Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR
10. JANUAR 1993
UMHVERFISMÁL/G^/^r íþróttagrein
verid þáttur umhverfisfrœbslu?
Aðnááttum
MEÐ VAXANDI áhuga á öllum þáttum umhverfismála hefur svo-
kallaður ratleikur orðið æ vinsælli um alla Evrópu, en hann á sér
nokkuð langa sögu. Að minnsta kosti hefur hann verið stundaður
á Norðurlöndum frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Hér á landi
hefur hann hins vegar lítið verið stundaður af almenningi, engin
félög um hann stofnuð svo sem flestar aðrar íþróttagreinar. Þó
er ratleikur viðurkennd íþróttagrein víða og stundaður af öllum
aldursflokkum.
Ástæðan fyrir því að ratleikurinn hefur ekki náð neinni út-
breiðslu hér á landi er ef til vill sú að erlendis fer hann að mestu
fram í skóglendi og þess vegna ekki þótt tiltækur hér. Nú er hins
vegar svo komið að víða hérlendis eru all víðáttumiklir skógar
orðnir svo vel vaxnir að þeir uppfylla öll skilyrði. Þá stendur varla
á öðru en félagslegri skipulagningu og vettvangsvali svo við getum
orðið virkir þátttakendur með öðrum þjóðum. Skipulagningu
svæða er svo hagað eftir mismunandi þörfum og óskum þátttak-
enda. Flestir munu sjálfsagt kjósa að líta á ratleikinn sem keppnis-
íþrótt. Aðrir vilja hafa á honum minni hraða og fara hægar í
sakirnar, jafnvel skipta áföngum á nokkra daga.
INoregi til dæmis hafa verið
stofnuð landssamtök fyrir þessa
íþrótta- og útivistargrein og þau
samtök eru síðan aðilar að alþjóð-
legum samtökum sem gangast
fyrir árlegum ráðstefnum og
keppni þjóða í
milli. Rúmlega 40
þjóðir eru í þess-
um samtökum en
fremstir í flokki
eru þetta árið
Norðurlandaþjóð-
irnar (utan ís-
lands) og Sviss-
lendingar, sem
urðu hlutskarpastir á síðasta móti
alþjóðasamtakanna.
Svo enn sé vitnað til Noregs
má geta þess að um 80 þúsund
manns taka árlega þátt í ratleikj-
um sem skipulagðir eru á 300 stöð-
um víðs vegar um landið, flestir
með keppnisandann í fyrirrúmil
í aðalatriðum er leikurinn í því
fólginn að komast á milli merktra
staða í skógi eða á víðavangi, fót-
gangandi, á sem stystum tíma
með kort af svæðinu þar sem inn
á eru merktir áfangastaðimir.
Þess utan hafa menn áttavita að
styðjast við. Þegar svo kemur á
hina merktu staði er settur sér-
stakur stimpill á kort, sem þar er
fyrir því til sönnunar að þátttak-
andinn hafi farið þar um, áður en
leitin hefst að þeim næsta. Og síð-
an koll af kolli. Stundum getur
vissulega verið erfítt að finna
þessa merktu staði, en þá reynir
á hæfíleikana til að lesa af kortinu
og nota áttavitann rétt. En hvern-
ig svo sem því er varið komast
menn ekki hjá því að gefa um-
hverfínu vandlega gaum - gróðri,
dýralífí, vötnum, ám og lækjum -
öllum staðháttum sem umhverfíð
hefur upp á að bjóða. Leikurinn er
í því fólginn að horfa, skoða, veita
athygli - lesa í náttúruna eins og
hún birtist. Eftir slíka yfirferð er
viðkomandi margs fróðari. Hann
veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvaða
öfl eru að verki á svæðinu og
menn læra að gleðjast yfír grósku
og þeirra fjölbreytni sem í um-
hverfínu felst. Menn verða virkir
náttúruunnendur.
Reyndar er þessi útivistar-íþrótt
ekki bundin við sumartímann. Hjá
frændþjóðum okkar á Norðurlönd-
um er leikurinn ekki síður iðkaður
á vetrum þegar gefur snjó og þá
fara menn um á skíðum. Þá ber
líka margt athyglisvert fyrir augu.
Græna byltingin svokallaða hef-
ur aukið vinsældir ratleikja í Evr-
ópu. Full ástæða virðist vera til
að vekja áhuga á þessari íþrótta-
grein líka hér á landi. í hita rat-
leiksins kynnast menn landinu og
umhverfínu um leið og þeir læra
að komast leiðar sinnar með hjálp
landakorts og áttavita.
eftir Huldu
Voltýsdóttur
lÆUNiSFRÆDl/Hvemig voru
heilbrigbismál á vegi stöddfyrir 115 árumf
LýÖamdn og líknarár
EFTIR AÐ þjóðskáldið séra
Matthías yfirgaf Kjalnesinga og
fluttist frá Móum var hann rit-
stjóri „Þjóðólfs" í fjögur ár en
tók síðan að sér sálusorgun
Rangvellinga og settist að í Odda
árið 1880.
