Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 11
M'ÓRGÖ.NrÉÍLAÐÍD MÍD’VlKÍ'tíAt3UR;2Í i-.fi Guðbergur Bergsson rætt um listina, eðli íslendinga, barnabækur, stjómmálamenn og svo framvegis. Astrid Lindgren er af- greidd sem „kerling“, er fjöldafram- leiðir óþægt sakleysi handa börnum og H.C. Andersen skrifaði góðar barnabækur vegna þess að hann þoldi ekki börn. „Hin leynda þrá eftir að skipta um kyn“, er orsök flestra hjónaskilnaða. Alþýðubanda- lagið er „það grámyglulega, kek- kjótta og illa soðna hveitilím sem límir þessa stundina saman „vinstri- öfl“ íslensku millistéttarinnar. Þau eru í reynd aðeins ófrjóar óánægju- raddir atvinnukveinara sem ekkert mark er á takandi...“ (bls. 140). Stundum glottir maður kvikindislega yfir kaldhæðni Guðbergs og Iýsing- um hans á mannlegu eðli, en svo kom fyrir að ég varð dulítið þreyttur á neikvæðni hans og gagnrýni, sem getur verið röflkennd þar sem hann nefnir sjaldan ákveðið dæmi máli sínu til stuðnings. Kaldhæðnin er brynja Guðbergs. Og þess vegna komumst hvorki við né Þóra Kristín almennilega að hon- um. Það er helst þegar kemur að listinni að kaldhæðnin molnar utanaf Guðbergi og eftir stendur listamaður sem fómar öllu fyrir list sína: ... listamaðurinn veit að listin sem hann stundar er heilög, á hana má engin skuggi falla, ekki einu sinni skuggi hugarfarsþrælsins. (Bls. 65) Listin á að vera ómenguð líkt og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. grunnvatnið og þess vegna ber skáldsagnahöfundur óttablandna virðingu fyrir listgrein sinni. Ég hrósa aldrei verki sem ég hef skrifað og forðast að hlusta á slíkt, vegna þess að hrós er niðurlægjandi fyrir verkið, líkt og innilega trúaður mað- ur hrósar ekki guði sínum. (Bls. 172) En nú spyr ég, hvort eigum við að trúa þessum miklu og einlægu ástaijátningum Guðbergs til listar- innar, eða hálffýlulegri afgreiðslu hans á listþörfínni í byijun bókarinn- ar: „Ég hef því alltaf litið á listþörf- ina sem mína óvæm. Ég hef því týnt af mér verkin eins og lýs.“ (Bls. 32). Sjálfur kýs ég að trúa ástaijátningunum, en afgreiði lús- ugu listþörfína sem óstjórnlega löng- un Guðbergs að segja eitthvað smell- ið, eitthvað sem hljómar vel og stenst sem líking. Ég er að tala um þörf listamannsins fyrir að ljúga. Guðbergur Bergsson er virtur höfundur, af sumum talinn einn allra besti skáldsagnahöfundur sam- tímans. Viðtalsbók við hann ætti því að sæta tíðindum, vera umtöluð, dáð, hötuð. Guðbergur Bergsson metsölubók stendur ekki undir orð- spori skáldsins. Helsti gallinn við bókina, er að stundum breytist hún í blaðaviðtal og þess vegna er heim- ur hennar ekki nógu heildstæður. Guðbergur Bergsson metsölubók, er ekki slæm bók, en hún hefði átt að vera betri. Limrukveðskapur eftir Skafta Þ. Halldórsson Jóhann S. Hannesson Hlymrek. Limrur. 