppi.
í formála skýra ritstjórar hvað
fyrir vakir með gerð þessarar bók-
ar. Þann formála las ég ekki fyrr
en síðast og fannst þá að ég gæti
vel við bókina unað eftir að hafa
— hvað sem góðu .myndefni líður
— lagt hana frá mér töluvert hugsi
og í vafa um hvaða hlutverki hún
ætti að gegna. Þar segir: „Henni
er ekki ætlað að vera tæmandi
úttekt á ferli Halldórs. í stað þess
sýnir hún brot úr lífí, stiklur. Hér
er gerð tilraun til að nálgast skáld-
ið með nýjum hætti, í takt við öld
hraða og tíma myndmiðlunar.
Myndræni þátturinn skipar þann-
ig öndvegi í bókinrii og ræður ferð
en í texta er sagan sögð og brugð-
ið upp svipleiftrum af hugsun
Halldórs Laxness.11
En fyrir Laxnesslesendur og
aðdáendur texta Nóbelsskáldsins
vaknar þá eilítil spurning: getur
verið að það fái staðist að mat-
reiða þurfí bók um Halldór Lax-
Halldór Laxness
Aðdáendur Hall-
dórs Laxness
munu áreiðanlega
kunna að meta að
sjá lífshlaup hans
rakið í þessum
myndum því um-
fram allt er þetta
myndabók
ness sem léttan auðveldan rétt,
getur verið að menn hafí ekki
lengur tíma til að lesa og hrífast
af snilldartextum hans nema í
smáskömmtum? Vonandi ekki. Illt
væri ef það reyndist rétt og ég
held að varla nokkuð gefí tilefni
til að draga þá ályktun.
Bókinni fylgir nafnaskrá, heim-
ildaskrá og skrá yfír ljósmynd-
ara/eigendur mynda í bókinni.
Forseti íslands skrifar formála.
Það má lofa útlit og uppsetningu
bókarinnar, það er til sóma í alla
staði.
Kólumbus og
sæfarará
norðurslóðum
eftir Guðmund Heiðar
Frímannsson
Ian Wilson: Kólumbus í kjölfar
Leifs, Fjölva-útgáfan, 1992, 256
bls.
Það er liðið hálft árþúsund í ár
frá því Genúumaðurinn Kristófer
Kólumbus fann Ameríku. Þetta má
að vísu ekki skilja svo að Kólumbus
hafi fundið land sem enginn hafí
vitað af. Allir innbyggjarar þess
vissu vel af tilvist þess. En Evrópu-
menn vissu ekki af tilvist Ameríku,
eða að minnsta kosti mjög fáir Evr-
ópumenn.
Fundur Ameríku er tímamótaat-
burður í sögu Evrópu og raunar
Ameríku sjálfrar. Hann markar
ákveðið upphaf þess vaxtar og við-
gangs Evrópu, sem staðið hefur
óslitið síðan. Fyrir þessu eru marg-
víslegar ástæður, en kannski er sú
mikilvægasta, að Evrópa auðgaðist
verulega á þessum fundi. Þeir ræn-
ingjar og bandíttar, sem Evrópurík-
in gerðu út í þessar ferðir, færðu
feng sinn heim.
Kólumbus sjálfur hélt sig hafa
fundið meginland Asíu, þegar hann
kom til eyjanna á Karíbahafi. í
tveimur fyrri ferðum sínum vestur
um Atlantshaf kom hann einungis
til eyjanna á Karíbahafí og fann
ekki þau auðæfí, sem hann var að
leita að. Þau voru helzt krydd marg-
víslegt úr Austurlöndum, sem var
mjög verðmætt á þessum tíma, og
eðalsteinar. í síðustu ferð sinni
komst Kólumbus að norðurströnd
Suður-Ameríku, en gerði sér ekki
grein fyrir því sjálfur, að hann hefði
fundið meginland.
Úr þessari síðustu ferð var Kól-
umbus fluttur í hlekkjum til Spán-
ar, enda virðist honum ekki hafa
alls kostar líkað landstjórn Spán-
veija í þessum nýju löndum sínum.
Hann átti ekki greiðan aðgang að
spænsku hirðinni eftir þetta. Orðs-
tír Kólumbusar var ekki neitt sér-
stakur síðustu ár ævi hans eða
fyrstu áratugina eftir að hann dó.
