Morgunblaðið - 31.03.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Ms. Esja seld
norsku félagi
MS. ESJA, sem áður var í eigu Skipaútgerðar ríkisins, hefur
verið seld til norska fyrirtækisins Leca AS fyrir 80 milljónir
íslenzkra króna. Halldór Blöndal samgönguráðherra undirrit-
aði kaupsamning þar að lútandi í gær. Af eignum Skipaútgerð-
arinnar, sem lögð var niður á síðasta ári, er þá aðeins ms.
Hekla eftir óseld í umsjá samgönguráðuneytisins.
----------------- Að sögn Rúnars Guðjónssonar í
samgi
RÚV verð-
ur af sex
millj
áári
SAMKVÆMT bréfi ráðuneyt-
isstjóra í menntamálaráðu-
neytinu frá 1977 í ráðherratíð
Vilhjálms Hjálmarssonar eru
fastráðnir starfsmenn Ríkis-
útvarpsins undanþegnir af-
notagjöldum hafi þeir starfað
lengur en í þrjú ár hjá stofn-
uninni. Þetta er í ósamræmi
við lög um Ríkisútvarpið frá
1985. Ólafur G. Einarsson-
menntamálaráðherra hefur
gert fyrirspurn um þetta mál
til RUV, en hann kveðst ekki
hafa tekið ákvörðun um
áframhald málsins. Tekju-
missir RUV vegna þessa er
yfir sex milljónir kr. á ári.
Fastráðnum starfsmönnum sem
unnið hafa skemur en þijú ár hjá
stofnuninni er veittur 40% afslátt-
ur af afnotagjöldunum. í lögum
um Ríkisútvarpið segir að einvörð-
ungu þeir sem njóta uppbótar á
elli- og örorkulífeyri skuli vera
undanþegnir afnotagjöldum.
305 starfsmenn undanþegnir
afnotagjöldum
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri RÚV sagði að það væru 305
starfsmenn sem væru undanþegn-
ir eða fengju afslátt af afnota-
gjöldunum.
„Ég lét kanna hvaða hópur
þetta væri fyrir nokkrum mánuð-
um. Ég er ekki búinn að taka
ákvörðun í málinu. Þetta er í sam-
ræmi við bréf undirritað af ráðu-
neytisstjóra í menntamálaráðu-
neytinu 1977. Ég hef sett þetta í
frekari athugun,“ sagði Ólafur G.
Einarsson.
Hann sagði að hann hefði látið
athuga þetta mál m.a. vegna
kvartana RÚV um að stofnunin
hefði ekki þær tekjur sem hún
teldi sig þurfa. „Ég hef hugmynd
um hvað þetta eru miklar upphæð-
ir sem Ríkisútvarpið missir af með
þessu. Ég veit að þetta eru eitt-
hvað yfír sex milljónir kr.,“ sagði
Ólafur.
samgönguráðuneytinu eru menn þar
á bæ mjög ánægðir með að tekizt
hafi að selja Esjuna. Rúnar sagði að
skipið, sem er smíðað í Englandi
1983 en hannað hér á landi, væri
mjög sérhæft og hefði verið sú eign
Skipaútgerðarinnar, sem talin var
torseljanlegust. Hins vegar reyndist
skipið henta Leca AS mjög vel. Fyr-
irtækið hefur einkarétt á vinnslu
leirs, sem notaður er í húseiningar,
og verður skipið notað til að flytja
bretti með leirsteinum.
Vonir um sölu á Heklu
Rúnar sagði samgönguráðuneytið
hafa góðar vonir um að tækist að
selja ms. Heklu, sem nú er í leigu
hjá Eimskipafélaginu. Ekki hefur
verið útilokað að Lars Holm, sem
rekur skipafélag í Tromsö í Noregi,
kaupi skipið. Holm keypti ms. Öskju,
systurskip Heklu.
Morgunblaðið/Kristinn
Gert við skiltabrýr
ÁRLEGA kosta viðgerðir á skiltum á skiltabrúm
yfir helstu umferðargötur borgarinnar um eina
milljón króna. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar
gatnamálastjóra er alltof algengt að ekið sé und-
ir brýrnar með of háan farm þrátt fyrir að þær
séu langt yfir hámarkshæð farms með þeim afleið-
ingum að skiltin skemmast. „Við erum tilbúnir
að aðstoða þegar um háa flutninga er að ræða,“
sagði hann. „Það yrði þá gert að næturlagi þegar
umferðin er í lágmarki og með aðstoð lögreglu,
þar sem ekið er á öfugum vegarhelming. Því mið-
ur eru alltof. fáir sem biðja okkur um aðstoð.“
Bankar o g sparisjóðir ákveða vaxtabreytingar um mánaðamótin
Landsbanki og Búnaðar-
banki lækka um V2 -1 %
BANKARÁÐ Landsbankans ákvað í gær lækkun vaxta af
óverðtryggðum skuldabréfum um V2% hinn 1. apríl. Þá
munu nafnvextir útlána lækka um 0,75-1% í Búnaðarbank-
anura en bankastjórn gengur endanlega frá vaxtabreyting-
unni í dag. Reiknað er með að ákveðnar verði svipaðar
vaxtalækkanir í íslandsbanka í dag og nafnvextir verða
einnig lækkaðir hjá sparisjóðunum en að sögn Baldvins
Tryggvasonar, framkvæmdasljóra Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, verður endanleg ákvörðun um það tekin í
dag. Engar breytingar verða hins vegar gerðar á raunvöxt-
um útlána hjá bönkunum.
benti á að vextir bankanna væru
misháir.