47 bls. Mál og menning 1992. Limran er bragarháttur sem unnið hefur sér þegnrétt í íslensk- um skáldskaparheimi. Þorsteinn Valdimarsson skáld kynnti hátt- inn íslendingum 1965 með bók sinni Limrum og gaf honum ís- lenskt nafn. En nær aldarfjórð- ungi áður höfðu tveir íslendingar tekið að skiptast á limrum, Jóhann S. Hannesson (1919-1983) og Kristján Karlsson. Höfðu þeir þann sið lengi í hávegum. Raunar telur Kristján að Jóhann sé upp- hafsmaður réttrar limru á íslandi og hefur hann þar vafalítið rétt fyrir sér. Árið 1979 gaf Jóhann út bókina Hlymrek á sextugu. Nú hefur sú bók verið endurútgefin ásamt úrvali úr eftirlátnum lim- rum Jóhanns sem verið hafa í vörslu Kristjáns Karlssonar. Bók- in nefnist Hlymrek. Limran er lausavísnabragur sem upprunninn er á Bretlands- eyjum og er talið að enska nafnið á hættinum sé dregið af írska borgarheitinu Limerick. Hann ein- kennist af fimm braglínum sem helst eru settar saman af þríliðum. Endarím er a a b b a og það er algengt þótt ekki sé það regla að rímorð fyrstu línu sé sémafn eða staðamafn. Oft em limrar kerskni- og gamanvísur og hlut- verk þeirra er svipað hlutverki ferskeytlunnar íslensku: Það tíðkast ei lengur í Tel Aviv bak við töfrandi slæður að fela víf, svo nú kaupa þeir ekki neinn kettling í sekki sem stunda þá íþrótt að véla víf. Mestur hluti limra varðveitist fyrst og fremst í munnlegri geymd eins og ferskeytlan. Þeir era til sem yrkja limrar eins og hendi sé veif- að líkt og hagyrðingar hafa löng- um kastað fram stökum hér á landi. Slíkur kveðskapur er tæki- færiskveðskapur og lifír sjaldan lengur en tilefnið. Góð skáld á borð við Þorstein Valdimarsson og Jóhann hefja þó limrakveðskap í æðra veldi og ljá limrunum dálítið brot úr eilífðinni. Flestar limrar Jóhanns era gamankvæði. Þær era oftast á hversdagslegu og eðlilegu máli enda þótt þar kenni stundum sérstakra orðasamsetninga. Þetta segir Jóhann t.a.m. um kynfrelsis- byltingu æskulýðsins: Það er ferlegur kynæðisfaraldur hjá flestum í dag, mælti Haraldur. Fólk iðkar það gaman að eðla sig saman sem ekki er komið á paraldur. Fæst gamankvæð- in eru þó með öllu al- vörulaus kveðskapur. Oft er f þeim broddur og í fáeinum kvæðum leggur Jó- hann út af latneskum orðskviðum: Jóhann S. Hannesson í einu og öllu’ er vér gerum er einhver sem vandlega sér um, í dag eins og forð- um að úrslitaorð vort sé ætíð: „Sunt lacrimae rerum“. * (* tárin í eðli hlutanna) Jóhann hefur haldið því fram að limran fussaði við ljóðrænu. Samt eru limrar hans ljóðrænar á sinn hátt. Þær opna okkur oftar en ekki sýn inn í fágaðan mynd- heim. Sterk myndbygging og hnyttin tilvísun einkennir t.a.m. limra þar sem skáldið tekur til umræðu á háðskan hátt erlend áhrif og viðbrögð íslendinga vió þeim: Á menningarheljarþröm hinstri gep hverskonar erlendu mynstri við Lómagnúp stöndum með ljóðstaf í höndum og lemjum til hægri og vinstri. Hlymrek er skemmtileg bók. Hinar eftirlátnu limrar sem bæt- ast við fyrri útgáfu era engu síðri þeim sem áður hafa birst. Ljóð- aunnendum og ekki síst limravin- um er bókin vafalaust fagnaðar- efni. Málverk eftir Míró Töluð orð verða ekki aftur tekin •• eftirJón Ozur Snorrason Þjóðleg fræði af Austurlandi Norman Vincent Peale. Minnisstæðar tilvitnanir. Handbók, 129 bls. Inger Anna Aikman þýddi. Reykholt, 1992. Fleyg orð og orðatiltæki eru fyrir- bæri sem