Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDÁGUR 10. JANÚAR 1993
í sigkatli suður á Azoreyjum með 500 metra háum snarbröttum börmum í kring er nokkur þúsund manna byggð. Þarna er eldgosahætta
og skiptir vöktun og aðvörunartími því gífurlegu máli.
Aðvörunum
eldgos í beinni
skjáútsendingu
Viðtal við Hörð Halldórsson rafeindatæknifræðing
Línuritið sýnir hallamælingar i Kröflu þegar
síðasta gosið varð haustið 1984. Fyrst má sjá
hvernig jörðin þandist og hækkaði, þar til þensl-
an féll skyldiiega niður fjórum tímum áður en
byrjaði að gjósa. Það er aðvörunartlminn.
eftir Elínu Pólmodóttur
í HUGUM þjóðar, þar sem
eldgos eru tíð og má eiga von
á þeim hvenær sem er, verða
eldfjöll viðsjárverðir gripir sem
betra er að hafa gætur á. Mögu-
leikamir á eldfjallavöktun hafa
aukist griðarlega á fáum árum
þegar nú er hægt að beita öllum
þeim aðferðum sem nútíma-
töivutækni býður upp á ásamt
þekkingu manna á jarðeðlis-
fræði og jarðfræði. En vöktun
eídfjalla byggist einmitt á sam-
hæfingu allra þessara þátta. í
Norrænu eldfjallastöðinni hef-
ur í fjöldamörg ár verið unnið
að þróun vöktunaraðferða sem
miða að því að styrkja öryggi
umsagna um aðsteðjandi vá og
jafnframt hefur þar verið hann-
að vöktunarkerfi sem tryggir
að upplýsingar frá fjarlægum
sjálfvirkum mælitækjum séu
ætíð tiltækar í töivukerfi stofn-
unarinnar. Markmiðið er að vís-
indamaður geti fengið skilaboð
um boðtæki sem gefur frá sér
hljóðmerki og sýnir samtímis
stafræn skilaboð er gætu verið
forboði eldgoss. Það er Hörður
Halldórsson, rafeindafræðing-
ur á Norrænu eldfjallastöðinni,
sem þróar tæknina og stendur
vaktina. Við tökum hann tali
og viljum vita meira um þessa
galdra.
E'
ldfjöll éru vöktuð í tvennum
tilgangi. Vöktunin veitir
irs vegar upplýsingar,
sem koma að gagni til auk-
ins skilnings á innri gerð og atburða-
rás í rótum eldstöðvarinnar. En vökt-
unin er líka þjónusta við samfélög
sem búa við ógn af völdum eld-
virkni. Fyrri þátturinn gerir ekki
kröfu til skjótrar úrvinnslu gagna,
en þjónustan við samfélagið gerir
hins vegar kröfu til þess að nothæf-
ar upplýsingar séu ætíð fyrir hendi
án fyrirvara, enda geta mínútur
skipt máli þegar um aðgerðir al-
mannavama er að ræða, eins og
íslendingum er betur ljóst en flestum
öðrum.
Á margskiptum tölvuskjá í Nor-
rænu eldfjallastöðinni sýnir Hörður
Halldórsson mér hvemig ástandið
er á fjórum eldfjallasvæðum. Skráð-
ar mælingar birtast þar á skjánum
í beinni útsendingu. Ekkert sérstakt
er að gerast, en ef það væri má með
handtaki velja eina myndina og
stækka hana til frekari skoðunar og
samanburðar. En hvaða linurit eru
þetta sem birtast á skjánum? Hörður
Halldórsson útskýrir það.
Fjögurra stunda aðvörun
„Vöktun eldQalla byggist m.a. á
hallamælingum, en þær em fólgnar
í því að mæla landris, þ.e.a.s. hvem-
ig jörðin þenst út undan kvikunni
sem safnast saman í svokölluðu
kvikuhólfí, rétt eins og þegar blaðra
þenst út _við að meira lofti er blásið
í hana. í Kröflueldum 1975-1984
urðu menn margs vísari um hegðun
þeirrar eldstöðvar og það voru ein-
mitt atburðir þar sem urðu hvatinn
Hörður Halldórsson að koma fyrir hallamæli suður á Azoreyjum,
sem getur sent aðvörun í Norrænu eldfjallastöðina í Reykjavík.
