Morgunblaðið - 08.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 08.01.1993, Síða 14
r MORGUNBLAÐIÐ :! ‘ ú‘> i ,F. llUO/'.U JTí'iO'l > vrmyM>mmt E Fasteignasalan EIGNABORG sf. - 641500 - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Seljendur athugið Okkur vantar allar stærðir eigna á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Vesturberg - parhús 145 fm á einni hœð. Arinn, glæsil. innr. 30 fm bílskúr. 1 -2ja herb. Einstaklingsfbúð 36 fm íb. á 1. hæð með sérinng. að Lundar- brekku. Laus fljótl. Byggingalóð — Birkihvammur Einbýlishúsalóð um 620 fm i grónu eldra íbúðahverfi í Suðurhliðum Kópavogs. Kyrr- látur og sólrtkur staður. Ölt byggingaleyfisgjöld greidd. Byggingarhæf fljótlega. Borgarholtsbr. — 2ja 74 fm á 1. hæð endaib. Sérinng. Sérlóð. Húsið nýklætt að hluta að utan. Laus strax. 3ja herb. Hamraborg — 3ja 90 fm á 2. hæð. Vestursv. í lyftuh. í Hamra- borg 14. Laus flótl. Ásabraut — 3ja 85 fm á 1. hæð, vesturendi, suðursv. Sam- eign í góðu ástandi innan sém utan. Laus strax. Eignir í Reykjavík Kambasel — 2ja 63 fm á 2. hæð. Austursvalir. Nýtt eikar- parket. Þvhús innaf eldh. Skápar í herb. og holi. Laust strax. Grandavegur — 3ja 103 fm á 3. hæð. Stórar suðursv. Rúml. tilb. u. trév. Rafm. komið. Áhv. veðd. 4,8 millj. Veghús — 5-7 herb. 165 fm á tveimur hæðum. Afh. strax rúml. tilb. u. trév. 25 fm bílsk. Æskil. skipti á 2ja eða 3ja herb. íb. í Grafarv. Kópavogsbr. - 3ja-4ra 99 fm miðhæð i twíb. Timburhús ný- klætt að utan m. Steni. Sérinng. Ahv. 4,0 milij. í veðd. og húsbr. Stór lóð. Bfiskréttur. Laus e. samklagi. Álfhólsvegur — 3ja 64 fm á 2. hæð. Vandaðar innr. Að auki 17 fm bílsk. Laus e. samklagi. Ástún — 3ja 80 fm á 2. hæð. Suðurendi. Vestursv. Park- et. Skápar í herb. Flísai. bað. Vandaðar innr. Laus e. samklagi. Fannborg — 3Ja 85 fm éndaíb. til suður$ á 2- bééð. Sérinng. Vestursv. Mikíð útsýní. Steinasel — einb. 245 fm einb. á einni og hálfri hæð. 4 svefn- herb. Tvöf. bílsk. Miðtún — einb. 150 fm kj., hæð og ris. Steyptur kj. Forskal- að timburh., mikið endurn. 2ja herb. íb. tilb. u. tróv. í kj. 30 fm bílsk. Ýmis skipti mögul. Eignir í Kópavogi Engihjalli — 3ja 90 fm íb. á 3. hæð F. Parket á gólfum. Verð 6,5 millj. Skipti á 2ja herb. íb. mögul. Víðihvammur — 3ja-4ra 95 fm efri hæð í þríb. Sérinng. Áhv. 3,5 millj. hagst. lán. Einkasala. 4ra herb. Kjarrhólmi — 4ra 90 fm á 3. hæð, vandaðar innr. Húsið er nýtekið í gegn að utan. Sérhæðir — raðhús Borgarholtsbr. — parhús 123 fm timburh. á tveimur hæðum. Klætt að utan. Á steyptum kj. auk 28 fm bílsk. Hraunbraut — sérhæð 129 fm efri hæó í tvib. 4 svefnherb. 35 fm bílsk. Ákv. sala. Reynigrund — raðhús 126 fm á tveimur hæðum. Timburhús. Laust fljótl. Einbýlishús Þinghólsbraut — einb. 121 fm á einni hæð. 3 svefnherb. Parket. Vandaðar innr. 46 fm bílsk. Nýjar gangstétt- ir m. hita. Einkasala. Nýbyggingar í Kóp. Ekrusmári á Nónhæð 112 fm raðh. á einni hæð. Um 25 fm bílsk. Uppsteypt, fullfrág. utan með gleri og úti- hurðum. Glæsil. útsýni. Garðabær — Lyngmóar 90 fm á 2. hæð v. Lyngmóa. Parket. Ljósar innr. Bílsk. Áhv. 2,3 millj. veðd. Mosfellsbær Nýbyggingar — 3ja-4ra v. Björtuhlíð. Furubyggð — parhús 127 fm. 3 svefnherb. Ljósar viðarinnr. Sól- stofa ásamt 26 fm bílsk. Allt fullfrág. Frág. bílastæði. Hveragerði - einbýli 113 fm einnar hæðar hús v. Borgarhraun. 3 svefnherb. 