Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 B 11 lega komst yfir um leið og ég lærði það sem maður þarf að kunna, eins og lýsingu, hljóðupptöku, klippingu og tökur. Þetta var fjögurra ára nám og svo vann ég við vídeó- og sjón- varpsmyndagerð í San Fransiskó í eitt ár eftir að ég lauk námi með gráðu s_em heitir „Bachelor of Fine Arts“. Eg ákvað að skreppa aðeins heim, áður en ég héldi áfram í mast- erinn, því þetta var sko skemmtilegt nám og San Fransiskó er yndisleg borg.“ Heima En þú ert enn hér. Hvað gerðist? „Ég hitti Gotta." Ha? „Manninn minn. Ég hitti hann fljótlega eftir að ég kom heim. Og þá lá mér allt í einu ekkert á leng- ur. Ég gerðist hluthafi í fyrirtæki sem framleiddi alls konar myndbönd og auglýsingar. Það voru margir hluthafar í fyrirtækinu og við höfðum mikið af verkefnum. Þegar Stöð 2 hóf starfsemi sína, fór ég svo að vinna þar og var þar í tvö ár. Það var mjög skemmtilegt. Þetta var dálítið eins og að vera aftur komin í skólann. Það var dálítið villt and- rúmsloft og eiginlega allt opið. Ef upp komu góðar hugmyndir, voru þær bara framkvæmdar — og við unnum alveg ofboðslega mikið. Eftir tvö ár, eða 1989, hætti ég á stöðinni. Við Gotti giftum okkur og eignuðumst son. Ég var heima að dúlla mér í tvö ár — í mömmuleik. Við ferðuðumst mikið til útlanda með iitla guttann og höfðum það mjög gott. Það var virkilega gaman að verða mamma aftur eftir 18 ár, en eftir tvö ár fór ég að ókyrrast og vildi fara að gera eitthvað. Þar sem ég hafði alltaf verið skrautgjöm datt ég inn í þessa litlu verslun við Laugaveginn, Flex, og hafði verslað svo mikið þar að ég var orðin málkunnug stúlkunni sem átti versiunina. Hún spurði mig — svona í gríni — hvort ég væri ekki bara til í að kaupa búðina, hún væri að flytja til útlanda. Viku seinna var ég á leiðinni út á vörusýningu til að versla inn fyrir búð sem ég var alveg að fara að kaupa. Ég hafði aldrei komið á svona sýningu og varð alveg heilluð. Allt þetta sk.raut gladdi mitt ljtla, glysgjama hjarta ólýsanlega. Ég sá svo margt fallegt og langaði að kaupa það allt. Ég hefði þurft að hafa heilt magasín en ekki pínulitla búð á bak við mig. En ég ákvað að gæta hófs og kynna mér þennan markað frekar. Þetta var snemma árs og um haustið fór ég aftur á vörusýningu. Þá ákvað ég að ég vildi gera betur. Ég var farin að gera mér grein fyrir því hvernig ég sjálf vildi hafa versl- unina. Ég var óánægð með innrétt- ingarnar. Ég vildi líka hafa aðrar vörur. Á þessari sýningu hafði ég samband við fólkið hjá Karl Lager- feld og Ted Lapidus og keypti skart frá þeim, auk þess sem ég hélt áfram með viðskiptin við Christian Dior. Síðan fannst mér vanta hatta mjög tilfinnanlega. Ekki bara innihatta og sumarhatta, heldur hatta sem hent- uðu íslenskum aðstæðum. Þá fann ég í Englandi. Ég kynntist tveimur hattagerðarkonum sem hafa lítið verkstæði. Mér leist mjög vel á það sem þær höfðu. Við eyddum heilum degi í að ræða veðráttuna á íslandi. Þær voru mjög vel með á nótunum og hafa hannað fyrir mig hatta síð- an. Þetta eru hattar sem þola rign- ingu og snjókomu um leið og þeir eru fallegir og einstakir, því það er bara til einn hattur af hverri gerð. Svo fannst mér ég verða að hafa kasmírpeysur. Ég vil sjálf helst ekki ganga í öðru efni. Það er yndisleg- asta efni sem til er og gott að hafa það næst sér. Það bókstaflega gælir við mann. Og auðvitað eru fallegar slæður ómissandi með svona peysum, auk þess sem þær geta komið í stað- inn fyrir fallega skartgripi, svo ég hætti ekki fyrr en ég fann slæður sem eru í rauninni skartgripir. Ég vildi hafa vandaða vöru, því þótt hún sé dýrari, þá endist hún lengur og fer betur á manni. Og þessir gripir eru dýrir alls staðar í heiminum. Það á við alla merkja- vöru.