Morgunblaðið - 10.01.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
-> r> r* , rt * r t »<ri r •> »• n
R 10. JANUAR 1993
DÆGURTÓNLIST
Elnar plötunni sóttinf
Bless í blli Sykurmolarnir í Tunglinu. Ljóamynd/Björg Sveinsdóttir
Bless í bili
Erótísk
ást
FÁIR tónlistarmenn eru
eins umdeildir og Prince.
Það er ýmist að fólk þolir
hann ekki eða dáir skilyrð-
islaust og fyrir stuttu jós
Prince olíu á þann eld með
þrefaldri útgáfu á plötu
sinni Love Symbol.
Prince er frægur fyrir
margt, þar á meðal
vinnuþrek og afraksturinn
hefur enda verið dijúgur og
líklega gæti hann gefið út
tvær til þijár breiðskífur á
ári, hefði hann ekki annað
að sýsla við eins og að reka
hljóðver sitt, gera kvikmynd-
ir, semja fyrir aðra og stýra
upptökum, aukinheldur sem
hann settist í stjóm Warner-
útgáfunnar á síðasta ári.
Prince hefur gert mikið
út á ástina og þá erótíska
ást, ólíkt Madonnu sem held-
ur sig við hedóníska erótík.
Það gat því ekki komið
mörgum á óvart að hann
skyldu kalla nýjustu plötur
sína Ástartákn (Love Sym-
bol), en sú var gefin út i
þremur útgáfum, dónaút-
gáfu, siðsamri útgáfu og
lúxusútgáfu.
Ástartákn þykir minna
um margt á það besta sem
Prince sendi frá sér á árun-
um fyrir Purple Rain og hef-
ur yfirleitt_ fengið afbragðs
viðtökur. Á plötunni sýnir
Prince að hann á ekki í erfið-
leikum með að nýta sér nýj-
ustu strauma í tónlist sama
hvaða nafni þeir kallast, því
þar bregður fyrir rappi og
hipphoppi, sem krydd í
Princefönkið og -poppið, og
einnig bregður fyrir reggíi í
fyrsta sinn á Princeplötu.
Það má því ljóst vera að
Prince er enn að bæta við
sig í tónlist, ekki síður en í
vinsældum.
F«lK
Morgunblaðið/Þorkell
MBRIMROKKS VEITIN
Rut+ hefur vakið verð-
skuldaða athygli upp á síð-
kastið. Fyrir stuttu bættist
sveitinni nýr liðsmaður,
Ámi Kristjánsson, og
heldur Rut-t- fyrstu tónleik-
ana eftir þá viðbót á
fimmtudagskvöld í Gaukn-
um. Húsið verður opnað kl.
22.00.
Beinleið
ú toppinn
PLÖTUVERTÍÐ síðustu jóla var um margt merki-
leg og þá helst fyrir það hve hún var dreifðari
en áður og svipar í því til sölunnar fyrir síðustu
jól. Útgefendur taka því líklega fagnandi að fleiri
plötur bera sig í útgáfu en áður, en það þýðir á
móti að topparnir eru ekki eins reisulegir og ver-
ið hefur. Það bar og til tíðinda að í fyrsta sinn í
áraraðir kom út plata sem seldist betur en plata
frá Bubba Morthens, því plata KK Band seldist
meira en Von Bubba.
eftir Amo
Matthíosson
Plötusala um heim all-
an hefur dregist
saman á undanfömum
árum og tónlistin farið
halloka fyrir annarri
afþreyingu. Þar ræður
miklu að
tónlistar-
menn
hafa
-boðið
upp á
fátt nýtt,
en einnig
að
gálga-
fresturinn sem geisla-
disksvæðingin hefur gef:
ið er um það bil liðinn. í
stað tónlistarinnar sækja
í sig veðrið myndbönd,
tölvuleikir og sitthvað
fleira hátæknidót. Þessa
sér og stað hér á landi,
þar sem plötusala hefur
dofnað þó hægar hafi
farið en ytra. Ekki er þó
hægt að draga of miklar
ályktanir af sölunni í ár,
því íslenskar plötur
hækkuðu allmikið í verði
á milli ára og reyndar
hækkuðu sumir innflytj-
endur erlendar plötur
áður en gengisfellingin
kom til.