Kristófer Kólumbus
En smám saman hefur hann orðið
einhver þekktasta persóna sögunn-
ar.
íslendingum hefur kannski aldrei
þótt jafn mikið koma til Kólumbus-
ar og öðrum þjóðum. Til þess liggur
sú eðlilega ástæða, að við höfum
vitað af sögunni um Leif heppna,
sem fann Vínland. Það gerðist miklu
fyrr en Kólumbus fann Ameríku.
Okkur hefur því ekki fundizt ferð
Kólumbusar sérlega merkileg.
í þessari bók er rakið, hvernig
sæfarar frá Bristol voru á undan
Kólumbusi til Ameríku, en þeir
höfðu stundað siglingar til íslands
um nokkurt skeið og sóttu lengi á
mið við Nýfundnaland. Það sem er
merkilegt við þessa atburðarás, er
ekki að sæfarar frá Bristol urðu á
undan heldur hitt að ljóst er að
Kólumbus vissi vel af þessu ferðum
og hefur fengið glöggar upplýsingar
um þær. En í bókinni er rakið bréf
sem Kólumbusi barst frá enskum
njósnara en hann vissi glögg skil á
ferðum sjómanna í Bristol. Það er
er því ljóst að Kólumbus hafði ná-
kvæmar upplýsingar um land hinum
megin Atlantshafs, áður en hann
hélt upp í fyrstu ferð sína.
í bókinni er rakið kapphlaupið á
milli Kólumbusar og Johns Cabots
í leit þeirra að Indlandi sem þeir
töldu vera vestan Atlantshafs. Höf-
undur getur sér þess til, að Cabot
hafi náð að sigla niður með allri
austurströnd Norður-Ameríku og
hafi hugsanlega verið drepinn af
Spánveijum þegar Cabot og menn
hans voru komnir á norðurströnd
Suður-Ameríku. Hann segir líka frá
því hvernig heimsálfan fékk nafnið
Ameríka og hvernig ýmsir höfðu
verið fyrri til en Kólumbus til Amer-
íku.
Séð í þessu ljósi verða orðstír og
afrek Kólumbusar illskiljanleg.
Auðvitað er það ljóst að það þurfti
áræði og þor að sigla yfír hafíð.
En það var ekki einstætt. Það er í
raun fyrst og fremst á þeirri rás
viðburða, sem fylgdi landafundun-
um sem rykti Kólumbusar er reist.
Þótt útsendarar Spánarstjómar til
Nýja heimsins hafí verið dæmalaus-
ir ofbeldisseggir sem unnu hvert
grimmdarverkið á fætur öðru, þá
er ljóst, að landafundimir skiptu
sköpum í sögu Evrópu. Veröldin var
ekki söm eftir þá.
Þelta er skemmtileg frásögn af
mikilvægum atburðum. Sigurður
Líndal lagaprófessor hefur haldið
því fram áður að Kólumbus hafí
vitað af ferðum íslendinga. Sann-
indin í bókinni eru kannski ekki svo
nýstárleg en sagan er rakin ágæt-
lega og bókin er skemmtileg aflestr-.
ar. Hún tengir þennan mikilvæga
atburði í veraldarsögunni við Is-
landssöguna.
Þýðingin hefur tekizt nokkuð vel
þótt einum of mikið sé af „gæti
hafa“ orðalaginu. Nafnaskrá og
heimildaskrá eru í bókinni og annáll
landafunda íslendinga, Bristol-
manna og Spánveija. En það er
allt of mikið af prentvillum á síðum
þessarar bókar.
Þótt náttúran sé
lamin með lurk...
eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur
Inga Iluld Hákonardóttir: Fjarri
hlýju hjónasængur. Öðruvísi ís-
landssaga. Útg. Mál og Menning
1992
Ástir, framhjáhald, sifjaspell, við-
horf og refsing við aðskiljanlegum
brotum, hvort sem er frá sjónarhóli
samfélagsins á hverjum tíma eða/og
í lagabálkum. Þessi mikilsháttar mál
eru viðfangsefni Ingu Huldar Hákon-
ardóttur í viðamikilli bók hennar.
