Morgunblaðið - 18.02.1993, Side 2

Morgunblaðið - 18.02.1993, Side 2
• \ Þá veistu svarið Höf. Kling og Klang Flytj. Ingibjörg Stefánsdóttir Ó hve Ijúft er að lifa Höf. Vmir Flytj. Margrót Eír Samba Höf. SambaogSambó Flytj. Katla Maria Hausmann Bless, bless Höf. Nætur-galinn Flytj, Guðlaug Ólafsdóttir Eg bý hér enn Höf. Lilli klifurmús Flytj. Ingunn Gylfadóttir Hopp - abla - ha Höf. Eróbikkían Flytj. Eróbikkjan Himinn, jörð og haf Höf. Menn með mönnum Flytj. Júlíus Guðmundsson Eíns og skot Hðf. Fuglinn fljúaandi Flytj. Anna Mjöll Otafsdóttir "T—....... ..... I roki og regni Höf. Rudolf og Rumbolt Flytj. Haukur Hauksson Brenndar brýr Höf. Garpur Flytj. Ingunrt Gytfadótlir 2 B dagskrq MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1993 pá welstu swarlð Samba Níu dómnefndir Sigurlagið verður valið af níu sjö-manna dómnefndum, einni í hveiju kjördæmi, auk sérnefndar sem situr í sjónvarpssal. Við val á dómnefndarmönnum var þess gætt að aldurs- og kynjadreifing væri jöfn. Þannig er fjöldi karla og kvenna því sem næst jafn og í hverri nefnd eru fímm menn eldri og tveir yngri en 21 ár. Hámarksaldur er 60 og lágmarksaldur 16 ár. Sérnefndin gefur aðeins einu lagi stig Sýslumaður á þeim stað þar sem dómnefndin sit ur hefur eftirlit með störfum dómnefndar og fer útreikninga hennar. Sérnefndin, sem situr í sjónvarps- sal og er skipuð sjö mönnum sem allir tengjast á einhvern hátt, gefur aðeins einu lagi stig en nefndirnar gefa öllum tíu lögunum stig. Söngurinn f beinni útsendingu Lögin hafa öll verið tekin upp og verða upptökur af hljóðfæraleik sendar út á laugardagskvöldið en söngvar- arnir syngja í beinni útsendingu. Alls koma um 110 manns nálægt keppninni á laugardagskvöld í sjónvarps- sal. Þar af eru söngvarar, hljóðfæraleikarar, laga- og textahöfundar milli 40 og 50. Höfundur vinningslagsins fær 250.000 krónur í verðlaun auk 500.000 króna til að undirbúa lagið fyrir þátttöku í keppninni á írlandi og ferða fyrir flytjendur, höfunda og annað föruneyti. Hljómsveit sem aldrei spilaði • Nokkur ný andlit eru meðal flytjenda laganna en önnur hafa sjónvarpsáhorfendur séð áður. Ingunn Gylfadóttir er eini söngvarinn sem flytur tvö lög í keppninni og leikur Tómas Hermannsson á klassísk- an gítar í báðum lögunum. í stuttu spjalli sagðist Tómas vera ólærður og einu reynsluna sem hann hefði af spilamennsku hefði hann öðlast í partýjum. Hann hefði að vísu verið í hljóm- sveitinni Börtum á Akureyri en sú hljómsveit hefði aldrei spilað neitt. „Við gáfum út boli og gáfum öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Með mér í hljómsveitinni voru Jón Egill Gíslason, Bjöm Þór Sigbjörnsson og Borgar Magnason. Við vor- um búnir undir frama á al- þjóðlegum vettvangi og skírðum hljómsveitina ensku nafni, Sidebums. Við þóttum efnilegir! Ég var létt-stress- aður við upptökur í söngva- keppninni en nú er það búið. Það er bara meiriháttar gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas. Ingunn var í tveimur hljómsveitum Ingunn vildi lítið gera úr reynslu sinni af tónlistar- fíutningi. „Ég var í stelpu- hljómsveit fyrir mörgum áram á Seyðisfirði og við komum fram í Stundinni okkar einu sinni. Þá var ég í hljómsveit í Keflavík eitt sumar fyrir þremur árum.“ Um þátttöku sína í Söngvakeppninni sagði hún: „Ég er spennt fyrir úrslitakvöldinu því þá má ekkert klikka. Hljóðfærin eru komin inn en söngurinn verður„live“. Það er meiriháttar spennandi að taka þátt í þessu og sjá hvernig þetta er gert. Mikill tími hefur farið í þetta undanfarið og síðan um áramót höfum við stöðugt verið á ferðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég er á öðru ári í dönsku í Háskólanum og les utan skóla þessa önn en hef notað tækifærið og mætt í tíma í suðurförum mínum. Tómas klárar stúdentinn í Verkmenntaskólanum í vor og í haust ætlum við að koma suður og þá held ég áfram í Háskólanum,“ sagði Ingunn Gylfadóttir. Lagið tekur þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva ÚRSLITIN í Söngfvakeppni Sjónvarpsins ráðast á laug- ardagskvöld. Þá verður það lag valið sem keppir fyrir Islands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í MiIIstreet Town á Irlandi 15. maí Úrslft í Söngvakeppni Sjónvarpsins ráðast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.