Morgunblaðið - 31.03.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1993
100 ára
Þórður Kristleifsson
memitaskólakemiari
Fyrir rösklega fjörutíu árum var
hafist handa um að koma á fót
menntaskóianámi á Laugarvatni.
Sú fróðlega saga verður ekki rakin
hér — nema hvað fyrstu stúdent-
arnir frá fullgildum menntaskóla á
því skólasetri voru útskrifaðir vorið
1954, undirritaður var í þeirra
hópi.
Margir ágætir menn komu við
til liðs við þessa skólastofnun. Og
einn þeirra sem hvað drýgst áhrif
höfðu á skólabrag allan og afstöðu
okkar nemenda til þess sem við
störfuðum er tíræður í dag: Þórður
Kristleifsson, áður kennari við
Héraðsskólann og landskunnur
fyrir framlag sitt til söngmenning-
ar landsmanna. Hann var þýsku-
kennari okkar menntskælinga.
Fljótt á litið gat svo virst sem
Þórður ætti við ramman reip að
draga. Hann kenndi okkur tungu
sigraðrar þjóðar skömmu eftir
heimsstríð þegar margir héldu að
Þjóðveijar væru dottnir út úr
mannkynssögunni fyrir fullt og
allt. En með þeim brennandi áhuga
sem helgar hvert starf gat hann
einhvern veginn fengið okkur til
að samþykkja það, að þýsk tunga
væri eitt helsta hryggjarstykkið í
menningunni. Gert það að gildum
þætti í okkar metnaði að ná tökum
á þessu máli. Og við lærðum okkar
málfræði og endursagnir utanað
og veltum af stakri samviskusemi
vöngum yfir réttum og smekkleg-
um þýðingum og sátum furðu
margir uppi með dijúga kunnáttu,
sem geymd er einhvers staðar í
hugarskoti og er þar til taks þegar
á þarf að halda.
Þetta var því að þakka að Þórð-
ur Kristleifsson er einn þeirra fá-
gætu manna sem hafa gert sér
kennslu að list. Við vorum ekki
bekkur heldur hljómsveit og hann
hljómsveitarstjórinn. Þetta hljómar
ef til vill eins og rómantískar ýkjur
en svona var þetta. Og þegar hann
var búinn að stilla saman allar fiðl-
ur og liðka alla fingur, gat vinnan
farið að bera þann ávöxt sem til
var stofnað. Eða eins og hann
komst að orði um kennara og nem-
endur hans í viðtali fyrir tveim
árum: Þá getur bóndinn sofið með-
an grasið vex.
Þegar einn okkar lagðist í
skrópasótt og þóttist vilja vinna
upp eitthvað sem hann hafði van-
rækt, reisti Þórður hann skjótt á
fætur með því að ganga að fleti
hans og segja með strangri vin-
semd:
„Menntagyðjan, væni minn, hún
þolir ekkert daður.“
Sem er náttúrlega alveg rétt.
Menn mega síst við því að daðra
með hálfum huga við það sem
þeir eru að fást við. Fordæmi Þórð-
ar og leiðsögn gátu um leið orðið
okkur að öðrum sannindum; þeim
sem hefur gjört einu verki góð
skil veitist miklu auðveldara að
vinna vel önnur verk sem hans
bíða.
Þessar Iínur eru lítill þakklætis-
vottur til Þórðar Kristleifssonar frá
gömlum nemanda fyrir margar
góðar stundir og gagnlegar; hann
kenndi okkur í reynd svo margt í
viðbót við þá námsgrein sem hann
tók ábyrgð á.
Arni Bergmann.
í minningabók minni, frá skóla-
árunum 1937-1939 í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni, stendur skrif-
að: „Þórður Kristleifsson, f. 31.
mars 1893.“ Já, það er hann, kenn-
arinn okkar í söng- og sönglistar-
sögu, íslensku og þýsku. í dag, 31.
mars, er hann 100 ára. Hann dvelst
nú á Droplaugarstöðum við Snorra-
braut í Reykjavík. Undanfarin ár
hefí ég nokkrum sinnum heimsótt
hann, og ævinlega hitt hann hress-
an og minnisgóðan. Hugurinn
hvarflar að Laugarvatni um þetta
leyti ársins 1939, í lok skólaársins,
kvöddumst við, nemendur og kenn-
arar, á hlaðinu fyrir framan Hér-
aðsskólann.
