Morgunblaðið - 23.12.1992, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992
—; ” M ' I ■ 'iT'rv f,r'' M " l). n’M !'ITTriTr.!f
t-Wtl
Stjörnur
í skónum
eftir Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur
Sveinbjöm I. Baldvinsson.
Stjörnur í skónum.
Texti og nótur.
AB. 1992.
Arið 1978 kom út barnaplata
sem bar nafnið Stjömur í skónum.
Þetta voru nokkurs konar söguljóð
og á plötunni skiptust á sögur, ljóð
og söngvar. Höfundur ljóðanna og
söngvanna var Sveinbjöm I.
Baldvinsson sem hafði þá
nýlega hafið rithöfundarferil
sinn. Platan var nýjung á
bamaplötumarkaði. Öll er
frásögnin frá sjónarhóli lítils
bams, einlæg og tær. í upp-
hafí og endi plötunnar er þó
talað um dauða og endalok
sem gefa vísbendingu um
að bamið deyi í okkur um
leið og við verðum fullorðin
og hættum að geta dáðst að
því smáa í tilverunni. Sögu-
maður á plötunni er Ragn-
heiður Steindórsdóttir og
hún og Sveinbjöm syngja
einnig lögin. Undirspil er
mjög vandað og fjölbreytt, —
margs konar flautur, saxó-
fónn, og gítar sem hljómar
einkar vel. Öll er platan
hljómfögur. Kyrrð og friður
er allsráðandi þar til í lokin
þegar hávaðinn verður ær-
andi og alls kyns stríðir
ómar verða yfírþyrmandi.
Því er þessi plata gerð að
umtalsefni að út er komin
bók með texta og nótum af
þessari plötu. Sum laganna
hafa orðið vinsæl svo sem
lagið um það sem er bann-
að, og hefst á orðunum „Það
má ekki pissa bakvið hurð“
og ljóðið um það sem ég
veit: „Veistu af hveiju gír-
affí er með ofsa stóran
háls?“ Lögin hafa yfír sér heiðríkju
og kyrrð sem er sjaldgæf íheimi
nútímans. Ljóðið um snjókornin
sem drengurinn sér koma svífandi
og langar til að fanga er fullt af
gleði og hrifningu óg tónlistin af
plötunni undirstrikar léttleika
þessa svífandi fyrirbrigðis sem
hverfur um leið og það snertir jörð-
ina. Sama gildir um rigninguna,
og frjótt hugmyndaflug barnsins
þegar bílaumferðin á Hafnarfjarð-
arveginum verður tilefni til að
Sveinbjörn I. Baldvinsson
skapa spennandi leik. Nafn sitt,
Stjömur í skónum, dregur
platan og bókin af einkenni-
legri tilfínningu sem dreng-
urinn fær í fætuma þegar
hann er búinn að liggja lengi
á hnjánum í bílaleik og
hversdagslega kallaður
náladofi.
Ljóð Sveinbjöms em tals-
vert heimspekileg á sinn ein-
falda hátt. í þeim eru ýmis
konar vangaveltur barnsins
um tvískinnung fullorðna
fólksins. Af hveiju fær
drengurinn stundum fullt af
dóti sem hann hefur ekki
beðið um, en er svo skamm-
aður þegar hann eyðir spari-
peningunum í eitthvað sem
hann langar í?
Engin vísbending er um
það í bókinni að hún sé fylgi-
rit með plötunni, en ef svo
er ekki og platan uppurin,
má segja að bókin komi út
15 árum of seint. Nótumar
standa að vísu fyrir sínu og
gefín eru upp gítargrip fyrir
þá sem þekkja lögin. Bókin
sem slík hefur mjög lítið af
þeim „sjarma“ sem platan
hafði, og svart-hvítar teikn-
ingar Bjarna Dags Jónsson-
ar standast illa listrænan
samanburð við hrífandi upp-
lestur Ragnheiðar Steind-
órsdóttur á plötunni! Bók og
plata þurfa að fylgjast að.
Sálarfjötrar
eftir Jennu
Jensdóttur
TEMPLE Grandin og Margaret
M. Schariano: Dyrnar opnast, frá
einangrun til doktorsnafnbótar.
Ragnheiður Óladóttir þýddi.
Umsjónarfélag einhverfra. 1992.
Já, „það er ævintýri líkast að
lesa þessa bók“. Þannig kemst dr.
Bernhard Rimland
að orði í formála
sínum og það er
sannarlega hægt
að vera honum
sammála.
Temple Grand-
in, bandarísk
kona, segir frá
reynslu sinni sem
einhverft barn og
unglingur við að
bijótast út úr ein-
angrun, fara í
framhaldsnám og
vinna að doktors-
verkefni vegna
rannsókna sinna á
einhverfu og leið-
um til úrbóta.