Eins og áður sagði var
sala dreifðari að þessu
sinr.i en oft áður, sem
þýðir að fleiri plötur en
áður báru sig og færri
fóru á hausinn. Merkileg-
ast var þó líklega að
Kristján Kristjánsson og
félagar hans i KK Band
gáfu ráðsettum útgáfum
langt nef og áttu sölu-
hæstu plötu ársins sem
þeir gáfu út sjáifir, en
plata þeirra félaga seldist
í 10.700 eintökum. Kem-
ur þar margt til og ekki
síst það að hvorug stórút-
gáfan dreifði plötunni, en
dreifmgin hefur verið erf-
iðasti þjallinn fyrir þá
sem eru að gefa út sjálf-
ir, ekki síst þar sem lítil
hvatning hefur verið fyrir
útgefendur að dreifa af
kappi plötum sem eru í
beinni samkeppni við eig-
in útgáfu. Japís dreifði
Ljóemynd/Björg Sveinsdóttir
Sigurvegarinn Kristján
„KK“ Kristjánsson.
Lgósmynd/Björg Sveinsdóttir
Málamlðlun Sálin.
Excelslor Nýdönsk.
plötu KK Band og af aug-
lýsingum að dæma hafa
Japísmenn lagt töluvert
Ljdsmynd/Björg Sveinsdóttir
fé í kynningu á plötunni,
sem skilaði sér í aukinni
sölu. Það sem seldi þó
plötuna fyrst og fremst
var á tónlistin á henni var
skemmtileg og fersk. Það
er svo óhætt að spá þvf
að fordæmi KK eigi eftir
að vera vítamínsprauta
fyrir þá sem gefa vilja
út sjálfir, því ekki taka
eins margir eftir þeim
sem töpuðu gríðarlega á
útgáfu um þessi jól.
Plata Bubba Morthens,
Von, var á svipuðu róli
og plata KK, en hún átti
það sameiginlegt með
KK-plötunni að á henni
var skemmtileg og fersk
tónlist. Samkvæmt upp-
lýsingu frá Steinum hf.
seldist plata Bubba í
10.500 eintökum. í þriðja
sæti varð plata Nýdan-
skrar, Himnasending,
sem seldist í um 8.000
eintökum. Plata Sálar-
innar varð í §órða, en hún
seldist í um 7.500 eintök-
um, en plata Jet Black
Joe fimmta, en hún sótti
mjög í sig veðrið fram
undir það síðasta og hefði
líklega velt Sálinni ef hún
hefði fengið tveggja til
þriggja daga sölu til við-
bótar, en þess má geta
að upplagið þvarr rétt
fyrir jól. Fall Sálarinnar
frá fyrri plötum er all-
nokkuð og sannar svo
ekki verður um villst að
málamiðlanir eru ekki
söluvænlegar. Aðrar
söluháar plötur voru „nið-
ursuðuplatan11 Minningar
2, sem seldist í nálægt
6.000 eintökum, plata
Diddúar, sem seldist í
tæpum 5.000 eintökum
og plata Stóru bamanna
sem seldi9t í um 4.000
eintökum. Safplötur seld-
ust vel eins og til að
mynda Grimm sjúkheit,
Reif í fótinn, Blóm og
friður og Endurfundir.
Nokkrar plötur fengu
falleinkunn, flestar
einkaútgáfur, og milljón-
atap af þeirri útgáfu, en
af tillitssemi við aðstand-
endur verður þeirra ekki
frekar getið hér.
SYKURMOLARNIR héldu sína síðustu tón-
leika að sinni, er sveitin lék í Tunglinu skömmu
fyrir jól. Björk er nú flutt til Bretlands og
aðrir Molar fást við sitthvað annað en Sykur-
molana, þannig að bið verður á tónleikum hér
á landi.
Tónleikarnir í Tungl-
inu voru fjölsóttir,
en á undan Molunum
léku Kolrössur og Rut+.
Sykurmolarnir voru
ekki í besta formi, enda
Björk raddlaus að
mestu, þó hún hafi látið
sig hafa það að syngja
heila tónleika, og út-
setningar voru fyrir vik-
ið all fijálslegar.
Eins og áður sagði
er Björk sest að í Bret-
Aðrir Molar fást við
sitthvað; Einar semur
með Hilmari Erni, Þór
undirbýr plötu með
Sjón, Sigtryggur sinnir
Bogomil Font, Magga
nemur píanóleik og
Bragi fæst við ritstörf. Ástsjúkur Prince
landi að sinni, en von
er á fyrstu smáskífunni
af væntanlegri sóló-
skífu hennar í næsta
mánuði.