Morgunblaðið - 31.03.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
3
Islenskur forsljóri
ráðinn til Namibíu
SIGURÐUR Bogason hefur verið ráðinn forstjóri útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækisins Sea Flower í Lúderitz í Namibíu, en alls
sóttu 30 íslendingar um starfið, samkvæmt upplýsingum Torfa
Markússonar, ráðningasljóra hjá Ráðgarði.
Járniðnaðarmenn
fá verkfallsheimild
FÉLAG járniðnaðarmanna hefur samþykkt verkfallsheimild sem
stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hafði áður ákveðið. Félags-
fundur samþykkti ákvörðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs á fundi
í vikunni en Örn Friðriksson formaður félagsins segir að áður en
vinnustöðvun kemur til framkvæmda muni það rætt á öðrum félags-
fundi. Dagsbrún boðar til félagsfundar í dag þar sem verkfallsheim-
ild til handa stjórn félagsins verður eina málið á dagskrá.
Sigurður fæddist í Vestmanna-
eyjum 11. maí árið 1953. Hann
útskrifaðist sem matvælafræðingur
frá Háskóla íslands árið 1980, fór
síðan í framhaldsnám til Bandaríkj-
anna og lauk doktorsprófi frá Oreg-
on State University árið 1984. í sex
ár, frá 1984-1990, var hann for-
stöðumaður þróunarmála hjá Sölu-
sambandi íslenskra fiskframleið-
enda. í tæpt ár þar á eftir gegndi
hann starfi framkvæmdastjóra
Lifrasamlagsins í Vestmannaeyj-
um, en frá haustinu 1991 hefur
hann starfað hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna sem forstöðumaður
þróunarmála og einnig sem gæða-
stjóri.
Landasölumenn
handteknir
í Hafnarfirði
Fékk 13
pantanirí
fangelsið
Rannsóknarlögreglan í Hafn-
arfirði hafði afskipti af fjórum
landasölumönnum á þrítugsaldri
um helgina og lagði hald á
nokkra tugi lítra af eimuðum
landa. Ekki var þarna um brugg-
ara að ræða heldur smásala, sem
taldir eru hafa keypt framleiðslu
bruggara á 8-900 krónur hvern
lítra og selt neytendum, flestum
á táningsaldri, hvern lítra á
1.500-1.800 krónur. Sumir höfðu
notað símboða til að taka við
pöntunum.
Lögreglumenn úr Hafnarfirði og
Breiðholti stöðvuðu mann á bíl í
Garðabæ og fundu nokkuð af landa
í bílnum. Maðurinn var færður til
yfirheyrslu á lögreglustöðina í
Hafnarfirði og var í haldi þar um
nóttina. Frá því hann var handtek-
inn og þar til hann var látinn laus
bárust, að sögn lögreglu, 13 pant-
anir inn á símboða sem hann bar á
sér.
Símanúmer og lítrafjöldi
Pantanirnar eru gerðar þannig
að kaupendur hringja í símboða-
númerið, segja til sín með því að
slá inn eigið símanúmer og ljúka
boðunum með því að slá inn þá lítra-
tölu sem þeir vilja kaupa. Síðan
hittast seljandi og kaupandi á
ákveðnum stað og skiptast á landa
og peningum.
Nú einnig í hálfs lítra
umbúðum
í öðru máli helgarinnar var stöðv-
aður sendibíll í Hafnarfirði. Þar
voru á ferð þrír menn um tvítugt
og eru tveir taldir hafa selt landa.
Undir sætum í bílnum fundust 17
lítrar af landa í plastflöskum. Lítra-
pakkningar hafa verið vinsælastar
í þessum viðskiptum til þessa en
að sögn lögreglu er nú einnig farið
að bjóða upp á landa á hálfs Iítra
plastflöskum.
í framhaldi af handtöku mann-
anna var gerð húsleit í húsnæði í
Vogutn og þar fundust framleiðslu-
tæki en starfsemin lá niðri.
í þriðja bruggmálinu sem rann-
sóknarlögreglan í Hafnarfirði vann
að um helgina var lagt hald á 13
lítra af landa í bíl manns sem stöðv-
aður var á Kringlumýrarbraut.
Tveir hinna fjögurra landasölu-
manna sem Hafnarfjarðarlögreglan
hafði afskipti af um helgina hafa
áður gerst sekir um landasölu.
Sigurður er kvæntur Halldóru
Birnu Eggertsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Sigurður sagði í samtali við
Morgunblaðið að starfið legðist vel
í sig. „Þetta er verkefni, sem er
spennandi að takast á við. Ég á
hins vegar eftir að fara til Namibíu
eftir páska til þess að skoða aðstæð-
ur. Fyrr get ég lítið tjáð mig um
málið.“
Sjá bls. 23: „Óttumst ekki..“
Morgunblaðið/Júlíus
Forstjóri í Namibíu
SIGURÐUR Bogason hefur verið
ráðinn forstjóri fiskvinnslufyrir-
tækis í Namibíu.
Örn Friðriksson segir að ákvörðun
um vinnustöðvun verði ekki tekin
nema í samráði við önnur félög inn-
an- ASÍ. „Menn ætla ekki að sitja
og bíða endalaust eftir því að eitt-
hvað gerist í kjaraviðræðum og því
var þetta ákveðið," segir Örn. „Þótt
stjórn og trúnaðarmannaráði sé
heimilt að grípa til vinnustöðvunar
á eigin spýtur er það hefð hjá okkur
að bera slíkt fyrst undir félagsfund.
Því verður slikur fundur haldinn aft-
ur ef ákveðið verður að grípa til
þessarar aðgerðar."
Halldðr Björnsson varaformaður
Dagsbrúnar segir að menn séu orðn-
ir þreyttir á seinaganginum í viðræð-
unum og því hafi stjórn Dagsbrúnar
ákveðið að afla sér verkfallsheimid-
ar. Halldór sagði að ekki yrði gripið
til vinnustöðvunar án samráðs við
önnur félög innan ASÍ.
GOTT KORT ER BETRA
Hver er munurinn á FARKORTI VISA og öðrum sambærilegum kortum?
VISA Onnur
Hvaða korthafar njóta vildarkjara hjá bílaleigunni BUDGET í Luxemburg, Amsterdam og Kaupmannahöfn? X □
Hvaða korthafar eiga kost á þjónustubæklingi með ferðaleiðsögn um Mið-Evrópu og afslætti hjá sérvöldum gisti- og veitingahúsum? X □
Hvaða korthafar fá margháttuð afsláttarkjör á sólarströndum Portúgals, Spánar og Florida? X □
Hvaða korthafar fá „bestu kjör" á gistingu hjá hótelum innan SVG (Sambands veitinga- og gistihúsa)? X □
Hvaða korthafar fá litmynd af sér í kortið, óski þeir þess? X . □
Hvaða korthafar njóta ferðatafa- og farangurstafatryggingar? X □
Hvaða korthöfum er gert að greiða 175 kr. gjald, sé kortið notað erlendis? □ □
Hvaða korthöfum er gert að greiða dráttarvexti hálfan mánuð aftur fyrir eindaga ef greitt er of seint? c 1 □
Hvaða korthöfum er ekki skylt að greiða forfallagjald ferðaskrifstofa, nema þeir sjálfir kjósi? & 1' □
Hvaða korthafar fá 50% afslátt af forfallagjaldi, sem ekki er skyit að greiða? □ 1' □
FARKORT VISA
Frelsi til að ferðast - ódýrt og öruggt
V/SA
VISA ÍSLAND
Höfðabakka 9,112 Reykjavík, sími 671700