Morgunblaðið - 31.03.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Framkvæmdum við Ingólfstorg í Reykjavík skipt á tvö ár
Ferðamenn versla fyrir
100 millj. í miðborginni
FORSVARSMENN ferðamannaverslana í nágrenni Ingólfstorgs
hafa áhyggjur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á þeim tíma
ársins þegar milli 60 og 70% viðskiptanna fara fram. Samanlögð
ferðamannaverslun á svæðinu sé um 100 milljónir. Að tillögu
borgarverkfræðings hefur borgarráð samþykkt að skipta fram-
kvæmdum við Ingólfstorg á tvö ár, 1993 og 1994 til þess að raska
sem minnst umferð um og við torgið.
í erindi kaupmannanna til borg-
arráðs segir að reynslan sýni að
dregið hafi úr umsvifum um allt
að 20% hjá sumum fyrirtækjum í
nágrenni Aðalstrætis síðastliðið
sumar þegar framkvæmdir stóðu
þar yfir. Bent’er á að sumarið sé
bjargræðistími ferðamannaversl-
ana. Ef aðgangur að þeim verði
torveldaður hefði það mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér.
Fram kemur að áríðandi sé að
borgaryfirvöld sjái til þess að um-
ferð um svæðið leggist ekki af og
aðgengi fólks um svæðið og að
verslunum raskist sem minnst. Þá
segir: „Þetta er unnt að gera með
því að flýta framkvæmdum eins og
kostur er, t.d. með vaktavinnu og
kvöld- og helgarvinnu. Jafnframt
þarf að leggja stöðugar en færan-
legar göngubrýr með handriðum
um svæðið og hvetja ferðamenn
með öllum tiltækum ráðum til að
nota þær og láta framkvæmdimar
ekki hefta för.“ Koma mætti upp
götuskiltum á og við svæðið og
gefa út og dreifa blöðungum með
leiðbeiningum um greiðustu leiðir.
Tilgangur framkvæmdanna sé
að auka og auðga mannlíf í mið-
borginni og því verði að sjá til þess
að þær stuðli ekki að frekari flótta
verslana og þjónustu úr miðborg-
inni.
í tillögu Stefáns Hermannssonar
betfgarverkfræðings, er lagt til að
framkvæmdum við torgið sjálft
verði lokið að mestu á þessu sumri
en síðan taki við lagfæringar á
Aðalstræti á næsta ári og þann
hluta torgsins, þar sem Hafnar-
stræti er nú. Þá segir að, „Með
þessari tilhögun þarf ekki að breyta
leiðum SVR á þessu sumri og trufl-
un umferðar verður mun minni
heldur en ella hefði verið. Auk þess
hefði verið erfitt að ljúka við verkið
allt á þessu ári án aukaljárveit-
inga.“
Morgunblaðið/Kristinn
Unnið úr gögnum
ÚRSLIT í Lestrarkeppninni miklu verða kynnt í beinni útsendingu á
Rás 2 á föstudaginn kemur, og verður útsendingin eftir kl. 8.30 í
morgunútvarpinu. Nú þegar hafa borist umslög með þátttökueyðublöð-
um frá um 170 af um 200 skólum í landinu, og hefur Menntaskólinn
í Kópavogi tekið að sér úrvinnslu gagna. Á myndinni, sem tekin var
í tölvuveri MK í gærmorgun, sést Stefán Jón Hafstein, framkvæmda-
stjóri keppninnar, í miðið, ræða við þá Jóhann Pétursson og Garðar
Gíslason, kennara við skólann, en til hliðar við þá sjást nemendur
MK skrá upplýsingarnar inn á tölvur.
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00
V
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 31. MARS
YFIRLIT: Skammt suður af Reykjanesi er 974 mb minnkandi lægð sem
þokast norðvestur, en yfir Norður-Grænlandi er 1040 mb hæð. Yfir
Skotlandi er 985 mb lægð á norðurleið.
SPÁ: Það verður breytileg eða suðvestlæg átt á landinu, víða kaldi.
Slydda verður á á Vestfjörðum og dálitlar skúrir hinaað og þangað um
landið sunnanvert og einnig með norðurströndinni. Á Austurlandi verð-
ur úrkomulítið í nótt. Lítið eitt kólnar í veðri.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA;
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hægviðri og skýjað, en að mestu úrkomu-
laust. Hiti 2-3 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Vaxandi suðaustanátt. Sums
staðar allhvöss sunnan- og suðvestanlands, en hægari í öðrum lands-
hlutum. Suðaustan- og sunnanlands má búast við rigningu en að mestu
þurrt annars staðar. Hiti 3-9 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
o á ö o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.
r r / * r * * * * • * 10° Hitastig
/ r r r r * / r * r * * * * * V V V V Súld /
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El - Þoka '
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 igær)
Flestir aðalvegir eru ágætlega færir. Möðrudalsöræfi eru fær jeppum
og Fjarðarheiði er ófær.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 rigning Reykjavík 7 úrkoma i gr.