Margir eru kall-
aðir til í bókinni
og bréf birt frá móður, frænku og
sérfræðmgum. Kjarninn í þeim öll-
um er háður baráttu við einhverfu
og leit að leiðum til að komast að
einstaklingnum, gera honum lífíð
þolanlegt og losa hann að ein-
hveiju úr þeim viðjum sem settar
eru af ofurþunga á líkama hans
og sál.
Temple Grandin birtir líka brot
úr eigin dagbókum, sem kynna les-
anda strax óvenju gáfað barn, sem
brýst um í fjötrum sínum og kemst
hvað eftir annað í tæri við eðlilegt
streymi tilfinninganna, en nær í
baráttu sinni engu öðru en því að
verða hömlulaust, vanmáttugt í
örvæntingarfullu öskri, þegar
innsta vitundin kallar á skilning
og ástúð, sem breytist í úthverf-
unni í hræðslu við snertingu og
afskipti annarra.
í byijun bókar svarar Temple
Grandin spumingunni: „Hvað er
einhverfa? Einhverfa er þroska-
truflun. Bilun í þeim kerfum sem
vinna úr skynboðum verður til þess
að barnið bregst of sterkt við sum-
um áreitum, en of veikt við öðrum.“
Temple Grandin er einlæg í frá-
sögn sinni og lýsingar hennar á
misjöfnum viðbrögðum þeirra, sem
eiga að leiða hana til þroska eru
ýmist skerandi átakanlegar eða
yljuð gleði og von til þeirra sem
verða og eru í hennar aðstöðu.
Glöggt kemur fram hve góðar,
skilningsríkar
fjölskyldur hafa
mikið að segja
fyrir einhverf
börn. Þar er
Temple Grandin
sólarmegin. Les-
andinn fínnur
hve stóran þátt
móðir hennar á í
heillaför hennar
út úr einhverfu
sinni.
Kannski er
varla hægt að
fínna bók sem
minnir sífellt á
hve persónugerð
hvers og eins er
flókin og í raun
síbreytileg við
ríkjandi aðstæð-
ur hveiju sinni. Fyrir leikmenn er
saga Temple Grandin stór viðbót
við oft árangurslausa köfun í lífs-
kerfisfeilið í manngerð einstak-
lingsins. En líklegt er að sérfræð-
ingar lesi hana af þekkingu, viti
og hafi reynslu af mörgu því sem
hér er sagt um einhverfu - og
bregði hvergi.
Því á þessi bók fyrst og fremst
erindi við þá sem vita lítið hvað
um er að vera í sálarlífi einhverfra,
en vilja eins og góðir meðbræður
láta sig skipta raunir annarra og
finnast miklu varða að gera sitt
besta.
Tólfti kafli bókarinnar er nokk-
urs konar samantekt og nefnist:
„Einhverft fólk í stórum heimi".
Aftast eru viðaukar, A, B og C:
Spurningalisti til greiningar fyrir
börn með hegðunartruflanir, Við-
auki og Fræðilegur viðauki.
Það er þakkarvert að þýða þessa
bók og gefa hana út. Óræð kápu-
mynd og snotur útgáta.
Temple Grandin
Heimsins höf
Siglingar á
styrjaldarárum
eftir Kristján
Kristjánsson
Alltaf til i slaginn
Lífssigling skipstjórans Sigurðar
Þorsteinssonar
Friðrik Erlingsson skráði 186.
bls.
Vaka-Helgafell, 1992
Mestan hluta ævi sinnar hefur
Sigurður siglt skipum af ýmsum
stærðum og gerðum um öll heims-
ins höf og viðbúið að hann hafí frá
ýmsu að segja. Hann er ekki eins
og fólk er flest og hefur lifað
óvenjulega ævi sem er auðvitað
réttlæting þess að setja sögu hans
í bók - og er þó saga hans greini-
lega ekki öll, maðurinn er sextíu
og þriggja ára gamall og virðist
alls ekki á leiðinni í land.
Sigurður er yngstur tólf systkina,
fæddur á ísafirði en flyst þriggja
ára gamall til Reylqavíkur. Hann
fer strax sem unglingur til sjós á
sumrin, lýkur skyldunámi og út-
skrifast úr Sjómannaskólanum
1952. Næstu árin vinnur Sigurður
hjá ríkinu, eða til ársins 1963, og
á þeim tíma kvænist hann og eign-
ast sex böm. Síðan tekur hvert
ævintýrið að reka annað og margt
býsna eftriminnilegt. Hæst ber
væntanlega þegar hann kaupir 83
feta eikarskip og leggur upp í
heimsreisu með alla íjölskylduna, í
þeim tilganig helstum að vera sam-
vistum við bömin sín sem honum
fínnst hann tæpast þekkja. Sú sigl-
ing stendur í tæp tvö ár og er gerð
nokkuð góð skil í bókinni og að sigl-
ingunni lokinni sest Sigurður að í
Baridaríkjunum.
í Bandaríkjunum hefst nýr kafli
í lífí hans, skipin sem hann siglir
stækka og stækka, umsvifin auk-
ast; meðbyr og uppgangur en einn-
ig erfíðleikar, mótlæti og ágjöf.
