Morgunblaðið - 10.01.1993, Page 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMPI SUNNUDAGUR
10. JANUAR 1993
Ast er...
Með
morgunkaffinu
10-5
... að leika með hjartanu
TM Reg. U.S Pat Oft.—all rights resarved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Mér hefur ætíð liðið
illa í mikilli hæð ...
Og hér er dálítið mál-
verk fyrir fólk í 500
þúsund króna klassan-
um...
HOGNI HKEKKVISI
EFm'tóTUR
pésroe
fWwjpttiMaMfr
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
*
EES og íslensk fiskvinnsla
Frá Einari Birni Bjarnasyni:
í EB er sjáyarútvegur flokkaður
undir landbúnaðarmál, enda eru
sjávarútvegsstofnanir þar ætíð
deildir innan landbúnaðarstofn-
ana. Á síðastliðnu ári numu sjávar-
útvegsstyrkir EB 64 þúsund millj.
króna, sem samsvarar 25% rekstr-
arstuðningi. Auk þess er sjávarút-
vegur yfírleitt stundaður á svæð-
um sem njóta sérstakra þróunar-
styrkja vegna hlutfallslegs hás
atvinnuleysis_ og hlutfallslegra
lágra tekna. Á þann hátt fær hann
mjög mikla styrki, þ. á m. allt að
50% af stofnkostnaði nýrra fyrir-
tækja. Auk þessa er framkvæmda-
stjórn EB að setja í gang sérstakt
þróunarverkefni fyrir sjávarútveg
innan EB. Markmið þess er að
gera sjávarútvegsfyrirtækjum inn-
an EB kleift með sérstökum
styrkjum að bæta svo fískverkun
sína að hún standist nýja stranga
heilbrigðisstaðla EB. Þessir staðl-
ar eiga svo að taka fyrr gildi gagn-
vart sjávarafurðum frá ríkjum ut-
an EB, þ.e. sjávarútvegsfyrirtæki
innan EB fá lengri aðlögunartíma
að þessum reglum en sjávarút-
vegsfyrirtæki fyrir utan EB. Allan
þennan herkostnað mun íslensk
fískvinnsla þurfa að borga úr eig-
in vasa þrátt fyrir EES-aðild og á
sama tíma að þurfa að búa við
meiri rekstrarkostnað en keppi-
nauturinn.
V
Slæm samkeppnisstaða
íslenskrar fiskvinnslu
Styrkjakefið skekkir svo sam-
keppnisstöðu íslenskrar fisk-
vinnslu að engin tollalækkun eða
rekstrarhagræðing getur unnið
þann mun upp. Þetta er þegar
orðinn baggi á fiskvinnslunni, því
hún keppir við erlenda fiskmark-
aði um fiskinn og sú samkeppni
hefur þrýst upp fískverði á inn-
lendum fiskmörkuðum. Ef fisk-
vinnslan borgar ekki hærra verð
fýrir hráefnið en hún ræður við
fær hún engan físk og ef hún
gerir það þá safnar hún skuldum,
því rekstrarkostnaðurinn er of hár
til að dæmið gangi upp. í krafti
þessara óréttlátu samkeppnisskil-
yrða getur fiskiðnaðurinn innan
EB boðið hærra verð fyrir físk á
fískmörkuðum en innlend fisk-
vinnsla.
Engar fiskréttaverksmiðjur
hérlendis
Mér þætti gaman að kynnast
þeim fískverkanda sem myndi
frekar reisa fískréttaverksmiðju
hérlendis þegar hann þarf áð
borga allan tilkostnað sjálfur, t.d.
þann kostnað sem felst í því að
mæta hinum nýju heilbrigðisstöðl-
um EB og þurfa að auki að borga
óteljandi gjöld og skatta hérlendis
þegar hann gæti t.d. reist hana í
Portúgal og fengið helminginn af
byggingarkostnaðinum greiddan í
formi byggðastyrks og að auki
alla þá framleiðslustyrki og allt
hvað það heitir sem hann myndi
fá frá landbúnaðarapparati EB.
EES bætir ekki hag
fiskvinnslunnar
Það að fullyrða ofan í allt þetta
að EES-aðild muni bæta hag ís-
lenskrar fískvinnslu er svo alvar-
leg vitleysa að engu tali tekur. Sá
sem fullyrðir slíkt gerir sig annað-
hvort sekan um mjög alvarlegan
dómgreindarskort eða að viðkom-
andi talar gegn betri vitund. Ég
neita að trúa því að núverandi
valdhafar viti ekki hvað þeir eru
að gera og álykta því að þeir stefni
leynt og ljóst að hruni íslenskrar
fískvinnslu. í því ljósi verður líka
skortur á raunhæfum aðgerðum
til bjargar henni í núverandi vanda
hennar skiljanlegur. Þeir vita að
EES-aðild mun leiða til hruns ís-
lenskrar fískvinnslu og reyna því
ekki að bjarga því sem veðrur
ekki bjargað. í mesta lagi grípa
þeir til einhverra málamyndaað-
gerða til að slá ryki í augu fólki
sbr. fjármunina sem þeir tóku úr
hagræðingarsjóði, enda segjast
þeir vera nokkuð ánægðir með
ástandið þó allt sé að hruni komið
fyrir augunum á þeim. Þarf frek-
ari vitnanna við?
