Morgunblaðið - 21.03.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 21.03.1993, Síða 12
1 12 6 MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. MARZ 1993 Töfrandl sumarfrí; úr „Enchanted April“. Aprfltöfrar ENCHANTED APRIL“ eða Apríltöfrar er ein af nýlegum breskum myndum sem vakið hafa at- hygli að undanförnu í vesturheimi en Joan Plowr- ight hefur verið útnefnd til Óskarsverðlauna fyr- ir leik sinn i myndinni og handritið, eftir Peter Barnes, fékk einnig útnefningu. að hefur reyndar vakið athygli að kvenútnefningamar fyrir auka- og aðalhlutverk runnu flestar til breskra leikkvenna (Plowright, Emmu Thompson, Va- nessu Redgi-ave, Mi- röndu Richardson), einn- ar franskrar (Chaterine Deneuve) og einnar ástr- alskrar (Judy Davis), sem leitt hefur hugann að lélegum kvenhlut- verkum í bandarískum bíómyndum. Apríltöfrar er byggð á sögu Elizabeth von Am- im frá 1922 og segir frá tveimur vinkonum í sum- arfríi á Ítalíu. Þær era leiknar af Miröndu Ric- hardson og Josie Lawr- ence. Þær leigja hús með tveimur öðrum konum (Plowright og Polly Wal- ker) og reyna að hafa það gott í ítölsku sólinni. Leikstjóri er Mike Newell, sem áður gerði „Dance With a Strang- er“, ein einhver sagði Apríltöfra vera léttkó- mískt ævintýri um hversu vel gott sumarfrí getur virkað á sálina. ■'"KVIKMYNDIR....- Fóik ILWl ■ MEins og kunnugt er mun Christopher Lee verða í dómnefnd á _Norrænu hátíð- inni ásamt Árna Þórarins- syni og öðrum. í tilefni af komu Lee til landsins verður blóðsugumyndin Drakúla frá 1958 með Lee í titilhlutverk- inu sýnd á vegum hátíðarinn- ar. MFundist hefur vestur í Bandaríkjunum gamanmynd í fullri íengd sem Roman Polanski skrifaði handrit að á sínum tíma með Peter Sellers í aðalhlutverki. Myndin var aldrei sett í dreif- ingu og var týnd og tröllum gefín í filmuhirslum Para- mount kvikmyndaversins þegar maður að nafni Simon Hesera, framleiðandi mynd- arinnar, fór að snuðra í geymslunni og fann myndina. Hún heitir „A Day at the Beach“ og segir frá alkóhól- ista sem fer með dóttur sína niður á strönd og eyðir degin- um þar með henni. Sellers leikur homma sem rekur skeljasjoppu. MNýjasta mynd Bette Midl- ers heitir Hókus pókus og segir frá þremur nomum sem lifna við í nútímanum en þær voru hengdar á sautjándu öldinni. Leikstjóri er Kenny Ortega en nornirnar leika Kathy Najimy (hressa nunn- an í Systragervi) og Sarah Jessica Parker. Leikstjóra- hjónin Penny og Garry Marshall munu koma fram í myndinni. MBandaríski kvikmyndahöf- undurinn Quentin Tarant- ino hefur gert handritið að nýjustu mynd breska leik- stjórans Tonys Scotts („Top Gun“) sem heitir „True Ro- mance“. Með aðalhlutverkin fara Christian Slater og Patricia Arquette. Nemó litli; 4.000 séð tal- settu teiknimyndina. 