+
Inýárskveðju ritstjórans 1878
standa þessar ljóðlínur:
Gleðilegt nýár, göfuga þjóð!
gleðilegt nýár, menn og fljóð!
náðar-sól yfir silfurhár;
sigurmark yfir gullnar
brár;
læknis-ár yfir lýða mein;
liknar-ár yfir tár og vein
En hvernig var
umhorfs hér í heil-
eftir Þórorin brigðismálum á
Guðnoson Því herrans án
þegar skáldið bað
um læknis- og líknarár þjöð sinni
til handa? Á öllu landinu voru að-
eins tvö sjúkrahús, annáð í hðfuð-
staðnum með pláss fyrir 14 sjúkl-
inga, hitt á Akureyri með 8 rúm.
Læknar voru fáir: í Reykjavík 3
(íbúar þá um hálft þriðja þúsund),
en 17 á landinu Öllu (mannfjöldi
nálægt 72 þús.). Ungbarnadauðí
var enn mikill, oftast dóu á fyrsta
ári einhvers staðar milli 250 og 300
af hveiju þúsundi lifandi fæddra
og miklu fleiri þegar skæðar pestir
gengu. Meðalaldur landsmanna vár
ekki nema rúm 30 ár.
Ingólfur Gíslason (1874-1951)
síðast héraðslæknir í Borgarnesi
rifjar upp í síðari minningabók sinni
sem kom út 1950 að þegar hann
var barn að aldri krafðist fólkið í
landinu fleiri lækna „og Alþingi
komst ekki hjá því að verða við
þeirri sanngjörnu ósk og rétt fyrir
aldamótin voru sett ný lög þar sem
héruðunum var fjölgað ... Þetta
voru ekki tómir keipar,“ segir höf-
undur. „Landslýðurinn var hijáður
og hrakinn af sjúkdómum, sulla-
veiki var í algleymingi og það sama
mátti segja um holdsveiki, barna-
veiki, taugaveiki og lungnabólgu ...
Þegar við gömlu læknamir lítum
yfir fímmtíu ára skeið, þar sem við
höfum verið með og haft okkar litla
hlutverk, þá höfum við gleði af að
sjá frámfarirnar og sigrana yfír
þeim erkióvinum sem ógnuðu okkar
fámenna og illa útbúna liði, þegar
við voram að stíga fyrstu sporin á
læknabrautinni. Sullaveikin og
holdsveikin eru að fjara út, berkla-
veikin á undanhaldi, áfás barna-
veiki og taugaveiki stöðvuð að
minnsta kosti í bili óg broddur
lungnabólgunnar brotinn. Fjöldi
kvenna dó áður af barnsförum, nú
kemur það fremur sjaldan fyrir og
flest börn sem fæðast komast til
vits og ára.“
Þannig var þetta fyrir hálfri öld
— vaxandi þjóð að rétta úr kútnum
og safna sjálfstrausti, en áður var
skyggnst um bekki í samfélagi sem
dró fram lífið við frumstæð skilyrði
og hafði barist við sult og óheftar
sjúkdómsplágur frá ómunatíð. Með
gróandi þjóðlífí og veraldlegu braut-
argengi efldist mannúð og mann-
björg; góðgjarnir atorkumenn komu
KENNARAR: BJÖRN THORODDSEN - FRIÐRIK KARLSSON - ÞÓRÐUR ÁRNASON - TORFIÓIAFSSON
JÓHANN ÁSMUNDSSON - BIRGIR BRAGASON - GUNNAR Þ. JÓNSSON - KRISTINN R KRISTINSSON (FRAMKVÆMDARSTJ.)
ROKK - BIÚS • HEAVY METAL • JASS - COUNTRY
ROKKABILLY • ÞJÓÐLÖG
LAUGARNESVEGI 52
• Innritun á vornámskeib fer fram dagana
11.-25. jan. í síma 683553
að Laugarnesvegi 52 milli kl. 13.00 og 22.00.
• Skipuleggjendur námsefnis og abal kennarar
eru Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson.
• Ab þessu sinni verbur bobib upp á kennslu
i eftirfarandi stiltegundum:
ROKK - BLÚS - HEAVY METAL - JASS
COUNTRY - ROKKABILLY - ÞJÓÐLÖG.
• RAFBASSALEIKUR Kennsla fyrir byrjendur
og lengra komna i flestum stíltegundum.
• 12 vikna námskeib.
• Stúdíóupptaka í lok námskeibs.
Nemendur skólans fá sérstakan nemendaafslátt
í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur.
R E YKJAVI K U R
• Undirbúningsnám fyrir FÍH
Innritun í sima:
I