Bergen 5 skýjað
Helsinki 1 alskýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Narssarssuaq +10 skýjað
Nuuk +7 þoka
Osló 3 heiðskírt
Stokkhólmur 0 snjókoma
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 12 hálfskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Berlín 3 alskýjað
Chicago 3 iéttskýjað
Feneyjar 11 léttskýjað
Frankfurt 8 heiðskírt
Glasgow 11 skýjað
Hamborg 4 léttskýjað
London 14 skýjað
LosAngeles 13 léttskýjað
Lúxemborg 10 hálfskýjað
Madríd 17 heiðskírt
Malaga 18 léttskýjað
Mallorca 17 heiðskirt
Montreal 2 skýjað
NewYork 8 súld
Orlando 14 þokumóða
París 10 skýjað
Madeira 18 léttskýjað
Róm 14 heiðskírt
Vín 3 snjóél
Washington vantar
Winnipeg 0 skýjað
Málarekstur vegna kaupsamnings
Os-húseiningar
greiði 50 millj.
ÓSI-HÚSEININGUM hf. hefur verið gert að greiða þrotabúi Bygg-
ingarfélagsins Óss hf. rúmar 47,3 milljónir króna vegna kaup-
samnings frá því í nóvember 1989. Þá var Ósi-húseiningum gert
að greiða tæpar 5 milljónir í málskostnað.
Málavextir eru þeir, að í nóvember
1989 keyptu Ós-húseiningar hf.
steypu vericsmiðj u Byggingarverk-
smiðju Óss hf. í Garðabæ, ásamt
öllum tilheyrandi búnaði. Eigendur
voru flestir þeir sömu að hlutafélög-
unum tveimur.
Ekkert skuldabréf
Dómarinn taldi að með vísun til
ákvæðis í kaupsamningi .hefði kaup-
andanum, Ósi-húseiningum, borið að
gefa út skuldabréf _ til seljandans,
Byggingarfélagsins Óss hf., að fjár-
hæð rúmar 47,3 milljónir króna. Það
hafi hins vegar aldrei verið gert. í
fundarsamþykkt stjórnar Bygging-
arfélagsins Öss frá í apríl 1990 sagði
að fresta skyldi útgáfu og móttöku
skuldabréfa samkvæmt kaupsamn-
ingi við Ós-húseiningar, en dómarinn
taldi að líta bæri á samþykktina í
ljósi þess að stjórnendur beggja fyrir-
tækjanna voru flestir hinir sömu og
að auki nákomnir. Á hitt beri og að
líta að aldrei hafi verið gerð sam-
þykkt um að falla frá útgáfu skulda-
bréfsins. „Fjárhagsstaða Byggingar-
félagsins Óss hf. var þannig um það
leyti er viðskiptin áttu sér stað að
stjórnendum þess bar að gefa það
upp til gjaldþrotaskipta," segir í dóm-
inum. Þá segir að vegna vitneskju
forsvarsmanna stefnda um ógjald-
færni seljandans hafi það farið í
bága við gjaldþrotalög að greiða
umsamið kaupverð með skuldajöfn-
uði.
Helgi Tómasson
sýnir í New York
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaösins.
BALLETT San Francisco-borgar undir stjórn Helga Tómassonar sýndi
í gærkvöldi ballettinn Svanavatnið á sviði leikhúss New York-ríkis, þar
sem Helgi dansaði í fimmtán ár hjá New York ballettinum. Þetta er
fyrsta sýningin af sex, sem ballettinn flytur á tæpri viku í New York,
og var henni fylgt úr hlaði með lofsamlegri umfjöllun um Helga í sunnu-
dagsblaði The New York Times.
Helgi er höfund-
ur dansa í mörgum
atriða uppfærslu
sinnar á Svana-
vatninu, sem var
sýnd við misjafnar
viðtökur gagnrýn-
enda í San Franc-
isco. San Francisco
ballettinn mun
einnig sýna aðra balletta í New York,
bæði með dönsum eftir Helga og
aðra, þeirra á meðal George Balanc-
hine, sem árið 1948 stofnaði ballett
New York borgar, sem Hglgi dans-
aði með á sjnum tíma.
Aðrir stytta leikárið
í greininni, sem er skrifuð undir
fyrirsögninni „Hann flutti hjarta sitt
til San Francisco", er til þess tekið
að Helgi kemur með ballett sinn til
borgarinnar á sama tíma og dans-
flokkar í New York hafa þurft að
stytta leikárið, eða jafnvel fella niður
sýningar með öllu.
Dansflokkurinn í San Francisco
hefur ekki farið varhluta af þeim
fjárhagsörðugleikum, sem um þessar
mundir dynja á bandarískum ballett-
heimi. I greininni er ýjað að því að
þessa erfiðleika megi rekja til þeirrar
tilhneigingar að steypa alla dansara
í sama mót. Þar er hins vegar tekið
fram að Helgi leggi áherslu á ein-
staklingseðlið í dönsurum sínum,
aðeins þannig muni hann geta þrosk-
að dansara á heimsmælikvarða og
uppfyllt drauma sína um vegferð San
Francisco ballettsins.
„Hann hefur áhyggjur af því að í
dansi okkar daga sé allt eins,“ skrif-
ar greinarhöfundur, öfugt við fyrri
tíma: „Hann rifjar upp mikla lista-
menn af sinni eigin kynslóð, fólk á
borð við Suzanne Farrell, Nataliu
Makacovu, Peter Martins, Anthony
Dowell og,“ bætti hann brosandi við,
.jafnvel Ilelga Tómasson“.‘f