Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
Norræna cldfjallastöðin
vaktar eldfjöll fjær og nær
Norræna eldfjallastöðin er til
húsa á efstu hæð jarð-
fræðahússins á Háskólæ
lóðinni. Guðmundur Sig-
valdason, sem veitt hefur stöðinni
forstöðu frá upphafi, staðfestir að
þetta húsnæði sé það eina sem ís-
lendingar leggja til stöðvarinnar,
200-300 fermetrar fyrir um 20
manna starfslið. „Þetta hefur verið
okkar vandamál og við höfum reynt
í 15 ár að fá úr því bætt. Það mál
er nú í meðförum hjá ráðuneytinu,"
segir Guðmundur. Hann bendir á
að Norræna eldQallastöðin sé út-
flutningsstofnun, veiti 60 milljónum
á ári í erlendum gjaldeyri inn í ís-
lenskt efnahagslíf. „Það er okkar
framlag," segir hann. Við það má
bæta að allir fastráðnir starfsmenn,
12 talsins, eru íslendingar. Til við-
bótar koma svo ýmiskonar rann-
sóknaverkefni sem tengjast eldvirkni
á ýmsan hátt. Stöðugildin eru 17 '/2
og að auki alltaf fleiri að störfum,
gestir og vísindamenn sem veitt er
vinnuaðstaða.
Ein þekktasta norræna
stofnunin
En hvað liggur að baki því að
Norðurlöndin kjósa að reka eldfjalla-
stöð á íslandi? Hlutverk stöðvarinnar
er skilgreint innan ramma norræns
samstarfs á þann veg að þar sem
um sé að ræða sérstaka þekkingu
eða náttúrufræðilegar aðstæður
skuli Norðurlöndin standa sameigin-
lega að málum í þeim tilgangi að
verða gjaldgeng í alþjóðlegum sam-
skiptum. Sem dæmi má nefna tvær
stofnanir, Nordita-kjamorkueðlis-
fræðistofnunina í Kaupmannahöfn,
sem byggir á framlagi Nielsar Bohrs.
Hins vegar Norrænu eldfjallastöðina
í Reykjavík, sem nýtir sér hinar
hagstæðu jarðfræðilegu aðstæður á
íslandi til þess að gera þessi lönd
gjaldgeng á því sviði í alþjóðlegu
samstarfí.
Þá er eðlilegt að velta fyrir sér
hvemig hafí til tekist í 20 ár. Þar
má vitna í hið virta alþjóðlega tíma-
rit Nature, sem gerði úttekt á rann-
sóknasviði norræns samstarfs. Nið-
urstaða blaðsins var sú að aðeins
tvær stofnanir af þessu tagi séu
þekktar utan Norðurlanda, NORD-
VOLK eða Norræna eldfjallastöðin
og NORDITA í Kaupmannahöfn.
Hvert er þá viðfangsefni Norrænu
eldfjallastöðvarinnar? „í fyrsta lagi
að veita jarðfræðingum á Norður-
löndum aðstöðu til rannsókna. Jarð-
fræðirannsóknir á Norðurlöndum
beinast af eðlilegum ástæðum mest
að gömlu bergi, en berg í Skandin-
avíu er að stómm hluta orðið til
vegna eldvirkni. Hér á Islandi geta
þeir séð hvemig þetta berg myndað-
ist í árdaga og em því betur í stakk
búnir til að skilja jarðsögu heima-
lands síns. Við höfum fímm styrk-
þega á hveiju ári. Þetta fólk hefur
yfirleitt lokið embættisprófí og er
annaðhvort að vinna að rannsóknum
á viðfangsefnum til doktorsprófs eða
em nýbakaðir doktorar. Á þessum
20 ámm höfum við haft 56 styrk-
þega. Meðal dvalartími þeirra hér
er tvö ár“, segir Guðmundur.
