Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
Að eta steinsteypu
eftir Johönnu
Sigurðardóttur
SI. sunnudag birtist grein eftir
Agnesi Bragadóttur, blaðamann
Morgunblaðsins, um húsbréfakerf-
ið. Greinin einkennist af miklu of-
forsi gegn aðgerðum mínum í hús-
næðismálum og eru skrifin með
þvílíkum dylgjum, rangfærslum og
órökstuddum fullyrðingum að með
ólíkindum er. Þessi grein dæmir sig
sjálf og því varla svara verð. Hins
vegar er það ijóst að sjónarmið
Agnesar eru oft túlkuð sem afstaða
Morgunblaðsins, með réttu eða
röngu. Þess vegna er nauðsynlegt
að fara yfir „steinsteypuna" í skrif-
um Agnesar.
Fullyrt er:
— að húsbréfakerfið sé hættulegt
fyrir þjóðarhag,
— að því er látið liggja að með
því að hrófla eitthvað við „húsbréfa-
spilaborginni“, eins og það er orð-
að, sé hægt að bjarga atvinnulífinu,
— að stór hluti fjármagns sem
ausið er í húsbréfakerfið fari beint
í einkaneyslu,
— að ráðið sé að stórlækka lán
til notaðra íbúða en ívilna nýbygg-
ingum,
— að þegar í stað sé hægt að
ná fram vaxtalækkun með því að
takmarka aðgang að kerfinu,
— að húsbréfakerfið sé „eyðslu-
hvetjandi neyslulánakerfi" sem
stærastan þátt eigi í skuldasöfnun
heimilanna,
— að þjóðin neyti húsbréfa og
„éti steinsteypu sína“, eins og það
er orðað, gegnum húsbréfakerfið,
— að sérstök greiðsluerfíðleika-
lán hafi verið sett í gang vegna
húsbréfakerfisins,
— að kostnaður við húsbréfakerf-
ið sé 44 milljarðar,
— að með eða án Jóhönnu er að
því látið liggja að húsbréfakerfinu
verði að kollvarpa.
Hér eru aðeins dregnar fram
örfáar af þeim fullyrðingum sem
settar eru fram. Skoðum þær nánar
hverja fyrir sig.
Að bera saman sykur og salt
í fyrsta iagi gerir Agnes Braga-
dóttir sig seka um að bera saman
ósambærilega hluti. Hún staðhæfir
að á þremur árum hafi útgáfa hús-
bréfa verið 33 milljarðar en til sam-
anburðar nemi skuld ríkissjóðs
vegna útgáfu spariskírteina í 30 ár.
55 milljörðum króna. Það vekur
furðu að blaðamaðurinn, sem tekur
að sér að skrifa þriggja síðna grein
um húsbréfakerfið, þekkir greini-
lega ekki grundvallargangverkið í
húsbréfakerfinu. Ríkið eða Hús-
næðisstofnun eru ekki að lána
neina peninga. Það eru seljendur
íbúða sem lána kaupendum hluta
kaupverðs íbúða í formi fasteigna-
veðbréfs sem seljendur geta skipt
fyrir húsbréf. Með öðrum orðum
ríkið hefur ekki lánað kaupend-
um íbúða eina einustu krónu af
þessum 33 milljörðum sem farið
hafa í húsbréf. Aftur á móti er
skuld ríkissjóðs vegna spariskír-
teina, beinar lántökur hjá ríkissjóði
sem skattgreiðendur framtíðarinn-
ar verða að bera.
Sama gildir um þann samanburð
þar sem blaðamaðurinn opinberar
enn þekkingarleysi sitt á húsbréfa-
kerfinu þegar hún ber saman þá
rúmlega 4 milljarða sem hafi farið
í að aðstoða Landsbankann en að
„kostnaður húsbréfakerfisins í þijú
ár sé 10 sinnum hærri“. Hér er
ekki um að ræða kostnað sem skatt-
greiðendur framtíðarinnar þurfa að
bera heldur er um að ræða við-
skipti seljenda og kaupenda þar sem
seljandinn lánar kaupandanum í
formi fasteignaveðbréfs, sem skipt
er fyrir húsbréf með ríkisábyrgð.