Síðan eru liðin 54 ár, og mikið
vatn runnið til sjávar. Samskipti
nemenda og kennara hafa ekki
verið mikil síðan. Hópurinn hefir
dreifst vítt og breitt um lands-
byggðina til ýmissa starfa og aðrir
hafa horfið af sjónarsviðinu. Skarð
hefir komið í kennaraliðið, en einn
af þeim sem eftir lifa er Þórður
Kristleifsson. Það er ekki ætlun
mín að rekja æviferil þessa mæta
manns, það gera sjálfsagt aðrir
mér fróðari, en mér finnst, að á
þessum tímamótum á ævi hans
megi ég til með að rifja upp nokk-
ur minnisverð atriði frá kynnum
mínum af þessum sérstæða per-
sónuleika.
Haustið 1937, að kveldi dags,
kom ég fyrst að Laugarvatni,
skólaárið að hefjast. Veðrið var
stillt, skógarilminn lagði að vitum
manns og Laugarvatnið var spegil-
slétt, og gufan frá hvernum við
vatnið steig hátt í loft upp. Skóla-
byggingin öll var uppljómuð í
kvöldrökkrinu og líktist helst dýr-
indishöll. Inni í skólanum gengu
nemendur um ganga, og barst klið-
ur af tali þerira út á hlaðið, og
sumir komu út til að vita um bög-
glasendingar, sem vanalega komu
með áætlunarbifreiðinni.
Fyrstu nóttina svaf ég lítið vegna
viðbrigðanna að koma frá Reykja-
vík og í friðsemdina í Laugardaln-
um.
Nú byijuðu námstímamir, og ég
man að eftir fyrsta tímann kom til
mín á skólagangi Þórður Kristleifs-
son kennari í söngfræðum, íslensku
og þýsku. Hann bauð mig velkom-
inn í skólann og kvaðst þurfa að
raddprófa mig eins og aðra nem-
endur skólans, og óskaði eftir að
ég kæmi í íbúð hans, á ákveðnum
tíma. Þetta var spengilegur maður,
hnarreistur, göngulagið ákveðið og
með hraðara móti, hárið fagurlega
liðað, svipurinn einbeittur og augun
leiftrandi. Til íbúðar Þórðar fór ég
svo á tilsettum tíma og bauð hann
mér að ganga inn og standa við
oregl hans og reyna að syngja lag,
samtímis því, sem hann léki það á
hljóðfærið. Að því loknu úrskurðaði
hann mig í 2. bassarödd, um leið
og hann sagði að ég skyldi mæta
í söngtíma og sönglistarsögu hjá
sér, samkvæmt stundarskrá, og
lagði áherslu á góða mætingu. I
fyrsta söngtímanum var fræðst um
hvernig tónlistin hefði þróast í
gegnum tíðina og hljóðfærin, allt
frá frumstæðum tóngjöfum og til
nútíma hljóðfæra. Síðari hluti
tímans fór í að æfa raddirnar hveij-
ar fyrir sig og síðan að syngja sam-
an, bæði stúlkurnar og piltarnir.