Hún rekur sig áfram gegnum ald-
imar og er athyglisvert að sjá hvaða
lögmál, skráð eða ekki gilda á hveij-
um tíma. Hversu mikil breyting fylg-
ir til dæmis siðbótinni hér á 16. öld
og hve refsingar verða þá grimmúð-
legri en í kaþólskum sið þrátt fyrir
íhaldssaman hugsunarhátt kaþólsk-
unnar og óumdeilanlega siðsemi sem
einatt er þó tvöfeldnin uppmáluð.
Hjónabönd og viðhorf til hjóna-
banda, hvernig til þeirra var stofnað,
á hvaða forsendum, átti fólk að vera
lukkulegt í hjónaböndum, viðurkenna
nautn og ánægju kynlífs eða var
hjónabandið bara praktískt band öðr-
um eða báðum til fjárhagslegs ávinn-
ings? Skipti það einvörðungu máli að
vera fijósamur og uppfylla jörðina eða
mátti einhvers staðar viðurkenna
gleði og gaman? Og ástir í meinum,
framhjátökur ríkisbænda og emb-
ættismanna með lítilsigldum vinnu-
stúlkum, börn fædd í synd en kannski
tendruð af ástarbríma. Refsingar fyr-
ir „brotin" ýmis hvort sem er á tímum
stóradóms þegar karlmenn voru
höggnir og konum drekkt eða vandar-
högg þóttu næg refsing, stundum
eftir því hvemig brotið var vaxið. Og
svo sögumar um fólk sem fómaði
öllu fyrir ástina, lagðist út og/eða
Málverk eftir René Magritte
Ofyndinn farsi
eftir Súsönnu
Svavarsdóttur
Svarti prinsinn
Höfundur: Iris Murdoch
Þýðandi: Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi: Iðunn
Svarti prinsinn hefst á því að rithöf-
undurinn Arnold Baffin hringir til vin-
ar síns Bradleys Pearsons, sem líka
er rithöfundur, og segist hafa drepið
konuna sína. Arnold biður Bradley að
koma strax, sem hann og gerir þótt
hann sé í rauninni að leggja af stað
út úr borginni, London, eitthvert út í
sveit, þar sem hann ætlar greinilega
að skrifa ódauðlegar bókmenntir.
Bradley er fyrrverandi starfsmaður
hjá skattinum en hefur skrifað tvær
til þijár bækur, sem enga athygli
hafa vakið. Arnold er aftur á móti
mjög vinsæll höfundur, sem framleiðir
eina bók á ári.
Upphafið á sögunni lofar ágætlega
góðu, eða allt- þar til kemur í ljós að
Amold hefur alls ekki drepið konuna
sína, heldur hafa þau verið í ósköp
venjulegum átökum; hann hefur slegið
til hennar í hita leiksins og hún rokið
inn í svefnherbergi, læst að sér og
svarar manni sínu engu þegar hann
reynir að ná sambandi við hana. Og
upphefst þar með skáldsaga, sem er
endalausar vangaveltur um hvað er
list, hvort listin felst í þögninni, eins
og Bradley heldur fram (og því eigi
menn að vera afskaplega sparir á orð
sín og sköpun), eða hvort listin felst
í framleiðslunni, eins og hjá Arnold,
sem sögumaðurinn Bradley heldur
fram að þjáist af ritræpu. Um þetta
veltir Bradley endalaust vöngum. Svo
eru líka endalausar vangaveltur um
hvað er ást og svo koma líf og dauði
og tengsl þeirra við skáldskapinn og
listina. Sagan er ægilega heimspeki-
leg, eitt vitsmunaflæði og skilgrein-
ingarþmgl inni í mjög hægfara at-
burðarás, þar sem Bradley er stöðugt
á leiðinni út úr bænum, en verður
stöðugt fyrir ófyrirsjáanlegum töfum.
Bradley lýsir sér á mjög jákvæðan
hátt, að eigin mati. Segist vera púrít-
ani, meinlætamaður, hár, grannur,
unglegur, aðlaðandi og gefur í skyn
svo ekki verður um villst að hann sé
gáfaður og fágaður. Milli hans og
Arnolds er einhvers konar ástar/hat-
urs samband, Rachel (kona Arnolds)
reynir að gerast ástkona Bradleys,
sem er fráskilinn fyrir löngu, en eigin-
konan Christian er komin aftur til
sögunnar, sem gerist í London (orðin
bandarísk ekkja). Hún er á höttunum
eftir sínum fyrrverandi, auk þess sem
dóttir Amolds, Julian, er ástfangin
af honum. Bradley tefst í London,
vegna komu fyrrverandi eiginkonu
sinnar, sem hann þó þolir ekki, og
vegna þess að systir hans, Priscilla,
er farin frá manni sínum og ætlast
til að Bradley sjái um hana. Hún græt-
ur allan tímann sem hún er í sög-
unni. Inn í söguna blandast Francis,
bróðir Christian, en hann er í rauninni
tengiliður Bradleys við flestar persón-
umar. Bradley þolir Francis ekki, en
þegar líða tekur á söguna, getur hann
ekki án hans verið.