4.000 séðGeð- klofann ALLS HAFA nú rúm 4.000 manns séð spennumyndina Geðklofann í Laugarásbíói að sögn Grétars Hjartars- sonar bíóstjóra. Þá hafa um 4.000 séð teiknimyndina Nemó, sem er með íslensku tali, og sami fjöldi hefur séð gaman- myndina Hrakfallabálkinn með Matthew Broderick. Næstu myndir Laugarás- bíós eru Tvífarinn eða „Dob- belganger" með Drew Bar- rymore í leikstjóm Avy Nessers og „Shadow of the Wolf“ með Lou Diamond Philips, Jennifer Tilly og Donald Sutherland. Hasarmyndin „Fighting the Shadow" með Charlie Sheen verður sýnd í bíóinu um páskana en Larry son skrifar handrit og stýrir og loks má nefna hryll- ingsmyndina „Dr. Giggle" með Larry Drake (Laga- krókar) í aðalhiutverki geð- sjúklings sem sleppur af hæli. dagana. Emil og Skundi kvikmyndaðir ÞORSTEINN Jónsson kvikmyndagerðarmaður leitar nú að átta til tíu ára dreng í aðalhlutverkið í barnamynd sinni, Skýjahöllinni, sem byggð er á sögu Guðmundar Ólafssonar, Emils og Skunda. Úthlutunarnefnd Kvik- myndasjóðs valdi nýlega handrit Þorsteins sem framlag íslands til næsta samstarfsverkefnis Norðurlandanna. Hyggst hann byrja tökur seinni partinn í sumar. Eg heillaðist af sögunni þegar ég las hana fyrst," segir Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Sagan er um dreng sem strýkur að heiman eftir úti- stöður við föður sinn og finnur vin og ástúð í litlum hvolpi. „Þetta er sniðug og ein- föld saga úr lífí einnar íjöl- skyldu," segir Þorsteinn. „Foreldramir gleyma lit- la drengnum því hugur þeirra snýst allur um nýja húsið fyrir fjöl- skylduna. Hugmyndin er að gera myndina eins og maður upplifír endurminningar. Allt er stærra; börn upplifa fólk um tvítugt eins og það séu gamlingjar, litla gatan er stærðar borg. Við ætlum að stækka skalann í þessa vera svo frásögnin verður ekki beint raunsæ heldur verður endurminning- arkeimur af því hvernig sagan er sögð. Myndin verður tekin frá sjónarhóli bamanna og eins og geng- ur verður að breyta sögunni fyrir kvikmyndunina, ein- falda og stækka." Þorsteinn segir Skýja- höllina koma til með að kosta um 105 milljónir króna og hann segist nú vinna við að fjár- magna myndina frekar. Einnig hann að púsla saman leikara- og tækniliði ana ÍBÍÓ Islendingar fara manna mest í bíó í hinum vest- ræna heimi eins og lengi hefur verið kunnugt. Sam- kvæmt tölfræðiárbók UNESCO, sem út kom á síðasta ári og birtir marg- víslegar tölfræðilegar upp- lýsingar, fór hver íslend- ingur að meðaltali 4,6 sinn- um í bíó árið 1989 en næstu Evrópuþjóðir á eftir okkur eru írar og Mónakó- menn sem fóru 3,3 sinnum í bíó þetta ár. Frakkar, sú mikla kvik- myndaþjóð, fór 2,1 sinnum í bíó hver á árinu og Bret- ar aðeins 1,7 sinnum. Norðmenn fóru 2,9 sinn- um, Svíar, 2,1 sinni, Danir 2,0 sinnum, Spánveijar 2,0 sinnum, Þjóðveijar 1,6 sinnum og Hollendingar 1,1 sinni. Við slógum jafnvel Bandaríkjamönnum við á þessu ári en þeir fóru„að- eins“ 4,5 sinnum að meðal- tali í bíó 1989. Síðan hefur kvikmyndasókn dalað hjá þeim en aukist hjá okkur svo enginn í Vesturálfu sér við okkur í þessum efnum frekar en svo mörgum öðr- um. Hver er saga Jóns Leifs í Þýskalandi? Lífogdauði Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður hyggst hefja tökur á mynd sinni „Vita et mors“, eða Líf og dauði, síðsumars en hún fjallar um ævi Jóns Leifs tónskálds. Handritið, sem Hilmar og Hjálmar H. Ragnarsson skrifa, hefur breyst mjög síðan byrjað var á því fyrir fjórum árum; fyrst var hugmyndin að gera leikna heimildarmynd, síðan