Halldór Ólafsson aðstoðar hann.
að þróun þessarar mælitækni. At-
burðarásin var svo hröð að venjuleg-
ar landmælingaaðferðir voru ein-
faldlega of tímafrekar til að hægt
væri að átta sig á gangi mála, auk
þess sem þær vom allt of kostnað-
arsamar. Hallabreytingarnar eru
mældar í tvær stefnur, þ.e.a.s. í
norður-suður og austur-vestur, en
það er nauðsynlegt til að staðsetja
svæðið sem er á hreyfingu. Forboði
eldgoss er þegar kvikan brýst út úr
kvikuhólfinu. Þá sígur yfírborðið
vegna þess að þrýstingurinn á það
minnkar og tíminn sem það tekur
kvikuna að bijóta sér leið upp á yfir-
borðið er sá tími sem við höfum til
aðvömnar.
Aðvörunartíminn í Kröflu hefur
verið allt að fjómm klukkustundum.
Það er athyglisvert að vegna þessar-
ar mælitækni hefur ekkert af 9 eld-
gosum Kröflu komið á óvart. Þegar
svo gosið rénar fer jörðin að tútna
út aftur. Sjáðu,“ segir Hörður. Og
mikið rétt, þarna má sjá svona at-
burð á meðfýlgjandi línuriti úr halla-
mælingum úr síðasta gosinu í Kröflu
haustið 1984. Nútíma aðferðir til
að gefa umsögn um líkur á eldgosi
byggja á samanburði gagna frá
mælitækjum sem í sífellu gefa upp-
lýsingar um skjálftavirkni, jarð-
skorpuhreyfmgar og efnasamsetn-
ingu vatns og lofttegunda. Allar
upplýsingar verða að liggja fyrir á
einum stað um leið og atburðirnir
gerast. Til að koma þessu í fram-
kvæmd þarf að nýta möguleika
tölvu- og boðskiptatækni til sjálf-
virkni.
„Þessa sjálfvirku eldfjallavöktun
höfum við verið að þróa og nú getum
við fylgst með mörgum eldvirkum
svæðum á einum tölvuskjá,“ segir
Hörður. Hann sýnir mér lítið boð-
tæki sem hann er með
í vasanum, sem hægt
er að láta aðvara með
hljóðmerki og stafræn-
um boðum. ÖIl þessi
tækni hefur verið þró-
uð á staðnum, á Nor-
rænu eldfjallastöðinni,
og aðlöguð íslenskum
aðstæðum. Hörður
tekur fram að hann
hafi sjálfur ekki komið
að þessu fyrr en í kjöl-
far Kröfluelda og hafi
því aðallega séð um
sjálfvirkni kerfísins.
Ymsir hafí auðvitað
lagt hönd á plöginn,
m.a. þeir Karl Pálsson
rafeindafræðingur og
Halldór Olafsson
rennismiður, starfs-
menn stöðvarinnar.
Nú er búið að setja
þetta vöktunarkerfi upp á fjórum
stöðum, þ.e. í Kröflu, í Vestmanna-
eyjum, úti á Azoreyjum og nýlega
var það sett upp í Lúxemborg, í
svonefndu European Center for Geo-
dynamics and Seismology. Þar er
rannsóknastöð í stjömufræði, Obser-
vatoire Royal de Belgique. Þessi
stofnun hefur rannsóknaaðstöðu í
gamalli kalknámu í Lúxemborg, þar
sem aðstæður til tækjaprófunar eru
eins og best gerist í heiminum. Þarna
er verið að sameina kraftana á sviði
eldfjallavöktunar á svæði Evrópu-
bandalagsins. „Við komum inn í
þetta samstarf, leggjum til okkar
þekkingu og tækni og fáum auðvitað
ýmislegt á móti,“ útskýrir Hörður.
„Þetta samþróaða vöktunarkerfi á
síðan að reyna að setja upp víða í
Evrópu. Nú eru t.d. í hópnum Ítalía,
Frakkland, Lúxemborg, Bretland,
Belgía, Portúgal og Spánn. Við get-
um fylgst með kerfinu í Lúxemborg
á tölvuskjá hér í stofnuninni eins og
áður er sagt. Það eru nánast engar
hreyfingar í umhverfínu þar, en áhrif
tunglsins á jörðina eru auðmælanleg
og koma greinilega fram sem hreyf-
ing upp á nokkra tugi nanometra.
Við spyg'um svolítið nánar út í
tæknina. Á hveijum mælistað er
örtölva, sem les af ýmsum skynjur-
um. Þessi örtölva getur unnið eins
og sjálfstæð eining, sem safnar upp-
lýsingum og geymir þær í tölvunni,
auk þess sem hún sendir upplýs-
ingamar stöðugt frá sér á tveggja
mínútna fresti. Örtölvan inniheldur
alltaf mælinganiðurstöður síðustu
sjö mánuða og ef þörf er á er hægt
að fara á staðinn og sækja þær.
Hörður er spurður hvort íslenskt