En, eins og ég segi, þá er atburða-
rásin ákaflega hæg, atriðin sem fela
í sér samskipti persónanna langdreg-
in, vangaveltumar um bókmenntir,
listina, ástina og svo framvegis langar
og margorðar og mér finnst þetta ein-
hver jafnleiðinlegasta bók sem ég hef
lesið. Þó er formið á henni mjög sér-
stakt og 8kemmtilegt. Sagan byijar á
inngangi útgefanda bókarinnar (sem
er auðvitað sögupersóna), síðan for-
mála Bradleys (sem segist vera að
skýra frá sannleikanum), svo kemur
sagan „endalausa", og að lokum eftir-
málar Bradleys, Christians, Francis,
Rachelar, Julians og útgefandans.
Hvert og eitt þeirra afhjúpar hann á
Inga Huld Hákonardóttir
storkaði almenningsáliti fyrr og síðar.
Er þá ekki drepið nema á örfá at-
riði í þessari skilmerkilegu og læsilegu
bók. Hún er sagnfræðirit og beitt
aðferðum sagnfræðinnar við vinnsl-
una en hún er ekki síður skrifuð af
skáldlegri leikni og listfengi svo les-
andi er afar fjarri því að finnast hann
vera að stauta sig í gegnum þurrt
fræðirit.
Samúð höfundar með því fólki fyrr
og síðar sem er verið að fyalla um er
mjög augljós og hvað sem líður af-
stöðu samfélagsins hveiju sinni setur
hún sig ekki í dómarasæti. Nema síð-
ur sé.
Ég var mjög hrifin af þessari bók
og fannst hún virktavel unnin, læsileg
og á ákaflega góðu máli. En stundum
hvarflaði að mér við lesturinn. Þessi
ást sem allt snýst um, hvað er hún
að mati höfundarins? Stundúm fannst
mér að um of væri horft á holdsins
lyst og girnd, það sem slíkt rekur
fólk út í á öllum tímum. En að þ’ '
slepptu. Er ástin ekki líka eitthvað
fleira? Þar vantaði kannski að Inga
Huld legði meira til mála. En að öllu
samanlögðu er þetta án efa ein sú “
fróðlegasta og fýsilegasta bók sem
ég hef lesið í háa herrans tíð.
Iris Murdoch
sinn hátt, eða sér bara atburðarásina
á annan hátt. Þetta gæti verið mjög
skemmtileg aðferð í áhugaverðri sögu,
en hún er það bara ekki. Persónum-
ar, sem eru skapaðar af Bradley, em
leiðinlegar og samskipti þeirra em
eins og í farsa eftir Dario Fó, þótt
fyndnin sé víðsfjarri hjá Iris Murdoch.-4-
En það er alltaf eitthvað að koma upp
á, sem Bradley getur ekki séð fyrir.
Hann lætur aðra breyta fyrirætlunum
sínum, af eðlislægri forvitni rithöfund-
arins, sjálfum sér til óbætanlegs tjóns
á endanum. Persónur sögunnar banka
stanslaust upp á hjá honum, hver á
eftir annarri, til skiptis, hittast á
óhentugu augnabliki og svo em form-
leg bréfaskipti á milli þeirra.
Yfir þijú hundmð síður með smáu
letri er miklu meira en nóg af því
góða. Ég las einhvers staðar að Svarfi
prinsinn þætti besta bók Iris Murdbch.
Mér er spurn; hvemig er þá restin?
Þýðingin er góð; greinilega unnin
af mikilli natni og málfar er gott, en
allar þessar heimspekilegu vangavelt-
ur, aftur og aftur, lon og don, ætluðu
að æra mig og ég held mig langi aldrei
aftur til að lesa stafkrók eftir þennan
höfund.