Hrun fiskvinnslunnar
Nýlega var frystihúsinu á
Skagaströnd lokað og í staðinn
fyrir 3 togara sem höfðu landað
afla í því keyptur stærðarinnar
frystitogari. Þannig leggst full-
vinnsla í landi smám saman af og
sá hluti fískvinnslunnar sem getur
farið fram úti á sjó flyst þangað.
Afleiðingin verður íjöldaatvinnu-
leysi, fólksflótti, búseturöskun og
aðrar hörmungar. Hrun fískvinnsl-
unnar mun hafa keðjuverkandi
áhrif um allt þjóðfélagið. Endanleg
afleiðing þessa getur orðið ríkis-
og þjóðargjaldþrot.
EINAR BJÖRN BJARNASON
nemi í stjórnmálafræði,
Brekkugerði 30, Reykjavík.
Víkveiji skrifar
þETTA SlPGÖ/nUl /MYNP! "
Skiptar skoðanir á mönnum og
málefnum setja svip á alla
tíma, allar kynslóðir. Menn deila
um allt milli himins og jarðar og
verður á stundum heitt í hamsi,
þótt deiluefnið sé dvergvaxið. Vík-
veiji er engin undantekning frá
þessum mannlega veikleika (eða
styrkleika eftir atvikum).
Eitt af því sem lengi hefur verið
deilt um, og er ekki verra deiluefni
en hvað annað, er síddin á kjólföld-
um og pilsum kvenfólksins. Sú var
tíðin, fyrir margt löngu, að pilsin
struku gólf og gangbrautir, eins
og sópar. Það þótti nánast guðlast
þegar þau voru stytt dulítið svo sá
í öklann! Þegar byltingin, sem birti
ökla fagurra fóta, gekk yfir Islend-
ingabyggðir í Vesturheimi, spurðu
nokkrar ungmeyjar kímniskáldið
Káinn hver skoðun hans væri á
þessari nýju kjólfaldasídd. Svar
hans bar framsýni vitni:
Kæru dömur, kvað veit eg,
karl, um pilsin yðar.
En mér fínnst síddin mátuleg
milli hnés og kviðar.
Löngu síðar komu pínupilsin
sem voru nánast hönnuð í stöku
Káins, kímniskáldsins, sem enn lif-
ir í kveðlingum sínum, beggja
megin Atlantsála, þótt hann sé
löngu gengin þangað sem klæðn-
aður skiptir minna máli en í tára-
dalnum.
Þá er þrettándinn að baki og
þar með jólin, hátíð ljóssins,
sem styttir okkur skammdegið,
biðina eftir birtu og vori. Sama
gildir um áramótin og allt þeirra
tilstand, þar með talið áramóta-
skaup Ríkisútvarpsins, sem fyrr á
tíð var hláturvaki hjá þjóðinni allri
en er á stundum nú orðið sameigin-
leg vonbrigði.
Allt er þetta jóla- og áramótatil-
stand liðið í aldanna skaut. Það
er þó huggun harmi gegn, að dómi
Víkveija, að framundan eru þorra-
blótin, árshátíðir, karlakvöld og
kvennakvöld og allrahanda uppá-
komur mörlandans, sem gera eiga
hregg og hríð vetrarins bærilegri,
hvað sem líður kreppueinkennum
atvinnu- og sálarlífs.
Áramótaskaupið er sem stund-
um áður umdeilt. Nema hvað?
„Eina skaupið við þetta skaup var
að kalla það skaup,“ sagði kunn-
ingi Víkveija þegar hann hringdi
á nýársdag til að óska Víkverjum
bærilegs kreppuárs, annó 1993.
„Það var várla von á því að þjóðin
fengi hlátrasköll," sagði annar
spakvitur (en trúlega timbraður)
símnotandi. „Menn hlæja ekki við
jarðarfarir," sagði hann, „og þetta
var óhjákvæmilega útför áramóta-
skaupsins."
Yíkverja fínnst þessi nöldurtónn
einum of „stjórnarandStöðu-
legur“. Fyrr má nú rota en dauð-
rota í hinum neikvæðu viðbrögð-
um, enda voru engir skaupsbanar
á skjárferð þetta gamlárskveld,
heldur skrautklætt kampavínsfólk
í húllumhæham.
Vissulega hefði ekki sakað þótt
hláturtaugar hefðu verið kitlaðar
af meiri fagmennsku en að þessu
sinni. En þess ber að geta að sitt
hvað var bara takk bærilegt í ára-
mótaskaupinu. Víkveiji brosti út í
annað endrum og eins, vitandi um
kampavínið í kæliskápnum og tikk-
takkið í hornklukku stofunnar.
Og það má ekki gleyma því að
nirflar og niðurskurðarmenn hafa
sjálfsagt sniðið skaupurum þröng-
an útgjaldastakk, svo þeim hefur
ekki verið hlátur í hug — staddir
svona undir hnífsegg. Né því að
aftur kemur vor í dal hláturdeildar
Ríkisútvarpsins, eins og annarra
harðbalasveita okkar ísa kalda
lands.
Það er sum sé svo að þegar
komið er niður í botn einhvers öldu-
dalsins, eins og okkar djúpvitru
landsfeður myndu að orði komast,
hvort heldur sem dalbotninn er á
skopslóðum eða öðrum, liggur leið-
in upp á við á nýjan leik. Þess
vegna er rétt að bíða næstu ára-
móta með bros í augum og forvitni-
blandinni tilhlökkun.
Við látum síðan Færeyingum
eftir allt kreppufár, en næstur á
dagskrá okkar er hákarlinn með
helkældu namma-nammi!