Morgunblaðið - 10.01.1993, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993
I sviósljósinu/ Sigrún Edda Bjömsdóttir hefur hlotið mikið lof fyrir
frammistöðu sína sem hin síkvika Ronja ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu
Liprari og
léttari
Sigrún Edda Björnsdóttir situr ekki
uppi með smákökur í dunkum eftir
þessi jól. Henni gafst Iftill tími til jóla-
undirbúnings, þaðan af síður köku-
baksturs, þvíhún var löngum stund-
um í Borgarleikhúsinu við æfingar á
Ronju ræningjadóttur, sem frumsýnt
var á annan íjólum. Gagnrýnendur
og áhorfendur eru á einu máli um
góða frammistöðu Sigrúnar, hún
þykir lipur, ærslafull og krakkaleg í
hlutverki hinnar barnungu Ronju án
þess að vera nokkurn tíma kjánaleg.
Slíkur leikur hefur útheimt þrotlausar
æfingar að ógleymdri leikfiminni, þar
sem sex kíló hafa runnið af leikkon-
unni og myndu sjálfsagt fæstir slá
hendinni á móti svo góðum árangri.
eftir Urði Gunnarsdóttur
Æ
fingar á
Ronju ræn-
ingjadóttur
stóðu allt
fram á Þorláksmessu og
frumsýningin var á annan í
jólum, svo að Sigrúnu gafst
óvenju lítill tími til jólahalds.
„í leikhúsinu er áhorfandinn
númer eitt og þess vegna eru
sýningar um jólin, þegar fólk
vill og getur farið í leikhús.
Fyrir frumsýningu safnast
alltaf upp ákveðin spenna,
enda rúmlega tveggja mán-
aða vinna lögð fyrir dóm
áhorfenda. Frumsýningar
eru ekki alltaf bestu sýning-
arnar, sú spenna sem óneit-
anlega fylgir frumsýningum
hefur sína kosti og galla. Ég
held til dæmis að önnur sýn-
ing á Ronju hafi verið miklu
betri, þá var hugurinn rórri
og auðveldara að einbeita sér
að því að leika. En munurinn
á einstaka sýningum verður
aldrei algjör, atvinnuleikar-
inn býr yfir þjálfun og tækni,
sem koma í veg fyrir að leik-
ur hans sé langt frá því sem
hann ætlaði sér og hefur
æft.“
Sigrún Edda Björnsdóttir: Lét eins og vitleysingur í leikfiminni og léttist um sex kíló
Frumsýninguna segir Sig-
rún hafa verið blandna eftir-
væntingu, ekki síður hjá leik-
urum en áhorfendum. „Það
var mjög ánægjulegt að
finna þá einbeitingu sem
þetta litla fólk í salnum bjó
yfir og það kom mér svolítið
á óvart, að þegar dramatíkin
reis sem hæst í kyrrlátari
atriðum, mátti vart heyra
saumnál detta í leikhúsinu.
Það er frábær tilfinning í 540
manna sal fullum af börnum
sem oft vilja tjá sig upphátt
við pabba og mömmu um hin
ýmsu atriði sem fyrir augu
ber.“
Ronja ræningja-
dóttir er eftir
sænsku skáld-
konuna Astrid
Lindgren og vel kunn flest-
um börnum. Mikið er af nátt-
úrulýsingum í bókinni og
persónur með ævintýraleg-
um blæ. „Leikgerðin er sög-
unni trú og að mínum dómi
mjög góð og ekki spillir
skemmtileg tónlist. Engu var
til sparað við uppsetninguna
og er mjög ánægjulegt að
svo miklu skuli vera kostað
til við bamaleikrit. Bömin
em kröfuharðir áhorfendur
og eiga að fá það besta sem
við höfum upp á að bjóða,
jafnt í leikhúsi sem annars
staðar. Þau em jú framtíðin
og þá um leið framtíðará-
horfendur okkar."
Eins og flestir íslendingar
þekkir Sigrún sögur Lind-
gren vel. Og eitt af fýrstu
hlutverkum hennar sem at-
vinnuleikara, var Lína Lang-
sokkur í Þjóðleikhúsinu, sem
Þórhallur Ingvar
Jónsson - Minning
Fæddur 17. desember 1910
Dáinn 30. desember 1992
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
(V. Briem.)
A morgun, 11. janúar, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkjugarði
ömmubróðir okkar, Þórhallur Ingvar
Jónsson, sem lést 30. desember.
Ingi, eins og hann var jafnan kall-
aður innan fjölskyldunnar, fæddist á
Vopnafirði 17. desember 1910 en bjó
í Reykjavík allt frá tíu ára aldri.
Hann var næstyngsta bam hjónanna
Þómnnar Jóhönnu Óladóttur og Jóns
Ingvars Jónssonar. Systkini Inga
vom Guðjón, sem lést í bemsku, Oli
Kristinn, búsettur í Seljahlíð í
Reykjavík, Ingibjörg, sem lengst af
bjó á Eskifírði en er nú búsett í
Kópavogi, og amma okkar, Helga
Jónína, sem búsett var í Reykjavík,
en lést árið 1988.
Sjómennska var ævistarf Inga, en
hana stundaði hann í hartnær hálfa
öld og dvaidi því oft langdvölum fjarri
heimili sínu. Eftir að Ingi kom í land
vann hann hjá Skeljungi. Hann
kvæntist aldrei og var barnlaus, en
var í heimili hjá Helgu ömmu og afa
okkar, Agli Fr. Hallgrímssyni, allt
til ársins 1987 er hann fluttist að
Hrafnistu í Reykjavík. Fjölskylda
ömmu og afa varð því ekki síður fjöl-
skylda Inga. Hann hefur verið einn
af hinum föstu punktum í lífí fjöl-
skyldu okkar allt frá því að foreldrar
okkar, Guðbjörg Egilsdóttir og Rób-
ert Jóhannsson, hófu búskap og fram
á þennan dag. Vart var svo minnst
á ömmu og afa að Inga bæri ekki á
góma, ef þau vom stödd einhvers
staðar var sjálfsagt að Ingi væri þar
líka. Þau þijú vom í hugum okkar
systkinanna óijúfanleg heild og fyrir
okkur var ekkert eðlilegra en að þau
héldu saman.
Ingi var okkur ekki þessi „venju-
legi“ frændi sem fólk þekkir oft frek-
ar af afspum en eigin raun, heldur
var hann hluti af fjölskyldunni og
átti sinn sérstaka sess innan hennar.
Samband Inga við mömmu og pabba
hefði vart getað verið nánara þó að
um hans eigin dóttur og tengdason
hefði verið að ræða og okkur reynd-
ist hann jafn vel og ef hann hefði
verið afí okkar. Hann bar hag fjöl-
skyldunnar fyrir bijósti og fylgdist
alltaf vel með því sem við tókum
okkur fyrir hendur, jafnt í leik og
starfí.
Ingi var ekki allra, en þeir sem
bám gæfu til að njóta vináttu hans
áttu þar vin fyrir lífstíð. Hann bar
umhyggju fyrir þeim sem hann átti
samleið með gegnum tíðina og
frændrækni var honum í blóð borin.
I seinni tíð missti hann að vísu sam-
band við marga þá sem hann um-
gekkst áður fyrr, en hann gleymdi
þeim ekki, heldur fylgdist með úr