flestir kannast við. í þeim er veruleikinn túlkaður á hnitmiðað- an hátt og með markvissum hætti. Norman Vincent Peale er aldraður Bandaríkjamaður. Hann er vitur maður og víðlesinn sem safnað hefur mörgum frægum og minna þekktum tilvitnunum í eina bók. Flestar vitna þær um fegurð heimsins og göfuga afstöðu til lífsins. Þær hvetja til vinnusemi og staðfestu í lífínu, þolin- mæði, eldmóðs og trúar, ástar og umhyggju. Helst mætti fínna að slík- um tilvitnunum að oft eru þær slitn- ar úr sínu upprunalega samhengi og látnar standa einar og óstuddar. Tilvitnanimar tekur Peale úr ýms- um áttum og leggur visku þeirra að jöfnu hvort sem þær er að fínna í Biblíunni, í Kóraninum, hjá Laótse, aftan á krónupeningi eða í auglýsin- gatexta. Vísdóminum eru því engin takmörk sett enda leynist hann víða. Það sem máli skiptir er að koma auga á hann og stinga honum í sam- band við sjálfan sig. Þá fyllist maður orku og þekkingu liðinna kynslóða sem gerir mann hæfari til að takast á við vandamálin. Hér má lesa orða- tiltæki sem allir þekkja en fáir vita hvaðan eru komin. Hálfnað er verk, þá hafi er sagði Aristóteles og Benj- amín Franklín sagði að þolinmæði þrautir vinnur allar og víst er að alkunn sannindi felast í þessum orð- um. Peale fínnur þessum tilvitnunum nýjan farveg. Hann ræðir um hvers- dagslega hluti við kunnuglegar að- stæður, býður lesandanum að slást í för með sér og segir honum dæmi- sögur úr nútímanum. Einu sinni vann hann við ráðgjöf í kreppu millistríðs- áranna og átti í ótal samræðum við bágstatt fólk. Þá gerði hann sér grein fyrir því hversu þekkingu hans var áfátt. Til að vera samkvæmur sjálf- um sér ákvað hann að leita sér að- stoðar. Hann kynntist manni að nafni Smiley Blanton sem bæði var trúaður og doktor í geðsjúkdómum. Fljótlega kom í ljós að Blanton hafði einmitt alltaf vonast eftir því að hitta mann sem væri tilbúinn „að sameina þetta tvennt, umhyggju prestanna og sál- fræðivísindin". Þar með tókust þeir í hendur og hófu samstarf sitt, settu á fót stofnanir og tóku til jafns mið af trú og heilsugæslu í meðferðinni. Peale endar frásögn sína á eftirfar- andi hátt: „Ef andlegt jafnvægi er ekki fyrir hendi er engin von til þess að fólk geti átt heilbrigð samskipti við annað fólk eða hamingjuríkt líf. Tilvitnanim- ar í þessari bók eru nokkurs konar lyfseðlar. Taktu eina töflu, eina til- vitnun, á hveijum degi til að öðlast aukinn kjark og meira sjálfstraust." í pillunni sameinast trúin og hreystin á móralskan hátt. Peale er f senn prestur og læknir og texti bókarinnar tekur mið af því. Orð hans hafa mátt eins og lyf og boð- skapur hans verður að lækningu. Hann klæðir guðsorðið í hvítan slopp og deilir út lyfseðlum eins og afláts- bréfum. Þannig er endalaust hægt að laga orðið að breyttum aðstæðum og alltaf má finna upp nýjar aðferð- ir til sáluhjálpar. Helsta markmið þessara tilvitnana er að leiða okkur í gegnum frumskóg tilverunnar. Uppsöfnuð þekking for- feðranna á að vísa okkur leiðina. Ef við temjum okkur slíka hugsun erum við vel á vegi stödd því mannlífíð er ávallt hið sama þótt