Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 1

Morgunblaðið - 31.03.1993, Side 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 75.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi Reuter HERDÓMSTÓLL í Sarajevo dæmdi tvo Bosníu-Serba til dauða í gær fyrir stríðs- glæpi gegn bæði óbreyttum borgurum og stríðsföngum; morð og nauðganir. Myndin var tekin er annar þeirra, Borislav Herak, var leiddur út úr réttarsalnum. Hann gekkst við sekt sinni og sagðist una úr- skurðinum en félagi hans, Sretko Damj- anovic, sagðist hafa verið pyntaður til játn- ingar og kvaðst ætla að áfrýja. GATT-samningurinn Yilja tefla í Lundúnum Lundúnum. Reuter. GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, og Bretinn Nigel Short hafa tekið tilboði útgefenda dag- blaðsins The Times og hollensks fyrirtækis um að heyja heims- meistaraeinvígið í Lundúnum fyrir 1,7 inilljónir punda, jafn- virði 160 milljóna króna. Áður hafði Alþjóðaskáksam- bandið (FIDE) ákveðið að einvígi þeirra ætti að fara fram í Manchest- er fyrir 1,2 milljónir punda en svipti þá síðar réttinum til að tefla um heimsmeistaratitilinn. Harka færist í leikinn Brussel, Canberra. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN krefst verulegra breytinga á drögum að nýjum GATT-samningi um aukið viðskiptafrelsi og segir tímabært fyrir ráðamenn í Japan að fara að sýna málinu áhuga. Eru þessar yfirlýsingar sagðar til marks um aukna hörku af hálfu Bandaríkjasljórnar, sem vill fara að Ijúka GATT-samning- unum með undirritun eða við- skiptastríði ef ekki vill betur. Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði i gær, að ekkert yrði af GATT-samningunum nema gerðar yrðu verulegar breyt- ingar á sumum liðum hans, einkum þeim, sem sneru að auknum mark- aðsaðgangi. Sakaði hann Japani um að hafa reynt að skýla sér á bak við landbúnaðarstefnu EB. Tomohiko Kobayashi, sendiherra Japans hjá EB, sagði, að einhver misskilningur væri á ferðinni hjá Kantor. Væri ástæðan líkega sú, að hann væri nýgræðingur í alþjóðleg- um viðskiptamálum. n ^ ^ i • j • Keuter Sosialistar vikja EDOUARD Balladur tók í gær við embætti forsætisráðherra Frakk- lands við hátíðlega athöfn og heilsar hér forvera sínum, Pierre Beregovoy, forsætisráðherra sljórnar franskra sósíalista. París. Reuter, The Daily Telegraph. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, samþykkti í gær ráðherralista Edouards Balladurs, nýs forsætis- ráðherra landsins. Nýja stjórnin er skipuð tiltölulega ungum ráðherrum. Þeir eru flestir hlynntir náinni sam- vinnu Evrópuríkja og hafa tekið milda afstöðu í velferð- ar- og félagsmálum. Gaullistinn Alain Juppe, 47 ára, verður utanríkisráðherra en hann hefur beitt sér mjög fyrir því að Maastricht-samkomulagið um auk- inn samruna Evrópubandalagsríkj- anna nái fram að ganga. Miðjumað- urinn Francois Leotard, 51 árs harður stuðningsmaður aukinnar samvinnu Evrópuríkja, var skipaður varnarmálaráðherra. Miðjumaðurinn Edmond Alph- andery, 49 ára, varð fyrir valinu sem efnahagsmálaráðherra, en hann vill að stefnt verði að því að tekin verði upp sameiginleg mynt Evrópubandalagsríkjanna sem fyrst. Sjá „Balladur sækist frem- ur ...“ á bls. 21. Kasparov og Short ítalski fjármálaráðherrann segir af sér vegna spillingar Forsetinn undir- býr stjórnarskipti Róm. The Daily Telegraph, Reuter. FRANCO Reviglio, fjármálaráðherra Ítalíu, sagði í gær af sér eftir að hafa fengið viðvörun frá saksóknara þess efn- is að hafin væri rannsókn á meintri aðild hans að spillingu og fjármálahneyksli þegar hann var sljórnarformaður ríkis- orkufyrirtækisins ENI á árunum 1983 til 1989. Oscar Luigi Scalfaro forseti byrjaði í gær að kanna grundvöll nýrrar sljórnarmyndunar og fól Giuliano Amato forsætisráðherra að sitja áfram uns því væri lokið. Eftirmaður Reviglio hjá ENI, Gabriele Cagliari, hefur haldið því fram að ráðherrann hafi á sínum tíma staðið fyrir ólöglegum greiðsl- um frá fyrirtækinu í flokkssjóði Kristilegra demókrata og Sósíal- istaflokksins. Reviglio neitaði ávallt þeim sakargiftum. Hann er fimmti ráðherrann í stjórn Amatos sem nayðist til að segja af sér vegna ásakana um spillingu. Hneykslismálin hafa grafið und- an stjórn Amatos sem hafði aðeins 16 þingsæta meirihluta en sá þing- styrkur minnkaði á mánudag er nokkrir þingmenn stjórnarflokk- anna gengu úr skaftinu til að mót- mæla ásökunum um að Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefði verið viðriðinn maf- íuna. Heimildir innan ítalska þingsins hermdu að líklegt væri að Scalfaro forseti fæli forseta annarrar hvorr- ar þingdeildarinnar, Giorgio Nap- olitano eða Giovanni Spadolini, stjórnarmyndun. Síðan yrði efnt til kosninga og nýtt þing kosið sam- kvæmt nýrri kjördæmaskipan og kosningalöggjöf sem afgreidd yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu 18. apríl. Upprennandi foringi segir sig úr flokknum Mario Segni, framfarasinnaður liðsmaður Kristilegra demókrata, hefur sagt sig úr flokknum vegna tengsla flokksins við mafíúna og spillingu. Segni er sonur fyrrum forseta landsins og er höfundur þeirra stjórnlagabreytinga og um- bóta á kosningalöggjöfinni sem kosið verður um í þjóðaratkvæðinu 18. apríl. Hann knúði þær fram á þinginu eftir að hafa náð víðtæku samstarfi við áhrifamikla þing- menn annarra stjórnmálaflokka. Spillingin nær til EB Brussel. The Daily Telegraph. VIÐAMIKIL rannsókn á meintri spillingu innan stofn- ana Evrópubandalagsins (EB) er nú í undirbúningi eftir að háttsettur ítalskur embættis- maður framdi sjálfsmorð með því að stökkva af efstu hæð höfuðstöðva EB í gær. Ráðgert hafði verið að yfir- heyra embættismanninn vegna gífurlegra fjármálasvika í tengslum við niðurgreiðslur bandalagsins. Italskar frétta- stofur skýrðu frá því að grunur léki á að embættismaðurinn hefði veitt fjármagni frá EB í sjóði Kristilegra demókrata á Ítalíu. Málið þykir staðfesta grun manna um að spillingin sem tröllríður ítölskum stjórn- málum eigi sér hHðstæðu í valdastofnunum Evrópubanda- lagsins, einkum landbúnaðar- deildinni, sem hefur jafnvirði 2.600 milljarða króna til ráð- stöfunar á ári. Ný stj órn í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.