40 fm tvöf. bílsk. Vönduð eign. Laus fljótl. EFasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 12. s. 641500 Vilhjálmur Einarsson, hs. 41190, Jóhann Hólfdánarson, hs. 72057 löggiltir fasteigna- og skipasalar. HHHH=ÚUHHH=flHHHHHH Óvenjuleg bilageymsla i nýjn skrifstohihnsi TOLUVERT hefur verið um fyrirspurnir um nýja skrifstofubygg- ingu að Þverholti 14, sem Fasteignamiðstöðin auglýsti fyrir skömmu. Þarna er byggt myndarlegt hús á fremur lítilli lóð og er bílastæðamálið leyst með óvenjulegri en myndarlegri bíla- geymslu undir húsinu. Hægt verður að aka inn í bílageymsluna bæði frá Rauðarárstíg og Þverholti. Bílageymslan verður lokuð en með sjálfvirkum opnara. Byggingaraðili er Guðmundur Kristins- son múrarameistari. Þetta kom fram í viðtali við Magnús Leópoldsson fast- eignasala. Að bílastæðageymsl- unni undanskilinni er húsið á fjór- um hæðum. Á 1. hæð eru 250 fm, á 2. hæð 750 fm, á 3. hæð 750 fm og 4. hæð 500 fm. — Þetta hús er kjörið tækifæri fyrir lækna, teiknistofur og ýmsa opinbera þjónustuaðila, sagði Magnús. — Þarna er stutt í pósthús og banka, sem eru í næsta húsi. Húsið er nú fullbúið að utan og tilbúið undir tréverk að innan og allur frágang- ur þess er mjög vandaður. SMIÐJAN Skápnr lýrii' bljóm- flutningstæki eftir Bjoma Ólofsson Skemmtilegt getur verið að eiga hæfilegan skáp fyrir hljóm- flutningstækin þar sem hver hlutur á sinn ákveðna stað. Verslanir hafa ýmsar tegundir og gerðir slíkra skápa en það gef- ur okkur tvöfalda ánægju að smíða sjálf hæfilegan skáp fyrir tækin. Bæði plötuspilar- ar, snælduspilarar og geislaspilarar taka stöðugt breytingum hvað varðar útlit og hönnun. Það væri að æra óstöðugan að reyna að end- urnýja stöðugt eftir tískunni. Tæknilegar framfarir og breytingar verða og hafa orðið stöðugt síðan fyrstu hljóðritar voru smíðaðir. Geilsadiskar hafa nú næstum því tekið alveg við af hljómplötum, sem lítið eru framleiddar nú. Þrátt fyrir þessa þróun er auðvitað sjálfsagt að eiga og nota áfram þau ágætu tæki sem við eigum. Við skulum, ef við smíðum skáp undir tækin hafa hann við hæfi þeirra hljóm- flutningstækja .sem við eigum. Teikning Hér fylgja teikningar af skáp sem er 102 sm breiður, hæð hans er áttatíu og átta sm og dýptin fjöru- tíu og fjórir sm. Stærð hólfanna er miðuð við algeng japönsk hljóm- flutningstæki. Ég geri ráð fyrir að stærðunum verði breytt eftir þörf- um og stærð tækjanna. Ég vek at- hygli á að það getur verið óþægi- legt að koma tækjunum fyrir og tengja þau ef hólfin eru ekki höfð tveimur til þremur sm rýmri en utanmál tækjanna er. Einnig er rétt að bora stór göt á bakið í skápn- um fyrir þræði og tengi. Éggeri ráð fyrir að plötuspilarinn standi ofan á skápnum. Með því móti er auðvelt að setja plötur á spilarann. Hátalarakassi getur staðið í öðru hólfinu niðri. Vel fer á því að smíða hilluskáp er stendur ofan á þessum. Fellur plötuspilarinn þá inn í hann að hluta til. Gæta verður þess að næg hæð sé undir neðstu hillu skápsins svo að hæg- lega megi opna plötuspilaralokið eins og þörf krefur. Efni Hvaða efni skal nota í þessa skápa? Ég legg til að ekki verði notaðar spónaplötur heldur gegn- heill viður. Það má vera næstum hvaða viðartegund sem okkur finnst eiga við, hverju fyrir sig. Það fer eftir því hvað fyrir er inni og hvað okkur finnst fallegt. Margir halda upp á furuhúsgögn. Það er fremur létt að smíða svona skápa úr sam- límdum furuborðum. Þess verður að gæta að efnið sé vel þurrt. Vel má smíða svona skápa úr samlímdum eikárborðum en það er mun erfíðara og vandasamara en að smíða úr mýkri við. Einnig vil ég nefna mahogní, beyki, ask, ösp, hlyn o.s.frv. Éfnislistinn er nokkurn veginn svona: Neðri skápur: 2 plötur 102 x 44 sm þykkt 26 mm falsað fyrir baki. 2 plötur 75 x 43 sm þykkt 20 mm falsað fyrir baki. 4 plötur 46 x 42,5 sm þykkt 20 mm. 1 plata 75 x 42,5 sm þykkt 20 mm. 1 plata 96,6 x 78 sm 5 mm þykkur krossviður í bakið. Efri hilluskápur: 1 plata 98 x 27,5 sm þ. 20 mm í undirstk. 