í öðm lagi em stundaðar gmnn-
rannsóknir, sem auka skilning á
þróun og eiginleikum bergkviku í
iðrum jarðar og þeim kröftum sem
leiða til þess að hraun brýst upp á
yfírborðið. Hluti af þeim rannsókn-
um erú þess eðlis að nauðsynlegt
er að gera sífelldar eða síendurtekn-
ar mælingar á völdum eldstöðv-
um.„Þótt eldur sé ekki sýnilegur þá
em eldstöðvarnar lifandi," segir
Guðmundur. „Mælitækin fylgjast sí-
fellt með ástandi eldfjallsins og
vakta hegðun þess. Norræna eld-
fjallastöðin hefur í mörg ár unnið
að þróun slíkrar mælitækni bæði
varðandi hönnun nýrra mælitækja
en ekki síður með það í huga að
nýta boðskiptatækni til að koma nið-
urstöðum frá íjarlægum og dreifðum
mælitækjum á einn stað með sem
skjótustum hætti. Þessi þáttur starf-
seminnar fellur undir það sem við
viljum kalla hagnýta jarðeldafræði,
en hagnýt markmið em ekki síst þau
að þjóna samfélaginu með því að
segja til um aðsteðjandi vá og finna
leiðir til að búa í sæmilegum friði
við náttúm eldvirkrar jarðar.“
í umræðum okkar um þetta atriði
kemur í ljós að Norræna eldfjalla-
stöðin hefur í raun engum skyldum
að gegna hvað varðar vöktun ís-
lenskra eldfjalla. Raunar hefur engin
stofnun á Islandi lagalegar skyldur
í þessu efni. Hins vegar em stofnan-
ir á íslandi skyldar að veita Al-
mannavömum ríkisins allar fyrir-
liggjandi upplýsingar sem að gagni
mega koma, en það er fmmkvæði
og rannsóknaáhugi stofnana og ein-
staklinga sem ræður því hvaða upp-
lýsingar em til á hveijum tíma.
Rannsóknir tengdar vöktun eld-
fjalla em þó aðeins hluti af starfi
stofnunarinnar.
Kjami starfsins er
umfangsmiklar
gmnnrannsóknir á
innri kröftum jarðar
og gengi stofnunar-
innar á alþjóðlegum
vettvangi er alfarið
undir því komið hvort við emm virk-
ir þáttakendur í sífelldri umræðu um
forvitnilegar vísindalegar spurning-
ar. Sú umræða fer fram í alþjóðleg-
um tímaritum og stofnunin hefur
gefíð út á annað hundrað greina á
þeim vettvangi.
Öflugt alþjóðastarf
„Á árinu 1984 var gerð fagleg
úttekt á stofnuninni og fengnir til
þess alþjóðlegir sérfræðingar. Nið-
urstaða þeirra var mjög jákvæð og
tillögur þeirra hnigu allar að því að
auka starfsemi stofnunarinnar. Efst
á óskalista þeirra var nýtt húsnæði,
en auk þess vildu þeir fjölga stöðum
Guðmundur E. Sigvaldason jarð-
fræðingur
og auka tækjakost. Norræna ráð-
herranefndin gerði hvomtveggja að
fjölga stöðum og veita fé til tækja-
kaupa, en íslenska nkið hefur enn
ekki séð sér fært að útvega stofnun-
inni viðunandi húsnæði. Þrátt fyrir
góðan tækjakost eru samt mörg
tæki það dýr og frek á rekstrarfé
að við teljum hagkvæmara að leita
samvinnu við erlenda háskóla sem
hafa yfir slíkum tækjum að ráða.
Þetta em einkum tæki til mjög sér-
hæfðra efnagreininga, en samstarfs-
verkefnin skapa náin tengsl við
stofnanir í Evrópu og Bandaríkjun-
um.“
Annað, sem hefur treyst tengslin
út á við eru Alþjóðasamtök eldfjalla-
stöðva, sem Guðmundur veitti for-
stöðu í 10 ár. Þetta em samtök
40-50 eldfjallastöðva um allan heim,
sem hafa það að markmiði að efla
sameiginleg áhugamál og veita
gagnkvæman stuðning, einkum ef
illa búin stofnun þarf að gefa um-
sögn um aðsteðjandi vá. Norræna
eldfjallastöðin hefur með árunum
þurft að sinna nokkrum slíkum mál-
Viðtal við dr. Guðmund Sig-
valdason, forstöðumann
Norrænu eldQallastöðvarinnar
um, einkum í Suður-Ameríku og
Afríku, en þar að auki hefur stofnun-
in staðið að skipulagningu nám-
skeiða í ýmsum heimshlutum. Um-
fangsmesta verkefnið af þessum
toga sem Eldfjallastöðin hefur feng-
ist við er á Azoreyjum, þar sem sett
var upp vöktunarkerfi hliðstætt því
sem þróað var í tengslum við Kröflu-
elda. Nánar er farið út í þann þátt
í meðfylgjandi viðtali við Hörð Hall-
dórsson.