Aðspurður af hveiju ekki væri
gerð breyting á vöxtum verð-
tryggðra lána sagði Sólon Sigurðs-
son, bankastjóri Búnaðarbankans,
að mikill munur væri á vaxtastiginu
eftir bönkum og þeir bankar sem
væru í neðri kantinum vildu fyrst
sjá aðra gera breytingar hjá sér.
Sólon sagði einnig að yfirlýsingar
í tengslum við aðgerðir Seðlabank-
ans í síðustu viku stæðust ekki.
„Samkvæmt okkar útreikningi gefa
þessar vaxtabreytingar Seðlabank-
ans ekki tilefni til svo mikilla lækk-
ana,“ sagði hann.
Bankaráð Landsbankans ákvað
vaxtalækkun sem tekur gildi 1.
apríl. Lækkun verður á forvöxtum
almennra víxla og viðskiptavíxla
um '/2% og lækka forvextir al-
mennra víxla úr 13% í 12,5%. Þá
var ákveðin lækkun á óverðtryggð-
um skuldabréfum um '/2% og lækka
kjörvextir úr 11% í 10,5% og aðrir
útlánaflokkar samsvarandi. Inn-
lánsvextir verða hins vegar óbreytt-
ir í Landsbankanum um mánaða-
mótin en Búnaðarbankinn lækkar
raunvexti á innlánum um 0,25%.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, sagði
að aðgerðir Seðlabankans í síðustu
viku hefðu haft jákvæð áhrif sem
gerðu kleift að minnka vaxtamun
og færa útlánsvextina niður á við.
Vextir misháir
Seðlabankinn tilkynnti aðgerðir
til að stuðla að lækkun vaxta banka
og sparisjóða í síðustu viku en þær
fólu í sér lækkun útlánsvaxta til
bankanna og hækkun vaxta á
skammtímainnstæðum og af
bundnu fé í Seðlabankanum. Lýstu
seðlabankastjórar því þá yfir að
vextir á óverðtryggðum útlánum
innlánsstofnana ættu að geta lækk-
að um 1-2%. Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri vildi í gær ekki
leggja dóm á vaxtabreytingarnar
fyrr en þær lægju allar fyrir en
í dag
StórhýsiÖ i Hafnarfirði_________
Fyrirhuguð þjónustubygging lækk-
uð um eina hæð í tilraun til sátta 18
Sögur af Hillary og Clinton
Bandaríska forsetafrúin sögð hafa
kastað öskubakka og bibiíu í BiII
Clinton 20
Lífríki Mývatns_________________
Bændur vilja bætur 26
Leiðari_________________________
Óráðlegt að ávísa á galtóman ríkis-
sjóð 22
’-EEr^ íJS&ðsæ..... ...... ....
50 miljjóna aflaverúmæti ’*f7T1
eftír 20 daga á Franshól
Úr verinu
► 50 milljóna aflaverðmæti af
Franshól - Kvikk að komast inn
á Nýja Sjáland - Ýmist ördeyða
eða mokafli - Gengur vel að selja
isienzkan gæðafisk
Myndasögur
► Drátthagi blýanturinn -
Brauðkeðja - Brandari - Myndir
ungra listamanna - Ljóð - Gátur
- Skemmtilegar myndasögur -
Talnahringur - Völundarhús
Stjórn Félagsstofnunar stúdenta
Röskva vill segja
framkvæmda-
stjóranum upp
FULLTRÚAR meirihluta Röskvu, samtaka félagshyggju-
fólks í Háskóla íslands, lögðu til á stjórnarfundi Félags-
stofnunar stúdenta í gær að framkvæmdastjóra fyrirtækis-
ins, Arnari Þórissyni, yrði sagt upp störfum. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins Iögðust fulltrúi menntamála-
ráðuneytisins og fulltrúi Háskólaráðs í stjórninni alfarið
gegn þessu og varð niðurstaðan sú að málinu var frestað
til næsta fundar.
Arnar Þórisson, framkvæmda-
stjóri FS, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki vilja tjá sig um stjórn-
arfundinn í gær, enda skildist hon-
um að það, sem þar hefði farið fram,
væri trúnaðarmál. Hann sagðist
ekki hafa neina ástæðu til að ætla
að sér yrði vikið úr starfí. „Það
hefur aldrei verið gerð nein athuga-
semd við mín störf hjá fyrirtækinu
af hálfu Röskvumanna,“ sagði Arn-
ar. „Fyrirtækið skilaði hátt í 30
milljóna króna hagnaði í fyrra. Eig-
infjárstaðan hefur aldrei verið sterk-
ari og eigið fé er nú nálægt 750
milljónum. Fyrirtækið hefur aldrei
gengið betur.“
Stjórnarformaðurinn hættir
í stjórn Félagsstofnunarinnar
sitja þrír fulltrúar háskólastúdenta,
allir kjörnir úr röðum Röskvu, og
hafa þeir meirihluta í stjórninni. I
fyrradag sagði þáverandi stjórnar-
formaður, Finnur Sveinsson fulltrúi
Röskvu, af sér stjórnarsetu. Var nýr
formaður kjörinn á fundinum í gær,
Guðjón Ó. Jónsson, framkvæmda-
stjóri þingflokks Framsóknarflokks-
ins.
Ekki náðist í neinn fulltrúa
Röskvu í stjórn FS í gærkvöldi þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Finnur
Sveinsson, fráfarandi stjómarfor-
maður, vildi ekki tjá sig um málið
eða orsakir afsagnar sinnar. Páll
Magnússon, formaður Stúdenta-
ráðs, þar sem Röskva fer með stjórn,
vildi heldur ekki ræða um málið.