“ íslenskar konur feimnar Hvemig gengur þér að koma þess- um merkjum og vörum á framfæri? „Það er upp og ofan. Ég hef tekið eftir því að íslenskar konur eru mjög feimnar við að skreyta sig. Það er eins og þær séu hræddar við að vekja athygli. íslenskar konur hafa ekki lært að taka gullhömrum og verða jafnvel feimnar við eigin spegilmynd, þegar þær hafa sett upp gripi sem virkilega klæða þær. Þegar þær líta í spegil segja þær gjarnan: „Ég get ekki notað þetta. Ég verð alltof áber- andi.“ Mér finnst þetta sorglegt, því það er óvíða í heiminum til eins mik- ið af fallegum konum á öllum aldri. Hér eru líka alveg sérstakar aðstæð- ur til að ganga með mikla skart- gripi, vegna þess að við búum við svo mikið myrkur og það er full ástæða til að lífga upp á umhverfið. Það eru margir svona hlutir sem hafa komið mér á óvart. Mér finnst íslenskar konur bæla sig. Sumar vilja ekki láta á sér bera og aðrar vilja bara alls ekki sjást. Þær hafa til- hneigingu til að láta sjálfar sig sitja endalaust á hakanum. Allt annað gengur fyrir. Það er líka of algengt að konur hér séu neikvæðar á sjálfar sig. Þær finna sér allt til foráttu; þær eru of gamlar, of feitar, of mjóar, of stórar, of litlar — og það getur tekið langan tíma að fá þær bara til að prófa að setja upp einn grip. Ég fyllist alltaf aðdáun þegar ég sé konu í fallegum fötum sem henta hennar týpu og ber fallegan skart- grip, hatt, siæðu eða veski, sem eru svo mikilvægur hluti af heildarmynd- inni. Þegar kona veit að heildarmynd hennar er góð, verður hún ánægð og örug;g með sjálfa sig og það er mikils virði. Ég held að það sé mikil- vægt að íslenskar konur hugsi um þessi mál, því það er því miður of algengt að konur hér vanmeti sjálfar sig og hafi lélega sjálfsímynd. Ég er ekkert að segja að konur eigi alltaf að vera að kaupa sér skart- gripi, en þær eiga að hugsa meira um heildarmyndina. Það kemur oft fyrir að konur koma með dýrðlega fallega kjóla inn í búð til mín og vilja fá einhvern skartgrip við hann. Þetta geta verið dýrir kjólar — en svo vilja þær fá eyrnalokka við hann og þeir mega ekki kosta meira en 1.500 krónur, eða þá að þær sjá grip sem þær langar í, en finnst hann aðeins of dýr og kaupa sér kannski eitthvað sem er þúsund krónum ódýrara. Þær láta sér svo oft nægja það næst- besta.“ En hafa íslenskar konur almennt efni á að kaupa sér dýra skartgripi? „Ég hef það á tilfínningunni að þær konur sem hafi efni á því, leyfi sér það ekki. Það að setja sjálfar sig í annað sæti, fer ekkert eftir efna- hag. Þó verð ég að segja að mér fínnst þetta aðeins vera að lagast. Kannski erum við bara svo óvanar því að bera skartgripi. Ég held við séum kannski ekki heldur búnar að gera okkur grein fyrir því að það ■er hægt að breyta heilu flíkunum með eymalokkum, hálsfesti eða nælu. Þú setur upp einhvem fallegan skartgrip og það tekur enginn eftir því að þú ert í jakkanum sem þú hefur átt í fímm ár.“ Ertu bara með merkjavöru? „Nei, en ég er stöðugt að bæta við hana og er nýfarin að skipta við Ninu Ricci. En ég vil hafa breidd í skartgripum og því er ég með gripi úr marmara, beinum og tré. Það er misjafnt við hvað konur ætla að nota gripinn og við hvaða tækifæri. Ég hef mjög gaman af að vera með hluti sem ég veit hver hefur búið til. Fjór- ir hönnuðir sem ég skipti við, Marie Victorie Kamir, Gerda Lynggaard, Zora Boudiova og Rebecca Collins, em allt konur sem búa til sína eigin hluti á litlu smíðaverkstæði. Þannig hlutir geta aldrei verið fjöldafram- leiddir, því það em engar verksmiðj- ur á bak við hönnuðina. Þær bera líka ábyrgð á sínum hlutum. Ef eitt- hvað bilar eða skemmist, get ég allt- af sent gripinn til þeirra og þær laga hann eða búa til nýjan." Hvað með karla? Versla þeir hjá þér? „Já, það er nú það merkilegasta. Þeim fjölgar stöðugt, körlunum sem koma inn í búðina og versla. Og það er afar sjaldgæft að konurnar komi og skipti því sem þeir kaupa,“ segir Edda og bætir við annars hugar: „Eg held að það sé alveg ljóst, að karl- menn hafa ekkert á móti því að kon- urnar þeirra séu áberandi og veki athygli." Rætt við Eddu Rósu Sverrisdóttur verslunar- konu stúlkan sem vann á Flugleiðaskrif- stofunni benti mér á að það væri