aðstæður breyt- ist. Orð sprettur af orði og svo áfram koll af kolli, setning og orð og ný setning þangað til við höfum náð hinu eftirsóknarverða hlutskipti, að vera glöð og vinnusöm, sjálfum okk- ur og guði trú. Þýðingin er á látlausu og skiljan- legu máli og hefur tekist vel. Þó hefði mátt færa nöfn spekinganna í íslensk klæði þannig að Aesop yrði Esóp, Aeschylus yrði Eskýlos, Sop- hocles yrði Sófókles og Horace yrði Hóras svo fá dæmi séu tekin. Utlit og umbrot er hefðbundið og smekk- legt enda segir það sig sjálft að nauð- synlegt er að klæða fögur orð í fagr- an búning. Viska Hórasar vitnar um það, því töluð orð verða ekki aftur tekin. eftir Sigurjón Björnsson Gísli Hallgrímsson á Hallfreðar- stöðum. Betur vitað. 1992,142 bls. Ekki veit ég deili á höfundi þessar- ar bókar. Ætla má að hann sé bóndi á Hallfreðarstöðum eystra og af bók- arefni að dæma er hann líklega einn þessara greindu og ritfæru manna sem haldið hafa til haga og fært i letur ýmislegt af því sem í frásögur var færandi í nágrenni þeirra. Þessi litla bók skiptist í nokkra þætti. Sá fyrsti nefnist „Slys og mannskaðar í Tunguhreppi". Þar segir frá slysförum í Lagarfljóti; Jök- ulsá og víðar bæði á síðustu öld og þessari. Eru það greinargóðar og minnisverðar frásagnir. Þá kemur kaflinn „Úr dagbókum Björns Krist- jánssonar á Grófarseli. Arið 1935“. Hér er um að ræða allmargar dag- bókarfærslur ungs bónda, sem er að hefjast úr fátækt til bjargálna. Bók- arhöfundur skýtur inn á milli stuttum skýringargreinum sem auðvelda le- sanda að átta sig. Stuttaralegar eru þessar innfærslur eins og eðlilegt er, en segja samt merkilega mikla sögu. Alllangur þáttur nefnist „Árferði og ýmsir atburðir á Út- og Norður-Hér- aði 1900-1992“. Það er vissulega minnisverð frásögn af erfiðri baráttu fjárbænda við óblíða veðurguði. „Ferð með sjúkan á Seyðisfjörð" er frásaga frá miðjum vetri 1928, er sjúklingur var fluttur á sleða af Héraði og til Seyðisfjarðar í ófærð og vonskuveðri. Tók sú ferð 15 klukkustundir og var mikið hreysti- verk. Tvær stuttar sögur eru af hin- um einkennilega klerki síra Stefáni Halldórssyni og ein frásögn er um síra Einar Jónsson, ættfræðinginn þjóðkunna. Skemmtileg saga rituð eftir Eiiríki Stefánssyni frá Hallgils^ stöðum er hér einnig. Kafli er um tímatal að fornu tekin eftir ýmsum heimildum. Loks eru öfugmælavísur allmargar úr prentaðri bók og klykk- ir höfundur út þann þátt með tveim- ur laglegum stökum frá sjálfum sér. Eins og á framangreindu sést kennir ýmissa grasa í þessari bók. Höfundur er ritfær í besta lagi. Mál hans er hreint og gott. Og fróður er hann vel. Þó að bók þessi sé ekki stór í sniðum né láti mikið yfír sér er hún hin notalegasta lesning fyrir þá sem hafa gaman af fróðleik sem þessum. Að vísu fann sá sem þetta ritar að það háði honum nokkuð hversu ókunnugur hann er á þessum söguslóðum. Að líkindum er höfundurinn sjálfu- útgefandi bókarinnar úr því að útg;ef- anda er ekki getið. Snyrtilega er frá bókinni gengið í hvívetna og prent- villur rakst ég ekki á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.