Þórður stillti kórnum upp og lagði
áherslu á hvernig beita ætti rödd-
inni, því röddin væri sérstakt hljóð-
færi, og jafnvel besta hljóðfærið,
væru raddirnar rétt stilltar og rétt
sungið. Nú var kórinn kominn í
réttar stellingar að áliti Þórðar, og
gekk hann að orgelinu og gaf tón-
inn, hverri rödd fyrir sig, og síðan
gekk hann fram að kórnum og virti
vel fyrir sér, og þá var eins og
augu hans sæju inn í hugskot hvers
og eins, og augu hans voru vökul
og leiftrandi, svipurinn alvarlegur
og ákveðinn, þetta var eins og þeg-
ar tónlistarmaður byijar að leika
tónverk! Alltn' einu lyfti hann hönd-
um til merkis um að allir skyldu
viðbúnir að byija að syngja. Lagið
gekk nokkuð vel í byijun, en Þórð-
ur stöðvaði sönginn og það var
auðfundið að honum líkaði ekki vel
og sagði: „Svona syngjum við ekki
lagið — tónskáldið samdi það ekki
svona! Við skuluin byija aftur!“ Og
nú gekk þetta betur, en þegar kom-
ið var langt í laginu stöðvaði söng-
stjórinn aftur og var hörkulegri en
áður, en þó gaf hann jafnframt
vinsamlegar leiðbeiningar um beit-
ingu raddarinnar, og að öndunin
væri rétt. Síðan var reynt á ný, og
nú gekk allt miklu betur og lagið
sungið til enda. Nú mátti sjá að
Þórður var hrærður og sagði: „Já,
þakka ykkur fyrir! Þetta var allt
miklu betra! Svona á að syngja
þetta lag.“ Þarna dáðumst við að
því hvað maðurinn hafði mikla
þekkingu á söng og annarri tónlist
og bárum virðingu fyrir vandvirkni
hans. Allt skyldi gera sem réttast
og best. Hann var frábitinn allri
lognmollu og lágkúru í tónlist og
fræddi okkur um þekktustu snill-
ingana á sviði tónlistarinnar, tón-
skáld, tónlistarstjóra, hljóðfæra-
leikara og söngvara, og hann
kenndi þetta þannig að ekki varð
komist hjá að taka eftir því sem
hann var að segja, enda lagði hann
mikið upp úr því að nemendur
tækju vel eftir. í einum tímanum
sagði hann: „Kæru nemendur, þið
eruð hér í skólanum til að læra og
foreldrar ykkar ætlast til þess að
þið lærið, — og ég er hér til að
reyna að kenna ykkur, og ég krefst
þess að þið mætið vel í tímana, og
stundvíslega!“ Þetta voru sterk orð,
en mælt af velvilja og sannfæringu
og þau virkuðu. Vandvirkni hans
var frábær á öllum sviðum hvort
sem það var söngkennsla, tónlistar-
fræðsla, málið okkar eða þýskan.
Öll framganga mannsins bar vitni
um mikla þekkingu á þeim málum,
sem hann kenndi, og auðsjáanlega
agaður vel í þeim öllum, allt varð
að vera rétt gert og undansláttur
aldrei leyfður.
Þórður hafði búið erlendis, eink-
um í Þýskalandi og Ítalíu, og orðið
fyrir sterkum áhrifum í sambandi
við tónlist. Hann dáðist að tón-
listarstjórnandanum heimsþekkta á
Ítalíu, Arturo Toscanini, og ræddi
oft um hans yfirburðaþekkingu á
tónlist og hvérnig hann lærði og
kunni heilu tónverkin utan að! Lýs-
ing Þórðar var slík að við hrifumst
með honum, og mátti sjá að hann
viknaði og varð að hemja tilfinning-
ar sínar. Hann ræddi um söngvar-
ann Enrico Caruso, Tito Schipa,
Benjamini Gigli, söngkonuna Ame-
hte Galli, Gurci og fleiri heims-
þekkta listamenn á sviði tónlistar.
Hann ræddi um Rossini, ítalska
tónskáldið, og dáði hann mjög og
flutti reyndar síðar erindi um hann
í Ríkisútvarpið, fróðlegt að vanda.
Um tóngjöfina, þá mestu, fræddi
hann okkur og þar í fremstu röð
voru þeir Ludvig van Beethoven,
sem samdi Missa Solemnis, Sinfó-
níurnar níu og þá 9. sérstaklega.
Konserta hans og strengjakvart-
etta, píanósónötur, sellósónötur og
fleiri tónverk. Wolfgang Amadeus
Mozart og óperur hans, t.d. Töfra-
flautan, Brúðkaup Fígarós og hina
fögru píanókonserta auk annarra
tónverka. Þá kom Franz Schubert
og tónverk hans, Vetrarferðin, þar
sem Þórður þýddi textann úr þýsku,
eftir þýska ljóðskáldið Wilhelm
Muller. Þá kom. J. Sebastan Bach
og ýmis kirkjuleg tónverk eftir
hann, eins og H-moll-messan, eitt
æðsta meistaraverk tónlistarsög-
unnar, Krómantíska fantasían og
Brandenborgar-konsertarnir sex.
Lög eftir ýmis tónskáld æfði Þórð-
ur með kómum og reyndar einnig
eftir áðumefnd tónskáld, og vakti
það óskipta ánægju nemenda, eink-
um þegar röðin var þessi, að fræð-
ast um tónskáldin, læra lögin þeirra
og texta við þau og síðan syngja,
þá var þetta sérstök upplifun!