Askja sígur og hitnar
Guðmundur segir að enda þótt
verkefnin sem bíða úrlausnar séu
mörg og áhugaverð þá megi ekki
dreifa kröftunum um víðan völl. Eld-
fjallastöðin reyni að beina kröft-
unum að ákveðnum vel skilgreindum
viðfangsefnum. Starfíð beinist eink-
um að gosbeltinu norðan Vatnajök-
uls til að auka þekkingu á eldvirkni
þar sem jarðskorpan gliðnar á fleka-
mótum. Þá vaknar spurningin hvort
nokkuð nýtt hafi komið fram.
Guðmundur segir að mjög margt
sé nú betur þekkt á sviði bergfræði,
jarðeðlisfræði og jarðsögu þessa
svæðis. Niðurstöður mælinga á
hreyfíngum jarðskorpunnar á þessu
svæði bendi til þess að Kröflusvæðið
sé smám saman að komast í jafn-
vægi eftir Kröfluelda. Einhver
ókyrrð er í Öskju. Þar sígur botn
öskunnar um 10 sentimetra á ári
og merki eru um aukinn jarðhita.
Eins má nefna að rannsókn á Herðu-
breið sýnir að það mikla fjall er
myndað í mörgum gosum á mjög
löngum tíma, andstætt því sem
kennslubækur segja.
Að lokum er Guðmundur beðinn
um að líta til framtíðar. Hann segir:
„Framtíðarsýn mín er sú að svo
fremi sem stofnunin fái að starfa
áfram í svipuðu formi sem nú er þá
verður aldrei skortur á verkefnum.
Tengslin við Háskóla íslands hafa
alltaf verið traust, en ég er mjög
hlynntur því að stofnunin tengist
Háskóla Islands með formlegum
hætti og held raunar að það sé tíma-
spursmál hvenær það verður. Stofn-
unin stendur framarlega á sínu sviði
í heiminum og hefur allar forsendur
til að stækka og færa út kvíarnar.
Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa
tekið ákveðið frumkvæði í endur-
mati og endurskipulagningu norr-
æns samstarfs og þeir ieggja til ali
samvinna landanna á sviði menning-
ar og vísinda verði stóraukin. Við
það bind ég miklar vonir.
SJÁNÆSTUOPNU
Styrkþegar rannsaka fjöll
og eldvirkni í Mývatnssveit
UNGIR MENN sitja við tæki og tölvuskjái í Norrænu eldfjallastöð-
inni. Það eru tveir af styrkþegunum, en stofnunin veitir á hverjum
tíma fimm norrænum vísindamönnum rannsóknaaðstöðu. Þótt
báðir beini sjónum sínum norður í Mývatnssveit þá eru þeir með
mismunandi viðfangsefni. Danski jarðfræðingurinn Henrik Schiell-
erup stundar rannsóknir á basalti Bláfjalls og íslenski jarðfræðing-
urinn Kristján Jónasson er að vinna doktorsverkefni um líparítið
á Kröflusvæðinu. Ekki eru þó allir núverandi styrkþegar að skoða
bergmyndanir, því sænskur jarðeðlisfræðingur hefur verið að
mæla og skoða gerð jarðskorpunnar í Oxarfirði og skorpuhreyfing-
ar á Reykjanesi og annar finnskur að skoða ganga og sprungur
á Dalvíkurmisgenginu á Tröllaskaga, þar sem gætir jarðskjálfta-
virkni.
