Morgunblaðið - 21.03.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
samsai-WMIMHÍ^
21. MARZ 1993
B 27 5
Edda á Reylqavíkurflugvelli árið
1957.
Svipmyndir úr sögu
N orður-Atlants-
hafsflugsins. Efst til
vinstri er Ólafur
Olsen flugstjóri,
efst til hægri er
Arnór Hjálmarsson
í Fiugumsjón og fyr-
ir neðan hann Agn-
ar Sigurðsson einn-
ig I Flugumsjón.
Neðst til vinstri er
svo Kristín Jónas-
dóttir flugfreyja að
bera fram veitingar
fyrir farþega.
SÍMTALID...
ER VIÐ GUNNAR TÓMASSON GARÐYRKJUBÓNDA
Atíán daga rósir
98-68826
Halló.
- Góðan dag, er þetta i
Laugarási í Biskupstungum?
Jú.
- Þetta er á Morgunblaðinu,
gæti ég fengið að tala við Gunnar
Tómasson garðyrkjubónda?
Þetta er Gunnar.
- Komdu sæll. Ræktar þú
ekki rósir?
Ég rækta oft rósir jú, en ég
veit andskotann ekkert um þessa
verðlækkun.
- Ég ætlaði ekkert að ræða
um verðlækkun. Ekki í þetta sinn.
Vandamálið er miklu alvarlegra.
Þannig er að ég kaupi stundum
rósir, á þessu okurverði að sjálf-
sögðu, á 300 krónur stykkið, og
þær lafa bara eins og aumingjar
strax daginn eftir. Er framleiðslan
svona léleg eða geri ég eitthvað
rangt?
Framleiðslan er nú sennilega
mjög góð. En ég skal segja þér litla
sögu. Þannig er að ég lýsti rósir
núna, en þær seldust illa svo ég
slökkti á ljósunum og það skall á
þær skammdegismyrkur í tvo daga.
En dóttir mín tók vænan vönd af
þessum rósum sem ég var nánast
búinn að henda og gaf þær konu.
Konan spurði svo dóttur mína
seinna hvernig þessar rósir hefðu
verið ræktaðar því þær hefði staðið
endalaust. Og hvað
gerðirðu við þær,
spurði dóttir mín.
Ekki neitt, sagði
konan, ég skipti
bara um vatn tvisv-
ar á dag, setti þær
inn í ísskáp á nótt-
unni og skar neðan
af þeim annan
hvern dag, eins og
einn sentimeter.
- Já hún
gerði sem sagt ekki
neitt!
Nei hún gerði
ekki neitt. En það
getur komið fyrir
að blóm fái í sig lofttappa og þá
er ráð að skera af stönglinum.
- Heldurðu að stofuhiti hafi
eitthvað að segja, það var 22 stiga
hiti inni hjá mér?
Já það er til dæmis fjórum gráð-
um heitara en í dönskum híbýlum.
- En eru rósir ekki fram-
leiddar fyrir íslenskan markað þar
sem yfirleitt er heitara inni?
Við framleiðum nú eftir upp-
skrift sem gefur okkur mestu og
bestu uppskeruna.
- En fyrr má nú vera að
hengja haus eftir daginn.
Það eiga þær auðvitað ekki að
gera. Þá er ráð að skera aðeins af
þeim stinga þeim augnablik ofan í
heitt vatn, í tvær mínútur eða svo.
En ef rósir springa ekki út, þá er
það okkur að kenna. Ef þær eru
blárauðar í toppinn, skaltu ekki
kaupa þær. Og knúpurinn á að
vera jafn breiður að ofan og að
neðan. Rósir eiga að standa minnst
sex daga og þær bestu í 14 daga.
Og ef þú fengir rósir hjá mér, bestu
tegundina, gætirðu látið þær
standa í 18 daga.
- Átján daga! Getur það ver-
ið?
Já, ef þú gerir ekki neitt eins
og konan.
- En hvert er uppáhaldsblóm
garðyrkjumannsins?
Chrysantemum, og hann á að
standa í þrjár vikur og getur stað-
ið í mánuð. Og svo
annað hitt, við
bundumst samtök-
um um það í haust
í fyrirtæki okkar
Blómamiðstöðinni
hf., að setja öll
blóm í endingar-
efni, sem þýðir að
þau endast mjög
vel.