OECD hefur einmitt gert athuga-
semdir við það hvernig húsnæðis-
kerfið er metið í ríkissjóðslántökum.
En hér á landi er ekki gerður neinn
greinarmunur á lántökum sem
skattgreiðendur framtíðarinnar
bera ábyrgð á annars vegar og hins
vegar ábyrgðar sem ríkissjóður
gengst fyrir vegna húsbréfa sem
veð fasteigna standa undir og selj-
endur þeirra greiða. Væru þær sam-
bærilegar sem viðmiðun við lántök-
ur, eins og þær eru skilgreindar í
öðrum OECD-ríkjum, væru iántök-
ur ríkisins helmingi lægri en skuld-
setning annarra OECD-ríkja.
Máttur húsbréfakerfisins!
— dauðateygjur atvinnulífsins
Fáfræði Agnesar Bragadóttur
um húsbréfakerfið kemur einnig
fram í því að hún lítur algjörlega
framhjá því í sinni umfjöllun að til-
gangur húsbréfakerfisins var m.a.
að lántökur heimilanna vegna hús-
næðiskaupa yrðu sem mest settar
í einn farveg. Áður var hluti íbúðar-
kaupanna fjármagnaður með dýr-
um skammtímalánum í bönkum
sem leitt hafa til greiðsluerfiðieika
og gjaldþrota margra heimila í land-
inu. Talið er að eðlileg fastejgnavið-
skipti á ári hveiju með nýbygging-
um sé um 4-5 þúsund. Um 10-12
milljarðar fara árlega úr húsbréfa-
kerfinu vegna þessara viðskipta.
Ef minna væri lánað í gegnum
húsbréfakerfið leitaði íjármagns-
þörf íbúðarkaupenda út annars
staðar, þ.e.a.s. í bankakerfinu eða
hjá iífeyrissjóðum. Með öðrum orð-
um; lánsijárþörf heimilanna vegna
íbúðakaupa eða íbúðaskipta yrði
sú sama nema skuldabyrði heimil-
anna yrði meiri vegna dýrra
skammtímalána í bankakerfinu. í
því sambandi má nefna að ný
skammtímalán vegna íbúðakaupa
drógust saman frá 1989 úr 4,3
milljörðum í 800 milljónir milli ára
1991 og 1992, með tilkomu hús-
bréfakerfisins.
Ennfremur má minna Agnesi
Bragdóttur á það, af því að hún
telur að húsbréfakerfið valdi dauða-
teygjum atvinnulífsins, að áður en
húsbréfakerfið kom til fóru 55% af
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna inn í
húsnæðiskerfið og voru bundin þar.
Nú fara 25-26% af ráðstöfunarfé
iífeyrissjóðanna tii húsnæðiskerfis-
ins vegna félagslegra íbúða. Með
öðrum orðum; lífeyrissjóðirnir geta
i meira mæli ráðstafað sínu íjár-
magni í samkeppni við annað fjár-
magn á lánamarkaðnum m.a. til
atvinnulífsins sem hlýtur að hafa
áhrif til lækkunar vaxta í landinu.
Skuldir heimilanna og
húsbréfin
Agnes gerir mikið úr þeim 33
milljörðum sem gefnir hafa verið
út í húsbréfakerfinu á árunum
1990-1992, og fuliyrðir að hús-
bréfakerfið hafi átt alvarlegasta og
stærsta þáttinn í skuldaaukningu
heimilanna á undanförnum árum.
Áætlað er að skuldir heimilanna séu
um 240 miiljarðar króna. þar af er
um helmingur, eða um 127 milljarð-
ar, vegna húsnæðislána frá upp-
hafi. Afþessum 127 milljörðum eru
aðeins 33 milljarðar vegna útgáfu
húsbréfa. Eðli málsins samkvæmt
vega skuldir vegna íbúðakaupa
þungt í skuldastöðu heimilanna.
En hver er meginskýringin á
aukningu á skuldastöðu heimilanna.
