Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 7

Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993 7 Hópur fólks í Kjalarneshreppi vill sumarbílveg upp á Esju Fjallið verði aðeins gönguland - segir Náttúruverndarráð og telur bílaumferð spilla svæðinu Vegur upp á Esju ÁHUGI er fyrir að leggja veg upp á Esju frá Tíðaskarði á Kjalar- nesi um Blikdal. HOPUR fólks í Kjalarneshreppi hefur lýst áhuga á að leggja veg upp á lág Esju um Blikdal. Að sögn Jóns Péturs Líndal sveitar- stjóra, er hugmyndin sú að gefa öðrum en gangandi fólki kost á að komast á Esju. Erindið hefur verið sent til Náttúruverndar- ráðs og varð niðurstaðan sú að ráðið telur að Esju eigi að taka frá sem gönguland og útivistar- svæði sem ekki eigi að spilla með vélknúinni umferð. „Við viljum ræða þetta frekar við Náttúruverndarráð og höfum við farið fram á fund með þeim,“ sagði Jón Pétur. Leiðin sem um er að ræða liggur um land sem hrepp- urinn á og er hugmyndin að leggja einnar akreinar sumarveg og flytja fólk upp í áætlunarferðum. Sagði Jón Pétur að vegarstæðið væri ekki erfitt eftir því sem næst yrði komist og er áætlaður kostnaður um 500 þús. til milljón krónur mið- að við ódýrustu lausn en vegurinn verður kostaður af áhugafólki. „Þrátt fyrir undirtektir Náttúru- verndarráðs líst mönnum hér ágæt- lega á hugmyndina,“ sagði Jón Pétur. „Ég sé ekki endilega að það tengist náttúruvernd að eitthvað svæði sé eingöngu fyrir göngufólk og ekkert annað. Ég held að það séu ekki endilega náttúruspjöll þó svo að menn komist öðruvísi en gangandi um tiltekin svæði. Við viljum því kanna hvort hægt er að semja um útfærslu sem ráðið getur sætt sig við. Ef vel tekst til með veginn hef ég trú á að áhugi auk- ist fyrir náttúruvernd." Forstjóri Flugleiða um verðlækkun hlutabréfa í félaginu Eðlileg lækkun á gengi bréfanna SIGURÐUR Helgason forsljóri Flugleiða segir lækkun á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu síðastliðin tvö ár mjög mikla, en eðlilega í ljósi aðstæðna á fjármálamarkaði hérlendis og eðlis hlutabréfa- markaðar á Islandi. Sigurður sagði að lækkun á hlutabréfum í félaginu væri ekki sérstaklega mikil síðustu vikurnar. „Það tímabil sem tekið var fyrir í frétt Morgunblaðsins, þ.e. síðustu tvö ár, nær yfir þann tíma frá því markaðurinn var sem hæstur. Hlutabréfamarkaðurinn hefur al- mennt lækkað mjög mikið eins og Morgunblaðið hefur sýnt fram á, hvort sem það eru Flugleiðir eða önnur fyrirtæki sem hlut eiga að máli.“ 70% meðalhækkun „Hlutabréfamarkaðurinn á Is- landi virðist vera mjög ófullkom- inn. Það má kannski segja að gengi hlutabréfa í Flugleiðum hafi verið óeðlilega hátt fyrir tveimur árum þegar það náði hámarki. Gengið hafði hins vegar hækkað um að meðaltali 70% fimm árin á undan. Ef tekin hefðu verið saman síðastliðin fjögur eða fimm ár hefði útkoman líklega orðið ágæt meðal- hækkun á ári,“ sagði Sigurður. Engin áhrif á fyrirtækið Hann sagði að gengi hlutabréfa í Flugleiðum hefði verið mjög hátt á tímabili þegar mikil eftirspurn var eftir þeim vegna langtum hærri skattafsláttar og betra efna- hagsástands. Hann sagði að lækk- andi gengi hiutabréfa í félaginu Meginverkefni fulltrúans varða vísinda- og tæknisamvinnu og því eru gerðar kröfur um að viðkom- andi starfsmaður hafi trausta þekkingu á skipan rannsóknamála hefði engin áhrif í efnahags- eða rekstrarreikningi fyrirtækisins. „Hlutabréfamarkaðurinn hér er mjög ófullkominn og ekki sam- bærilegur við hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum eða á Norðurlönd- um. Það er hins vegar álitamál hvort lækkunin hafi áhrif á tiltrú hluthafa gagnvart fyrirtækinu, en þetta hefur engin sérstök áhrif á fyrirtækið." hér á landi. Ráðning í starfið verð- ur tímabundin í 1-3 ár, og er umsóknarfrestur um stöðuna til 20. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Auglýst eftir fulltrúa við sendiráðið í Brussel Menntamálaráðuneytið hefur auglýst lausa stöðu fulltrúa á vegum ráðuneytisins sem ráðgert er að ráða í við sendiráð Islands í Brussel. Hlutverk fulltrúans verður að sinna verkefnum sem varða Evrópusamstarf á sviði vísinda og tækni, menntunar, fjölm- iðlunar og æskulýðsmála og í öðrum málum sem tengjast stjórn- sýslusviði menntamálaráðuneytisins. fyrir hressa útivistarkrakka VANGO SVEFNPOKAR Nitestar 3 Kuldaþol -10°C, þyngd 2 kg verð 4.900 Nitestar 2 Kuldaþol -5°C, þyngd 1,7 kg Verð 3.900 VANGO BAKPOKAR s'herpa 55L verð 4.900 Sherpa 65L verð 6.250 VANGO KÚLUTJÖLD DD 300 þyngd 4,25 kg Verð 12.900 DD 200 þyngd 3,75 kg Verð 10.200 TVÖ THBOÐ Svefnpoki Nitestar 2 Bakpoki Sherpa 65 Fermingartilboð 3.900 6.250 Kr. 10.150 Kr. 8.950 Tjald DD 300 12.900 Svefnpoki Nitestar2 3.900 Kr. 16.800 Fermingartilboð Kr. 14.980 SPORTHÚS RHYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 44. S(MI 62 24 77 2 nætur a Flug og gisting. Flug og gisting. Möguleíki á lengri dvöl um páskana. Páska sraS£0B ^ ng. Möguleiki á lengri dvöl um páskana. * Verð á manninn m.v. 2 fullorðna I herbergi. Flugvallarskattar (ísland 1.250 kr., Danmörk 670 kr. og Holland 230 kr.) eru ekki innifaldir í verði. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) Flug og gisting. Möguleikl á lengri dvöl um páskana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.