- Einmitt það
já, en það er best
að halda rósatil-
raunum áfram og
þakka þér fyrir
upplýsingarnar.
Morgunblaðið/Sig.J6ns.
HVAR
ERUÞAU
NÚ?
SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR
FYRRUM
LAUFSKÁLASTÝRA OG
LEIKKONA
Kynntist
merku fóUd
UM MIÐJAN janúar 1992 hætti Sigrún Björnsdóttir að vera fast-
ur starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu. „Þótt ég sé hætt sem fastur
starfsmaður þá leysi ég einstaka sinnum af í föstum þáttum og
þess utan starfa ég af og til sem lausamaður við gerð heimildar-
þátta, bæði fyrir Rás 1, og fáeina þætti hef égjgert fyrir sjón-
varp,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið. „Eg hef eingöngu
fjallað um íslenska listamenn í þessum heimildarþáttum mínum.
Næst verður fluttur þáttur um Maríu Markan, sem varð fyrst
íslenskra söngvara til þess að syngja aðalhlutverk í hinni frægu
Metrópólitanóperu. Jafnframt störfum við útvarpið sinni ég leik-
listarkennslu við söngdeild Nýja tónlistarskólans, en ég hef kennt
leiklist í fjöldamörg ár, nánast frá því að ég Iauk prófi frá Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins vorið 1967.
Laufskálaþættimir sem ég
gerði voru orðnir hátt á
annað hundrað talsins. Margir
þeirra eru mér eftirminnilegir.
Ég kynntist við gerð þeirra
mörgu merku fólki sem mér
fannst mikils virði að komast í
kynni við. Má þar t.d. nefna Þóri
Kr. Þórðarson, prófessor í guð-
fræði við HÍ. Það var auðgandi
að vinna með honum svo fróður
sem hann er og skemmtilegur í
viðkynningu. Margar uppákomur
urðu í þessum þáttum, sem send-
ir voru út beint. Fyrir kom að
ekki var unnt að undirbúa þá að
ráði, t.d. þegar Arnar Jónsson
leikari var Laufskálagestur. Ann-
ar gestur átti þá að vera í þættin-
um, en hann sendi afboð með
hálfs dags fyrirvara. Ég vissi að
Arnar Jónsson var einn af fáum
sem gæti komið fram með svo
litlum undirbúningi. Hann gat
ekki gefið ákveðið svar fyrr en
klukkan 8 kvöldið áður. Morgun-
inn eftir var hann hann mættur
um áttaleytið, tók nokkrar léttar
æfingar með píanóleikara og
söng síðan og las upp og fór á
kostum eins og hans er von og
vísa. Árni Elvar var hirðpíanisti
Laufskálans. Við urðum góð-
kunningjar og ég sakna hans og
eins rímsnillinganna sem urðu
líka ágætir vinir mínir.
Jafnframt útvarpsvinnunni lék
ég áður fyrr í ýmsum sýningum
Þjóðleikhússins, m.a. Jennýju í
Túskildingsóperunni eftir Brecht,
hlutverk Vassilísu í Náttbólinu
eftir Gorki og Aþenu í Oresteiu.
Einnig leikstýrði ég og fékkst við
söng. Undanfarin ár hefur þó
starfið við útvarpið verið mitt
aðalstarf. Ég reikna fremur með
að vera í lausamennsku á næst-
unni, alltént næstu mánuði."
Siglt til Danmerkur með Norrænu og ekið um Evrópu á íslenskum
hópferðabíl með íslenskum bílstjóra.
Þetta er sjötta árið í röð, sem við bjóðum upp á þennan vinsæla
ferðamáta.
í ár verður ekiö um Þýskaland og Sviss, til Ítalíu, um Austurríki,
Danmörku og Noreg auk þess sem farinn verður hringvegurinn
á íslandi. Einnig gefst kostur á að fljúga aðra leiðina og sigla
hina, hvort heldur er að heiman eða heim.
Einnig er áætluð Þýskalandsferð í ágúst. Leitið upplýsinga.
<9
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hf.
Sími 683222.
Akstur og siglíng 1993
Áætlun fyrir sumarið 1993 er nú komin út.
Lagt verður upp í fyrstu ferð fró Borgartúni 34 þann 2. júní.