ódýrara að fljúga heim frá Lúxem- búrg, en þá yrði ég líka að fara til Ameríku. Ég átti engan pening frekar en fyrri daginn og á leiðinni heim á hjólinu mínu sé ég út undan mér fataslá fyrir utan einhveija verslun. Á slánni héngu afskaplega fallegir kjólar. Ég stoppaði og þama eru þá gullfallegir, ónotaðir gamlir kjólar frá „Thomsens magasin". Einhver hafði verið að taka til á lagemum hjá sér og fundið þetta og auðvitað voru þeir mjög ódýrir. Þeir vora úr góðum efnum og sniðin vora mjög falleg. Ég keypti þá alla! Þeir vora 40 eða 50 og ég hafði fengið þá hugmynd að fara með þá til Islands og selja þá. En svo ákvað ég að þetta væri ekki nóg, ég yrði að hafa eitthvað fleira. Mér fannst ekki nógu gott að fljúga bara til New York og til baka. Ég varð að fjár- magna einhveija dvöl þar. Og ég fór að leita. I einu úthverfí Kaupmannahafnar fann ég litla búð sem seldi pijóna- silkiundirkjóla og lautaferðabuxur við, gamlar blússur, tölur og belt- issylgjur og ekta silkisokka með saum. Ég keypti einhver ósköp af þessu, pakkaði öllu saman í tvær, stórar, troðfullar ferðatöskur, sjó- ferðapokann minn troðinn og fullan stóran pappakassa; ákvað að selja þetta á íslandi. Mitt eigið dót komst fyrir i lítilli leðurtuðru. Mér fannst ekki ástæða til að borga lestarferð frekar en fyrri daginn og fór með þetta allt á puttanum til Lúxembúrg- ar. Auðvitað ætlaði ég að vera enga stund á leiðinni og stoppa svo hjá vinkonu minni í Lúxembúrg í nokkra daga, en ferðin tók þijá til fjóra daga og ég er viss um að ég hafði keyrt vítt og breitt um Þýskaland, áður en ég rétt náði vélinni heim frá Lúxembúrg. Þegar heim kom, seldi ég næstum allt draslið niðri á Torgi, smávegis í verslanir og var komin með góðan pening. Til Ameríku „Auðvitað ætlaði ég að vera góðan tíma í New York og skoða borgina virkilega vel, en strax í vélinni á leið- inni þangað hitti ég íslendinga, fólk frá Flugleiðum sem tók mig upp á sína arma. Hvers vegna, hef ég aldr- ei skilið, vegna þess að ég leit út eins og „frík,“ í karlmannabuxum með axlabönd, gömlu kerlingaskóm sem ég hafði fundið á markaði í Kaupmannahöfn og í einhverri ægi- legri skyrtu og vesti, með sjaplín- hatt. í New York spurðu þau hvert ég ætlaði og ég sagði sem var að mig langaði til San Fransiskó. Þau sögðust vera að fara til Seattle, hvort ég vildi ekki bara koma með. Ég Morgunblaðið/Kristinn spurði hvort það væri rétt hjá San Fransiskó og þau játtu því, hlæj- andi. Ég var alveg eins og álfur. Vissi ekkert hvert ég var að fara eða hvað ég var að gera þarna. En ég dvaldi með þeim í góðu yfírlæti í þijá daga og þá sáu þau um að koma mér í vél til San Fransiskó. Daginn eftir að ég kom þangað, hitti ég Hákon Oddsson, kvikmynda- gerðarmann. Hann var í námi í Art Institute og hann bauð mér að koma með sér að skoða skólann. Við geng- um upp ægilega brekku — ég hélt ég myndi deyja, komandi frá Dan- mörku þar sem allt er marflatt. En þegar ég kom inn í skólann, varð ég alveg heilluð. Það eina sem ég gat sagt var „VÁ. Þetta er minn skóli. Hvað er kennt hérna?“ Þetta var „fíne arts“-skóli sem kallað er og þegar ég hafði skoðað námsefnið sem boðið var upp á, ákvað ég að fara í kvikmyndagerð. Ég tek það fram að ég hafði varla haldið á ljósmyndavél um ævina og vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Þetta var í maí og ég sneri samstundis til Evrópu, fór heim og til Kaupmannahafnar, seldi íbúðina og gekk frá öllum mínum málum. Nám í kvikmyndagerð „Þarna var kennd tilrauna- og framúrstefnu-kvikmyndagerð. Það var mjög skemmtilegur heimur og allt annað en ég átti von á. Auðvitað var líka farið í gegnum grunninn og tæknina eins og í öðram skólum og kvikmyndasöguna. En okkur var kennt að nota myndavélina eins og pensil og búa til verk sem nálguðust kannski málverkið meira en kvik- myndina. Ég stakk mér á bólakaf í þessa veröld, mætti í alla fyrirlestra og sótti öll námskeið sem ég mögu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.