Þórður hefir látið svo um mælt,
að söngkórinn, hvetju sinni, hafi
eiginlega verið hans uppáhalds
hljóðfæri, því að þegar gesti bar
að garði, frá íjarlægum stöðum,
hvort sem það voru eldri nemendur
eða aðrir gestir, þá fannst honum
ánægjuauki að geta boðið upp á
söng nemenda sinna og glatt gest-
ina, og ekki var erfitt fyrir hann
að hóa sama kórfélögunum. Oft
kom það fyrir í söngtímum hjá
Þórði, þegar hann var að útskýra
ýmis tónverk meistaranna og dást
að snilli þeirra, að hann viknaði,
og glitrandi dropar komu um augn-
hvarmana. Þá lifði hann sig svo inn
í verkin að sjáanlegt var að hann
hrærðist og átti varla orð til að
lýsa töfrandi tónlist, því að þar sem
mátt orðanna þrýtur, þar tekur
tónlistin við.
Þórður ritaði æviminningar
nokkurra tónsnillinga og þær komu
út í bókinni „Tónsnillingaþættir"
fyrir mörgum árum, en sú bók mun
ófáanleg í bókabúðum. Einnig
komu út eftir hann tónlistarritin
„Ljóð og lög handa samkórum" sem
gerðu söngkennurum auðveldara
að koma lögum á framfæri og að
glæða almennan söngáhuga í land-
inu, og þar á Þórður stóran þátt.
Hafi hann hugheilar þakkir fyrir
það framtak.
Hugurinn hvarflar til yndis-
stundanna í Héraðsskólanum að
Laugarvatni fyrir rúmlega hálfri
öld, eða síðustu áranna fyrir síðari
heimsstyijöldina. Margs er að
minnast. Þar áttum við nemendurn-
ir margar lærdómsstundir og
ánægju í leik og störfum, undir
öruggri leiðsögn okkar ágæta
kennara, og vona ég og fullyrði að
á engan þeirra sé hallað þótt ég
segi að þar bar hæst Þórð Krist-
leifsson. Hann mun verða eftir-
minnilegastur og ógleymanlegur,
bæði sem kennari og persónan
sjálf. A þessu hundraðasta aldurs-
ári hans skulu honum færðar hjart-
anlegar þakkir fyrir allt, sem hann
fræddi okkur nemendurna um —
um allt það fagra og töfrandi úr
tónaheiminum!
Megi unaðstónar ástsælu tón-
skáldanna óma honum í huga og
hjarta á yndislegu ævikvöldi hans.
Halldór Ágúst Gunnarsson.
Tíræður er í dag Þórður Krist-
leifsson, Droplaugarstöðum í
Reykjavík, fyrrum söngstjóri og
menntaskólakennari á Laugarvatni
og í Reykjavík, heiðursfélagi í Fé-
lagi þýskukennara á íslandi. Ekki
er mörgum gefínn slíkur aldur, enn
færri heilsa með aldri. En Þórður
er lítið farinn að láta á sjá, og þó
aðeins til líkamans og það lítillega.
Andinn er vakinn sem jafnan fyrr;
fágæt gæfa er það og sjaldsénir
yfirburðir.
Þórður Kristleifsson fæddist á
Uppsölum í Hálsasveit í Borgarfirði
hinn 31. mars 1893. Hann er reynd-
ar oft kenndur við Stóra-Kropp í
Reykholtsdal, en þar bjuggu for-
eldrar hans, Kristleifur Þorsteins-
son (1861-1952), bóndi og fræði-
maður, af Húsafellsætt, og Andrína
Guðrún Einarsdóttir (1859-1899)
frá Urriðafossi í Villingaholtshreppi
í Ámessýslu. Að Þórði standa því
traustar ættir Borgfirðinga og Flóa-
manna.