Eg tel að á undanförnum áratug
hafi meira fijálsræði í viðskiptum
opnað fyrir ýmsa lánamöguleika
sem ekki voru fyrir hendi áður. Það
er tiltölulega auðvelt að fá skamm-
tímalán í bankakerfinu sem ekki
var áður. Kröfur til iántakenda í
bankakerfinu eru ekki aðrar en að
veð eða sjálfskuldarábyrgðarmaður
standi á bak við lán. Ekki er spurt
um greiðslugetu eins og er í hús-
bréfakerfinu. Fólk getur farið á
milli bankastofnana á sama degi
og fengið lán nánast eftir þörfum
í lánastofnunum. Bankar bjóða upp
á ýmis sparnaðarform sem síðan
veita heimild til lántöku. í sumum
tilfellum stofnast slíkur réttur eftir
aðeins nokkurra mánaða sparnað,
allt að einni milljón án þess einu
sinni að þurfa að leita til bankastjór-
ans. Verslanir bjóða upp á rað-
greiðslur ýmiss konar. Bílaumboð
bjóða jafnvel upp á vaxtalaus lán
og iðulega er boðið upp á sólar-
landaferðir með lítilli útborgun og
stærsti hlutinn lánaður. Þá eru enn
ónefnd áhrif greiðslukorta, en hvað
skyldu þau hafa aukið skuldir heim-
ilanna um háar ijárhæðir? Þegar
allt þetta er skoðað blasir við hversu
fráleitt er að skella skuldinni á
húsbréfakerfið þegar leitað er skýr-
inga á skuldaaukningu heimilanna.
Ekki hvarflar þó að Agnesi að
leggja til að herða skilyrði eða hefta
aðgang að þessum neyslulánum.
Böl þjóðarinnar er húsbréfakerfið —
hvað sem hver segir.
Hvítt skal vera svart
Áður en Agnes skrifar næst um
húsnæðismál væri fróðlegt fyrir
hana að bera saman lántökur vegna
’86-kerfisins annars vegar og hús-
bréfakerfið hins vegar. Skuldir
Byggingarsjóðs ríkisins voru í árs-
byijun ’87 (’86-kerfið var sett á
laggirnar í september ’86) 36,2
milljarðar á núgildandi verðlagi.
Þegar húsbréfakerfið tekur við í
ársbyijun ’90 eru skuldirnar orðnar
58,7 milljarðar á verðlagi dagsins
í dag. Með öðrum orðum; skulda-
aukningin hjá Byggingarsjóði ríkis-
ins vegna ’86-kerfisins eru 22,5
milljarðar. Þessir 22,5 milljarðar
fóru beint út á lánamarkaðinn og
höfðu þar með áhrif á vaxtastigið.
Til samanburðar hefur útgáfa hús-
bréfa á þremur árum frá ’90 til ’92
verið 33 milljarðar. 52% af þessum
33 milljörðum eru innri fjármögnun
samkvæmt athugun sem gerð var
eftir 2ja ára reynslu af húsbréfa-
kerfinu. Þannig að innan við helm-
ingur gekk beint upp í íbúðavið-
skipti og hafði ekki áhrif á markað-
inn. Einungis 17 milljarðar fóru því
út á markaðinn á þessum þremur
árum til samanburðar við 22,5 millj-
arða á þriggja ára tíma ’86-kerfis-
ins.
Ráð verða óráð
Agnes heldur því fram að með
því að lækka lánin til íbúðakaupa
gegnum -húsbréfakerfið sé þegar í
stað hægt að ná fram vaxtalækk-
un. Þetta er rangt. Slíkar breyting-
ar myndu einungis leiða til aukning-
ar á skuldastöðu heimilanna. í
framhaldi af lækkun lána húsbréfa-
kerfisins myndi eftirspurnin leita
yfir í annan farveg. Annað tveggja
myndi gerast: biðröð eftir húsbréfa-
lánum eða möguleikar íbúðarkaup-
enda minnka, einkum þeirra með
lágar eða meðaltekjur. Fasteigna-
markaðurinn myndi verða sveiflu-
kenndur. Verð lítilla og miðlungs-
stórra eigna myndi hækka en verð
dýrari eigna lækka verulega og þær
yrðu þar af ieiðandi illseljanlegar.