Sigurður sést ekki fyrir í vinnugleði
sinni og athafnaþrá og það kemur
að lokum harkalega niður á sam-
bandi hans við fjölskylduna.
Hér er á ferðinni nokkuð dæmi-
gerð viðtalsbók sem að formi til
sker sig ekki úr stöflum slíkra bóka.
Hún er þó trúlega í skárri kantin-
um, skrásetjari hefur vandað verk
sitt, textinn er yfirleitt ágætlega
læsilegur, frásögnin skipuleg og að
mestu laus við tilgerð. Og eins og
óþarft er kannski að taka fram er
öll áherslan lögð á eftiið, æviatvik
og reynslu Sigurðar. Hann er ekki
mikið fyrir að flíka sínu „innra“ lífi
og bókin mestan part beinar frá-
sagnir af því sem hann hefur tekið
sér fyrir hendur. Má ýmislegt segja
um þá aðferð en þegar öllu er á
botnin hvolft lýsa verkin kannski
mönnunum best og lesandans að
draga ályktanir sínar af þeim.
Sigurður var - og er - einstak-
lega athafnasamur maður þótt hann
myndist við að ljúga upp á sig leti
til erfiðisverka á einum stað eða
tveimur í bókinni. A köflum er
reyndar farið full hratt yfir sögu
og frásögnin breytist í heldur til-
breytingalausa upptalningu, helst
Sigurður Þorsteinsson
upptalningu á sjóferðum og við-
komustöðum án nánari lýsinga. Þó
er oftar sá hátturinn hafður á að
kryddað er með lýsingum á einstök-
um atvikum, einhveiju eftirminni-
legu sem risið hefur yfír hversdags-
leikann.
Eins og vera ber er það rödd
Sigurðar sem ræður ríkjum en Frið-
rik bregður stundum útaf vananum
og segir frá Sigurði í þriðju per-
sónu. Er þá staldrað ögn við á
ákveðnum augnablikum í lífí Sig-
urðar og lýsingar verða ýtarlegri.
Þeir kaflar fylgja sjónarhomi Sig-
urðar eftir sem áður nokkum veg-
inn gagnrýnislaust. Lýst er hlýleg-
um sjóara, réttsýnum og kappsfull-
um manni sem er býsna frekur til
fjörsins.
eftir Sigmjón
Björnsson
Hulda Sigurborg Sigtryggsdótt-
ir: í skotlínu
Siglingar og skipskaðar Eim-
skipafélagsins í síðari heims-
styrjöld.
Almenna bókafélagið 1992, 280
bls.
Bók þessi er byggð á meistara-
prófsritgerð höfundar í sagnfræði
í Háskóla íslands. Umsjónarkenn-
ari og leiðbeinandi var, eins *og
áskilið er við slík verk, Þór White-
head prófessor. Hann ritar einnig
formála bókar. Verkið er unnið
að fmmkvæði Harðar Sigurgests-
sonar forstjóra Eimskipafélags ís-
lands og með styrk frá félaginu.
Því hefur þá fylgt aðgangur að
skjölum og öðru efni sem Eim-
skipafélagið hefur yfir að ráða.
Auk þess að kanna þau gögn átti
höfundur viðtöl við marga fyrrver-
andi og núverandi starfsmenn fé-
lagsins.
Eins og titill segir fjallar ritið
um siglingar Eimskipafélagsins til
og frá íslandi á árunum 1939-
1945. í fyrstu töldust íslendingar
hlutlaus þjóð og áttu rétt á frið-
helgi sem slík. Öðm máli gegndi
eftir að landið var hernumið. Þá
varð sama yfir íslensk skip að
ganga og skip bandalagsþjóða. í
þessari bók segir frá öllum þeim
miklu erfíðleikum sem því voru
bundnir að sjá til þess að þjóðin
fengi þær nauðsynjavömr sem hún
þarfnaðist, auk þess sem flytja
þurfti vörur til herliðsins. Hættur
vora á hafí, því að kafbátar sátu
um skipalestir. En einnig vom
margvíslegir erfíðleikar í höfnum,
við flutninga á landi, pantanir og
glímu við erlend stjórnvöld. Eim-
skipafélagið missti tvö af skipum
sínum á þessum viðsjárverðu tím-
um, Goðafoss og Dettifoss, auk
þess sem Gullfoss var kyrrsettur
erlendis öll styijaldarárin.
Þessi merka saga þar sem
margir menn lögðu nótt við dag í
vinnu og sýndu mikla fórnarlund
og þrautseigju, er prýðilega vel
sögð. Frásögn er látlaus, skýr,
útúrdúralaus og á eðlilegu máli.
Heimildir virðast vera vel notaðar.
Það er þannig ekkert nema gott
eitt um þetta ritverk að segja, sem
hlýtur að hafa fengið góða umsögn
kennenda.
Talsvert er af myndum í bók-
inni, myndrit eru nokkur og skrár