1 plata 102 x 29 sm þ. 26 mm falsað aftan f. baki. 2 plötur 100 x 28 sm þ. 20 mm falsað f. baki. 2 plötur 94 x 27,5 sm þykkt 20 mm. 1 plata 31 x 27,5 sm þykkt 20 mm. 1 plata 96,6 x 101 sm 5 mm þykk- ur krossviður í bak. Efni í lappir: 8 stk. 7 x 6 sm 26 mm þykk. Samsetning Eins og ég hefi áður nefnt hér að framan þá er áríðandi að viður- inn sem notaður er í þessa skápa sé vel þurr. Rakabreyting eykur hættu á að hillumar vindist til. Auðveldasta aðferðin við að setja þessa skápa saman er að skrúfa botnplötu og yfírstykkin ofan á hlið- arnar. Áður en það er gert þarf að saga eða hefla fals í kantinn sem aftur snýr, þ.e. fyrir bakið. I neðri skápinn ætti að vera hæfilegt að nota 4 skrúfur í hvert hom. Nota skal ryðfríar stálskrúf- ur eða messing skrúfur, stærð 4x40 mm með sléttum haus. Miðskilrúmið má skrúfa á sama hátt neðanfrá með 4 skrúfum en að ofan aðeins með þremur skrúfum og má sú fremsta ekki vera nær frambrún en að 16 sm séu frá brún og inn að skrúfunni. Litlu hillumar skulu sitja á smáum hillueymm, (hilluberum). Til þess að sem minnst beri á skrúf- unum er halda efri skápnum saman þá er rétt að skrúfa undirstykki neðan í hliðarnar. Staðsetning litla skilrúmsins ræðst af breidd plötu- spilarans og þarf að skrúfa það á milli hillanna áður en undirstykkið er skrúfað undir hliðarnar. Hæfiiegt 21 PLTTTUSPll.tVtl AM6/V/1R/ StJÆLDl/SP. GLtSLASP/LAK/ ■PLÖTUR 1 n skdpur- híjárn-flcitinQfi tcelcja gt>/. er að nota 3 skrúfur sömu stærðar og í neðri skápinn. Millihillurnar skulu sitja á hillueyrum, eins og í neðri skápnum. Fyrir samsetningu Áður en hafíst er handa við að skrúfa skápana saman þarf að hefla og pússa öll þessi stykki vandlega. Þá er fallegt að rúnna brúnir dálít- ið á undir- og yfirstykkjum. Þó er ekki ráðlagt að rúnna brúnir á end- um undirstykkis efri skápsins. Pússningin er unnin með púss- hefli og ef þess er kostur að nota síðan pússvél. Ekki má gleymast að búa til fals fyrir bakið í aftari kant hliðarstykkjanna og í yfir- og undirstykkin. Einnig má saga nót fyrir bakplötunni ef völ er á og vél til þess. Þegar þessum undirbúningi er lokið og pússningarrykið hefur verið strokið af fjölunum er komið að því að lakka öll stykkin. Veltur mikið á að það verk sé vandað sem best. Það fer eftir því hvaða lakk er notað hve oft á að bera lakkið á. Sumir kjósa að lakka viðinn ekki og er ekkert nema gott um það að segja. Síðan er hafist handa við að skrúfa skápana saman. Mér reikn- ast til að 18 skrúfur þurfí í efri skápinn og 23 í þann neðri og 24 í hillueyru. Lappir og bak Bakið má negla í falsið með litl- um nöglum eða skrúfa með litlum skrúfum. Ef bakinu er rennt í nót þarf aðeins að festa það við undir- stykkið. Lappimar þarf að saga til og pússa vandlega. Eftir að þær hafa verið lakkaðar skal skrúfa þær und- ir botninn. Þær eiga að vera vink- ilkubbar, helst geirskornar saman á hornunum. Tvær skrúfur eru hæfileg festing á hvert horn. Verða þá notaðar samtals 49 skrúfur af stærðinni 4x40 mm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.