Hveijir skyldu það vera sem helst
eru að selja dýrari eignirnar? Það
er eldra fólkið. Þessi aðgerð myndi
því bitna mjög á því og jafnvel
gera því ókleift að selja sínar íbúð-
ir til að komast í þjónustuíbúðir.
í greininni lítur Ágnes algörlega
framhjá því að fólk hættir ekki
íbúðaviðskiptum þó skrúfað sé fyrir
aðgang að húsbréfakerfinu. Það
mun einungis leita annað eftir
nauðsynlegu íjármagni. Við getum
tekið dæmi. Þegar hámarkslán í
húsbréfakerfinu voru lækkuð úr 9
milljónum í 5 milljónir kom það
fram í verulegri útlánaaukningu líf-
eyrissjóðanna, þ.e.a.s. aukningu á
lánum til sjóðsfélaga. Þannig jukust
lán Lífeyrissjóðs verslunarmanna til
sjóðfélaga um 40% á síðasta ári.
Ekki eru aðrar nærtækari skýringar
en að lækkun á hámarksláni í hús-
bréfakerfinu hafi leitt til þessarar
útlánaaukningar hjá lífeyrissjóðun-
um. Frekari skerðing á húsbréfa-
kerfinu mun með sama hætti koma
fram sem aukning á eftirspurn eft-
ir lánum bæði í bönkum og hjá líf-
eyrissjóðum og því ekki skila sér í
lækkun vaxta.
Að skamma Albaníu
Rétt er að legja áherslu á hversu
húsbréfin eru takmarkaður hluti
íjármagnsmarkaðarins. Áður hefur
komið fram að á þremur árum hafi
17 milljarðar af 33 milljarða útgáfu
leitað út á markaðinn. Til saman-
burðar má nefna að sala skulda-
bréfa hjá 3 stærstu verðbréfafyrir-
tækjunum á síðasta ári var um 80
milljarðar. Annað dæmi mætti einn-
ig taka. Velta skammtímabréfa var
á sl. ári líklega nálægt 140 milljörð-
um króna. Vega þar ríkisvíxlar
þyngst. Með öðrum orðum; vægi
húsbréfa í íjármagnsmarkaði er
aðeins brot af veltunni á verðbréfa-
markaðnum.
Seðlabankinn hefur gefið í skyn
Sjúkrasjóðir verða
að vera sterkir
eftir Magnús L.
Sveinsson
Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna
eru stofnaðir til að styðja þá félags-
menn sem sjúkir eru og aldnir og
þurfa á sérstakri umönnun að halda.
Þegar kreppir að og dregið er úr
opinberri heilbrigðisþjónustu eins og
nú hefur verið gert, er enn meiri
þörf fyrir sterka sjúkrasjóði en áð-
ur. Það er því meiri ástæða tii að
þakka en að lasta, ef þannig hefur
verið haldið á stjórn sjúkrasjóða, að
þeir eru í stakk búnir að styðja við
bakið á þeim sem mestrar hjálpar
eru þurfi í minnkandi heilbrigðis-
þjónustu.
Tilgangur sjúkrasjóðanna
Nokkur umræða hefur að undan-
förnu verið um sjúkrasjóði stéttarfé-
laga og í Morgunblaðinu 23. mars
sl. er VR sérstaklega getið á útsíðu
blaðsins þar sem talað er um mikla
sjóðamyndun VR. Ekki er þar minnst
einu orði á tilgang sjóðanna og starf-
semi.
Sjúkrasjóðirnir eiga og verða að
vera sterkir til að standa undir þeim
skuldbindingum, sem þeim er ætlað.
Sjúkrasjóður VR tók til starfa skv.
lögum nr. 19, 1. maí 1979. Sam-
kvæmt reglugerð fyrir sjúkrasjóð
VR er verkefni sjóðsins að veita fé-
lagsmönnum VR fjárhagsaðstoð í
veikinda-, slysa- og dánartilvikum,
svo og í elli- og örorkutilvikum.