Tvítugur hóf Þórður að bijótast
til náms umfram það sem almennt
var. Þá biðu ekki námsbrautirnar,
tylftum saman, en bijóta máttu
menn sér leið, sumir, ef þeir kenndu
þorstans til mennta. Tvo vetur var
hann í akademíu sr. Ólafs Ólafsson-
ar í Hjarðarholti. Nokkrum árum
síðar, kominn hátt á þrítugsaldur,
brýst hann til Reykjavíkur, þar sem
hann leggur stund á tungumála-
og tónlistarnám í einn vetur. En
nú halda honum engin bönd, hann
heldur utan og er 1920-1927 við
tónlistarnám, aðallega söngnám, í
Kaupmannahöfn, Dresden, Mílanó
og Berlín. Heim kominn kennir
hann fyrstu 3 árin við ýmsa skóla
í Reykjavík, bæði söng og tungu-
mál, en 1930 er hann ráðinn að
Laugarvatni, þar sem hann kenndi
við almenna virðingu og aðdáun,
fyrst við Héraðsskólann og síðan
við Menntaskólann, það sem eftir
var hins leyfða embættisferils, eða
til vors 1963. Við menntaskólann,
þar sem ég kynntist honum, nem-
andi hans, var hann þýskukennari
skólans, lengst af einn, en stjórnaði
jafnframt skólakórnum.
Auk þessara kennslustarfa
gegndi Þórður ýmsum tímabundn-
um trúnaðarstörfum á vegum söng-
málayfirvalda, hélt söngnámskeið,
útsetti fjölda sönglaga og þýddi
söngtexta eða frumsamdi og er
miklu meira en rakið verði hér, allt
í því skyni að fólk ætti nóg til að
syngja. Alkunnugt er sönglagasafn
hans „Ljóð og lög“, sem út kom í
7 bindum 1939-1949 (3. útg.
1980). Og margt fleira gaf Þórður
reyndar út á þessu sviði.
Eftir að Þórður lét af embætti
samkvæmt opinberum reglum,.sem
byggja á aldri í árum töldum, flutt-
ist hann í höfuðstaðinn, þar sem
hann kenndi á annan áratug við
Menntaskólann í Reykjavík. En
jafnframt og lengi síðan vann hann
að því þrekvirki að búa til prentun-
ar og gefa út fjölda ritverka um
sögu Borgarfjarðar, aðallega verk
sem faðir hans, Kristleifur á Stóra-
Kroppi, hafði tekið saman.
Eiginkona Þórðar var Guðrún
Eyþórsdóttir, fædd að Tinduni í
Svínavatnshreppi í A-Húnavatns-
sýslu 1897. Foreldrar hennar voru
Eyþór Benediktsson og Björg Jósef-
ína Sigurðardóttir, sem bjuggu að
Hamri í sömu sýslu. Guðrún lést
árið 1983.
„Die Sonne war noch nicht
aufgegangen, uber de Vesuv lag-
erte eine breite graue Nebelschicht,
die sich nach Neapel hinuberde-
hnte...“
Þessi er mér minnisstæðastur
þýskra texta, jafnvel allra texta.
Ég veit að eins er farið mörgum
félögum mínum, sem fengu að
glíma við hann undir handleiðslu
Þórðar Kristleifssonar í bruna-
rústum austur í Laugardal fyrir
hartnær hálfri öld. Um er að ræða
upphafið á hinni ljúfu sögu L’Arrab-
iata eftir Paul Heyse, sem var loka-
kaflinn í þýskukennslubók Jóns
Ófeigssonar frá 1907. Þá var höf-
undurinn nýbúinn að fá bókmennta-
verðlaun Nóbels. Þetta var loka-
þáttur fyrsta árs þýskunnar, há-
punkturinn, synþesan mikla um
vorið eftir hinar þrotlausu mál-
fræðilegu analýsur vetrarins. Og
kennarinn fór um hann þeim hönd-
um að þetta var heilög stund, helg-
ur texti, nánast guðspjall. Við nem-
endur skynjuðum hann þannig og
viðurkenndum. Öll kunnum við ut-
anbókar langa hluta upphafsins og
þótti sjálfsagt mál. Og það var sjálf-
sagt mál vegna þess, að hjá Þórði
var engin leið að gleyma hlutum
sem þessum. Þannig var tak hans
á okkur.
Þessa lýsingu skilja allir nemend-
Þakkarávarp
Öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmœl-
inu meÖ heimsóknum, skeytum, símtölum,
söng oggjöfum, fœri ég bestu kveöjur og alúöar-
þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Torfi Guðbrandsson,
Bogahlíð 12,
Reykjavík.