leikna dramatíska mynd sem spannaði árin frá 1916 til 1968, þegar Jón lést, en loka- gerðin segir frá ævi Jóns í Þýskalandi og á íslandi á millistríðsárunum, 1917 til 1945. Myndin er römmuð inní tvær heimsstyrjald- ir,“ sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið aðspurður um af hveiju þetta tímabil var valið, „og gerist að miklum hluta í Þýskalandi þar sem Jón var búsettur á árunum milli stríða. Þetta er sá hluti ævi hans sem er hvað áhuga- verðastur og um leið sá hluti sem fólk veit langminnst um.“ Og Hilmar heldur áfram: „„Jón lifði óvenju drama- tíska ævi, sem er bæði heill- andi og vandasamt að fást við. Sögutíminn og sögu- sviðið er ekki síður drama- tískt en við fjöllum um upp- gang Jóns og hremmingar á tímum nasismans í Þýska- landi. Hann var á sínum tíma sakaður um að vera. hollur undir nasismann sem er í sjálfu sér fáránlegt með tilliti til þess að hann var kvæntur gyðingakonu og dætur hans tvær voru gyð- ingar og hann þurfti að horfa á eftir tengdamóður sinni í útrýmingabúðir. Hann var maður sem stöð- Harmsöguleg hetju- saga; Hilmar Oddsson kvik- myndaleikstjóri. ugt lifði á milli steins og sleggju. Hann var þjóðernis- sinni og mikill íslendingur eins og kemur fram í tónlist hans. Saga hans er harm- söguleg hetjusaga." Ekkja Jóns, fní Þorbjörg Leifs, hefur veitt aðstand- endum myndarinnar mikinn stuðning en Hilmar segir sögu Jóns Leifs vandmeðf- arna því hún sé það nálæg í tíma. Hjálmar H. Ragnars- son er að sögn Hilmars heil- mikill sérfræðingur í Jóni, tók lokapróf við Cornell- háskólann í honum, og Árln í Þýskalandi; Jón Leifs tónskáld. reyndist mjög góður í hand- ritsgerð. Faðir Hjálmars, Ragnar H. Ragnar, vakti athygli hans og áhuga á Jóni en svo vill til að Ragn- ar var settur í að yfirheyra Jón þegar hann sneri aftur til íslands eftir stríð. Jón hafði verið handtekinn á leiðinni af breskum yfirvöld- um og hann var sakaður um samstarf við nasista. Líf og dauði verður tekin á íslandi, í Berlín og í Leipz- ig í gamla A-Þýskalandi og segir Hilmar að ekkert hafí breyst í úthverfi því sem Jón Leifs átti heima. „Eiginlega það eina sem þarf að fjar- lægja er nýlegt skilti sem á stendur „Jón Leifs Platz“,“ sagði Hilmar en ekki er langt síðan borgarbúar nefndu torg eftir tónskáld- inu. Þröstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk Jóns Leifs en Sigurður Siguijónsson, sem áður átti að leika Jón, er dottinn útúr myndinni vegna breyttra tímasetn- inga, að sögn Hilmars. Jó- hann Sigurðarsson fer með hlutverk Páls ísólfssonar og Rut Ólafsdóttir fer með hlutverk fyrri konu Jóns. Kvikmyndatökumaður og annað tæknilið er óráðið enn. Myndin er íslensk- þýsk-sænsk framleiðsla og kemur hún til með að kosta um 130 milljónir. „íslend- ingar munu leika íslendinga í myndinni og Þjóðveijar munu leika Þjóðveija," sagði Hilmar, „Það verður töluð íslenska og þýska.“ Hilmar áætlar að myndin verði frumsýnd sumarið 1994 en framleiðandi henn- ar á íslandi er Tónabíó h/f, fyrirtæki sem stofnað er út frá Nýja Bíói h/f í kringum Líf og dauða. eftir Arnald Indriðoson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.