Verkefni sjóðsins er ennfremur að
vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum,
er snerta öryggi og heilsufar félags-
manna.
Tryggingaverndin fer vaxandi
Starfsemi sjóðsins fór hægt af
stað enda óvissa í fyrstu um hvað
eftirspurnin eftir bótum yrði mikil í
svo stóru féiagi sem VR er, með
yfir 16 þúsund manns á félagaskrá
sem er rúmlega 10% allra íbúa á
höfuðborgarsvæðinu. í fyrstu miðuð-
ust greiðslur sjóðsins aðallega við
að greiða dánarbætur og sjúkradag-
peninga eftir að greiðslum vinnuveit-
enda lauk, þ.e.a.s. til þeirra, sem
bjuggu við langvarandi veikindi. Með
árunum hefur VR verið að auka
tryggingavernd félagsmanna sinna
jaínt og þétt með ýmsum hætti.
Árið 1988 leitaði VR tilboða hjá
tryggingafélögunum í hóptrygging-
ar fyrir félagsmenn sína. Samið var
við lægstbjóðanda, Brunabótafélag
íslands og BÍ Líftryggingu (nú VÍS).
Tryggingaverndin náði til fjögurra
tryggingaþátta; hóplíftrygging, frí-
tímaslysatrygging, sjúkradagpenin-
gatrygging og slysatrygging barna.
Með þessum samningi efldi VR veru-
lega tryggingavernd félagsmanna
sinna og hafa greiðslur til félags-
nianna vegna þessara trygginga-
þátta aukist um nærri 300% á sl. 5
árum.
Akvarðanir byggjast á reynslu
Allmikil reypsla hefur fengist á
þéssum árum en samningurinn við
VÍS rennur út um næstu áramót,
og er þá stefnt að því að auka enn
verulega tryggingavernd félags-
manna á grundvelli þeirrar reynslu
sem fengist hefur. Nauðsynlegt er
að menn geri sér grein fyrir því, að
í svona málum verða menn að byggja
ákvarðanir sínar á sem méstri
reynslu og horfa verður á tryggingar
út frá langtímasjónarmiðum. Oft
tekur mörg ár að meta endanlega
örorku manna og nauðsynlegt er því
að sjúkrasjóðir séu undir það búnir
að standa undir háum bótagreiðslum
þegar endanlegt mat liggur fyrir og
það gera menn ekki nema að hafa
búið í haginn. Stórslys geta átt sér
stað. Ekki þarf annað en að einni
rútu fullri af fólki hlekkist á eða flug-
slys verði, til þess að bótagreiðslur
færu í miklar upphæðir. Við þessu
verða menn að vera búnir þó allir
voni að ekki komi til slíks. Við von-
um öll að aldrei kvikni í hjá okkur
en greiðum þó brunatrygginguna
með ánægju.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Sjúkrasjóður VR hefur lagt
áherslu á að vinna að fyrirbyggjandi
aðgerðum og telur að þeim fjárveit-
ingum sé vel varið. í því sambandi
hefur VR t.d. ásamt öðrum verka-
lýðsfélögum átt gott samstarf með
einstökum fyrirtækjum um upp-
byggingu og rekstur forvarna- og
endurhæfingarstöðvarinnar Máttar,
sem þúsundir manna sækja til að
viðhalda heilsu sinni og draga með
því úr tíðni veikindadaga, og spara
fyrirtækjum og þjóðfélaginu öllu
ómælda peninga. Þá hefur sjúkra-
sjóðurinn styrkt SÁÁ, Krabbameins-
félagið, Öryrkjabandalagið, Gigtar-
félagið, samtök fatlaðra og fleiri slík
samtök, sem vinna ómetanleg for-
varnar- og hjálparstörf.
Um síðustu áramót var samþykkt
að sjúkrasjóðurinn tæki þátt í kostn-
aði við krabbameinsleit hjá Leitar-
stöð Krabbameinsfélagsins fyrir
konur í VR. Einnig var ákveðið að
styrkja frá sama tíma félagsmenn
VR sem eru í endurhæfingu í Hjarta-