eir Henrik Schiellerup og
Kristján Jónasson hafa í
tvö sumur verið að safna
efni í Mývatnssveitinni og
stundum fylgst að norður,
þótt þar vinni hver að sínu. Krist-
ján kveðst skoða líparítið í Kröflu-
eldstöðinni, efnagreina og steind-
argreina það til að fínna út hvern-
ig súrt berg myndast í megineld-
stöðvum á Islandi. Henrik Schiell-
erup, sem er búinn að vera hér í
hálft annað ár, kveðst vinna í Blá-
fjalli, sem er stapi, og er þar að
skoða örsmáar innlyksur í smásæj-
um kristöllum í basaltinu. Kristall-
inn getur lokað aðskotahluti inni
og varðveitt þá óbreytta þótt um-
hverfi kristallsins breytist. Þannig
gefa innlyksurnar upplýsingar um
fyrra umhverfí og segja hluta hor-
finnar sögu. Bláfjall er gríðarstórt
íjall, 1200 m hátt og líklega 9
kúbikmetrar, . og kvaðst Henrik
vera að fínna út hvort það sé mynd-
að úr einu gosi eða fleirum og úr
hvaða kviku það sé komið.
Þá liggur beint við að spyija
hvers þeir hafi orðið vísari. Kristján
kveðst hafa fundið út að súra berg-
ið í Kröflu er lágmarksbráð úr
basísku bergi í eða við kvikuhólfið
þar undir. „Þetta basíska berg get-
ur verið tvennskonar. Annars vegar
ummyndað eldra basalt, sem er
hitað upp, og hins vegar basaltinn-
skot sem er næstum storknað. Um
það hvernig súrt berg myndast
Morgunblaðið/Þorkell
Jarðfræðingarnir Henrik Schiellerup og Kristján Jónasson við
rannsóknir sínar í Norrænu eldfjallastöðinni, þar sem'þeir eru
styrkþegar.
hafa aðallega verið tvenns konar
kenningar. Annars vegar að það
sé bráð úr skorpunni eða afgangs-
vökvi eftir storknun. Hins vegar
er svokölluð„kristaldiffrun“. Úr
basaltkvikunni falli steindir jafnt
og þétt, svo að kvikan sé stöðugt
að breytast úr basalti í ísúra kviku
og loks í súra kviku. Þetta hefur
lengi verið umdeilt og þá líka í
Kröflu. Mínar rannsóknir falla að
því fyrrnefnda, að það sé bráð,“
segir Kristján, sem hefur unnið að
þessu verkefni í hálft annað ár og
reiknar með hálfu öðru ári í við-
bót, sem er hámarkstími styrkþega
við eldfjallastöðina. Hvað gagnsemi
snertir kveður hann þetta geta
hjálpað til við túlkun á því hvernig
kvikuhólfið er uppbyggt og hvað
sé að gerast þar.
Hvað Bláfjall snertir sagði Hen-
rik Schiellerup sína niðurstöðu að
bergið komi úr mismunandi kviku-
þröm á miklu dýpi. „Það segir okk-
ur hvers konar kvika er undir
sprungubeltinu á íslandi og þá
hvers konar gosefni kemur upp úr
möttlinum“, útskýrir hann. Þau
ferli sem hann rannsakar fara fram
á meira dýpi en Kristjáns eða á
10-15 km dýpi. Hann er semsagt
að leiða líkur að uppruna og þróun-
arsögu þeirrar berggerðar á Mý-
vatnssvæðinu sem héfur tekið hvað
minnstum breytingum á leið sinni
úr möttlinum. „Eg fann í þessu
fj'alli tvenns konar kviku, sem
mynduð er á sama tíma í löngu
gosi á síðustu ísöld. Það segir okk-
ur að mismunandi kvika sé til stað-
ar í efri hluta möttulsins." Henrik
Schiellerup verður hér þangað til í
sumar. Hann reiknar með að fram-
tíðar starfsvettvangur hans verði í
Noregi, enda vinnur kona hans þar.
Þeir Kristján og Henrik eru sam-
mála um að ómetanlegt sé að fá
svona tækifæri til að stunda rann-
sóknir í námslok. Það hafi nýst
þeim vel.